Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Grasgarðurinn í Laugardal Holtasóley (dryas octopetala, L) óblómguð, oft kölluð rjúpnalauf og þegar hún hefur þroskuð aldin, hármey eða hárbrúða. NVSV, Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands, fer ekki í ferð laug- ardaginn 18. ágúst. Þeim sem ekki fara úr bænum um helgina er bent á að skoða grasagarðinn í Laug- ardal en þar er að sjá um 300 teg- undir íslensku flórunnar auk ' Tjölda erlendra tegunda. í garðin- um er afmarkaður reitur þar sem íslenskum plöntum hefur verið komið fyrir á mjög skemmtilegan hátt. Það er því aðgengilegt fyrir fólk að kynna sér íslenskar jurtir þarna og gefst þátttakendum úr ferðum félagsins og öðrum, gott tækifæri til að rifja upp kunnáttu sína og njóta um leið útiverunnar í gróskumiklu umhverfi. Þó margar plöntur séu komnar langt á þroskabrautinni vegna hlýindanna framan af sumri og sumar hverjar jafnvel búnar að fella fræ er enn ýmislegt athygl- isvert að sjá. Plöntúr, sem blómstra seint á sumri, standa nú í fullum blóma. Af íslenskum tegundum má nefna blákollu, lyngbúa, rauðkoll, blá- klukku og beitilyng. Undafíflarnir ættu að skarta sínu fegursta ef sólinni þóknast að láta sjá sig. Ýmsar plöntur standa með full- þroska fræjum. Nú fara að verða síðustu forvöð að fylgjast með ald- inþroska, þar sem starfsfólk garðsins fer brátt á kreik og hirðir fræin. Hvannir, mjaðjurt, súr- mæra, lækjasóley og flestar teg- undir af krossblómaætt bera nú þroskuð fræ. Fræhirslur fjólanna og dúnurtanna opna sig væntan- lega í næsta sólskini. Ýmsar hávaxnar iniifluttar blómplöntur fóru heldur illa í hvassviðrinu eftir verslunar- mannahelgina, en samt er ekki allt farið forgörðum í þeim hluta garðsins. Lyklarnir (primula) eru margir afar fallegir núna, sömu- leiðis margar murur (poetentilla), klukkur (campanula), vendir (gentiana) og rósalauf (acaena). í ertublómaættinni og körfublóma- ættinni má einnig finna ýmislegt athyglisvert, bæði blóm og fræ. Vert er að vekja athygli á nokkrum skemmtilegum risa- hvönnum í suðurhluta garðsins. Þær gefa frá sér sterkan ilm og draga að sér fjölda skordýra. Af runnum má nefna kvisti (spirea), roðaber (berberis), og rósir, sem mikið úrval er af hér og hvar í garðinum. Þess má geta að í uppeldi eru nú 109 rósategundir sem aldrei hafa verið reyndar hér á landi áður. Tré og runnar eru í ágætu ástandi þrátt fyrir regnið, eins og vaxtarsprotar sýna. í sumar hefur verið plantað út úr gróðurhúsi í uppeldisreit mikl- um fjölda nýrra jurta og runna, og vera kann að einhverjum þyki fróðlegt að skoða. Mikið er af spörfuglum í Laug- ardalnum t.d. skógarþröstum, máríuerlum og auðnutittlingum. Fuglarnir í garðinum eru alveg einstaklega spakir og elta stund- um starfsfólkið, einkum ef verið er að reita arfa eða róta í moldarbeð- um. Tjarnirnar í íslenska garðin- um njóta einnig vinsælda hjá þeim, til baða. Nýlega er búið að endurnýja og bæta inn merkispjöldum og eru nú flestar tegundir vel og greinilega merktar með latnesku heiti og ís- lensku ef það er til. Fólk er beðið að ganga vel um garðinn og taka ekki plöntur til þurrkunar, þar sem slíkt rýrir mjög fræuppskeru ársins. Drifum okkur öll í grasagarðinn í Laugardal. Hann er opinn frá 10.00 til 22.00 um helgar og frá kl. 8.00 til 22 virka daga. Bestu óskir um góða skemmtun og sól um helgina. (Frá NVSV.) Kór Víðistaðasóknar. Fremst er stjórnandi hans, Kristín Jóhannesdóttir. Hafnfirskur kór til Finn lands og Álandseyja TUTTUGASTA og sjöunda júní sl. lagði kór Víðistaðasóknar í Hafnar- firði upp í söngferðalag til Finnlands og kom m.a. til Alandseyja þar sem hann tók þátt í 10 ára afmælishátíð l „Álands Orgel Festival“. Voru þar haldnir tveir konsertar fyrir húsfylli, annar í St. Görans-kirkju og hinn í Lumparland-kirkju, en auk þess söng kórinn utan dagskrár á elli- heimilum. Á Álandseyjum sat kórinn veg- lega veislu íslenska konsúlsins þar, Williams Nordlunds, og konu hans, frú Maggie, en meðal gesta voru finnsku sendiherrahjónin á íslandi, Martin og Ulla Isaksson, og ýmsir frammámenn lands- stjórnarinnar á eyjunum. Að Álandseyjaferðinni lokinni var haldið til Hámeenlinna, vinabæjar Hafnarfjarðar í Finnlandi, og var I þar tekið á móti kórnum með kost- um og kynjum. Voru þar setin há- degisverðarboð bæði sóknarnefnd- ar og bæjarstjórnar og síðan farið í skoðunarferð um nágrennið, sem lauk með saunabaði að finnskum hætti og grillveislu, sem Norræna félagið stóð að ásamt bæjarstjórn. Síðustu dögunum eyddu kórfé- lagar í Helsinki þar sem Islandia- félagið bauð til skoðunarferðar um borgina. Lauk henni með stórkostlegum móttökum á hinum fallega herragarði íslandsvinarins prófessors Ahlströms. Öll ferðin var einstaklega ánægjuleg og gætti hvarvetna mikils hlýhugar í garð Islendinga. Fóru kórfélagar heldur ekki í grafgötur með, að þar nutu þeir ekki síst Vigdísar Finnbogadóttur, forseta, en heimsókn hennar til Finnlands fyrr í vor vakti mikla athygli og var ákaflega góð land- kynning. Sendiherra Finna á Íslandi, Martin Isaksson, vann mikið og gott starf við undirbúning ferðar- innar ásamt frú Barbro Þórðar- son, sem var fararstjóri, og án þeirra framlags hefði þessi ferð aldrei orðið að veruleika. Söng- stjóri kórs Víðistaðakirkju hefur frá upphafi verið Kristín Jóhann- esdóttir. Danskir búnaöarskóla- nemendur í heimsókn UM 30 nemendur danska bænda- skólans Nordisk Landboskole á Fjóni, voru staddir hér á landi fyrir skömmu, ásamt skólastjóra skólans, skólanefndarformanni og eiginkon- um þeirra, auk fleiri skólanefndar- manna og kennara. Var hópurinn hér á landi fyrir tilstuðlan Guð- mundar Jónssonar fyrrverandi skólastjóra Bændaskólans á Hvann- eyri, sem skipulagði ferðina og var ásamt Magnúsi Óskarssyni kennara, fylgdarmaður hópsins hér á landi. Guðmundur Jónsson fyrrver- andi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri sagði í samtali við blaðamann Mbl. að danski skólinn hefði upp á fjölbreytilegt nám að bjóða, auk ýmiskonar norrænna námskeiða og hefði skólinn tekið á móti um 15—20 íslendingum án endurgjalds í gegnum árin. Flestir þeirra sem farið hafa til náms við Nordiske Landboskolen eru frá Bændaskólanum á Hvanneyri og þar af hafa nokkrir þeirra farið í framhaldsnám sem skólinn býður upp á, en hópurinn sem staddur var hér á landi er einmitt í þann mund að hefja nám við fram- haldsdeildina. „Það er orðinn árviss viðburður að þeir sem hefja nám við fram- haldsdeildina, fari í ferðalag til útianda,“ sagði Guðmundur. „Þetta er í fyrsta sinn sem hópur frá skólanum kemur hingað til lands, og ennfremur í fyrsta sinn sem danskur búnaðarskóli heim- sækir ísland. Hópurinn kom til landsins 1. ágúst síðastliðinn og ferðaðist um landið. Fyrsta dag- inn var Reykjavíkurborg skoðuð með leiðsögumanni sem borgin lét í té og einnig veitti borgin ágætar veitingar að ferðinni lokinni. Þá var ekið vestur og norður, um Borgarfjörð, Snæfellsnes, Húna- vatnssýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og S-Þingeyjarsýslu og þaðan suð- ur Sprengisand um Suðurland og til Reykjavíkur, þar sem gestirnir voru kvaddir í ágætu kaffiboði Jóns Helgasonar landbúnaðar- ráðherra. í ferðinni um landið skoðaði hópurinn Bændaskólana á Hvann- eyri og Hólum, Garðyrkjuskóla ríkisins, mjólkurbú, Landgræðsl- una í Gunnarsholti og Landsvirkj- un. Einnig var komið við hjá bún- aðarsamböndum, bændum og fleiri aðilum. Víðast voru vejttar ágætar veitingar, sem gestirnir þáðu með þökkum. Móttökur voru þjóð okkar til sóma og fóru gest- irnir ánægðir heim að kvöldi 12. ágúst,“ sagði Guðmundur Jónsson að endingu. Frá kaffisamsæti sem Jón Helgason landbúnaðarráðherra hélt danska hópn- um. Á myndinni eru talið frá vinstri: Magnús Óskarsson kennari við bænda- skólann á Hvanneyri, en hann var einnig fylgdarmaður hópsins hér á landi, Jsrgen Isaksen, skólanefndarformaður danska bændaskólans, Jón Helga- son, landbúnaðarráðherra, Guðmundur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri bændaskólans á Hvanneyri, sem skipulagði dvöl dönsku gestanna hér á landi, og lengst til hægri á myndinni er Frits Teichert, skólastjóri Nordiske Landboskolen. [ raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | húsnæöi i boöi | 3ja herb. íbúð í miðbænum til leigu í eitt ár. Árs fyrirframgreiðsla. Sími getur fylgt. Upplýsingar í síma 20756 milli kl. 6—8 til laugardags. húsnæöi óskast Einbýlishús til leigu Til leigu er einbýlishús viö Oddagötu. Húsið er ca. 180 fm, meö stórum grónum garði. Leigist í 3—4 ár. Leiga greiöist fyrirfram a.m.k. fyrir 6 mánuöi. Tilb. sendist augl.deild Mbl. sem fyrst merkt: „O — 2806“. Húsnæði óskast Óskum eftir aö taka einbýlishús á leigu. Nauösynlegt er aö bílskúr fylgi. Vinsamlegast hringiö í síma 33050 eöa 687828 milli kl. 8 og 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.