Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 31 Áttræðisafmæli: Eiríkur Stefáns- son kennari Einn af mestu snillingum heimsbókmennta bar fram spurn- inguna: „Hafið þið nokkurntima íhugað hlutverk kennarans? Hvað er kennari?" Og hann svarar sjálf- ur eitthvað á þessa leið: „Komið til smiðsins, sem mótar hjól og steng- ur. Lítið á handbragð vefarans. Hlustið á prestinn. Hugsið með skáldinu. Allt eru þetta úrvals- menn, sem erfitt væri að missa og ekki er hægt að vera án starfa þeirra nokkurn dag. Heilsið þeim með virðingu og þökkum. Þeir smíða hluti og móta fræði og list- ir. Komið svo til kennarans, sem kennir börnunum í skólanum. Heilsið honum með enn meiri lotningu, því hann mótar manns- sálir." Enginn gæti kynnst Eiríki Stef- ánssyni, kennara í Langholts- skóla, án þess að finna sannleik- ann í þessum orðum. Við, sem höf- um verið svo lánsöm að kynnast þessum síunga úrvalskennara og kirkjugesti, séð hann ganga bein- an i baki, kvikan á fæti og höfð- inglegan í fasi yfir Hálogalands- hæðina og niður Sólheimana get- um dáðst að honum daglega og þakkað heilladísum himins fyrir að hafa eignast hann að vini, fé- laga og bróður. Okkur finnst hann alltaf undur. Áhugi hans, æsku- kraftur og bjartsýni eru hluti af sólskini dagsins ofar og utan viö alla þoku. Hann er glaður í við- móti, léttur í máli en samt fróður og vitur hugsuður, ef tími vinnst til viðræðu. Þessi orð á afmælisdegi eftir áttatíu ára göngu hér í heimi ættu sannarlega að minnast langrar ævi, bernsku hans og æsku, gleði hans og harma. En til þess skortir tíma og þekkingu. Þessi síungi vormaður íslands er Eyfirðingur að uppruna og hefur víst lengst átt þar heima á bernskustöðvum skáldsins Jónasar Hallgrímssonar og um leið klerksins á Bægisá. Samt hefur hann sannarlega sett svip á borgina hér við Sund og Voga hina síðustu áratugi. Skóli og kirkja eru sannarlega helgi- dómur hans og starfsstöðvar á svo hlýjan og göfugan hátt að margir lofa og minnast bæði ungir og aldnir. Ekki munu þeir dagar margir, sem þessi síhrausti, átt- ræði unglingur hefur ekki mætt í skólann til kennslustarfa og í kirkjuna eða safnaðarheimilið til helgiþjónustu og félagsstarfa. Síðasta áratuginn eða nær því hefur hann einmitt verið formað- ur Bræðrafélags Langholtssafnað- ar með miklum sóma og trú- mennsku og framsýni hins vak- andi og fórnfúsa áhugamanns og bróður. Aldrei hefur þar fallið niður fundur né fyrirhugað mót eða ferðalag og allt vel undirbúið af alúð og innsæi hins vakandi hugsuðar og frjálslega trúmanns. Þar, ekki síður en i kennarastarfi og fræðsluhugsjónum, er hugur hans og hjarta geislandi á vegum hins góða, sanna og fagra. Víðsýni hans í trúmálum er mótuð af leit guðspekinga og heiðríkju samfé- lags og innlifunar við Jesú, Meist- arann mikla frá Nasaret, ofar öll- um bókstafsfjötrum erfikenninga og þröngsýni. Þannig mótar hann nær ósjálfrátt nemendur sína, fé- laga og vini án þess að beita nokkru sinni trúmálavafstri. Sem sagt skólinn og kirkjan eiga sann- „ arlega lifandi starfskrafta þessa heilhuga trúmanns og uppeldis- fræðings. En samt mun hann ekki sízt vera fyrirmynd sem heimilisfaðir í fjölskyldu tengdadóttur sinnar og barnahópsins hennar í Karfa- vogi 32, sem bera uppeldi þeirra Þórnýjar Þórarinsdóttur og Eiríks Stefánssonar fagurt vitni. Þar hafa heilagar sorgir hennar og Eiríks við missi eiginkonu í ald- ursblóma og einkasonar og eig- inmanns á æskuskeiði sannað á hetjulegan hátt, að „bak við svo heilaga harma er himininn alltaf blár.“ Enginn hefur heyrt þau barma sér, en allir fundið hve þau vógu upp björg á veikan arm og vissu ei hik né efa í trú á sigur hins góða, sigur lífs og ljóss og sanna menningu sinnar þjóðar. Á þessum heillabrautum við hand- leiðslu Jesú Krists hefur sannlega ljómað sem yfirskrift: „Trúðu frjáls á guð hins góða. Guð er innst í þinni sál.“ Matth. Joch. Og ekki síður hin sígilda áminn- ing skáldsins Steingríms Thor- steinssonar: „Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber. Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér.“ Þannig birtist sannur kristin- dómur á hinn fegursta hátt í hversdagsstörfum og fórnum fs- lendinga á 20. öld. Þar bera frelsi og friður bezta birtu. Samferðafólk Eiríks er honum hjartanlega þakklátt fyrir vináttu hans og störf öll. En ekki sízt þann Ijóma, sem verður fyrirmynd til heilla, þar sem þessi hrausti og góði drengur fetar hvern dag yfir Hálogalandshæð milli starfs- stöðvanna miklu: Skólans, kirkj- unnar og heimilis síns. Megi ljós hins mikla sólarföður signa spor hans heilla um tíma og eilífð. Persónuleiki Eiríks Stefánsson- ar, kennara, er gæddur þeirri göfgi, sem finnur heim hins sýni- lega og ósýnilega í einingu ofar orðum, hvar sem hann fer og starfar. Hann finnur himin og jörð fallast í faðma i sínum eigin barmi og umhverfi. Ég gleymi aldrei er við mættumst einu sinni á gangstétt á fögru vetrarkvöldi og hann sagði við mig: „Hefurðu séð hvernig kristallarnir í götunni glitra í kapp við stjörnur himins- ins. Þar má vart á milli sjá, hvort ber meiri ljóma, hið smæsta undir fótum manns og hið mesta yfir höfði manns.“ Svona er Eiríkur skyggn á dýrð hversdagsleikans fjær og nær, dýrð hins sýnilega og ósýnilega, og finnur nálægð Guðs. Hann er hamingjusamur maður, ljóssins barn í bestu merkingu. Við óskum honum árs og friðar öll ókomin ár og daga. Heill þér Eiríkur, ástvinum þínum, nem- endum öllum, vinum og félögum. Árelíus Níelsson Vesturgata 4 s. 19260 Haustið komió með föt frá: Body Map, Additi, okkur, Wild og fl. tfe ir^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.