Morgunblaðið - 24.08.1984, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.08.1984, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 18 PC LtNi' Víetnamar: Segjast hafa hrak- ið Kínverja brott Bugkok, 23. igúsL AP. VÍETNAMAR héldu því fram í dag að kínverskir her- menn hefðu tvívegis að und- anfornu farið inn á víet- namskt landsvæði, en verið hraktir brott í bæði skiptin og hefði þá mikið mannfall oröið í liði þeirra. Útvarpsstöðin „Rödd Víet- nams“ sagði að kínversku her- mennirnir hefðu farið inn i Lang Son-hérað 19. og 20. ágúst, en víetnamskar hersveitir, sem þar hafa bækistöðvar, og þorpsbúar í grennd hefðu stöðvað þá og „gert marga óvirka", eins og það var orðað. Engar tölur um fjölda fallinna eða særðra voru nefnd- ar. Leiðtogi Sovétrikjanna hefur ekki sést í 6 vikur: Orðrómur um yeik- indi Chernenkos Nicaraguæ Stjórnin lýsir andstöðu- flokka sína ólöglega Fá ekki að halda uppi stjórnmálastarfsemi framar Managu*, 23. ágúaL AP. STJÓRN Nicaragua lét í dag lýsa þrjá stjórnarandstöðu- flokka í landinu ólöglega og bar það fyrir sig, að þeir hefðu ekki hirt um að láta skrá þátttöku sína í þingkosningum þeim, sem fyrirhugaðar eru 4. nóvember nk. Flokkarnir þrír hafa fimm daga til þess að fara fram á, að þessi ákvörðun verði afturkölluð og einn mánuð til þess að áfrýja henni til hæstaréttar landsins. Flokkar þessir höfðu myndað með sér bandalag, Lýðræðis- samsteypuna svonefndu, ásamt með tveimur óbundnum verka- lýðssamböndum. Var talið, að bandalag þetta ætti eftir að verða helzta stjórnarandstöðu- Leiðrétting í FRÉTT á forsíðu Mbl. f gær, fimmtudag, var ranglega sagt að Ezer Weizman væri áhrifamaður í Likud-bandalaginu í ísrael. Þar átti aö standa að hann væri fyrrum áhrifamaður f flokknum, sem hann hefur fyrir nokkru sagt skil- ið við. aflið gegn vinstri stjórn sandin- ista, er gengið yrði til kosn- inganna, en þar verður kjörinn forseti, varaforseti og löggjafar- samkunda landsins. Hugo Mejia, forseti í svonefndu flokkaráði í landinu, sagði í dag, að flokkarnir þrír hefðu glatað tilverurétti sínum Moakra, 23. i(úiiL AP. YUMJAGIIN Tsedenbal, sem verið hefur leiðtogi Mongólíu í tæpa þrjá áratugi, hefur verið leystur frá em- bætti af heilsufarsástæðum, að því er hin opinbera frétta- stofa landsins og TASS í Moskvu greindu frá í dag. Við embætti hans tekur Jam- byn Batmunkh, núverandi forsætisráðlierra. Hann er 58 ára að aldri. sem löglegir stjórnmálaflokkar, eftir að ráðið hefði samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2 að lýsa flokkana þrjá ólöglega. Eftirleið- is fá flokkarnir þrír ekki að halda stjórnmaálafundi, né held- ur mega þeir dreifa áróðri eða standa fyrir kosningabaráttu, sagði Mejia. Tsedenbal, sem er 67 ára gam- all, hefur ætíð verið tryggur fylg- ismaður Sovététjórnarinnar. Tal- ið er að hann hafi verið heilsu- tæpur um hrið og mun hann m.a. hafa leitað sér lækninga í Sovét- ríkjunum. Ekki er vitað hvar hann er nú niðurkominn. í opinberri tilkynningu Komm- únistaflokksins í Mongólíu segir, að Tsedenbal hafi fallist á að láta af embætti og eru honum þakkir færðar fyrir óeigingjörn störf í þágu alþýðu og sósíalisma. Leiðtogi Mongólíu leystur frá starfi Monkra, 23. igúsL AP. KONSTANTIN Chernenko, leið- togi Sovétríkjanna, hefur ekki sést opinberlega í hálfan annan mánuð og velta margir því fyrir sér hvort hann kunni að vera sjúkur. Chernenko, sem er 74 ára að aldri, kom síðast fram opinber- lega snemma í júlí og gagn- stætt því sem venja er þar aust- ur frá hefur hann ekki átt fundi með erlendum leiðtogum sem komið hafa í heimsókn á meðan hann er í orlofi. Chernenko var ekki viðstadd- ur setningu svonefndra „Vin- áttuleika" í Moskvu fyrir nokkrum dögum, en þar var af- tur á móti Mikhail Gorbachev, sem margir telja annan valda- mesta mann í Sovétríkjunum um þessar mundir. Vestrænir stjórnarerindrek- ar í Moskvu segjast hafa heyrt orðróm þess efnis að Chern- enko hafi fyrr í ágústmánuði snúið til Moskvu frá sumar- Sri Lanka: Afbrot hermanna til rannsóknar YFIRMENN hersins á Sri Lanka hafa fyrirskipað 33 hermönnum að vera um kyrrt í bekistöðvum sinum i meðan rannsókn fer fram 4 þætti þeirra i uppþoti sem varð í þorpinu Mannar á norðurhluta eyjarinnar 12. ágúst sl. Lalith Athulathmudali, öryggis- málaráðherra Sri Lanka, segir að grunur leiki á því að sex hermann- anna hafi stofnað til óeirðanna, sem höfðu það m.a. i för með sér að mörg heimili og fyrirtæki tamlla, sem eru minnihlutahópur á eynni, voru brennd og lögð í rúst. í bréfi sem höfuðflokkur tamíla, Sameinaði þjóðfrelsisflokkurinn (TULF), sendi Juniusi R. Jayeward- ene, forseta Sri Lanka, segir að fimm manns hafi látið lifið og 103 fyrirtæki verið eyðilögð f óeirðunum. Krefst flokkurinn þess að hersveitir verði tafarlaust kallaðar brott frá Mannar og þeir sem ábyrgir séu fyrir ofbeldisverkum verði leiddir fyrir rétt. Heræfingar á vegum NATO BrUssel. 22. AgiuL AP. SVEITIR úr flugherjum ríkja Atl- antshafsbandalagsins taka þátt í tveggja vikna heræflngum f Hol- landi, Belgíu, Lúxemborg og Vestur-Þýskalandi í næsta mánuði. Æfingarnar hefjast 13. sept- ember, að því er greint var frá í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í dag. Dikko-ránið í London: Einn fjórmenninganna, Níger- íumaðurinn Mohammed Yusufu, hefur krafist þess að fá að fara úr landi þar sem hann sé stjórnarer- indreki. Breska utanríkisráðu- neytið segist engin gögn hafa í höndum sem sanni þá fullyrð- ingu. Dikko var samgönguráðherra Nígeríu þegar herforingjar undir forystu Mohammadu Buhari rændu völdum 31. desember sl. Hin nýja ríkisstjórn krefst þess að hann mæti fyrir rétt í Lagos og svari til saka fyrir spillingu í embætti. Umaro Dikko Konstantin Chernenko dvalarstað sínum á Krímskaga þar sem hann hafi þurft að leita sér læknisaðstoðar, en engin staðfesting hefur fengist á því og vestrænir sendiráðs- starfsmenn í borginni telja ólíklegt að hann sé alvarlega sjúkur. Þrír ísraelar og einn Nígeríubúi ákærðir London, 23. ágúsL AP. TILKYNNT var í London í dag að fjórir menn, einn frá Nígeríu og þrír frá ísrael, muni innan skamms verða leiddir fyrir rétt sakaðir um að hafa staðið fyrir hinu mis- heppnaða ráni á Umaru Dikko, fyrrum ráðherra í rík- isstjórn Nígeríu, í London í síöasta mánuði. VIN ATTULEIKARNIR SCvJET i ..J , ./..f x7 1 i WÉUéMá „Vináttuleik«rnir“ í Moskvu í augum teiknarans Lurie. Til leikanna var boðað í framhaldi af Ólympíuleikunum í Los Angeles, sem Sovétrikin og fylgiríki þeirra tóku ekki þátt í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.