Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984
Yfirlýsing forstjóra Rainbow Navigation:
„Trúi þessu illa fyrr
en ég sé það gerast“
- segir aðstoðar-
framkvæmdastjóri
skipadeildar SIS
„ÉG TEK þessum fréttum meö hæfi-
legri varúö. Mér þykja yfirlýsingar for-
stjóra bandaríska skipafélagsins
hljóma einkennilega,** sagði Ómar Jó-
hannsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
skipadeildar Sambandsins, í samtali
við blaðamann Mbl. í framhaldi af við-
tali blaðsins við Mark W. Yonge, for-
stjóra Rainbow Navigation Inc., þar
sem hann lýsti þvf yfir aö félag hans
myndi á næstunni minnka flutninga
sína til íslands um nærri 40%. Síðan í
vor hefur Rainbow Navigation flutt yf-
Þorsteinn Pálsson:
skipti
Stjórnvöld
sér
ekki af
launabilum
„Kjarasamningar eiga að vera
verkefni aðila vinnumarkaðarins.
Það er þcirra að ákveða launa-
hlutíoll í samningum sfn á milli, en
á hinn bóginn hefur ríkisvaldið að-
stöðu til þess að jafna aðstöðu
fólks í þjóðfélaginu, annars vegar
með sköttum og hins vegar með
tryggingabótum," sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, m.a. er blm. Vlbl. spurði
hann í gær álits á þeim ummælum
Steingríms Hermannssonar for-
sætisráöherra í NT í gær
f viðtali við NT í gær, þar sem
forsætisráðherra er spurður
hvort laun hljóti ekki að hækka
í komandi kjarasamningum, seg-
ir forsætisráðherra orðrétt;
„... það hefur orðið launaskrið
og ég óttast að það sé orðið
meira launabil en æskilegt er.
Ég get ekki leynt þeirri skoðun
að lægstu launin verði að hækka
eitthvað, þó ég vilji ekki nefna
neinar prósentutölur þar um.“
Þorsteinn Pálsson sagði jafn-
framt að það að beita sköttum og
tryggingabótum væru tæki
stjórnvalda til þess að aðstoða
þá sem verst væru staddir, og
það myndi ríkisstjórnin auðvitað
gera áfram, en að öðru leyti yrði
það að vera verkefni aðila vinnu-
markaðarins að ákveða launa-
hlutföll í samningum.
„Einhvern veginn sýnist mér
kröfugerðin núna miða að því að
auka launabil og að verkalýðs-
félögin séu fremur að stilla upp
kröfum sinum núna til þess að
vinna upp þá launajöfnun sem
orðið hefur á siðustu mánuðum.
Það er hins vegar þeirra mál, og
stjómvöld eiga ekki að hafa af-
skipti þar af,“ sagði Þorsteinn
jafnframt.
irgnæfandi meirihluta alls varnings til
varnarliösins á Keflavíkurflugvelli. fs-
lensku skipafélögin Eimskip og Haf-
skip hafa flutt liðlega 16% varnings-
ins.
„Ég skil ekki hvað liggur á bak við
ef þeir vilja ekki nýta skipin að
fullu, eins og þeir hafa gert að und-
anförnu. Ég trúi þessu illa fyrr en
ég sé það gerast," sagði ómar. „Mið-
að við þá taxta, sem þeir hafa notað
fyrir flutninga til Varnarliðsins,
þykir mér ósennilegt að þeir ætli að
gefa eftir allt að 40% til að eiga
möguleika á að flytja vörur fyrir Is-
lendinga. Taxtarnir, sem hafa gilt
fyrir flutninga á vegum Bandaríkja-
hers, hafa þótt allgóðir, enda hefur
varan í mörgum tilvikum verið
öðruvísi samsett en vörur, sem
fluttar eru á vegum íslenskra aðila.
Það er ástæðan fyrir því, að farm-
gjöld fyrir Varnarliðið hafa al-
mennt verið ívið hærri en þau, sem
íslenskir aðilar greiða."
Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði
að íslenskum stjórnvöldum hefði
enn ekki borist formleg tilkynning
um þær breytingar, sem forstjóri
Rainbow Navigation boðaöi í Morg-
unblaðinu í gær. „Eimskipafélag ts-
lands hefur metið þetta svo, að
bandaríska félagið sé fyrst og
fremst að bæta eigin afkomu á þess-
ari flutningaleið. Við bíðum eftir
nánari fréttum af þessu og málið
hlýtur að skýrast fljótlega."
Um það hvort hér kunni að vera
tilraun Rainbow Navigation til að
koma til móts við kröfur íslenskra
stjórnvalda og skipafélaga sagði
ráðuneytisstjórinn: „Það er gefið i
skyn að svo sé. Við höfum ekkert
formlegt í höndunum þar um.“
Reykjavíkur-maraþon árlegur viðburður
Nú fer hver að verða síðastur til
að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon,
sem fer fram 26. ágúst nk. Þegar
hafa skráð sig um 150 manns þar af
um 100 útlendingar, flestir frá
V-Þýskalandi, Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Á meðal þeirra eru nokk-
ur þekkt nöfn, þar á meðal breski
heimsmeistarinn í 50 mílna hlaupi,
Leslie Watson.
Forráðamenn maraþonhlaups-
ins fengu blaðamenn á sinn fund
til að kynna þeim hlaupið. Á
fundinum kom fram að hlaupið er
fyrst og fremst fyrir hinn al-
menna hlaupara. Hægt er að
skrásetja sig i einn af fjórum
flokkum, þ.e. maraþonhlaup, hálf-
maraþonhlaup, 8 km hlaup, og
sveitakeppni í 8 km hlaupi. Tekið
skal skýrt fram að ekki er hægt að
mæta rétt áður en hlaupið fer
fram og segjast ætla að hlaupa
heldur þarf að skrá sig til hlaups-
ins, og rennur sá skráningarfrest-
ur út næsta mánudag.
Séretök keppnisskrá verður gef-
in út með nákvæmu korti af
hlaupaleiðinni og öðrum upplýs-
ingum fyrir keppendur, og aðra
áhugasama. Á kortinu verða
vegalengdir merktar og drykkj-
arstöðvar sýndar sem verða með
um 5 km millibili. Læknar og
hjúkrunarfólk verður keppendum
til aðstoðar, bæði á meðan á
hlaupinu stendur og er hlauparar
koma i mark.
Allir keppendur fá viðurkenn-
ingu, og verða verðlaun afhent
fimm fyrstu konum og fimm
fyrstu körlum er koma í mark í
hverjum flokki.
Færeyingar að ljúka loðnukvóta sínum:
Munu ekki leita eftir
frekari veiðiheimildum
FÆREYINGAR hafa nú ákveðið að
fara ekki fram á frekari veiðiheim-
ildir hjá Efnahagsbandalaginu á
loðnumiðunum milli Grænlands og
Jan Mayen gagnstætt því, sem áður
var fyrirhugað. Nú eru þrjú færeysk
skip á þessum miðum og munu þau
Ijúka heildarkvótanum, 7.000 lest-
um, í þessari veiðiferð.
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann væri
ánægður með þessa ákvörðun
Færeyinga og síðan væru fram-
undan viðræður um framtíðar-
skipan þessara mála, þegar Græn-
land væri endanlega gengið úr
EBE.
„Grænlendingar taka við þessu
málum sjálfir þegar þeir ganga úr
EBE og við gerum ráð fyrir því að
ganga frá samningum við þá um
þessa veiði. Ég hef gert bæði Fær-
eyingum og öðrum grein fyrir því,
að við munum leggja á það
áherzlu, að sem allra minnst verði
veitt af öðrum á þessu svæði. Þeim
mun færri, sem þarna stunda
veiðar, þvi verður auðveldara að
hafa stjórn á þeim, við verðum að
ná betri stjórn á þessum málum.
Við erum búnir að reyna það í
mörg ár að ná samkomulagi um
veiðar þarna, en það hefur ekki
tekizt enn.
Ég hef farið fram á það við
Færeyinga að þeir hætti þessum
veiðum og ítrekað það nú. Pauli
Ellefsen, lögmaður Færeyja, mun
funda um þessi mál í Færeyjum á
næstunni og síðan liggur það fyrir
að almennar samningaviðræður
þurfa að hefjast um næstu áramót
um samskipti Islendinga og Fær-
eyinga. Þeir hafa tjáð mér það, að
þeir muni ekki leita eftir frekari
veiðiheimildum hjá EBE og þar
með tel ég málið leyst í bili,“ sagði
Halldór Ásgrímsson.
15%vextir betri
ávöxtun en 5 %
„ÞAÐ er eins með þessa reikninga
og aðra að innstæðurnar stjórna því
hvaða þýðingu vextirnir hafa. Og
þaö liggur í augum uppi að reglurnar
Innlánsstofnanir:
Lausafjárstaðan nei-
kvæð um 2,5 milljarða
LAUSAFJÁRSTAÐA innlánsstofn-
ana í lok júlímánaðar var neikvæð
um rúmar 2.500 milljónir króna og
hafði versnað frá lokura júní sam-
kvæmt bráðabirgðatöhim Seðla-
bankans um 500 til 600 milljónir
króna, en þar af eru skuldir við út-
lönd 400 milljónir. Staða viðskipta-
bankanna er mjög misjöfn. Búnaðar-
bankinn stendur best að vígi, en Út-
vegsbankinn versL í lok júní var
lausafjárstaða viðskiptabankana
neikvæð um 2.015 milljónlr króna.
Heildarinnlán f Útvegsbankan-
um voru í júnílok 2.085 milljonir,-
en lausafjárstaöan var neikvæð
um 669 eða 32,09% af innlánum.
Hjá Búnaðarbankanum var þetta
hlutfall 5,31%, innlán 3.863 og
lausafé neikvætt um 205 milljónir
króna. í Samvinnubankinn 3tend-
ur var lausafjárstaðan neikvæð
um 183 milljónir króna eða 13,69%
af innlánum, sem námu 1.337
roilljónum króna. I lok júní voru
innlán hjá Landsbankanum 8.115
milljonir króna en lausafjárstað-
an neikvæð um 753 milljónir eða
9,28% af innlánum. Hjá Iðnaðar-
bankanum var hlutfallið 7,3%,
innlán námu 1.439 milljónum
króna, en lausafjárstaðan var
neikvæð um 105 milljónir. Innlán
hjá Verzlunarbankanum voru 760
milljónir króna og lausafjárstað-
an neikvæð um 65 milljónir eða
8,55% af innlánum. Hlutfall Al-
þýðubankans var 8%, innlán voru
437 milljónir króna en lausafjár-
staðan neikvæð um 35 milljonir
króna.
um útreikning vaxta af innstæðum á
ávísanareikningum tóku ekki breyt-
ingum og hafa verið eins í tugi ára.
En 15% vextir hljóta hvernig sem
reiknað er að gefa betri ávöxtun en
5% vextir," sagði Stefán Gunnars-
son, bankastjóri Alþýðubankans,
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
bar undir hann ummæli Stefáns
Hilmarssonar, starfsbróður hans í
Búnaðarbankanum í Morgunblaðinu
í gær, þar sem hann sagði að vextir
af ávísanareikningum hefðu í flest-
um tilfellum litla þýðingu fyrir
launafólk. Vextir f Búnaðarbankan-
um eru 5% á umræddura reikning
um, en 15%hjá Alþýðubankanum.
— Hefur það komið til tals að
reikna dagvexti af ávísanareikn-
ingum?
„Ég hugsa að það þyrfti sam-
þykki Seðlabankans til þess. Við
höfum ekki sótt um að fá að gera
slíkt. Fyrir nokkrum árum var
sótt um slíkt leyfi af bðnkunum,
en Seðlabankinn neitaði. Þá höfðu
sumir bankar reiknað dagvexti af
ávísanareikningum hátekjumanna
en það var tekið fyrir það,“ sagði
Stefán að lokum.