Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 Sprengjuárás á skrifstofubyggingu Hafskips í Bandaríkjunum: Húsið nötraði og rúður þeyttust úr „ÞETTA VAR heljarhvellur. Við sem stóðum úti á bílastæðinu horfðum á bygginguna hristast og skjálfa og rúðurnar þeytast út," sagði Baldvin Berndsen, einn fjögurra starfs- manna á skrifstofu Hafskips í Bandaríkjunum, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Um hádeg- isbil í fyrradag var sprengju komið fyrir í skrifstofubyggingunni, þar sem Hafskip er til húsa í Melville á Long Island í New York. Miklar skemmdir urðu á hluta hússins í sprengingunni en engan sakaði enda höfðu skæruliðarnir tilkynnt um sprengjuna um hálftíma áður. „Það urðu engar skemmdir hér hjá okkur en hjá General Electric og Burroughs tölvufyrirtækinu, sem eru hér á sömu hæð, urðu gíf- Seltjarnarnes: Gjaldskrá hitaveit- unnar hækk- uð um 25 % GJALDSKRÁ hitaveitu Seltjarn- arness hækkaði 1. júli síðastliðinn um 25% og kostar minútulitrinn 406 krónur á mánuði. Að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarsjóra á Seltjarn- arnesi stafar hækkunin af tveimur ástæðum. t fyrsta lagi vegna þess að fjárhagur hitaveitunnar var ekki góður og í annan stað vegna kostn- aðarsamra borana eftir heitu vatni, sem kosta 13—14 milljónir króna. urlegar skemmdir, enda var sprengjunni beint gegn GE,“ sagði Baldvin Berndsen. „Það er flokk- ur, sem kallar sig Sameinuðu frelsisfylkinguna (United Free- dom Front), sem stóð fyrir sprengingunni. Blöðin hér hafa eftir alríkislögreglunni FBI, að þessi sami flokkur hafi staðið fyrir níu sprengingum víða á aust- urströndinni á síðustu tveimur ár- um.“ Starfsemi Hafskips og fleiri fyrirtækja í byggingunni, sem er í þremur álmum, var að færast í eðlilegt horf í gær þótt talsverður tími muni líða þar til General El- ectric og Burroughs Co. geta farið inn á sínar skrifstofur. „Veggir brotnuðu og gólf gengu upp og niður í kringum staðinn, þar sem sprengjan var skilin eftir,“ sagði Baldvin. „Stigagangurinn er i rústum. Fólk var flutt út úr bygg- ingunni um leið og fréttist af sprengjunni. Nú, þegar liðinn er sólarhringur frá sprengingunni, er enn allt fullt hér af lögreglu- mönnum og hundum — almennu lögreglunni, FBI, CIA og sérfræð- ingum af ýmsu tagi.“ Samkvæmt fréttum í banda- ríska stórblaðinu Newsday, sem gefið er út á Long Island, er Sam- einaða frelsisfylkingin baráttu- samtök, sem berst gegn hernaðar- afskiptum Bandaríkjanna I Mið— Ameríku. í bæklingum, sem fund- ust í byggingunni eftir sprenging- una, segir að General Electric hagnist á þjáningu alþýðu í Nicar- agua og E1 Salvador og að spreng- ingin í Melville sé i mótmælaskyni við stóraukinn lofthernað Banda- ríkjanna í E1 Salvador. wm Vart er þess að vænta að sýningarbás Bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs verði jafntómlegur, þegar sýningin opnar í dag, og hann var í eftirmiðdaginn í gær, er Ijósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Heimilið og fjölskyldan ’84: Einbýlishús í Laugardalshöll Fallbyssustúlka, tívólí og yfir 100 sýnendur á sýningunni sem opnar í dag SÝNINGIN „Heimilið og fjölskyldan ’84“ verður opnuð í Laugar- dalshöllinni í dag, en sýningin stendur til 9. september nk. Yfir eitt hundrað aðilar taka þátt í sýningunni en alls eru sýningardeildir 61. í mörgum sýningardeildum verður gestum boðið að bragða á mat og drykk, og sýnikennsla verður víða á svæðinu. Þá mun fjöldi sýnenda selja vörur sínar á sérstöku kynningarverði. I aðalsal Laugardalshallar er nú risið yfir 100 fermetra einbýlis- hús, fullbúið og hafa 20 sýnendur haft samstarf um að reisa húsið og búa það öllu því sem á einu heimili má finna. Að sögn Hall- dórs Guðmundssonar, blaða- fulltrúa sýningarinnar, er húsið „stolt sýningarinnar" og gerir til- vist þess sýninguna frábrugðna þeim sýningum, sem áður hafa verið haldnar í Laugardalshöll. Af Álviðræður í Ziirich í gær: „Vantar þó nokkuð upp á að við náum samkomulagi“ — segir dr. Jóhannes Nordal formaður samninganefndar um stóriðju „VIÐ HÖFUM einkum rætt orku- málin hér í dag, og reiknum með áframhaldi á þeim viðræðum allan morgundaginn," sagði dr. Jóhannes Nordal formaður samninganefndar um stóriðju á íslandi er blm. Mbl. náði tali af honum í ZUrich f gær, laust eftir að fundi samninganefnd- arinnar með fulltrúum Alusuisse lauk síðdegis í gær. Jóhannes var spurður hvort hann teldi að miðað hefði í sam- komulagsátt á þessum fundi í gær: „Það hefur margt gagnlegt komið fram í viðræðunum í dag, en við erum náttúrlega ekki komnir að neinni niðurstöðu." Aðspurður hvort mikið bæri í milli, á milli aðila, þegar farið væri að nefna mills fyrir kíló- wattstundina, sagði Jóhannes ein- ungis: „Það vantar þónokkuð upp á að við séum komnir að sam- komulagi, en á þessu stigi, held ég að það sé ekki hyggilegt að vera að nefna neinar tölur.“ Blm. spurði Jóhannes hvort við- ræðurnar í gær hefðu mótast af þvf að Svisslendingarnir vildu tengja orkuverðið til álversins heimsmarkaðsverði á áli: „Sá kostur hefur verið til umræðu, en á honum eru bæði kostir og gallar og við erum ekki komnir að neinni niðurstöðu um það, hvort sá kost- ur er hagkvæmur fyrir okkur Is- lendinga, en sá möguleiki er vissu- lega í myndinni." öðrum nýjungum á sýningunni má nefna sérsýningu fyrirtækja frá Húsavík í haksal og tékkneska sérsýningu í neðri sal. Stórt og fjölbreytt tívolí verður starfrækt á útisvæði austan Laug- ardalshallar og má þar m.a. finna bílabraut, kolkrabba, þeyti (round up), barnahringekju, hoppukast- ala og kastleiki. Tvisvar á virkum dögum og þrisvar um helgar mun fallbyssudrottningin Jannita Christin sýna dirfskuatriði, sem ekki hefur sést áður hér á landi, en henni er skotið úr fallbyssu um 30 metra vegalengd í öryggisnet. Jannita er 19 ára gömul. Á útisvæði er sérstakt Lego-hús í Lego-ævintýralandi. Þar eru þús- undir Lego-kubba til frjálsra nota fyrir börn og má segja að þar verði stanslaus byggingarsam- keppni allan sýningartímann. Börnin skila inn líkani úr 25 kubb- um eða færri og verða 3 bestu lík- ön hvers dags verðlaunuð með við- urkenningarskjali og Lego-kubba- kassa. í lok sýningar mun svo það líkan sem best þykir að loknum öllum sýningardögunum verða verðlaunað sérstaklega. Höfundur þess fær í verðlaun tveggja daga ferð í Legoland í Danmörku og fær að bjóða mömmu og pabba með. Að venju verða veitingar bornar fram á sýningunni í veitingasal og einnig verða seldar tívolíveitingar Kaupþing hf. vill hefja innfiutning á gulii KAUPÞING hf. óskaði 4. aprfl síðastliðinn eftir leyfi Seðla- bankans til að hefja innflutn- ing á gulli í stöngum og/eða slegnu til fjárfestinga fyrir viðskiptavini fyrirtækisins, en fékk synjun. í svari Seðla- bankans segir að þar sem ýmis atriði innflutnings- og gjaldeyr- ismála séu nú til endurskoðun- ar, telur bankastjórnin ekki tímabært að veita heimild til innflutnings á gulli. í umsóknarbréfi sem dr. Pétur H. Blöndal, framkvæmdastjóri Kaupþings, sendi Seðlabankan- um er vitnað f auglýsingu Seðla- bankans frá 28. desember 1982, en þar segir meðal annars að innflutningur á gulli sé óheimill nema með leyfi bankans. Þá seg- lr: „Ástæðan fyrir þessari beiðni er áhugi nokkurra viðskiptavina Kaupþings hf. á að kaupa gull, en sem kunnugt er hefur fyrir- tækið m.a. sérhæft sig I fjárfest- ingarráðgjöf. Þessir aðilar virð- ast aðallega vera að hugsa um gull sem öryggisfjárfestingu eða sem neyðarfjárfestingu. Ekki er búist við að slík fjárfesting verði almenn." Þá bendir dr. Pétur H. Blöndal á þjóðhagslegt gildi þess að al- menningur fjárfesti í gulli, sem minnkar skammtímaneyslu, og eykur áhuga á fjárfestingu og sparnaði, þar sem gull er hentug fjárfesting fyrir byrjendur. Pét- ur bendir einnig á að gulleign einstaklinga sé hluti af þjóðar- auð og af gjaldeyrisforða lands- manna og eykur öryggi eigend- anna, sem gerir þá óháðari opinberu tryggingakerfi. Að mati Péturs Blöndal er þó viss hætta á að leyfa frjálsan inn- flutning á gulli, þar sem það er auðvelt í flutningi og gildur gjaldmiðill um nær allan heim, en þannig geta menn keypt gjaldeyri í þeim mæli er þeim þóknast. Hins vegar er sölu- skattur á gulli sem gerir það að dýrari gjaldeyri en hægt er að fá annarstaðar. MorgunblaðiA/ Emilla. Hún er ekki bangin stúlkan þessi, Jannita, sem svífur hér í loftinu eins og væri hún „Leðurblökumaðurinn" sjálfur. Jannita er hér reyndar í einu prufuskotinu, áður en Heimilið og fjölskyldan ’84 opnar, en það er I dag. Jannita ætlar að fara í sam- skonar flugferð og þá sem sést hér á myndinni einum 40 sinnum á meðan á sýningunni stendur, en henni er skotið á loft og svo lendir hún mjúklega í netinu til vinstri, að lok- inni flugferðinni. á útisvæði. Sýningin verður opnuð með sérstakri opnunarathöfn klukkan 17.00 í dag, en klukkan 18.00 verður opnað fyrir almenn- ing. LÍN sækir um milljarð LÁNASJÓÐUR íslenskra námsmanna hefur farið fram á að fá frá ríkissjóði á árinu 1985 rúmlega einn milljarð króna. Samkvæmt útreikningum sjóðs- ins munu 937 milljónir króna fara í námslán og styrki til námsmanna, en um 112 millj- ónir króna í rekstur sjóðsins, afborganir, vexti o.fl. en afborg- anir og vextir af lánum sem sjóðurinn hefur þurft að taka á undanförnum árum hafa verið mjög íþyngjandi. Framlag ríkissjóðs til Lána- sjóðsins á þessu ári nemur 400 milljónum króna, en auk þess tek- ur sjóðurinn lán upp á 258 millj- ónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.