Morgunblaðið - 24.08.1984, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
Selja boli í tilefni
Reykjavíkurmaraþons
LIONESSUR, sem er Lionsklúbb-
ur skipaður konum, verða með
stuttermaboli til sölu í Austur-
stræti um helgina, með áletruninni
„Reykjavík maraþon 26. ágúst
84“. Allur ágóði af sölunni rennur
til Ifknarmála og er ætlunin að
gefa féð til unglinga sem eiga við
eiturlyfjavandamál að stríða.
Lionessur, sem eru 39 talsins,
eru eiginkonur félagsmanna í
Lionsklúbbnum Eir. Lionsklúbb
sinn, sem er sá fyrsti sinnar teg-
undar í Reykjavík, stofnuðu
Lionessur 26. maí sl. svo að þær
eiga þriggja mánaða starfsaf-
mæli nk. sunnudag, er Reykja-
víkurmaraþonið verður haldið.
Lionsklúbbar kvenna hafa ekki
verið stofnaðir áður í Reykjavík
sem fyrr segir en slík félags-
samtök eru þó við lýði í Kópa-
vogi óg víða úti á landi.
Lionessur verða með bolina til
sölu í Austurstræti og fyrir utan
stórmarkaðina í dag, föstudag,
en einnig á laugardag og sunnu-
dag. Bolirnir eru seldir í fjórum
litum og kostar stykkið krónur
250.
Eimskip hefur tekið
nýtt gámaskip á leigu
EIMSKIP hefur tekið á eins árs þurrleigu gámaskip frá breska
fyrirtækinu Ellerman City, og hefur Eimskip kauprétt á skipinu.
Skipið, sem gefið verður nafnið Laxfoss, er systurskip Bakkafoss
og City of Perth, sem Eimskip hefur einnig á leigu frá sama fyrir-
tæki.
Á Laxfossi verður íslensk
áhöfn, eins og á Bakkafossi, og
verður skipið afhent Eimskip í
byrjun september. Skipstjóri á
Laxfossi verður Arngrímur
Guðjónsson og yfirvélstjóri
Halldór E. Ágústsson.
Laxfoss, sem er systurskip
Bakkafoss og City of Perth er
byggt árið 1979 og hefur rúm-
lega 4.000 tonna burðargetu.
Skipið getur flutt tæplega 300
gámaeiningar. Ganghraði þess
er um 14,5 mílur á klst. Skipin
hafa reynst mjög vel í Norður-
Atlantshafssiglingum og hefur
styrkleiki þeirra og kraftmiklar
vélar skipt miklu á þessari sigl-
ingaleið yfir vetrartímann.
I júní sl. breytti Eimskip
siglingaáætlun tveggja Amer-
íku-skipa þannig að skipin sigla
frá Islandi um Evrópu til
Bandaríkjanna. Með þessu er
mögulegt að flytja vörur frá
Evrópu til Bandaríkjanna auk
almennra flutninga milli ís-
lands og Bandaríkjanna. Var
þetta m.a. gert til að auka
flutninga skipanna eftir að am-
eríska skipafélagið Rainbow
Navigation tók yfir stærstan
hluta af varnarliðsflutningum
Leiðrétting
í FRÉTT um Víkurkirkju í
Mountain í Bandaríkjunum var
farið rangt með nafn séra Braga
Skúlasonar sem nú þjónar þar. Er
hann beðinn velvirðingar á þess-
um leiðu mistökum.
íslensku skipafélaganna. Við
þetta fyrirkomulag lengdist
hringferð hvors skips um eina
viku, eða í fjórar vikur.
Flutningar milli Evrópu og
Bandaríkjanna hafa lofað góðu,
og m.a. þess vegna var sú
ákvörðun tekin að bæta þriðja
skipinu við þennan rekstur í
þeirri von að enn megi auka
flutningamagnið.
Eftir að þriðja skipið er tekið
í notkun í Ameríkusiglingum
verður félagið með viðkomur á
10 daga fresti í Bandaríkjunum
og mun þetta skip því bæta enn
frekar þjónustuna við inn- og
útflytjendur á íslandi, auk þess
sem flutningagetan milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna eykst um
50 af hundraði.
Austurbæjarbíó:
Borgarprinsinn
Austurbæjarbíó sýnir nú
bandarísku kvikmyndina Borg-
arprinsinn (Prince of the City).
Myndin fjallar um lögreglu-
mann, sem er liðsmaður í fíkni-
efnadeild borgarlögreglu. Hann
einsetur sér að vera ekki spillt-
ur, líkt og margir félaga hans, en
hann kemst að raun um að starf-
ið krefst vafasamra aðferða, ef
árangur á að nást. Hann fellst á
tillögu yfirmanna sinna um að
gefa upplýsingar um ólöglegt at-
hæfi starfsfélaga sinna, en það á
eftir að draga dilk á eftir sér.
Aðalhlutverk í Borgarprinsin-
um eru í höndum Treat Willi-
ams, Jerry Orbach og Richard
Foronjy.
(Úr fréttatilkynningu)
Islandsklukka eða
amerísk spíladós
— eftir Pétur
Pétursson
Frávilllingar móðurmáls hafa bú-
: ið um sig í dagskárþáttum sjón-
• varps og útvarps og skjóta þaðan
örvum að rótum tungunnar. Ef svo
fer sem horfir, tekst þeim að hrekja
þjóðtunguna úr öndvegi því er henni
hæfir og gera að hornkerlingu í
skúmaskoti.
Könnun sem gerð er á söngvum
þeim og lögum sem útvarpað er í
dagskrárþáttum sem ætlaðir eru
börnum og unglingum leiðir í ljós að
þar heyrist naumast nokkurntíma
iag er minni á land eða þjóð. Þessu
til staðfestingar fer hér á eftir listi
yfir lög sem leikin voru í barna- og
^ unglingatíma laugardag í júnímán-
uði sl., þá er leið að þjóðhátíð:
Yellow Magic Orchestra,
Buffalo gals,
Maniac,
Tour de France,
Breaking there is no stopping us,
Freak show on the dance floor,
Footloose,
Let’s hear it,
IDancing in the streets.
Af 40 mínútum sem tímanum var
ætlað rúm í dagskrá útvarpsins tók
flutningur laganna 21 mínútu og 50
sekúndur, eða röskan helming
barna- og unglingaþáttarins. Svipuð
þessu verður niðurstaðan úr fjölda
þátta þótt leitað sé lengra aftur í
tímann. Skylt er að geta þess að
fyrir kemur að íslenskur söngur
heyrist, en það gerist mjög sjaldan.
Minnisstætt verður þó að á vordög-
um heyrðust tvö íslensk ljóð í sama
tíma. Annað var „Eg fer í Sjallann í
kvöld af því ég vaknaði timbraður í
morgun". Hitt lagið var „Fatlafól".
Á íslenskum söngvum sem þeim
er fyrr voru nefndir er klifað daginn
út og daginn inn. Fyrir kemur þó að
siðferðisþroski' nái yfirhöndinni í
lagavali í barnatíma, t.d. þegar fræg
erlend söngkona söng í barnatíma
um hjónadeilur sem lauk í raf-
magnsstólnum. Lagið var „Stone
cold dead on the market".
I leikfimi er sá háttur hafður á kl.
7:25 að jafnan er útvarpað söng
breskra eða bandarískra söngvara
er syngja dægurlög þarlendra og
diskósöngva. Fjöldi ágætra Iaga,
innlendra sem erlendra, er til leik-
inn af hljómsveitum sem vel gætu
hentað við leiðbeiningar stjórnand-
ans. Þarflaust er að klifa á söngvum
annarra þjóða við líkamsæfingar.
Forseti íslands vék að íslenskri
tungu í ræðu sinni við innsetningu í
embætti hinn 1. ágúst sl. og sagði
þá:
Vér eigum orðríka tungu og þann
munað að skilja saman blæbrigði
hennar betur en nokkur annar. ís-
lensk þjóð er víða kunn fyrir að hafa
haldið þessari tungu við. En hún er
ekkert sameiginlegt leyndarmál
þjóðarinnar. Með íslenskri tungu
hafa skáld íslendinga sagt stór-
brotnar sögur af manninum og
mannlegum samskiptum með marg-
víslegum fléttum um aldir, sem aðr-
ar þjóðir hafa allt frá upphafi ís-
lands byggðar vitað af. Listamenn
og hugvitsmenn verkmenningar
hafa skapað verk sín með hugsun á
þessari tungu. En það er með tung-
una eins og landið. Þjóðernisvitund
landsmanna verður að vera á varð-
bergi svo hún verði ekki uppblæstri
að bráð við ágengni nýrra tíma og
nýrra siða. Orðin geta eins og gróð-
urinn blásið burt, fyrnst og týnst.
Og það eru gömul sannindi að það
tekur margfaldan tíma að rækta
upp aftur það, sem lagt hefur verið í
auðn, án þess að menn veiti því at-
hygli frá andartaki til andartaks,
sem ekki sýnist svo mikilvægt og
dýrmætt fyrr en litið er til baka og
það hefur runnið inn í liðna tíma.
Þess hefir áður verið getið með
hvaða hætti sjónvarpið kýs að hafa
ofan af fyrir hlustendum sínum og
áhorfendum meðan beðið er frétta
að loknu táknmáli. Sjónvarpsstjór-
inn gaf í skyn að tæknimenn biðu
tækifæra til þess að leika íslenska
tónlist við hæfi.
Þeir sem fylgst hafa með lagavali
hafa komist að raun um annað.
Hinn 1. ágúst, á innsetningardegi
forseta í embætti, hljómuðu engil-
saxneskir dægur- og diskósöngvar
allt til þess er klukkan varð átta.
Lagið sem leikið var næst fréttum,
fáum sekúndum áður en forseti birt-
ist og greint var frá embættistöku,
var „Burning down the house".
Á nýliðnum verslunarmannafrí-
degi var ekki sungið um Austur-
stræti, göngugötu Reykvíkinga, eða
Laugaveginn. Nei, slíkt kom ei til
greina. Það var „Sheffield Street".
Á afmælisdegi Reykjavíkur kom
ei til greina að Kristinn Hallsson
syngi t.d. hið fagra ljóð Tómasar
borgarskálds Guðmundssonar og
lag Sigfúsar Halldórssonar: Nú
verður aftur hlýtt og bjart um bæ-
inn, af bernskuglöðum hlátri stræt-
ið ómar.
Nei, erlent skyldi ljóðið vera og
lagið einnig.
Er tíðindi berast um Skaftár-
hlaup, þá kemur þeim herrum ei til
hugar að við hæfi sé að heyra lagið
Sveitin milli sanda, eða að kór
Skaftfellinga syngi. Nei, erlend
skulu lögin vera.
Þótt blöð, sjónvarp og útvarp geti
þess að Siglfirðingar hafi opnað
minjasafn til heiðurs þjóðkunnum
klerki og frumherja íslenskrar
sönglistar, séra Bjarna Þorsteins-
syni, þá heyrast ei Sólsetursljóð
hans né Blessuð sértu sveitin mín.
Svo koma þessir herrar og heimta
hallir og glæsta sali, útvarpshús og
tónleikahöil. Það eru 50 þúsund
hljómleika-„hallir“ á landinu. Að
vísu ekki nema 22ja tommu, flestar
hverjar (sjónvarpstækin). Ef söngv-
ar þeir er hljóma í þessum sönghöll-
um, sjónvarpstækjunum, eru dæmi
um það sem koma skal þá hastar nú
ekki að reisa musteri af því tagi.
Norska skáldið Arnulf Överland
sagði eitt sinn er honum var heitt í
hamsi: „Fyrirgef þeim ekki, þeir
vita hvað þeir gjöra."
Hér skal ei heitast við neinn. Það
sæmir eigi. Hitt má segja að út-
varpsráð skipar fjöldi menntaðra
manna. Þeir skipa trúnaðarstöður.
Formaður þess, Markús Örn Ant-
onsson, er jafnframt forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur, Eiður Guðna-
son verðlaunaður íslenskumaður,
Jón Þórarinsson, margsigldur og
forframaðr í námi og starfi. Naum-
ast verður því trúaö að tónlist og
söngvar af þessum toga séu að skapi
hans né hinna. Hvað þá að þjóð-
háttafræðingurinn Árni Björnsson
láti sér lynda að íslenskir söngvar
víki að fullu og öllu og verði safn-
gripir í rykföllnum geymslum.
Það yrði þungbært fyrir safnverði
framtíðar ef sagt yrði um komandi
aldamót: íslandsklukkan er orðin
amersk spiladós.
Flugdagur
á Selfossi
FLUGDAGUR verður hald-
inn á Selfossflugvelli laug-
ardaginn 25. ágúst nk. í til-
efni tíu ára afmælis Flug-
klúbbs Selfoss.
Áhorfendum verður gert
margt til skemmtunar t.d. verður
sýnt list- og módelflug og þyrla
varnarliðsins sýnir björgun
ásamt fleiru. ómar Ragnarsson
mun sýna listir sínar í háloftun-
um á „Frúnni„ og spjalla við
áhorfendur í léttum dúr. Fyrir þá
sem hug hafa á því að sjá Selfoss
og nágrenni úr lofti, verður boðið
upp á útsýnisflug, að þvi er segir
í fréttatilkynningu Flugklúbbs
Selfoss.
Að sögn Jóns I. Guðmundsson-
ar, formanns Flugklúbbs Selfoss,
verður þessi dagskrá háð veðri og
vindum og ef veðrið á laugardeg-
inum bregst, verður Flugdagur-
inn haldinn á sunnudeginum 26.
ágúst. ____
HLH-flokkur-
inn í Skiphóli
HLH flokkurinn mun skemmta í
veitingahúsinu Skiphóli í Hafnar-
firði, föstudaginn 24. og laugardag-
inn 25. ágúst n.k.
Flokkurinn mun leika lög af
nýrri plötu sinni sem íslenskum
útvarpshlustendum ætti nú að
vera að góðu kunn. HLH flokkinn
skipa þeir bræður Haraldur og
Þórhallur Sigurðssynir auk
Björgvins Halldórssonar og munu
þeir félagar mæta til Ieiks í til-
heyrandi klæðnaði, strigaskóm og
„rokkbuxum".