Morgunblaðið - 24.08.1984, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1984
n
Rafveita Vatnsleysustrandarhrepps:
45 ára gömul háspennulína endurnýjuð
Vogum, 15. ágúst.
ÞAÐ HEFUR verið unnið við það
undanfarið að endurnýja 45 ára
gamla háspennulínu Rafveitu
Vatnsleysustrandarhrepps frá að-
veitustöð Rafmagnsveitna ríkisins
við Vogastapa og að byggðinni í Vog-
um.
Skipt hefur verið um þverslár á
rafmagnsstaurunum, alla ein-
angrara og rafmagnsvírana. Voru
þessir hlutir úr sér gengnir.
I dreifibréfi sem rafveitan hefur
sent raforkunotendum segir að
hiklaust aukist rekstraröryggi á
dreifikerfi rafveitunnar verulega,
og komi öllum notendum til góða.
E.G.
Tónlistarskólinn í Reykjavík:
Námskeið fyrir píanóleikara
DAGANA 27.—31. ágúst nk. mun
próf. Edith Picht-Axenfeld frá tónlist-
arháskólanum í Freiburg, V-Þýska-
landi, halda námskeið fyrir píanó-
kennara og lengra komna píanónem-
endur á vegum Tónlistarskólans í
Reykjavík.
Viðfangsefni námskeiðsins er
Vínar-klassík (píanótónlist eftir
Haydn, Mozart, Beethoven og Schu-
bert) og fer það fram í sal Mennta-
skólans við Hamrahlíð daglega frá
9-12 og 2-5.
Námskeið sem þetta krefst mikils
undirbúnings þeirra, sem koma
fram sem virkir þátttakendur, þ.e.
leika hin ýmsu klassísku verk fyrir
áheyrendur. Hafa um 18 nemendur
verið að undirbúa sig fyrir þetta
námskeið að undanförnu, en alls
munu þátttakendur líklega verða
um og yfir 100 manns. Námskeið
þetta er ekki síður gagnlegt fyrir þá,
Edith Picht-Axenfeld
sem taka þátt sem áheyrendur og
fylgjast með kennslunni.
Auk námskeiðsins mun Edith
Picht-Axenfeld halda hér tónleika
fyrir Tónlistarfélagið í Reykjavík og
Musica Nova, sem verða tilkynntir
síðar. í sambandi við námskeiðið
mun hún einnig halda tónleika-fyr-
irlestur um píanóverk Schuberts.
Próf. Edith Picht-Axenfeld kom
hér fyrir nokkrum árum og hélt
námskeið á ráðstefnu norrænna
tónlistarkennara (NMPU) þar sem
fjallað var um píanósónötur Beet-
hovens. Þátttakendur á námskeið-
inu voru sammála um, að sjaldan
hefðu þeir heyrt eins vandlega og
djúpt farið í viðfangsefnin og um
þau fjallað frá jafnmörgum hliðum.
Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu Tónlistarskólans i
Reykjavík.
(Úr fréttatilkynningu)
Sjávarútvegsráðuneytið:
Togveiðiheim-
ildir rýmkaðar
Sjávarútvegsráðuneytið
hefur nú gefíð út reglugerð
í þeim tilgangi að rýmka
togveiðiheimildir út af
Breiðafírði, Vestfjörðum og
Héraösflóa í því skyni að
auka veiðar á skarkola og
steinbít.
1 frétt ráðuneytisins segir, að
reglugerðin taki gildi 1. sept-
ember og vari til 31. desember á
þessu ári. Þrátt fyrir ákvæði B-,
F- og G-liðar 3. greinar laga nr.
81, 31. maí 1976, sé öllum skipum
heimilt að stunda veiðar með
botnvörpu á eftirgreindum
svæðum á fyrrnefndu tímabili:
A. f Héraðsflóa frá línu rétt-
vísandi aust-norðaustur af
Bjarnareyjarvita að línu réttvís-
andi aust-norðaustur af ósfles
(65° 37’8 N, 13° 55’3 V) utan línu
sem dregin er í 3ja sjómílna
fjarlægð frá fjörumarki megin-
landsins.
B. Utan Breiðafjarðar norðan
65° og utan fjögurra sjómílna
frá línu, sem dregin er úr Önd-
verðarnesvita í Bjargtanga (65°
30’2 N, 24° 32’1 V). Að norðan
markast svæðið af línu dreginni
réttvísandi i vestur frá Bjarg-
töngum.
C. Fyrir Vestfjörðum utan
línu, sem dregin er 8 sjómílur
utan viðmiðunarlínu samkvæmt
lögum 81/1976, frá línu dreginni
réttvísandi í vestur frá Bjarg-
töngum að línu, sem dregin er
317° réttvísandi frá Óshólavita í
ísafjarðardjúpi. Norðan línu,
sem er dregin 317° frá Óshóla-
vita norður um að 22° 40’0 V
lgd., eru togveiðar með botn-
vörpu heimilaðar utan fjögurra
sjómílna frá viðmiðunarlínu.
Á meófylgjandi korti eni þau svæði, sem togveiðar verða leyfðar á,
sýnd. Leyfilegt verður að stunda veiðar milli örvanna og utan línunnar
á milli þeirra.
Þakklæti
Ég minnist þess óljóst, líkt og
úr hálfgleymdum draumi að
hafa lesið í fornum ljóðum,
kannski eftir Snorra Sturluson,
um norn, eða gyðju sem sat alein
og gleymd í afhelli einum langt
inni í hömrum fjalls.
Hún hét Þökk og hafði það
hlutverk að spinna heillaþráð
manna. En þeir áttu að færa
henni efni sjálfir með þakklæti
sínu.
En flestir gleymdu að færa
henni efnið í þennan hamingju-
þráð sinn. Snældan var því
oftast tóm.
í stað þess að ljóma af starfs-
gleði yfir snældu sinni, sat Þökk
auðum höndum langleið og blökk
á svip. Eða þá, að stundum fyllt-
ist snældan af þræði, sem ekki
var annað en bláþræðir, hnökrar
og hólar gleymsku og vanþakk-
lætis.
Þetta minnir á aðra helgisögn.
Hún er víst austan úr löndum.
Ævintýrið um englana tvo, sem
sendir voru hvor með sína körfu
af himni. Þær voru tómar.
Annar átti að safna óskum og
kröfum manna. Hinn átti að tína
saman þakkir þeirra f sína
körfu.
Hinn fyrri kom aftur með sína
körfu að vörmu spori. Hún var
kúfuð svo út úr flóði.
Hinn síðari var mörg ár að
safna og kom loks til baka með
botnhyl í sinni byttu.
„Hvar eru hinir níu?“ spurði
meistarinn mikli, Jesús frá Naz-
aret, þegar aðeins einn, sem var
þó talinn vantrúargrey á Guðs
vegum, kunni þakkir fyrir lækn-
ingu af einum hryllilegasta
sjúkdómi jarðarbarna.
Ennþá á þessi örstutta spurn-
ing svo angurværan hljóm:
„Hvar eru hinir níu?“
Við finnum vonbrigði og sárs-
auka í þessum fjórum örstuttu
orðum.
Satt að segja þekkjum við flest
gleymsku og vanþakklæti bæði í
eigin barmi og frá þeim, sem við
töldum okkur hafa verið vel og
því verð þakka.
Ég minnist þess í skóla fyrir
mörgum árum, að nemendur
áttu að skrifa stíl um eldri
kynslóðina.
Satt að segja hélt ég að æska
síðustu áratuga á íslandi hefði
margt að þakka. En þarna var
vitnisburður æskunnar um eldri
kynslóð vægast sagt án þakklæt-
is.
Hefur kannske engum dottið í
hug að bera saman aðstöðu æsk-
unnar nú til gleði og lífs yfirleitt
og kjör ungmenna fyrir nokkr-
um áratugum, þótt ekki væri nú
horfið alla leið til síðustu alda-
móta ekki sízt í sveitum, sem nú
eru komnar í eyði. Munurinn er
svo algjör til náms og leikja,
starfa og mennta, að syngja
mætti lofsöngva og þakklæti
Þökk
daglega, þótt aðeins einn af tíu
hefði lært að þakka.
Vart er hugsanlegt, að æska
nokkurs lands sé hamingjusam-
ari en hin frjálsa æska íslands í
föðurlandi friðarins.
Og satt að segja er sú æska ein
hin fræknasta í heimi, þótt ekki
sé þakkað, svo sem skyldi.
Höfum við ekki gleymt þætti
þakklætisins í uppeldi þjóðar-
innar og um leið virðingu og við-
urkenningu þess, sem hverfandi
kynslóðir hafa veitt af dug og
dáðum, framsýni og fórnarlund.
Skólar og heimili ættu að vera
samtaka um að efla þátt eða
þætti þakklætis í vitund barna
og unglinga. Þar eru kennarar í
sögu og kristnum fræðum sjálf-
sagðir foringjar.
I kirkjur koma hins vegar fáir
þeirra, sem helzt þurfa að
hlusta. En ekki er það samt af-
sökun fyrir presta. Þakklæti er
sannarlega einn af silfurþráðum
samfélags og heilla.
En hlustum á són og söngva
hversdagsins i fjölmiðlum, á
fundum og þingum. Lesum og
hlustum á allt nöldrið, kröfurn-
ar, gagnrýnina, aðfinnslurnar,
og óðar en varir róg, níð og
blekkingar jafnvel um hið bezta.
Allt er haft á hornum sér. Og oft
eru þeir svívirtir mest, sem helzt
ætti að þakka og meta. öllu er
snúið til hins versta, vanmetið
og vanþakkað. Heilir flokkar,
viö
gluggann
eftirsr. Árelíus Nielsson
starfsstéttir og stofnanir er
dæmt úr leik og brugðið um allt
hið versta.
Auðvitað er margt, sem unnið
skyldi betur. En ætli sú aðferð
til bóta væri ekki heillavænlegra
að viðurkenna fyrst það sem vel
er gert — jafnvel hjá andstæð-
ingi — og þakka það, en benda
síðan á það, sem betur mætti
fara. Vinna síðan að þvi f ein-
ingu, samstilltum hugum og
höndum. „Vex hver við vel kveð-
in orð.“
Öll hljótum við að minnast
hve jafnvel nokkur hrósyrði og
þakklætisbros, viðurkenning frá
mömmu eða pabba, kennara,
presti, verkstjóra eða vini gat
verkað eins og sólargeisli f
myrkri eða dögg yfir skrælnaðan
akur vonbrigða, vantrausts og
uppgjafar.
„Eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt," er speki sem
aldrei má gleymast. Bros þakk-
lætis og virðingar eru aldrei ein-
ungis vorblær og sólskin í sam-
félagi manna á heimilum, vinnu-
stöðum, skólum og skemmtistöð-
um, heldur eru þau einnig snar
þáttur menningar og manngöfgi
hverrar sálar í minjahirzlum
hjartans og hugans og hafa ei-
lífðargildi til góðs. En samt er
þakklætið aldrei þýðingarmeira
en handa þeim öldnu og jafnvel
horfnum kynslóðum og afrekum
þeirra, sem aldrei mega gleym-
ast, sem gott fordæmi og fyrir-
mynd í nútíð og framtíð til heilla
öldum og óbornum.
Einu sinni varð manni að orði
við prest sinn, sem átti að kveðja
konu hans hinztu kveðju:
„Segðu að hjarta mitt hafi
verið barmafullt af þakklæti til
hennar, þótt ég tjáði það aldrei
með orðum.“
Sjálfsagt er betra en ekki að
bera þökk í huga og hjarta.
En gæti ekki þakklæti, sem
aldrei kemst fram á varir, né til
að bæra hendur til átaks, orðið
líkt og lind undir klaka, sem
hvorki svalar né gleður.
Gleymum því ekki að gefa
hinu góða og fagra dýrðina á
hverjum degi.
Það er sæmd hverri þjóð að
heilladísin eða örlaganornin
Þökk hreyfi rokkinn í helli sín-
um bak við hamra mannlífs með
fullum snældum af hamingju-
þræði þakklætis og virðingar.
Reykjavík, 25. júlí 1984,
Árelíus Níelsson