Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1984 Ung grafík Myndlíst Valtýr Pétursson í Austursal að Kjarvalsstöð- um er lítil og snotur sýning á grafík eftir hóp ungra myndlist- arnema, sem nýlega hafa út- skrifast úr Handíða- og mynd- listarskólanum hér í borg. Þessir ungu grafíkerar hafa sameigin- lega vinnustofu og hafa því hald- ið hópinn, eftir að úr skóla var komið. Þetta er ekki sérlega for- vitnileg sýning, en hún er þokka- leg og vel þess virði, að hún sé skoðuð. Það er nú samt auðséð, að kennarar eiga gjarna drjúgan þátt í hlutunum, og raunveru- lega er ekkert við því að segja. Það eru fimm, er þarna sýna, og af þeim er aðeins einn karl- maður, hitt eru konur. Það er því ekki undarlegt, að manni finnst kvenfólkið sækja heldur betur á brattann, eins og stendur að Kjarvalsstöðum, en í Vestursal eru það hvorki meira né minna en níu konur, sem sýna. Þetta er ánægjulegt í sjálfu sér, en nú er þetta orðinn útúrdúr og mál að linni. Allir þeir, sem sýna á þessari sýningu, eru svo nýlega lausir við skólann, að það blasir við, að enginn þeirra hefur enn mótast það ákveðið í list sinni, að nokk- ur dómur verði lagður á listgildi verka hans. Þetta er í sannleika mjög þokkaleg skólavinna, og varla verður meira sagt að sinni. Samt er það áberandi, hve ein- asti karlmaðurinn í þessum hópi er miklu ákveðnari í myndgerð sinni en þær vinkonur hans. Hann heitir Sigurbjörn Jónsson. Hildigunnur Gunnarsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Svala Jónsdóttir og Aðalheiður Val- geirsdóttir eiga allar mjög þokkaleg verk á þessari sýningu, en mér virðist dálítið erfitt að dæma um, hvort hæfileikar eru þarna á ferð. Á það hefur ekki reynt enn sem komið er hjá þessu ágæta fólki. En bíðum bara og sjáum, hvað setur. Það koma tímar og koma ráð. Sú spurning vaknar þó ósjálf- rátt, hvort þessi sýning hafi ver- ið tímabær. Nú má enginn skilja þessar línur svo, að þarna hafi verið eitthvað ómögulegt á ferð. langt frá því, en þarna er heldur ekki stór biti að narta í. Því sannast orða er langur vegur frá þvi að gera þokkalegar myndir í það að taka verulega listrænt á. Ég er allur af vilja gerður að vekja athygli á þessu framtaki hjá hópnum. Og mér er nær að halda, að þessi litla og snotra sýning falli mörgum í geð og því sé óhætt að hvetja fólk til að sjá þessa sýningu; hún er fáguð og hefur notalegt yfirbragð og er hópnum til gagns og sóma. Valtýr Pétursson SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR kynnir ný vaxtakjör Frá og meö 17. ágúst taka gildi vaxtahækkanir á inn- og útlánum okkar, sem hér segir: INNLAN: Vextir Árs- alls ávöxtun 1) Sparisjóösbækur á ari 17,0% 2) Sparireikningar meö 3ja mánaöa uppsögn 20,0% 3) Sparireikningar meö 6 mánaöa uppsögn 23,5% 24,9% 4) Heimilislán, sparnaöur tengdur lántöku Sparnaður 3—5 mánuöi 20,0% Sparnaður yfir 6 mánuöi 23,0% 5) Verðtryggðir sparireikningar 6 mánaöa binding 5,0% 3ja mánaöa binding 0,0% 6) Ávísana- og hlaupareikningar 12,0% 7) Sparisjóösskírteini, 6 mánaöa 23,0% 24,3% 8) Innlendir gjaldeyrisreikningar: a) innstæöur í Bandaríkjadollurum 9,5% b) innstæöur í sterlingspundum 9,5% c) innstæður í vestur-þýskum mörkum 4,0% d) innstæöur í dönskum krónum 9,5% ÚTLÁN: 1) Víxlar (forvextir) 23,0% 2) Hlaupareikningar 22,0% 3) Endurseljanleg lán: a) lán vegna framleiöslu fyrir innlendan markaö 18,0% b) lán í SDR (sérstökum dráttarréttindum) vegna útflutningsframleiðslu 10,0% 4) Skuldabréfalán og afborgunarlán 25,5% 5) Lán meö verðtryggingu miöað vlö lánskjaravéitölu a) lánstími allt aö 2’/2 ár 8,0% b) lánstími yfir 2Vt ár 9,0% KynniÖ ykkur nýju ávöxtunarkjörin á sparifé. Allt starfsfólk Sparísjóösins er þér innan hand- ar hvaö varöar ráögjöf í fjármálum. Vextirnir eru breytilegir samkvæmt ákvöröun stjórnar Sparisjóösins. 5PARI5JÚÐUR HAFNARFJARÐAR Hagur heimamanna Strandgötu 8—10. Reykjavíkurvegi 66. Hörður Áskelsson son og Jón Hlöðver Áskelsson, fallega unnar og vel sungnar. Margrét Bóasdóttir söng Vertu Guð faðir, faðir minn, eftir Jón Leifs, við undirleik Marteins H. Friðrikssonar. Margrét söng einnig í verki eftir stjórnandann og smá strófur í verki eftir Þor- kel Sigurbjörnsson og í síðasta verkinu, „Festival Te Deum“, eftir Britten. Margrét er vel menntuð söngkona og söng ágætlega vel. Sálmur 84 er nýtt verk eftir Hörð og var það frum- flutt á þessum tónleikum. Verkið er á köflum vel samið og skemmtilegt áheyrnar. Eftir að syngja Exultate Deo, eftir Scarl- atti eldri, söng kórinn Herr, nun Mótettukór Hallgrímskirkju Tónlíst Jón Ásgeirsson Mótettukór Hallgrimskirkju er nýstofnaður kór, hefur þegar haldið nokkra tónleika og er nú að leggja upp í ferðalag til Þýskalands undir stjórn Harðar Áskelssonar orgelleikara. Kór verður ekki til með því að kalla saman söngfólk og ekki góður kór, þó vel sé sungið einu sinni. Góður kór verður til í ströngu og langvarandi samstarfi góðra söngmanna undir stjórn góðs tónlistarmanns. Þó ekki sé langt um liðið síðan kórinn tók til starfa, hefur sú hugmynd orðið sífellt áleitnari að hér sé að verða til góður kór. Tónleikarnir í Kristskirkju sl. miðviku- dagskvöld voru eins konar þol- raun og hér eftir verða gerðar strangari kröfur til kórsins. Það er athyglisvert hve sterka til- finningu Hörður hefur fyrir túlkun og tekst, með ekki stærri kór, að ná fram sterkum and- stæðum í styrk, hljóðfalli og blæbrigðum. Tónleikarnir hófust á þjóðsöngnum og ekki hefur undirritaður heyrt hann fallegar sunginn. Þjóðsöngurinn er í raun smá mótetta, vel samin og frá- bærlega vel sungin undir lifandi stjórn Harðar Áskelssonar. Næstu tvö verkefnin voru út- setningar eftir Róbert A. Ottós- lássest du, eftir Mendelssohn. Margt í því verki var frábærlega vel sungið og einnig í Cristus factus est, eftir Bruckner. Þrjár stuttar og hljómfallegar mótett- ur eftir Duruflé voru mjög vel fluttar af kórnum. Maurice Dur- uflé (1902) er franskur orgelleik- ari og tónskáld, nemandi Vierne og Dukas. Eftir hann liggja ekki mörg verk, aðallega orgelverk, kammerverk og hljómsveitar- tónlist og ein sálumessa. Tónstíll hans er undir áhrifum af tónlist Faure og katólskum „sléttsöng" (cantus planus). Þrjú vers kvöld- bæna eftir Hallgrím Pétursson voru sungin tónsett af Þorkeli Sigurbjörnssyni. Fyrsta kvöld- bænin er sérlega þýð og falleg tónsmíð og önnur bænin sér- kennileg í blæ en sú þriðja síst sem samsöngsverk. Síðasta verkið á efnisskránni var svo bráðfallegt verk eftir Britten, er heitir Festival Te Deum. Mót- ettukór Hallgrímskirkju, undir stjórn Harðar Áskelssonar, er orðinn góður kór og voru tónleik- arnir í Kristskirkju í alla staði góðir. Vonandi tekst söngfólki og stjórnanda eins vel upp á fyrir- huguðum tónleikum sínum í Þýskalandi og að heiman fylgja þeim kveðjur og ósk um gott gengi og góða söngferð. Jón Ásgeirsson Trompett- og orgelleikur Sumartónleikum i Skálholti lauk um síðustu helgi og fluttu Ásgeir Steingrímsson og Orthulf Prunner verk eftir Torelli, Viv- aldi, Hándel, Bach og Purcell, allt víðkunna barokksnillinga. Fyrsta verkið var trompettsón- ata eftir Torelli. í höndum Tor- elli varð konsert-formið í raun til, eða það form sem einkennir einleikskonserta allt til þess er Liszt gerði breytingar á kon- sertforminu. Ásgeir lék þetta erfiða verk mjög glæsilega en það sem vantaði á var að orgelið og trompettinn náðu ekki að •„intónera" sig saman, sem bæði er vegna sterkra „dvergmála" í kirkjunni og ólíkrar hljómunar orgels og trompetts. Næsta verkið var svo orgelútfærsla Bachs á konsert í a-moll eftir Vivaldi. Prunner er góður orgel- leikari og lék konsertinn á köfl- um fallega. Fimm kaflar úr Vatnasvítutnni, eftir Hándel, var næsta verkefni. Vatnasvítan er glæsilegt verk en ekki til í því leikformi sem talið er að verkið hafi verið flutt í undir stjórn höfundar. Fyrir nútímamenn er verkið flutt í seinni tíma út- færslum og svo sem allt í lagi að búa til einleikssvítu úr verkinu. Besti kaflinn var forleikurinn en þrátt fyrir að verkið setti nokk- uð ofan við þessa ótilgreindu umskrift, var það vel leikið bæði af trompettleikara og orgelleik- ara. Eftir Bach lék Orthulf Prunner orgelfúgu yfir stef eftir Corelli (BMV 579). Þetta verk ásamt fúgu yfir stef eftir Legr- enzi (BMV 574) er talið bera sterk einkenni sem rekja má til Pachelbels, sem eldri bróðir J.S. Bach lærði hjá. Um þessi verk eru efasemdir, bæði hversu snemma verkin eru samin og svo að þau séu yfirleitt eftir J.S. Bach. Prunner lék Corelli-fúg- una á köflum vel og lauk tónleik- unum með Trompet Voluntary eftir Purcell, er allir þekkja sem einkennislag Evrópu-sjónvarps- ins. í heild voru þetta góðir tón- leikar og reisn yfir leik þeirra Ásgeirs og Prunners, enda ágæt- ir hljóðfæraleikarar. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig skipulagið á Skálholts- tónleikunum verður næsta ár, þvi þá eiga Bach, Hándel og Scarlatti yngri þrjú hundruð ára afmæli. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.