Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 17 Kvikmyndin af Sakharov-hjónunum: „Sannar ekkert“ — segir bandaríska utanríkisráðuneytiö Slasaður maður úr sprengingunni í Teheran er fluttur burt af hjúkrunarfólki í gsrmorgun. Talið er, að sprengjan hafi verið falin á bak við vagn ávaxtasala og sprakk hún á mesta umferðartíma að morgni dags. New York, 23. *£Uf,l AP. BANDARÍSKA sjónvarpsstödin ABC sýndi í gærkvöldi Ijóstnvndir úr kvik- mynd þeirri sem vestur-þýska dagblað- ið Bild Zeitung upplýsti í gær að það hefði í fórum sínum, en kvikmyndin, sem er 18 mínútna löng og á myndb- andi, sýnir sovéska andófsmanninn Andrei Sakharov og konu hans, Yelenu Bonner, á lífi í júlí sl. Sést m.a. þegar hjúkrunarkona afhendir Sakharov ein- tak af bandaríska fréttaritinu News- week frá því í júlí með forsíðumynd af söngvaranum Michael Jackson. Aðrar sjónvarpsstöðvar hafa greint frá því að þær hyggist sýna Standa að baki Teheran, 23. ipiflL AP. SPRENGJA sprakk í morgun á fjöl- förnu stræti nærri járnbrautarstöð- inni í Teheran, höfuðborg frans, með þeim afleiðingum að 17 manns biðu bana og yfir 300 manns særð- ust, sumir þeirra lífshættulega. Hafði sprengjunni verið komið fyrir í vagni ávaxtasala og sprakk hún á aðal morgunumferðartíma borgar- innar. Útvarpið í Teheran skellti strax skuldinni á „útsendara Banda- rikjamanna, sem gera allt til þess að kasta skugga á afrek írönsku harðvítugir öfgamenn sprengingunni í íran? byltingarinnar". Samtök andstæð- inga írönsku stjórnarinnar í París fordæmdu sprenginguna harðlega i morgun og sögðust enga ábyrgð bera á henni. Abolhassan Bani-Sadr, fyrrver- andi forseti írans, sagði i dag, að sennilega hefðu hér verið að verki harðvítugir öfgamenn, sem glatað hefðu stuðningi Khomeinis trúar- leiðtoga og reyndu með þessum hætti að styrkja völd sín. „Nú fer fram ofsafengin valdabarátta í ír- an,“ sagði Bani-Sadr. „Til þessa hefur Khomeini alltaf stutt harð- línumennina." Þá er marxistahreyfingin „Mujahedeen Khalk“ hugsanlega talin bera ábyrgð á þessum verkn- aði, en hún stóð að miklum hryðjuverkum á árunum 1981—1982, þar sem fjöldi manns var drepinn, þar á meðal ýmsir háttsettir menn úr stjórn lands- ins. í hópi þeirra, sem biðu bana í sprengingunni í morgun, voru tvö börn og átta konur. kvikmyndina i heild innan skamms og hluta úr henni í kvöld. Stjúpdóttir Sakharovs, Tatiana Yankelevich, sem er búsett í Banda- ríkjunum, segir að svo virðist sem Sakharov hafi elst mjög. „Hann er líka mjög horaður aö sjá,“ sagði hún. Tatiana kvaðst þó hvorki treysta sér til að staðfesta að kvikmyndin væri ófölsuð né lýsa því yfir að hún væri ekta, enda hefði hún ekki séð nema hluta af henni. „En það gleður okkur mjög að svo virðist sem þau séu á lífi,“ sagði hún. Alan Romberg, formælandi bandaríska utanrikisráðuneytisins, sagði í dag aö kvikmyndin „sannaði ekkert“ og þar kæmi ekki fram hverjir væru líkamlegir og andlegir hagir Sakharov-hjónanna um þessar mundir. Romberg kvaðst telja líklegt að Sovétmenn hefðu komið myndinni á framfæri með hjálp blaðamannsins Victor Louis, og Henri Kissinger, fyrrum utanrikisráðherra Banda- rikjanna, sagði í gærkvöldi að það væri umhugsunarefni hvað Sovét- mönnum gengi til með þessu. Sjálfur kvaðst hann telja að þeir væru að reyna að friða menn á Vesturlöndum og þagga niður i þeim sem krefjast frelsis til handa Sakharov og konu hans. * [1 fH ? rít V u . k ' t iÝ* * t 'miL- rt1 ... -----— , Akrópólis sést hér í baksýn Aþenuborgar. Efst á hæðinni stendur Parþenon, hof Aþenu. Grikkland: Komið í veg fyrir hrun úr Akrópólis Aþenu, 23. á(rúst. AP. GRÍSKUM verkfræðingum hefur tekizt að koma í veg fyrir frekara hrun grjóts og kletta úr hlíðum Akr- ópólis, en ofan á þessari sléttu hæð stendur Parþenon-hofið. Húsum þeim, sem standa í hlíð hæðarinnar, hefur verið mikil hætta búin af grjóti og klettum, sem þar standa, en losn- að geta hvenær sem er. „Hæðin sjálf er mjög merkileg vegna fornlefa sinna. Hellarnir þar voru helgidómar í fornöld," sagði frú Eva Toulupa í dag, en hún stjórnar eftirliti með Akróp- ólis. Hæðin rís um 180 metra yfir sjávarmál og i hiíðum hennar er aragrúi af hellum. Akrópólis, sem þýðir einfaldlega „háhluti borgar- innar“, var notuð sem virki á styrjaldartímum í fornöld. Ofan á hæðinni stendur fjöldi af styttum og hofum frá gullöld grískrar fornmenningar. Frægast þeirra er Parþenon, hof Aþenu, sem var verndargyðja borgarinn- ar. „Hofin eru byggð á traustu bergi og þau eru ekki í neinni hættu með að hrynja. En í ald- anna rás hafa vetrarrigningar hreyft til jarðveginn í hlíðum Akrópólis og valdið því, að þar standa heilu klettarnir, sem geta tekið upp á því að falla niður hvenær sem er,“ var haft eftir Dionyssis Monokroussos verk- fræðingi í dag, en hann stjórnar þeim verklegu aðgerðum, sem nú er verið að framkvæma við Akróp- ólis. BROGA skór fyrir siglingamenn Verð: 1.360 kr. Stærðir: 38—46V2 Litir: hvítt blátt brúnt Efnið og munstrið í sólanum eru bylting í framleiöslu á sigl- ingaskóm. Skórnir þola salt og bleytu, vegna sérstakrar meöhöndlunar leðursins. KUKMtn Ánanaustum Sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.