Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 32

Morgunblaðið - 24.08.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 Atlantehafsbandalagið: 3 % mörkin og hótun Bandaríkjanna um heimkvaðningu herafla síns frá Evrópu Vegna tskniframfara fjölgar Uekjum sí og æ, útgjöldin aukast í samrsmi vid það. eftir Arne Olav Brundtland Aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins í Vestur-Evrópu ættu að auka fjárframlög sín til varnar- mála, að minnsta kosti í þeim mæli, að þau næði því markmiði, sem öll ríkin hafa áður samþykkt að stefnt skuli að, það er að segja að fjárframlög þeirra ykjust að raunvirði um þrjú prósent. Um þetta getum við verið sammála í einu og öllu, bæði við í Evrópu og eins bandamenn okkar í Ameríku. Það getur vart talizt sérlega vel að verki staðið að samþykkja hátíð- lega að stefna að einhverju vissu marki, þegar menn sitja fundi æðstu manna Atlantshafsbanda- lagsins, ef svo er litið á síðar, að ekki þurfi endilega að standa við slíkar samþykktir. Ef menn þykj- ast í engu skuldbundnir af þeim markmiðum, sem sett hafa verið, taka samþykktir af þessu tagi einna helzt að minna á það, sem hér áður fyrr stóð innan á kápu- síðunni á einkunnabókinni okkar í barnaskóla og var ætlaö að vera ráðlegging til nemendanna: „Settu helzt markmið þín svo hátt, að þú getir ekki náð þeim; þá hefur þú eitthvað að stefna að.“ Það fer á hinn bóginn naumast milli mála, að þriggja-prósenta markmiðið er í nær öllum NATO- ríkjum álitið afar þýðingarmikið atriði. En pólitík er — og verður raunar að vera — list hins ger- lega. Þegar efnahagsörðugleikar steðja að, er affarasælast að halda sig við hinn gullna meðalveg í þessum efnum. Fjárveitinganefnd norska Stór- þingsins hefur á þessu ári sam- þykkt fjárframlög til varnarmála landsins, þar sem gert er ráð fyrir um 3,5% aukningu að raunvirði; hins vegar verður ekki að fullu séð hve há þessi prósentutala verður á endanum, fyrr en heildaruppgjör ársreikninga liggur fyrir. Breyt- ingar á skráningu gjaldeyris skipta meðal annars máli í þessu sambandi. í skýrslú, sem Weinberger varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, lagði nýverið fyrir Bandaríkja- þing, kemur fram, að það eru ein- ungis þrjú aðildarríki, sem náð hafa að uppfylla þriggja-prósent markmiðið varðandi aukningu fjárframlaga að raunvirði til varnarmála sinna: Bandaríkin, Bretland og Lúxemborg. Sam- kvæmt þessum útreikningum nema fjárframlög Norðmanna 2,8 prósent aukningu að raunvirði. Það er annars ekki svo illa af sér vikið. En samkvæmt þeim aðferð- um, sem Weinberger notar við út- reikninga sína, eru framlög Norð- manna samt ekki fullnægjandi, og það er víst bezt að taka þeirri niðurstöðu með stillingu. í raunveruleikanum er það langtum þýðingarmeira til hvaða hluta fjárframlögunum er varið heldur en hve mikil þau eru ná- kvæmlega reiknað. Menn ættu frekar að temja sér að hugsa á raunsæjan hátt um eðli varnar- mála landsins heldur en að ein- skorða sig að öllu leyti við pró- sentutölur. Það er þó rétt að bæta því við, að slík rólyndis afstaða má ekki leiða til þess að menn fari að álíta, að það sé til dæmis engin þörf á því fyrir okkur Norðmenn að leggja mikið af mörkum til varnarmála landsins. Brýn nauðsyn á aukningu Eitt af aðalatriöunum við inn- göngu i bandalög er það, aö löndin hafa ekki yfir nægilegu fjármagni að ráða til þess að geta staðið utanaðkomandi óvinum snúning, og slíkt ríki er því nauðbeygt til að bindast samtökum við aðra, sem eru í áþekkri aðstöðu. Þetta fyrir- komulag felur þó í sér vissa hættu á, að einstök aðildarríki taki að leitast við að komast eins ódýrt út úr aðild sinni að bandalaginu og frekast er unnt og gangi jafnvel svo langt í þeim efnum, að upp fari að koma ásakanir um, að landið sé eins og hver annar laumufarþegi og sníkjudýr. Að því er ég bezt veit hafa allir forsetar Bandaríkjanna, allt frá valdatím- um Harry S. Trumans lagt mikla áherzlu á að sannfæra hin evr- ópsku aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins um, að þeim bæri með réttu að auka framlög sín til varnarmáia. Ef þeim tækist það ekki, kynni að reynast erfitt um við að við- halda pólitískum stuðningi við hátt framlag Bandaríkjamanna til varnarmála. Bandaríski skatt- greiðandinn, sem gjarnan gengur undir gælunafninu „the Kansas milkman", myndi fara að hafa í frammi mótmæli. Það er einkum eftir að Evrópu- þjóðirnar hafa bæði í reynd og einnig að áliti Bandaríkjamanna komizt á réttan kjöl aftur í efna- hagslegu tilliti, að þær skoðanir hafa gerzt háværari, að Vestur- Evrópu beri að taka að sér í vax- andi mæli kostnaðinn við eigin varnarskuldbindingar sínar til þess að létta undir með Banda- ríkjamönnum. Bandaríkjamenn hafa á stund- um látið í ljósi, að þeir séu orðnir leiðir og langþreyttir á þessari vandræðastöðu mála, sem menn eru raunar farnir að líta á sem eins konar sígilt vandamál, og það hafa heyrzt þær kröfur í Banda- ríkjunum, að Bandaríkjamenn ættu að láta hart mæta hörðu og leitast við að neyða ríki Vestur- Evrópu til að leggja meira af mörkum til varnarmála sinna með því að kalla heim bandarískan herafla frá Evrópu. Fyrir tíu til fimmtán árum hafði Mansfield, öldungadeildar- þingmanni, tekizt að verða sér úti um þingmeirihluta í sambandi við kröfu um heimkvaðningu banda- rísks herafla frá Evrópu með viss- um skilyrðum. Eins og málin standa um þessar mundir er sama hugsunin aftur uppi á teningnum hjá Bandaríkjamönnum. Hinn 20. júní sl. studdi verulega stór minnihluti þingmanna í banda- rísku öldungadeildinni eða 41 tals- ins af 100 tillögu varðandi þriggja ára áætlun um fækkun í herafla Bandaríkjamanna í Evrópu — skyldi þessi fækkun fara fram í þremur áföngum þannig að 30.000 manns yrðu kallaðir heim í senn. Tillögunni var vísað frá af meiri- hluta þingmanna, sem nam 55 manns. Hugmyndin um að þvinga ríki Vestur-Evrópu til að leggja fram meira fé til varnarmála sinna með því að hóta heimköllun bandarísks herafla frá álfunni er í raun og veru helzt til mikið hættuspil, þar sem hún er til þess fallin að skapa einkar varhugavert ástand í aðild- arríkjunum, ástandi sem ein- kenndist af víðtækum flokka- dráttum og innbyrðis deilum inn- an bandalagsins. Sú aukna sjálfs- vitund, sem Bandaríkjamenn verða áþreifanlega varir við í löndum Vestur-Evrópu og þeir álíta að ætti að skapa grundvöll fyrir aukin fjárframlög þessarra ríkja til varnarmála sinna, er hins vegar af þeim toga spunnin, að hún getur fullt eins vel orðið til þess, að þessi ríki snúist öndverð gegn ótvíræðum pólitískum þving- unum í þá átt að fá þau til að auka fjárframlög sín til varnarmála. Hagsmunir Bandaríkjanna Verkaskipting sú milli ríkja Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna innan bandalagsins, sem í raun hefur ríkt fram að þessu, er engan veginn algild og óumbreytanleg um aldur og ævi. Það er og heldur ekki unnt að ganga að því sem gefnu og vísu um tíma og eilífð, hverjir séu hinir raunverulegu bandarísku þjóðarhagsmunir með tilliti til Vestur-Evrópu. Menn hafa almennt verið þeirr- ar skoðunar, að tilvist bandarísks herafla í Vestur-Evrópu byggðist á þeim bandarísku þjóðarhags- munum að koma á þann hátt í veg fyrir, að Ráðstjórnarríkin næðu undirtökunum í vesturhluta hins evrasíska meginlands. Þetta eru reyndar einnig hagsmunir Vest- ur-Evrópu, og það vill svo vel til, að hagsmunirnir eru að þessu leyti samofnir. En komist Bandaríkjamenn hins vegar á þá skoðun, að ríki Vestur-Evrópu láti ekki stjórnast nægilega af eigin þjóðarhagsmun- um, þjónar það vart nokkrum til- gangi í augum Bandaríkjamanna, að þeir fari líka að grafa undan sínum eigin þjóðarhagsmunum eða ieggja sitt af mörkum til þess eins að veikja þá. Með öðrum orð- um sagt, hafi Vestur-Evrópa ekki nægilega burði til þess að gæta sjálf sinna hagsmuna og annast öryggi sitt, eigi Bandaríkin samt ekki að skaða sína eigin hagsmuni með þvi að kveðja liðsafla sinn heim frá Vestur-Evrópu. í meginatriðum eru hagsmunir Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu samþættir. Það má ef til vill orða þetta á eftirfarandi hátt: Það myndi að sínu leyti tákna endalok og tortímingu Vestur-Evrópu, ef Ráðstjórnarríkin gerðu innrás í lönd okkar, en Bandaríkin eiga sér heldur enga lífsvon, hafi sovét- veldinu á annað borð tekizt að hreiðra um sig í Vestur-Evrópu. Hótunin um einhliða heim- kvaðningu bandarísks herafla frá Vestur-Evrópu virðist því ekki sérlega vel til fundin, séð frá bandarískum sjónarhóli, nema því aðeins að Bandaríkjamenn hafi öðlast annan og nýjan skilning á því, hverjir séu raunverulega bandarískir þjóðarhagsmunir, þegar öllu er á botninn hvolft. Ef til þess kæmi, að Bandaríkja- menn breyttu þeim skilningi, sem þeir sjálfir leggja í þjóðarhags- muni sína, gefur það auga leið, að kringumstæður okkar í Vestur- Evrópu og viðhorf öll myndu breytast að sama skapi. Bandaríkin geta haft annan hátt á en þann, sem þau beita sem stendur, við að ná fram þeim markmiðum sem álitin eru hafa mesta þýðingu fyrir framtíðar- heill ríkisins. Þær umræður, sem um þessar mundir fara fram í Bandaríkjunum um þessi efni, sýna að margvísleg sjónarmið eru við lýði, er eiga sér sína vissu áhangendur: Einangrunarsinnar og heimsyfirráðasinnar eru fyrir hendi þar í landi, þeir sem álíta, að Evrópa sé þýðingarmest, og svo þeir sem eru þeirrar skoðunar, að bandarískum hagsmunum sé bet- ur borgið með því að beina athygl- inni meir að Kyrrahafssvæðunum heldur en að Atlantshafssvæðinu. Við skulum annars ganga út frá því, að Vestur-Evrópuríkin haldi uppi vörnum, sem talizt geti sómasamlegar eftir efnum og að- stæðum hvers og eins eða um það bil af þeim styrkleika sem þessar varnir eru um þessar mundir, og eins skulum við gera ráða fyrir því, að það sem úlfaþytnum veldur Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna k einkafundi í Washington í lok maí sfðastliðins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.