Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 13
—
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
13
Árbók Slysavarnafélags
íslands 1984 komin út
ÚT ER komin Árbók Slysavarna-
félags íslands 1984 og eru í benni
m.a. birtar starfsskýrslur ársins
1983.
Inngangsorðin í bókinni ritar
Haraldur Henrysson, forseti
SVFÍ. Þar minnist hann, fyrir
hönd félagsins, þeirra fjögurra
manna sem létust er þyrla Land-
helgisgæslunnar, TF-Rán, fórst 9.
nóvember sl. vestur í Jökulfjörð-
um, en þeir voru Björn Jónsson
flugstjóri, Þórhallur Karlsson
flugstjóri, Bjarni Jóhannesson
flugvélstjóri og Sigurjón Ingi Sig-
urjónsson stýrimaður.
Þá er i bókinni að finna afmæl-
isgrein eftir Harald Henrysson,
um Gunnar Friðriksson forstjóra
sjötugan, en hann gegndi starfi
forseta SVFÍ frá árinu 1960 til
1982. Skýrsla stjórnar SVFÍ fyrir
árið 1983 er birt í bókinni sem áð-
ur segir og meðal efnis í henni má
nefna fræðslu og þjálfun í meðferð
björgunartækja og hugmynd að
þjálfunarmiðstöð sjómanna, þar
sem áhafnir skipa og báta gætu
sótt námskeið í meðferð björgun-
arbúnaðar og fengið verklega
þjálfun þar að lútandi. Þá er í
skýrslunni vikið að losunarbúnaði
gúmbjörgunarbáta en eins og
kunnugt er hefur umræða um ör-
yggismál sjómanna mjög beinst að
ýmsum björgunarbúnaði.
Þá eru í bókinni minningar-
greinar um Gunnar Thoroddsen
fyrrverandi forsætisráðherra,
Ingólf Þórðarson skipstjóra, Guð-
rúnu Rögnvaldsdóttur kaupkonu á
Siglufirði, Ólöfu Jónsdóttur fyrr-
verandi gjaldkera Slysavarnafé-
lagsins Varnar, Eygló Einarsdótt-
ur fyrrverandi gjaldkera Slysa-
varnadeildarinnar Eykindils og
Björn Jónsson flugstjóra.
Hannes Þ. Hafstein ritar grein í
+
bókinni um fjórtándu björgunar-
bátaráðstefnuna sem haldin var í
Svíþjóð í júní 1983 og Ólafur fs-
hólm Jónsson, formaður björgun-
arsveitarinnar Tryggva á Selfossi,
segir frá náms- og þjálfunarferð
sem nokkrir félagar í björgun-
arsveitum SVFÍ fóru til Skotlands
í september 1983.
Þá er þeirra minnst sem fórust
á árinu 1983 af slysförum s.s. í
umferðarslysum og flugslysum.
Nefnd eru þau skip sem fórust á
árinu og mannbjörg og mannskað-
ar í þeim sjóslysum. Loks eru
skráð þau skip sem strönduðu
1983 og þeir eldsvoðar sem urðu í
skipum á árinu.
Aðalstjórn Slysavarnafélags fs-
lands árið 1983 skipuðu eftirtaldir:
Haraldur Henrysson forseti,- Egg-
ert Vigfússon féhirðir, Örlygur
Hálfdanarson ritari, Ester
Kláusdóttir, varaforseti, og Guð-
rún S. Guðmundsdóttir, Einar
Sigurjónsson og Sigurður Guð-
jónsson meðstjórnendur.
Bræðurnir
Espholin
— viðbót
Með grein minni um bræðurna
Espholin sem birtist í Mbl. sunnu-
daginn 12. ágúst sl. birtist mynd af
röngum bíl, eða af Chevrolet-vörubfl
árgerð 1928 en ekki af Dixie Flyer
árgerð 1919 sem var svo sem fram
kom í greininni fólksbfll.
Við þetta má svo bæta, að nú
þegar eru fengnar upplýsingar um
bílinn sem var i fjórða bilkassan-
um sem Espholin-bræður auglýstu
til sölu 1919. Sá bíll fékk númerið
A-2 og það er sá bíll sem enn er til
hér á Iandi.
Fyrsti eigandi hans var Rögn-
valdur Snorrason konsúll og kaup-
maður á Akureyri sem seldi hann
árið 1922 Kristjáni Kristjánssyni
á BSA og þar var hann gerður út
til ársins 1927 er Kristján seldi
hann Óskari Sigurgeirssyni sem
átti hann uns hann lést en þá
eignaðist kjörsonur hans, óskar
Ósberg, bílinn sem hann seldi síð-
an á dögunum en verðið 1250 þús-
und krónur er sagt rangt.
Til fróðleiks má og bæta því við
að vörubíllinn sem myndin birtist
af mun einnig hafa verið notaður
við töku myndarinnar Land og
synir og bókstafurinn E í númeri
hans táknaði Eyjafjörður. Upp-
haflega voru bílar um land allt
utan Eyjafjarðar einkenndir með
sömu merkjum og skipin eða RE
fyrir Reykjavík og ÁR fyrir Ár-
nessýslu. Eyjafjarðarbílar voru
hinsvegar einkenndir með E en
Akureyrarbílar með A. Þegar
samræmd skráning kom fyrir
landið með aðeins einum bókstaf
fyrir hvert umdæmi fengu Akur-
nesingar E en Eyfirðingar héldu
saman eftir A.
Kristinn Snæland
Snoppu. Síðan farið eftir Kota-
granda út í Suðurnes. Lífríki fjör-
unnar skoðað og fjörumórinn við
Seltjörn. Þaðan eftir Bakkagranda
(Búðargranda) að Nesi. Bakkavör
verður skoðuð og að lokum ekið
framhjá Hrólfsskála og aftur að
Mýrarhúsaskóla.
Seltjarnarnesið er óvenjuríkt af
mannvistarminjum miðað við hve
þar er orðið þéttbýlt. Örnefnakort
af svæðinu hefur verið gefið út og
talsverður áhugi virðist vera á að
varðveita sögulegar minjar. Líf-
ríki fjörunnar er fjölbreytt og
furðu lítið raskað. Almennt er
hugur í fólki að vernda það.
Jarðfræði svæðisins býður upp á
setlög, fjörumó og steingerfinga
s.s. plöntuleifar, skeljar o.fl. Einn-
ig finnst þar jökulberg og jökul-
rispaðar grágrýtisklappir. Sjávar-
rof hefur verið mikið í gegnum
aldirnar og ber „Seltjörnin“ vitni
um það. í Valhúsaskóla er kominn
vísir að náttúrgripasafni fyrir
Seltjarnarnes. Sérstök samtök um
náttúru- og umhverfisvernd eru
ekki starfandi á svæðinu.
(Frá NVSV)
Atmars flofifis
lambafqöt
er fyrsta flokfts
Lambakjöti er skipt í flokka
eftir þyngd. ( öðrum flokki
eru dilkar 9 til 11 kg.
Annars flokks k'
bragðgott og yfirleitt
fituminna en kjöt úr þyngri
flokkum.
Framleiðendur
AUGLÝSINGAÞJÓNUSTAN