Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
Enska knattspyrnan hefst á morgun
Ár Manchester Utd. eöa
vinnur Liverpooi aftur?
Fyrstu umferð ensku deildarkeppninnar í knattspyrnu fer fram á
morgun og verða þá margir athyglisverðir leikir eins og vænta mátti.
Augu flestra beinast sem fyrr aö vasntanlegu einvígi risanna, Liver-
pool, sem vinnur og vinnur, og Manchester Utd. sem jafnan streðar í
skugganum og vantar svo herslumuninn er komast þarf yfir síöasta
hjallann. Nú er staðan forvitnileg, Liverpool mætir til leiks án fyrirlið-
ans Graeme Souness sem haldinn er í austurvíking til Ítalíu og lan
Rush sem missir að minnsta kosti af fyrsta leiknum, kannski fleiri,
vegna meiðsla. Hjá United er staðan með ððrum hsstti, en ðljós samt.
Ray Wilkins er horfinn á braut, (itölsku knattspyrnuna eins og Soun-
ess, en United hefur fengiö nýtt blóð svo um munar, tíðrætt hefur verið
um snillingana Jesper Olsen og Gordon Strachan, einnig hinn oft
markheppna Alan Brazil. Atkinson stjóri hjá MU er í þeim vanda
staddur aö þurfa að setja á bekkinn þrautreynda landsliösmenn.
Hvernig til tekst hjá Atkinson og
hver árangur veröur skýrist auövit-
aö ekki fyrr en liöiö fer aö leika. Á
pappírnum er MU besta liöiö í dag,
en svo sem dæmin sanna eru liðin
oft önnur á pappírnum en á vellin-
um og tíminn mun skera úr um
hvort hiö óviöjafnanlega saman-
safn af stórstjörnum sem fyrir er
hjá MU muni ná saman sem heild.
Ef þannig tekst tíl, skákar liöiö Llv-
erpool sennilega. Hvaö varöar Liv-
erpool er svo annar handleggur. j
upphitunarleikjum hefur liöið leikiö
illa, en þaö segir oft litla sögu.
Spurningin snýst helst um hvernig
skarö Souness veröur fyllt, hvort
aö Daninn Mölby geri þaö, eöa
einhver annar. En þaö fer ekki hver
sem er í skarö Souness, Liverpool
mun sakna hans og liöiö stendur
veikara eftir. Spurningarmerki
hangir einnig yfir vörn liösins. Nú
er sá sem aö margra dómi hefur
veriö veikasti hlekkurinn, Phil
Neal, oröinn fyrirliöi og búast þvi
flestir viö varnaruppstillingunni
óbreyttri, auk Neals, Lawrenson,
Hansen og Kennedy. Þaö hrikti í
stoöum þessarar varnar oft á síö-
asta tímabili og sama hefur verið
uppi á teningunum i æfingaleikjum
í sumar. Hvaö sem gerist, veröur
einvígi risanna spennandi og hver
veit nema aö fleiri liö blandi sér i
slaginn og slái þeim jafnvel viö?
Nottingham Forest kemur upp i
hugann er spáö er í hvaöa liö
kæmu helst til greina aö ógna veldi
Liverpool og Man. Utd. Liöiö
skaust upp fyrir United ásamt
Southampton, er vindurinn lak úr
leikmönnum Manchester-liösins
eftir frækilega eftirför viö Liverpool
allan veturinn. Þaö vantar stjörnur
í liö Forest sem þarf svo sem ekki
A-Þjóöverjar
viöurkenna
heimsmetið
ÞAU tíðindi geröust í gær, aö
Austur-Þjóðverjar viöur-
kenndu hið nýja heimsmet Ev-
elin Ashfords í 100 metra
hlaupi. Það gerðu þeir eftir að
Ashford hafði sigrað Marlies
Gohr frá Austur-Þýskalandi á
frjálsíþróttamótinu f ZUrich.
Ashford átti gamla metið, sett
í Colorado Springs í júlí á sfð-
asta ári. Austur-Þjóöverjar
viðurkenndu ekki það met.
Fyrra metiö hljóöaði upp á
10,79 sekúndur, en nýja metiö
hins vegar 10,76 sekúndur.
Austur-Þjóöverjar yfirlýstu
Marlies Gorh heimsmethafa
þar til í gær, hennar besti timi
var og er 10,81, tími sem hún
náöi í júní á siöasta ári. Aust-
ur-þýskir fjölmiölar greindu frá
meti Ashfords i dag án sér-
stakrar umfjöllunar og enginn
þeirra minntist á að hlaupakon-
urnar féllust i faöma í hlaups-
lok.
aö skipta máli, liöiö er samansafn
ungra pilta meö nokkra eldri
kappa innan um og allt eru þetta
duglegir og snjallir leikmenn. Sér-
fræöingar telja þó aö enginn
leikmanna Forest sé sú „týpa“ aö
geta tekiö leikinn í sínar hendur
eins og Dalglish hjá Liverpool og
Robson hjá United. Á hlnn bóginn
er stjórinn Brian Clough manna
snjallastur aö ná því besta út úr
leikmönnum, hann hefur oft og
iöulega gert landsliösmenn úr
miölungsleikmönnum. Hann hefur
keypt Hollendinginn John Metgod
frá Real Madrid, en Metgod er
sterkur miövallarleikmaöur sem
gæti stjórnaö leik liösins.
Southampton veröur eflaust
sem fyrr í hópi efstu liöa og búast
má einnig viö stórliöunum og ná-
grönnunum Arsenal og Tottenham
í þeim hópi. Sannarlega hafa bæöi
liöin í herbúöum sínum fjölda
leikmanna í hæsta gæöaflokki, en
ár eftir ár hefur báöum mislukkast
aö ná festu og jöfnun í leikjum.
Ýmist unniö eöa tapaö og sjaldan
náö góöum köflum sem spanna
meira en örfáar vikur áöur en viö
tekur hrina tapleikja. Þessum lið-
um er einnig hættara er lykilmenn
meiöast heldur en Liverpool og
United, því leikmannahópurinn er
ekki eins stór. Trúlega á United nú
flestu varamennina í hæsta gæöa-
flokki. Þetta gæti oröið ár Man-
chester Utd., aö minnsta kosti eru
margir sérfræöíngar á því aö veröi
þaö ekki nú sé ekki ástæöa til aö
ætla aö þaö veröi í bráö. Lítum aö
lokum á leiki helgarinnar í 1. deild:
Arsenal — Chelsea
Aston Villa — Coventry
Everton — Tottenham
Leicester — Newcastle
Luton — Stoke
Manch. Utd. — Watford
Norwich — Liverpool
QPR — WBA
Sheffield Wed. — Nott. Forest
Sunderland — Southampton
West Ham — Ipswich
• Tvö þeirra liða i
Manchester Utd.
Punktar úr ensku knattspyrnunni:
Palace keypti miö-
vörö frá Arsenal
Frá Bob Honnmy, fréttar. Mbl. I Englandl.
STEVE Coppell, hin frægi fyrrum
leikmaður Manchester Utd. og
enska landsliösins í knattspyrnu,
dró fram budduna í fyrsta skipti
síðan hann tók við stjórnvölnum
hjé Crystal Palace, og snaraði út
85.000 pundum fyrir Chris White,
miöveröi hjé Arsenal. White þessi
er stór og stæltur blökkumaður
sem var ýmist í aðalliöi Arsenal
eða ekki síðasta tímabil. Hann
þykir vera mikiö efni og kosta-
kaup hjé hinum 28 éra gamla
Coppell.
Bobby Ferguson framkvæmda-
stjóri hjá Ipswich hefur skrifaö
undir nýjan samning hjá félaginu,
en samkvæmt honum veröur
Bobby viö stjórnvölin hjá Anglíuliö-
inu næstu tvö árin. Kom þetta
kannski örlítiö á óvart, því Ipswich
lék lengst af illa síöasta keppnis-
tímabil og rétt mjakaöi sér úr fall-
sæti á síöustu stundu.
Ray Clemence, hinn kunni
markvörur Tottenham og fyrrum
markvöröur Liverpool og enska
landsliösins í mörg ár, mun vera i
byrjunarliöi Tottenham er liöiö
mætir Everton á Godison Park i
Liverpool á morgun. Clemence var
afspyrnuslakur oft á siöasta tíma-
Decker meira slös-
uö en talið var
— keppir ekki meira í sumar
MARY Decker, bandaríska
hlaupadrottningin sem komst vel
í sviðsljósið é Olympíuleikunum í
Los Angeles er hún hljóp aftan é
Zolu Budd fré Suöur-Afríku með
þeim afleiöingum aö hún stakkst
é höfuðið og þeyttist út af braut-
inni, keppir ekki meira í sumar,
meiðsli hennar reyndust meiri en
é horfðist í fyrstu.
Decker hlaut meiöslin í um-
ræddu falli og sagöi þjálfari hennar
í dag, aö röntgenmyndir heföu
sýnt fram á mun meiri meiösli en
taliö var í byrjun, vöövavefir heíöu
teygst og rifnaö á umtalsveröu
svæöi í mjööm og nára Deckers.
Hún væri þó óbrotin. Sagöi þjálfar-
inn aö Decker heföi veriö skráö i
all mörg mót hér og þar í sumar, til
dæmis heföi hún átt aö hlaupa á
einu slíku i Zúrich um þessar
mundir, en af því heföi ekki getaö
orðið, „meiöslin voru þaö slæm aö
Mary heföi ekki getaö mætt í sum
þeirra, ekki veriö undir þaö búin
aö keppa í öörum. Hún veröur aö
taka sér góöa hvíld, byrja svo aö
æfa aftur af fullum krafti," sagöi
þjálfarinn.
• Graeme Souness verður fjarri
góðu gamni. Hvernig skyldi Liv-
erpool vegna én hans?
f toppbaréttunni, Arsenal og
bili og fékk á sig sæg af klaufa-
mörkum. Loks missti hann stööu
sína til Tony Parks sem sló í gegn,
tryggöi liöinu meira aö segja
UEFA-bikarinn meö frábærri
frammistööu i vítaspyrnukeppni í
úrslitaleiknum gegn Anderlecht,
varöi þar tvær vítaspyrnur. Búist
var viö því aö hann héldi stööu
sinni, en Clemence lætur ekki aö
sér hæöa, hefur æft sem vitlaus
væri og haldið hreinu í 7 æfingar-
og vináttuleikjum í röö.
Dave Bennett, snjall sóknarleik-
maöur hjá Coventry og áður hjá
Manchester City, veröur aö leggja
skóna á hilluna vegna meiösla i
fæti. Hann gekkst undir uppskruö
fyrir nokkru og biöu menn spennir
hvernig til tækist. Meiöslin reynd-
ust hins vegar þaö slæm, aö Benn-
ett má ekki leika knattspyrnu
framar, nema aö hann vilji taka
áhættu á því aö örkumlast varan-
lega. Bennett er aöeins 24 ára
gamall. Hann skoraöi mikiö af
mörkum sem framherji meö Man.
City en lék yfirleitt sem tengiliöur
hjá Coventry.
Ron Saunders stjóri hjá Birm-
ingham geröi eflaust góö kaup fyrir
skömmu er hann greiddi 50.000
pund fyrir Dave Armstrong miö-
vallarleikmanninn sköllótta hjá
Southampton. Hann lék með
enska landsliöinu á síöasta tímabili
og þótti þá mörgum kominn tími
til. Armstrong hefur veriö einn af
buröarásunum í góöu liöi South-
ampton í mörg ár, auöjjekkjanleg-
ur á velli meö glansandi skallann
sinn.
Liverpool
kaupir
arftaka
Souness
Frá Bob Hennmy, fráttar.
Mbl. á Englandi.
ENSKU meistararnir Liverpool
hafa fest kaup é danska
landsliösmanninum Jan
Melby sem lelkiö hefur við
góðan oröstír hjé Ajax f Hol-
landi. Meiby er skoðaður sem
mögulegur arftaki Graem
Souness fyrirlíöa é miðjunni
hjé Liverpool, Melby þykir
vera eigi ósvipaður leikmaöur.
Molby hefur veriö til reynslu
hjá Liverpool síðustu vikurnar
og lék æfingaleik meö liöinu
gegn írska liðinu Home Farm
fyrir skömmu. Þar stóö hann
sig stórvel og klykkti út meö því
að skora þriöja mark Liverpool
í 3—1-sigri liðsins. Stórglæsi-
legt mark og geröi þaö útslagiö
um aö Joe Fagan vildi reiða
fram 250.000 sterlingspund til
handa Ajax fyrir hinn 21 árs
gamla Molby.
Chinaglia
kaupir
Cosmos
FORSTJÓRAR bandaríska
knaftspyrnustórveldisins New
York Cosmos hafa samþykkt
aö selja félagíö hópi manna
undir forsæti ítalans Giorgio
Chinaglia, sem lengi lék með
liðinu og skoraði gífurlega
mikíð af mörkum, sem gerðu
liðið fjórum sinnum é jafn
mörgum érum að bandarísk-
um meistara í knattspyrnu.
Fyrri eigandi liðsins, Warner
Comm., mun eftir sem éður
eiga 40 prósent hlutabréfa f
fyrirtækinu.
Enginn hefur jafnast viö
Chinaglia i bandarísku knatt-
spyrnunni, en hann skoraöi alls
193 mörk í bandarísku deild-
inni, og í stigagjöf sem allir
leikmenn deildarnnar fá, er
Chinaglia meö 467 stig, lang-
mest allra leikmanna deildar-
innar, 154 stigum meira en
næsti maöur sem er Vestur-
Þjóöverjinn Karl Heinz
Garnitza. Sá kappi er svo með
79 stigum meira en hinn enski
Alan Willey sem einu sinni lék
meö Middlesbrough.