Morgunblaðið - 24.08.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 24.08.1984, Síða 12
12 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984 Flugleiðir — Arnarflug Tvær Flugleiöavélar og ein Arnarflugsvél á Keflavíkurflugvelli. Svar Flugleiða til Magnúsar Óskarssonar í Morgunblaðinu 22. þ.m. er birt grein eftir Magnús Óskarsson, þar sem hann óskar eftir skýringum á þeirri ákvörðun stjórnar Flugleiða að taka þátt í núverandi útboði á nýju hlutafé í Arnarfiugi. í grein- inni koma jafnframt fram ýmsar fullyrðingar, sem Flugleiðir telja einnig rétt að leiðrétta við þetta tækifæri. Á aðalfundi Flugleiða, sem haldinn var 29. marz sl., kom m.a. fram, að í efnahagsreikningi fé- lagsins, er miðast við 31. desember 1983, hafði eignarhluti félagsins í Arnarflugi ekki verið talinn til verðs vegna neikvæðrar eigin- fjárstöðu Arnarflugs. Ákvörðun um afskrift þessarar hlutafjáreignar var tekin með hliðsjón af miklum hallarekstri Arnarflugs á árinu 1983, sem leitt hafði til þess að í árslok var allt hlutafé félagsins í reynd glatað. Samkvæmt viðurkenndum reikn- ingsskilavenjum var Flugleiðum skylt að færa eignir og skuldir á efnahagsreikning sínum þannig, að sem raunhæfastar upplýsingar væru þar skráðar. Að þessi ákvörðun stjórnar Flugleiða í mars sl. var rétt, var staðfest á aðalfundi Arnarflugs, sem haldinn var þrem og hálfum mánuði síðar, nánar tiltekið 11. júlí sl. Þar kemur fram, að tap á rekstri nam 54,4 millj. kr., eða samsvarandi 12,2% af rekstrar- tekjum félagsins. Eiginfjárstaða félagsins hafði jafnframt breyst úr því að vera jákvæð um 8,4 millj. kr. í árslok 1982 í það að vera neikvæð um 43,4 millj. kr. í árslok 1983. Fullyrðingar Magnúsar Óskars- sonar þess efnis, að stjórnendur Flugleiða hafi lýst Arnarflug „einskis virði, nánast dauða- dærnt", eiga ekki við rök að styðj- ast. Á blaðamannafundi, sem efnt var til að morgni 29. mars, þ.e. rétt fyrir aðalfund Flugleiða, er m.a. eftirfarandi haft eftir Sigurði Helgasyni forstjóra Flugleiða: „í þessu felst ekkert mat á því hvort Arnarflug er dauðadæmt flugfé- lag eða ekki. Það er síður en svo.“ (Þjóðviljinn 30. mars 1984.) í Tímanum er sama dag haft eftirfarandi eftir Sigurði Helga- syni: „Við teljum okkur ekki hafa komið í bakið á Arnarflugs- mönnum, og með afskrift hluta- bréfanna felst ekkert mat á því hvort hlutafélagið Arnarflug er dauðadæmt. Þess eru mörg dæmi að hlutabréf geta risið aftur í verði.“ Greiösluþroti afstýrt Á fundi stjórnar Arnarflugs 22. júní sl. var rætt um leiðir til þess að forða félaginu frá greiðsluþroti, og var þar samþykkt að leggja til við aðalfund, að boðið verði út nýtt hlutafé að upphæð 40 millj. króna. Til þess að slík tillaga nái fram að ganga á aðalfundi þarf samþykki 66,7% greiddra atkvæða, svo og samþykki hluthafa, sem ráöa yfir minnst 66,7% þess hlutafjár, sem farið er með atkvæði fyrir á fund- inum. Flugleiðum, með 40% eignarað- ild sína, hefði því verið í lófa lagið að stöðva framgang þessa máls á aðalfundinum, sem leitt hefði til mikillar óvissu um framtíð Arnar- flugs. Fulltrúar Flugleiða sam- þykktu hins vegar hlutafjárútboð- ið bæði á stjórnarfundinum og á aðalfundi Arnarflugs. Á aðalfundinum las fulltrúi Flugleiða upp eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Ég vil upplýsa, að við fulltrúar Flugleiða í stjórn Arnarflugs höf- um verið á öndverðum meiði við meirihluta stjórnar félagsins í veigamiklum ákvörðunum allt frá því að Flugleiðir lentu þar í minnihluta. Sú ákvörðun, sem hef- ur verið félaginu fjárhagslega þyngst í skauti, eru kaupin á El- ectru-flugvélinni frá Iscargo, sem samþykkt voru af meirihlutanum, en við bókuðum mótmæli við þá ákvörðun á stjórnarfundi. Afkoma ársins 1983 er ákaflega slæm og í engu samræmi við þær fjárhagsá- ætlanir, sem fram hafa verið sett- ar. Á stjórnarfundum höfum við einnig látið bóka, aö við teldum fjárhagsáætlanirnar byggðar á „Fullyröingar Magnús- ar Óskarssonar þess efnis, aÖ stjórnendur Flugleiöa hafi lýst Arn- arflug „einskis viröi, nánast dauöadæmt“, eiga ekki viö rök aÖ styðjast.“ óhóflegri bjartsýni. 1 framtíðinni mun vonandi nást samstaða um réttar ákvarðanir." Samkvæmt 28. gr. laga um hlutafélög eiga hluthafar rétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum í hlutfalli við hlutaeign sina, þegar til hækkunar hlutafjár kemur. Frestur til ákvörðunartöku við út- boð nýs hlutafjár Arnarflugs var til 15. ágúst sl. Með bréfi Flug- leiða, dags. 17. júlí sl. til stjórnar- formanns Arnarflugs, var lögð áhersla á að veittar verði upplýs- ingar um rekstrarafkomu félags- ins það sem liðið er af árinu 1984. Þær upplýsingar voru fyrst lagðar fram á stjórnarfundi Árn- arflugs 12. ágúst sl., og var það jafnframt fyrsta rekstraryfirlitið fyrir árið 1984. Samkvæmt því taldi framkvæmdastjóri afkomu félagsins heldur betri en gert hefði verið ráð fyrir í rekstrar- áætlun, og betur liti nú út með erlend verkefni félagsins en áður. Á grundvelli þessara upplýsinga ákváðu Flugleiðir þriðjudaginn 14. ágúst sl. að nýta forkaupsrétt sinn að nýju hlutafé Arnarflugs. Sú ákvörðun er jafnframt tekin með þá von í huga, að samstaöa náist innan stjórnar félagsins um skynsamlegar ákvarðanir. Þessari ákvörðun Flugleiða um áframhaldandi aðild að Arnar- flugi hefur opinberlega verið fagn- að af framkvæmdastjóra Arnar- flugs, svo og formanni starfs- mannafélags Arnarflugs. LeitaÖ til Flugleiða Arnarflug var stofnað vorið 1976, og fékk þá leyfi samgöngu- ráðuneytis til óreglubundins flugs. Á árinu 1978 gekk rekstur félags- ins mjög illa, og seinni hluta sumars óskaði framkvæmdastjóri félagsins og þáverandi meirihluta- eigendur (þrjú SÍS-félög, sem áttu 57,9% hlutafjár) eftir því að Flugleiðir „kæmu inn í myndina". Þær viðræður leiddu til þess að 1. september 1978 keyptu Flugleiðir óseld viðbótarhlutabréf og hluta af eign SÍS-félaganna, og réðu þá yfir 57,5% hlutafjár Arnarflugs. Við þessi tímamót í rekstri fé- laganna var m.a. eftirfarandi haft eftir Magnúsi Gunnarssyni, þáv. framkvæmdastjóra Arnarflugs, í grein í Mbl. 1. október 1978: „Magnús kvaðst geta dregið þann lærdóm af veru sinni hjá Arnarflugi, þar sem hann hefði haft kynni af flugrekstri viða um heim, að eins og samkeppninni væri nú háttað innan þeirrar greinar væri íslenskt þjóðfélag einfaldlega of lítið til að halda úti tveimur flugfélögum, sem síðan væru sumpart að bítast um sama markaðinn. Fyrir þá er aðhylltust frjálsa samkeppni væri þetta kannski beiskur sannleikur, en blákaldur veruleiki engu að síður". Meginhugmyndin var sú, að Arnarflug myndi starfa við hlið Flugleiða á sama hátt og ýmis önnur leiguflugfélög starfa með áætlunarflugfélagi viðkomandi lands, sbr. British Airways/ Brit- ish Airtours, Finnair/ Kar-Air, KLM/ Martinair, Lufthansa/ Con- dor, Sabena/ Sobelair og SAS/ Scanair. Unnið var að hagræðingu og endurbótum á rekstri Arnar- flugs, en sú aðstaöa sem fólst í þáverandi samvinnu við Flugleið- ir, kom fyrst og fremst Arnarflugi til góða. Þegar Flugleiðir þurftu haustið 1980 að leita til stjórnvalda um ríkisábyrgð í kjölfar mikils taps á Norður-Atlantshafsleiðinni, til- kynnti samgönguráðuneytið félag- inu með bréfi, dags. 7. nóvember 1980, sjö skilyrði fyrir veitingu slíkrar ábyrgðar. Eitt skilyrðanna var að „Starfsmannafélagi Arnar- flugs verði gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða í Arnar- flugi“. Íjúní og júlí 1981 bárust stjórn- endum Flugleiða hins vegar þau tilmæli, að félagið selji aðeins 17,5% hlutafjáreign til starfs- manna, en haldi áfram 40% eign- araðild. Var fallist á þessi tilmæli. Núverandi skipting hlutafjáreign- ar er því í samræmi vð þetta, þ.e. Flugleiðir 40,1%, starfsfólk Arn- arflugs 23,7%, SÍS-félög (Olíu- stöðin í Hvalfirði og Reginn hf.) 15,9%, og ýmsir hluthafar 20,3%. Annað skilyrði, sem Flugleiðum var gert að uppfylla í sambandi við ríkisábyrgðarbeiðnina 1980, var að viðhald flugvéla félagsins yrði framkvæmt hér á landi svo sem kostur væri. Við þetta skil- yrði hefur fyllilega verið staðið, og allt viðhald F-27 og B-727 flugvél- anna er nú framkvæmt á íslandi, svo og hluti af viðhaldi DC-8 flugvélanna. Verkefni flutt úr landi Við ákvörðun um skiptingu áætlunarflugs til Evrópu milli Flugleiða og Arnarflugs frá og með apríl 1982, var þeim tilmæl- um jafnframt beint til Arnar- flugs, að viðhald millilandavéla fé- lagsins verði framkvæmt hér á landi. Sú hefur hinsvegar ekki orðið reyndin, og upplýst er, að gerður hafi verið langtímasamn- ingur við erlent flugfélag um við- hald B-737 flugvélar Arnarflugs, sem félagið notar til millilanda- flugs til og frá fslandi. Með þess- ari ráðstöfun eru því flutt úr landi verkefni íslenskra flugvirkja, sem ella væru hér fyrir hendi. Þessi atriði eru hér rifjuð upp til að minna á, að þetta er í annað sinn, sem leitað hefur verið til Flugleiða um fjárframlag til að rétta við rekstur Arnarflugs. Jafnframt er áréttað, að með skynsamlegri samvinnu þessara tveggja flugfélaga yrði hægt að auka hagkvæmni flugstarfsem- innar og fjölga sérhæfðum starfstækifærum hér á landi. (Frá Flugleiðum.) Náttúruverndarfélag SuÖvesturlands: N áttúr uskoðunar- og söguferð um Seltjarnarnes í ferðaröðinni „Umhverflð okk- ar“, 7. ferð, fer Náttúruverndarfélag Suðvesturlands í náttúruskoðunar- og söguferð um Seltjarnarnes laug- ardaginn 25. ágúst. Farið verður frá Norræna hús- inu kl. 13.30 og Mýrarhúsaskóla kl. 13.45. Áætlað er að ferðinni ljúki um kl. 17.00. Fargjald er 100 kr., frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velkomnir. Sérstaklega viljum við benda Seltirningum að notfæra sér þessa alhliða fræðslu- ferð um Seltjarnarnes. Leiðsögu- menn verða Ásgrímur Guðmunds- son jarðfræðingur, Ása Aradóttir plöntuvistfræðingur, Jóhann óli Hilmarsson er fjalla mun um fugla og fjörulíf og Pétur Sigurðs- son frá Hrólfsskála er miðlar okkur af fróðleik sínum um sögu og örnefni svæðisins. Frá Mýrarhúsaskóla verður gengið á Valhúsahæð (Nesholt) að útsýnisskífunni. Þaðan ekið fram- hjá Brekku yfir á Eiðisgranda framhjá Pálsbæ, Bollagörðum, Nýjabæ, Ráðagerði og út á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.