Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
35
Guörún Guðmunds
döttir — Minning
Fædd 23. nóvember 1906
Dáin 15. ágúst 1984
Guðrún Guðmundsdóttir, hús-
móðir, Langholtsvegi 46, Reykja-
vík, andaðist í Borgarspítalanum
15. ágúst sl., eftir stutta legu, 77
ára að aldri, en hún hafði átt við
nokkra vanheilsu að striða síðustu
árin. Útför hennar verður gerð í
dag, frá Aðventkirkjunni í
Reykjavík.
Guðrún fæddist á ísafirði þann
23. nóvember 1906. Foreldrar
hennar voru Anna Torfadóttir frá
Súðavík og Guðmundur Guðnason
frá Bolungarvík. Guðrún á einn al-
bróður á lífi, Guðmund Guðna, rit-
höfund, f. 1912, nú búsettur í
Kópavogi. Guðrún átti og tvo hálf-
bræður, Svein, sem nú er látinn,
og Auðun, bónda á Dvergasteini
við Álftafjörð. Guðrún ólst upp
hjá móður sinni á Isafirði til 16
ára aldurs. Á ísafirði vann móðir
Guðrúnar fyrir sér með sauma-
skap og fór þá Guðrún með móður
sinni víða bæði til Bolungarvíkur,
Hnífsdals og Súðavíkur og kynnt-
ist þar högum fólks við mismun-
andi aðstæður. Árið 1922 þegar
Guðrún var 16 ára gömul, fluttust
þær mæðgurnar til Reykjavíkur
og var Guðrún um skeið í vist á
ýmsum heimilum í Reykjavík.
í nóvember 1928 kvæntist Guð-
rún eftirlifandi eiginmanni sínum,
Friðbergi Kristjánssyni frá Hell-
issandi. Settu þau á stofn heimili
sitt í Reykjavík og bjuggu þar all-
an sinn búskap, utan tvö ár sem
þau bjuggu á Hellissandi.
Börn Guðrúnar og Friðbergs
eru, talin í aldursröð: Kristján, f.
5. júní 1930, forstöðumaður,
Kumbaravogi við Stokkseyri,
kvæntur Hönnu Halldórsdóttur,
og eiga þau tvo syni, Guðna,
kvæntur Kirsten Larsen frá
Danmörku, en börn þeirra eru
Karl og Anna; Halldór, sem er
ókvæntur; Geir, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 2. janúar 1932, sem býr í
Kópavogi, kvæntur Hólmfríði
Geirdal Jónsdóttur og eiga þau tvo
syni, Össur og Berg; Edda, sjúkra-
þjálfari, f. 23. mars 1941, gift séra
Ole Bakke frá Danmörku, en þau
eru búsett í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum.og eiga þau tvö börn,
Önju og Barry; Guðni Gils, f. 1.
júlí 1945, ókvæntur og býr í Ósló í
Noregi, hann á eina dóttur, Krist-
ínu.
Guðrún og Friðberg bjuggu á
ýmsum stöðum í Reykjavík fyrstu
búskaparár sín, en í stríðslok
byggðu þau sitt einbýlishús að
Langholtsvegi 46 og bjuggu þar
síðan. Þar bjó Guðrún manni sín-
um og börnum gott heimili, sem
ávallt bar hlýleik hennar og
smekkvísi vitni. Guðrúnu þótti
mjög vænt um heimili sitt og gerði
það að mjög hlýlegu athvarfi fyrir
börn sín og síðar barnabðrn.
Guðrún unni börnum sínum og
barnabörnum mjög, og átti um-
hyggja hennar fyrir þeim sér eng-
in takmörk. Umönnun hennar við
þau var mjög eftirtektarverð. T.d.
kom aldrei sá afmælisdagur í fjöl-
skyldu Guðrúnar að hans væri
ekki minnst með veglegum gjöf-
um, símtali eða símskeyti. Sama
átti við um þá fjölmörgu sem Guð-
rún hafði komist í kynni við.
Guðrún var mjög trygglynd
kona. Kom það m.a. fram í þeirri
tryggð sem hún sýndi móður sinni,
en hún bjó hjá henni og andaðist á
heimili Guðrúnar háöldruð 1956.
Aldrei kom til mála að móðir
hennar yrði send utan heimilisins
meðan mögulegt var að annast
hana heima. Taldi Guðrún sig
ávallt mjög lánsama að hafa getað
hlúð að móður sinni og haft hana
hjá sér á heimili sínu þar til yfir
lauk.
Guðrún unni gróðri og ræktun,
og bar garðurinn að Langholtsvegi
46 þess merki. Það voru meðal
mestu ánægjustund Guðrúnar
þegar hún var úti í garði að gróð-
ursetja plöntur og tré. Hún hlúði
að gróðrinum með sömu nærgætni
og einkenndi öll mannleg sam-
skipti hennar. Saknaði hún þess
mjög síðustu árin, eftir að heilsa
hennar bilaði, að geta ekki unnið f
garðinum, fá ekki snertingu við
moldina.
Guðrún var sjálfstæð kona og
reyndi oft á sjálfstæði hennar og
dugnað um ævina. Hún ólst upp
föðurlaus með móður sinni, sem
var fyrirvinna og vann utan heim-
ilisins. Síðar þegar eiginmaður
hennar varð fyrir endurteknum
áföllum og veikindum, varð Guð-
rún að sýna sjálfstæði, kjark og
áræði. Þyngsta raunin var sjálf-
sagt þegar Friðberg veiktist af
berklum í stríðslok, einmitt þegar
vinnan var að aukast og menn
gátu séð fram á betri tíð. En Frið-
berg varð þá að dvelja 8 ár í Víf-
ilsstaðaspítala. Á þeim árum var
einmitt verið að fullklára hús
þeirra hjónanna og mæddi það
mjög á Guðrúnu. Henni tókst með
fádæma dugnaði, elju og góðri
hjálp sona sinna að klára húsið,
þrátt fyrir að eiginmaðurinn væri
í sjúkrahúsi.
Kynni okkar Guðrúnar hófust
þegar systir mín, Hanna, giftist
Kristjáni, syni Guðrúnar, árið
1953. Fáum árum síðar veiktist
maðurinn minn og varð að fara til
Danmerkur í erfiða læknisaðgerð.
í dag verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík, ólafur
Sigurðsson, sjómaður, en hann
lést í Landspítalanum 19. ágúst
síðastliðinn, eftir skamma legu, en
hann hefði orðið 87 ára í haust,
sem er hár aldur fyrir erfiðismann
er var á sjónum allt sitt líf, eins og
sagt er.
Ólafur Sigurðsson var ættaður
frá Eyrarbakka, sonur hjónanna
Viktoríu Þorkelsdóttur frá Hólum
(1859—1914) og Sigurðar Jónsson-
ar verslunarmanns frá Litlu-Há-
eyri (1857—1901), en þau bjuggu á
Akri á Eyrarbakka, en hún síðar í
Reykjavík, eftir að börnin voru
flest farin suður.
ólafur var af traustri og þekktri
ætt, en hann var yngstur fimm
systkina, en þau voru Jón Sigurðs-
son, skipstjóri, i Reykjavík
(1888—1973) er lengi stýrði togar-
anum Hilmi, Hannesína Sigurð-
ardóttir (1890—1962) er átti Þor-
leif Guðmundsson, kaupmann og
alþingismann í Þorlákshðfn, Kol-
Eftir að við hjónin komum heim
úr þeirri ferð urðum við að dvelja
í Reykjavík um nokkurra vikna
skeið, þannig að hægt væri að vera
nálægt sjúkrahúsi. Guðrún mætti
okkur þá, sem alltaf síðar, með
opnum örmum. Opnaði hún heim-
ili sitt og bauð okkur að vera hjá
sér þann tíma sem við þurftum
með. f nokkur ár þar á eftir þurft-
um við hjónin stundum að koma
til Reykjavíkur og vera um nokk-
urn tíma vegna sjúkdómsins, og
ávallt stóð heimili Guðrúnar
okkur opið. Gerðu þau Guðrún og
Friðberg allt sem í þeirra valdi
stóð til að gera veru okkar að
heiman sem þægilegasta. Vil ég
sérstaklega minnast þess með
þakklæti nú að leiðarlokum.
Hjartahlýja og góðvild Guðrún-
ar kom einnig fram, er dætur
okkar hjónanna voru við nám upp
á landi, eins og við Vestmanney-
ingar köllum það stundum. Þá
höfðu þær ávallt skjól hjá Guð-
rúnu þegar þær þurftu á því að
halda. Ekki var nóg með að dætur
okkar gætu átt athvarf hjá Guð-
rúnu heldur og vinkonur þeirra og
vinir, sem löðuðust að þessu vin-
gjarnlega heimili.
Guðrún var trúuð kona. Fljót-
lega eftir að hún kom til Reykja-
víkur upp úr 1920, kynntist hún
boðskap Aðventsafnaðarins i
Reykjavík, og tók tryggð við þann
söfnuð. Trúin var alla tíð mikill
aflvaki í lífi Guðrúnar, og þeir,
sem til hennar þekktu, vita að það
traust og sú huggun sem trúin
veitti henni létti henni alla erfið-
leika og áföll, sem veikindi eig-
inmanns hennar vissulega voru.
Guðrún var mjög umhugað um að
glæða með börnum sínum og
barnabörnum virðingu fyrir Guði
og sköpunarverki hans. Hún lifði
og trú sína. Kærleiksboðorðið um
að „allt það sem þér viljið að aðrir
menn gjöri yður, það skuluð þér og
þeim gjöra“ var henni ofarlega í
huga. Allra götu vildi hún greiða
og þótt oft væri þröngt í búi hefði
hún verið tilbúin að láta síðasta
matarbitann til einhvers sem á
honum þyrfti að halda.
beinn Sigurðsson, skipstjóri í
Reykjavík (1892—1973), er lengi
var skipstjóri á Kveldúlfstogurun-
um og Þórdís Sigurðardóttir, er dó
á öðru ári (1895-1897).
Sem áður sagði, var ólafur
yngstur systkinanna frá Akri, en
hann var fæddur þar 30. nóvember
árið 1897.
Ólafur byrjaði snemma sjó-
mennsku, fyrst úr háskalegum
lendingum hér syðra, en síðar á
þilskipum. Meðal annars Frances
Hyde, en hann aflaði sér ekki rétt-
inda; kaus að stunda sína sjó-
mennsku framan við forsigluna,
eins og stundum er sagt. Var alla
ævi háseti, en eftirsóttur sjómað-
ur þó og í góðum plássum.
Olafur mun hafa byrjað sjó-
mennsku á þilskipum 19 ára að
aldri, og sigldi hann síðan á ýms-
um skipum, þar af um 12 ára skeið
á dönskum og amerískum, og hann
var því víðförull, reyndur, bæði úr
lendingunni heima og eins verald-
arhöfunum þremur, en eftir að
heim kom fyrir um það bil hálfri
öld, var hann fyrst í plássi á tog-
urum og á kaupförum, en lengst
var hann háseti á skipum Skipaút-
gerðar ríkisins, eða á strandferða-
skipunum.
Ólafur hætti sjómennsku árið
1962, en vann eftir það sem hafn-
arverkamaður og vaktmaður hjá
Skipaútgerðinni og síðar Eim-
skipafélagi íslands, þar sem hann
var síðast er hann lét af störfum
72 ára að aidri.
Ég kynntist ólafi Sigurðssyni
snemma. Var honum aukin heldur
samskipa um tíma. Og þótt hinn
skilgreindi sjómannsframi sé yfir-
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Minning:
Ólafur Sigurðs-
son sjómaður
Guðrún var vel gerð og gáfuð
kona. í barnaskólanum á fsafirði
var hún m.a. látin fara yfir tvo
bekki vegna framúrskarandi ár-
angurs í námi. Lauk hún þvi
barnaskólaprófi fyrr en jafnaldrar
hennar. Hugur hennar stóð til
áframhaldandi náms og mun einn
kennara hennar á ísafirði, sem
var barnlaus, hafa boðist til að
kosta hana til náms til Reykjavík-
ur, en bæði kom það til að hún
vildi ógjarnan þiggja hjálp ann-
arra, og það, að hún var tengd
móður sinni sterkum böndum, að
ekki varð úr að hún færi suður til
frekara náms að barnaskólanámi
loknu. Eftir að Guðrún kom til
Reykjavíkur sótti hún nokkur
námskeið, m.a. tók hún tíma í
dönsku. Náði hún ágætis valdi á
dönsku og gat bæði talað og ritað
sendibréf á því tungumáli.
Snemma hafði Guðrún mikinn
áhuga á fjarlægum löndum. Kem-
ur það kannski til af því að faðir
hennar, sem hún kynntist ekki, fór
út í heim í siglingar þegar hún var
5 ára og kom ekki aftur til íslands
eftir það. Hefur barnshugurinn
sjálfsagt oft dvalið við hin ókunnu
lönd þar sem faðir hennar bjó.
Kannski var það af þessum áhuga
að hún tók upp það tómstunda-
gaman að safna frímerkjum. í
gegnum frímerkjasöfnunina eign-
aðist hún vini i mörgum ríkjum,
sem hún hélt traustu bréfasam-
bandi við, sendi þeim nýjustu út-
gáfur af íslenskum frímerkjum og
fyrsta dags umslög og fékk í stað-
inn frímerki frá þessum vinum
sínum í öðrum heimshlutum.
Þetta tómstundastarf hennar
veitti henni mikla ánægju og kom
kannski að hluta til móts við
draum hennar um að sjá sig um í
heiminum og heimsækja hin ólíku
þjóðríki. Guðrún átti þó þess kost
að fara í nokkrar utanlandsferðir
og voru þær ferðir henni til mikill-
ar ánægju.
Guðrún var afar samviskusöm
við öll þau verk sem hún tók að sér
að vinna. Um tíma starfaði hún
utan heimilis, m.a. við ræstingar á
skipum Eimskipafélagsins og síð-
ar við ræstingar í kexverksmiðj-
unni Frón við Skúlagötu. Sam-
viskusemi hennar var annáluð og
var hún einkar vel metin af sam-
starfsmönnum sínum. Það var
henni mikið metnaðarmál að
sérhvert verk sem hún tók sér
fyrir hendur væri framkvæmt
óaðfinnanlega.
Að leiðarlokum og á kveðju-
stund koma margar fagrar minn-
ingar um Guðrúnu fram í hugann.
Á þær ber engan skugga. Það vek-
ur nú söknuð að öllum samskipt-
um skuli lokið. En þegar aldur
færist yfir og líkamsþrótturinn
dvínar er dauðinn oft kærkominn
og hvíldin þakksamlega þegin.
Guðrún Guðmundsdóttir hefur
kvatt okkur, sátt við allt og alla.
Sofnuð, i trú á Guð sinn, og í full-
vissu um, að á eftir dauðanum
fylgir upprisan til eilífs lífs, svo
sem ritningin boðar.
Við Doddi sendum eftirlifandi
eiginmanni, börnum og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu hennar.
Ingibjörg Haraldsdóttir
leitt hafður í lyftingunni, eða í
stóru vélarrúmi, þá nutu vaskir
hásetar, reyndir við segl og drag-
reipi og við öll þau verk er vinna
verður á þilfari skipa, virðingar og
álits. Og þótt ólafur segði eigi
sögur, vissum við að þessi hægláti
maður stóð í mörgu feti framar, ef
á hásetann reyndi.
Ólafur mun hafa farið suður, al-
farinn innanvið tvítugt, og átti
heimili eftir það í Reykjavík, ef
frá eru talin árin tólf, sem hann
var í siglingum með Dönum og
Ameríkönum, og árið 1938 kvænt-
ist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðrúnu Jónsdóttur f. í
Reykjavík 6. nóvember árið 1903,
en Guðrún var dóttir Jóns Krist-
jánssonar verkamanns og vakt-
manns í Reykjavík, systir Jóns
Oddgeirs Jónssonar, er lengi var
fulltrúi Slysavarnafélagsins, og
þeirra systkina.
Þau Ólafur og Guðrún bjuggu
fyrst á Vesturgötu 68, en árið 1942
keyptu þau íbúðarhús á Fram-
nesvegi 15 og þar stóð heimili
þeirra upp frá því, og hafði ólafur
því sjávargötu skamma alla
ævina. Og þar ólu þau upp börnin
sín þrjú, sem nú eru löngu fullvax-
in og farin annað.
Ég kom nokkrum sinnum á
heimili þeirra fyrr á árum og þar
var gott að koma og sitja yfir
kaffi, eins og á svo mörgum sjó-
mannsheimilum á þeirri tíð, með-
an lifað var við aðra gleði og aðra
þjáningu en í þeim tækniheimi er
við nú búum við, ásamt allsnægt-
um og þrýstingi.
Börn þeirra Guðrúnar Jónsdótt-
ur og Ólafs Sigurðssonar eru öll á
lífi, en þau eru Jón Ólafsson, stýri-
maður hjá Eimskipafélaginu
kvæntur Elínu Harðardóttui
Markan, Viktoría Valgerður
Ólafsdóttir, en hennar maður er
Guðmundur Ármannsson, bygg-
ingameistari og framkvæmda-
stjóri hjá Ármannsfelli, og Jó-
hanna Oddný Ólafsdóttir, en
hennar maður er Guðni Ottósson,
húsasmíðameistari frá Fáskrúðs-
firði. Þau búa öll hér syðra, dæt-
urnar í Reykjavík en Jón í Hafn-
arfirði.
Starfsdagur Ólafs Sigurðssonar
var langur. Hann stóð sína vakt
lengi á sjónum og var sívinnandi
eftir það í landi, meðan heilsan
leyfði. Guðrún kona hans, sem nú
kveður mann sinn, hefur á hinn
bóginn átt við vanheilsu að búa
síðari árin og dvelst nú á sjúkra-
húsi með kvöldsól í augunum. Og
ef maður horfir til liðinna daga
við ferðalok, kveður maður eigi
einn mann, heldur líka tíma.
Mikla tíma er menn fóru á fjölum
og vindurinn hvíslaði drauminn í
reiðann, ellegar þegar hann
hvessti. Siglt var gegnum tvö
stríð. Gegnum stríð og frið, og svo
einn daginn er farið í land í sein-
asta sinn, því ferðinni er lokið.
Ólafur Sigurðsson háseti hefur
nú sjóbúið í seinasta sinn, og þótt
í skyndingu hafi nú verið kallað til
ferðar, eins og svo oft, er ég þess
viss að vel búið skip hefur látið úr
höfn, og nú í hinsta sinn, því þá
sigla menn hátt.
Blessuð veri minning hans.
Jónas Guðmundsson rithöfundur.