Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
Framkvemdir við flugstöðina á Kenavfkurflugvelli ganga nú samkvæmt áætlun og er ðnnur hæðin farin að líta
dagsins Ijós.
Helguvík og flugstöðin:
Framkvæmdir ganga
samkvæmt áætlunum
FRAMKVÆMDIR við hina nýju
flugstöð á Kenavíkurflugvelli og
olíuhöfnina í Helguvík hafa gengið
samkvæmt áætlun að undanfornu
þrátt fyrir verkfall BSRB. Hugs-
anlegt er þó að þær tefjist eitthvað
á næstunni vegna skorts á sem-
enti, leysist verkfallið ekki.
Sverrir Haukur Gunnlaugs-
son, deildarstjóri varnarmála-
deildar utanríkisráðuneytisins,
sagöi í samtali við blm. Morgun-
blaðsins, að nú væri verið að
ljúka við að steypa gólfplötu
fyrstu hæðar flugstöðvarinnar,
búið væri að koma fyrir miklu af
undirstöðum annarrar hæðar og
jafnframt væri búið að steypa
hluta þeirrar hæðar. Byggingar-
nefnd flugstöðvarinnar legði gíf-
urlega áherzlu á það, að bygg-
ingunni yrði lokið á tilsettum
tíma, það er um vorið 1987. Á
fyrstu 9 mánuðum þessa árs
hefði farþegaaukning um flug-
stöðina numið 15%, en í áætlun-
um nefndarinnar væri miðað við
um 6% árlega aukningu. Héldi
svipuð aukning áfram á næstu
árum, væri fyrirsjáanlegt, yrði
flugstöðin ekki tilbúin á tilsett-
um tíma, að byggja þyrfti við
gömlu bygginguna eða breyta
henni á einhvern hátt til stækk-
unar. Til þess þyrfti aukningin
reyndar ekki að vera nema 15%
árlega.
í Helguvík ganga fram-
kvæmdir einnig samkvæmt
áætlun að sögn Sverris. Áætlað
er að fyrsta áfanga, byggingu
tveggja 15.000 rúmlítra tanka,
verði lokið um áramót 1985. Gert
er ráð fyrir þvi, að í lok næsta
árs verði hægt að hefja fram-
kvæmdir við Helguvíkurhöfn.
Undirstöður fyrir tankana eru
langt komnar og pípulögn frá
víkinni upp á flugvöll er langt
komin. Sverrir sagði að vonir
væru bundnar við það að hægt
væri að hefjast handa við veg-
arlagninguna frá Fitjum og upp
að nýju flugstöðinni á næsta
sumri og síðan yrði byrjað á
flughlaðinu og akstursbrautum
að flugbrautum. Þessar fram-
kvæmdir væru alfarið kostaðar
af Bandaríkjamönnum.
Loðnuverð í Danmörku:
Helmingi hærra
en hér á landi
„VIÐ FAUM um það bil helmingi hærra verð fynr loðnuna, löndum við
henni í Danmörku í stað þess að gera það hér heima. Olíuverð þar er um
30% lægra svo sá mismunur greiðir upp olíukostnaðinn vegna siglingar-
innar út Miðað við að við fáum 7.000 lesta aflakvóta fáum við 9
milljónum meira í brúttótekjur ef við seljum aflann í Danmörku en ekki
hér heima,“ sagði Jóhann Antoníusson, framkvæmdatstjóri Hilmis hf,
sem gerir út Himli SU og Hilmi II SU, í samtali við blm. Morgunblaðs-
ins.
Hilmir SU hefur tvívegis landað
erlendis á yfirstandandi vertíð, í
Fuglafirði í Færeyjum og Hirts-
hals í Danmörku. Samkvæmt upp-
lýsingum Jóhanns greiða bræðsl-
urnar hér heima 1.250 krónur
fyrir lestina miðað við ákveðið
innihald fitu og þurrefnis. Hrá-
efnisverðið í Færeyjum er hins
vegar 1.800 krónur til 2.000 fyrir
lestina og í Danmörku 2.350 til
2.600 krónur eftir innihaldi fitu og
þurrefnis. Jóhann sagði ennfrem-
ur, að olíuverð í Danmörku væri á
biiinu 6,40 til 6,60 krónur á móti
8,90 hér fyrir hvern lítra og væri
það veruleg búbót að fá olúna ytra
á um 30% lægra verði en hér
heima. Líkleg skýring á hráefnis-
verðs mismuninum hlyti að liggja
í því, að verksmiðjur erlendis
væru mjög fullkomnar og næðu
því betri nýtingu en hér heima,
fyrirframsala á miklu magni verk-
smiðja erlendis þýddi hærra verð
fyrir framleiðsluna og ennfremur
væru verksmiðjur þar keyrðar í
mun lengri tíma samfellt en hér
heima. Eins og fyrirkomulagi
veiða hér væri háttað, væri von-
laust að skipuleggja veiðar og sölu
afurða fram í tímann og hefði
þetta meðal annars kostað þjóðina
verulegt tap gjaldeyristekna á síð-
astu vertíð.
Það væri hreinlega kapítuli út
af fyrir sig hvernig uppbyggingu
verksmiðjanna hér heima hefði
verið háttað. Aðeins ein verk-
smiðja hér á landi væri sam-
keppnisfær við þær erlendu, verk-
smiðjan í Krossanesi, hvað gæði
og nýtingu varðaði, enda byði hún
hærra hráefnisverð en hinar.
Kosið í flokksráð Alþýðubandalagsins:
Fylkingarfélögum
sýnt mikið traust
ÞRÍR áhrifamenn úr Fylkingunni hlutu kosningu í flokksráð Alþýðubanda-
lagsins á fundi í Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið.
Flest atkvæði í kosningunni hlaut Pétur Tyrfingsson, sem barðist hatramm-
legast gegn Guðmundi J. Guðmundssyni innan Dagsbrúnar í febrúar síðast-
liðnum og beitti sér fyrir því að kjarasamningurinn þá var felldur á félags-
fundi þvert ofan í vilja Guðmundar.
Hinn 10. febrúar síðastliðinn
birtist í Þjóðviljanum viðtal við
Má Guðmundsson, forvígismann
Fylkingarinnar, þar sem hann
skýrði frá því að fylkingarfélagar
hefðu ákveðið að ganga til liðs við
Alþýðubandalgið í þeim tilgangi
að koma á fót „stórum verkalýðs-
flokki“. Fylkingin er hluti af
Fjórða alþjóðasambandinu, hreyf-
ingu kommúnista, sem hefur lýst
hollustu við kenningar og stefnu
Trotskýs og stefnir að heimsbylt-
ingu.
I október 1983 tókust þeir Pétur
Tyrfingsson og Guðmundur J.
Guðmundsson á í Vestmannaeyj-
um þar sem haldið var þing
Verkamannasambandsins. Pétur
gekk sem sigurvegari frá þeim
átökum sem snerust meðal annars
um það að honum þótti Guðmund-
ur sýna of litla hörku í samskipt-
um við vinnuveitendur. Á þessu
þingi var Guðmundur J. Hall-
varðsson, fylkingarfélagi, kjörinn
í stjórn sambandsins.
Alls voru 33 kjörnir í flokksráð-
ið á þessum fundi Alþýðubanda-
lagsfélags Reykjavikur, af þeim
voru a.m.k. þrír yfirlýstir fylk-
ingarmenn: Pétur Tyrfingsson var
með flest atkvæði allra á fundin-
um, 92, í öðru sæti var Adda Bára
Sigfúsdóttir með 83 og í þriðja
Haraldur Steinþórsson hjá BSRB
með 81. Már Guðmundsson var í
25. sæti með 48 atkvæði og Guð-
mundur J. Hallvarðsson í 31. sæti
með 45 atkvæði, jafnmörg og
Björn Arnórsson, hagfræðingur
BSRB. Þröstur ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar, lenti í
17. sæti með 56 atkvæði og Guð-
mundur J. Guðmundsson i 19. sæti
með 54 atkvæði, Ásmundur Stef-
ánsson, forseti ASÍ, hlaut hins
vegar 5. sætið og 71 atkvæði.
NÝ SPARIBÓK
MEÐSÉRVÖXRIM
V€N1ANLEGUM MÁNAÐAMÖnN
LAUS BÚK MEÐ HÆKKANDIAV03CIUN.
BÚNAÐARBANKIÍSLANDS