Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
Bygginganefnd fær ekki að funda:
„Kemur sér illa
fyrir húsbyggjendur“
- segir Hilmar Guðlaugsson, form. bygginganefndar
„Ég reyndi í gær að halda fund bygginganefndar Reykjavíkurborgar í
skrifstofunni að Skúlatúni 2, en varð frá að hverfa vegna andstöðu verk-
fallsvarða BSRB,“ sagði Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefndar
Reykjavíkurborgar, í samtali við blm. Morgunblaðsins.
„Skömmu áður höfðu skipu- um að að mati bygginganefndar
lagshöfundar hinna ýmsu hverfa
orðið að fara af staðnum án þess
að komast inn og arkitektar fá
heldur ekki inngöngu í húsið. Með
þessu athæfi eru verkfallsverðir
að hindra löglega kjörna fulltrúa í
að sinna störfum sínum og það
hefur í för með sér að ég verð að
aflýsa fundi, sem halda átti i
bygginganefnd á fimmtudag,"
sagði Hilmar.
„Ég skil þetta ekki, því að við
erum á engan hátt að brjóta á
BSRB með okkar starfi. Við höf-
um haldið einn fund frá því að
verkfall hófst, þ. 11. okt. sl. Þann
dag barst okkur bréf frá BSRB þar
sem sagði m.a. að byggingafulltrúi
hefði ítrekað framið verkfallsbrot.
Við svöruðum þessu bréfi og sögð-
hefði byggingafulltrúi í hvívetna
starfað á grundvelli laga og reglu-
gerðar.
Ég held að forsendur BSRB-
manna séu þær, að þeir telji bygg-
ingafulltrúa hafa farið að ein-
hverju leyti út fyrir sitt verksvið,
með því t.d. að stimpla teikningar.
En til þess hefur hann fulla heim-
ild og fáir embættismenn borgar-
innar hafa sitt verksvið jafn vel
skilgreint og byggingafulltrúi,"
sagði Hilmar.
„Það kemur sér illa fyrir hús-
byggjendur að störf nefndarinnar
liggi niðri, því þau mál sem koma
fyrir bygginganefnd öðlast ekki
gildi fyrr en hún hefur samþykkt
þau og á það við jafnt um nýbygg-
ingar, sem viðbætur og breytingar
á húsum,“ sagði Hilmar að lokum.
Bifreiðin utan vegar á SkutulsfjarðarbrauL Ljósmynd/úlfar.
Sovéska bensínskipið:
Undanþágubeiðni hjá BSRB
Olíufélögin bafa sent verkfalls-
nefnd BSRB beiðni um undanþágu
til losunar bensíns og gasolíu úr
sovéska olíuskipinu, sem kom til
landsins á fostudag. Er beiðnin nú
til umfjöllunar hjá verkfallsnefnd
BSRB.
Þórður Ásgeirsson, forstjóri
Olíuverslunar tslands, sagði i
samtali við blm. Morgunblaðsins
að farið hefði verið fram á und-
anþágu til að losa farminn við
komu skipsins á föstudag og
væri nú beðið eftir svari frá
verkfallsnefnd BSRB. Fyrr í vik-
unni veitti nefndin undanþágu
til losunar svartoliu úr sovésku
olíuskipi, sem beðið hafði af-
greiðslu i rúma viku, og var leyf-
ið háð þeim skilyrðum að farm-
urinn yrði geymdur í innsigluð-
um geymum og að oliufélögin
héldu eftir birgðum af bensini til
nauðsynlegrar heilsugæslu og
öryggisþjónustu og til nota
vegna verkfallsvörslu BSRB. Hjá
BSRB fengust þær upplýsingar,
að verið væri að fjalla um und-
anþágubeiðnina vegna seinna
skipsins í verkfallsnefnd, en
niðurstaða lá ekki fyrir er Morg-
unblaðið fór í prentun eftir há-
degi á laugardag.
Morgunblaöid/R A X
Sovézka bensínskipid i forgrunni, bíður eftir löndun. Fjær sjást flutningaskipin á ytri höfninni í Reykjavík.
var einn í bilnum og slapp hann án
meiðsla, en billinn er mikið
skemmdur.
Úlfar
Ekki í ráði að lengja skólaárið
tsanrdi, 26. oklóber.
LÍTILL pallbfll fór út af Skutuls-
fjarðarbraut við Túnatenginguna um
fimmleytið á fímmtudag.
Bíilinn var að koma utan úr bæ,
þegar öðrum bíl var ekið framúr
honum. Ökumaður bilsins sem
framúr ók, beygði of fljótt inn á
hægri akreinina og hemlaði. öku-
maður pallbílsins reyndi að forða
árekstri með því að beygja yfir á
vinstri vegarhelming, en við það
lenti hann í lausamöl með þeim
afleiðingum, að bíllinn fór veltu,
en hafnaði á hjólunum niðri við
sjávarmál. ökumaður pallbílsins
VERKFALL BSRB hefur nú sUðið í
tæpan mánuð og befur kennsla í
grunnskólum landsins legið niðri
þann tíma. Enn sem komið er mun
þó ekki vera i ráði að lengja skólaár-
ið fram á vorið né slaka á námskröf-
um til prófs, en skólamenn, sem
blm. Morgunblaðsins hafði sam-
band við vegna þessa máls, töldu að
ekki mætti verkfallið sUnda öllu
lengur án þess að grípa þyrfti til ein-
hverra ráðsUfanna.
( menntamálaráðuneytinu feng-
ust þær upplýsingar að reynt yrði
að koma námsefni vetrarins til
skila á þeim tíma sem eftir væri
til vors og er þá miðað við að
skólahlé í vetur verði ekki lengri
en lögskylt er. Skólamenn, sem
blm. Morgunblaðsins hafði sam-
band við vegna þessa máls, voru
sammála um, að enn væri ekki
ástæða til að ætla annað en að
slíkt mætti takast með „góðri
skipulagningu og samstöðu nem-
enda og kennara", eins og einn
þeirra orðaði það. Ef verkfallið
stæði hins vegar öllu lengur þyrfti
óhjákvæmilega að grípa til ein-
hverra ráðstafana, hverjar svo
sem þær yrðu.
íslenska liðinu tókst
Bílvelta á ísafirði
ekki að sigra Dani
— eiga samt enn möguleika á NM-titli
íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir því danska með fjórum
mörkum, 22—26. á NorðurlandameisUramótinu í handknattleik í gær-
dag í Finnlandi. I hálfleik skildu tvö mörk liðið, staðan 12—10 fyrir Dani.
íslendingar léku seint í gærdag síðasU leik sinn í mótinu gegn Norð-
mönnum en vegna þess hve blaðið fór snemma í prentun getum við ekki
greint frá þeim úrslitum.
Að sögn Guðjóns Guðmunds-
sonar var það fyrst og fremst
mjög slakur varnarleikur, sem
varð íslenska liðinu að falli í
leiknum. Leikmenn voru staðir
og náðu sér ekki á strik. Sóknar-
leikurinn var lengst af nokkuð
góður. íslenska liðið náði að
jafna leikinn, 12—12, og síðan
var jafnt á öllum tolum upp í
17—17, þá tókst Dönum að ná
þriggja marka forskoti og gerði
það út um leikinn.
Það var eins og íslensku leik-
mennirnir misstu alla einbeit-
ingu þegar líða tók á síðari hálf-
leikinn. Góð marktækifæri nýtt-
ust ekki og mikil pressa setti
leikmenn úr jafnvægi.
Sigurður Gunnarsson skoraði flmm
mörk f gær gegn Dönum. Sigurður
lék ekki með gegn Norðmönnum þar
sem hann þurfti að fara til Spánar
síðdegis í gær.
Þau óvæntu úrslit urðu I gær
að Norðmenn sigruðu Svía með
einu marki, 22—21, eftir að Sví-
ar höfðu haft forystu í leiknum
allan tímann þar til alveg undir
lokin. Svíar og Danir leika síð-
asta leik mótsins í dag. Takist
Svíum að sigra Dani og íslend-
ingum að sigra Norðmenn ræður
markahlutfall úrslitum í mótinu.
íslenska liðið á því enn mögu-
leika á meistaratitlinum. Mörk
íslands gegn Dönum skoruðu
þessir. Kristján Arason 5 lv.,
Sigurður Gunnarsson 5, Þorgils
Óttar 4, Hans Guðmundsson 2,
Viggó Sigurðsson 2, Páll ólafs-
son 2, Jakob Sigurðsson 1 og
Steinar Birgisson 1.
-------- ♦ *
ísland í Efna-
hags og félags-
málaráð SÞ
HINN 22. október var ísland kjörið í
Efnahags- og félagsmálaráð Samein-
uðu þjóðanna (ECOSOC) næstu þrjú
árin frá 1. janúar nk. að telja.
Kosningin fór fram á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú
stendur yfir í New York. 1 ráðinu
eiga sæti alls 54 ríki og voru átján
kosin að þessu sinni.
Efnahags- og félagsmálaráð
Sameinuðu þjóðanna er ein af aðal-
stofnunum samtakanna og fjallar
m.a um mál á sviði auðlinda, iðn-
væðingar, viðskipta og þróunar,
mannréttinda, tækni og vísinda, og
félagslegrar þjónustu.
Island hefur ekki áður verið i
framboði til ráðsins.