Morgunblaðið - 28.10.1984, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
Hið nýja hafnarsvædi virt Arnarvog í Garðabæ. Viðlegukanturinn verður við garðinn vinstra megin við lónið og
er gengið hefur verið frá stálþilinu verður haftið fremst á myndinni rofið. Á myndinni eru Matthías Sveinsson,
framkvæmdastjóri Stálvíkur, Sigurður Sveinbjörnsson, eigandi og forstjóri vélaverkstæðis Sig. Sveinbjörnsson-
ar, og Jóns Sveinsson, forstjóri Stálvíkur.
Unnið af krafti við
hafnargerð í Garðabæ
VIÐ Arnarvog standa nú yfir framkvæmdir við hafnargerð á vegum Garða-
kaupstaðar og fjögurra fyrirtækja við voginn. Dýpkun er lokið og framund-
an er að reka niður stálþil sem viðlegukant. Þegar hefur um 11 milljónum
króna verið kostað til verksins og reiknað er með að stálþiliö kosti um 2,5
milljónir. Áætlað er að framkvæmdum þessum Ijúki fljótlega á næsta ári.
Jón Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Stálvíkur hf, sagði í sam-
tali við blm. Morgunblaðsins, að
tilgangurinn væri að skapa bæj-
arfélaginu aðgang að sjó. Svo sem
kunnugt væri hefðu síðastliðin 25
ár verið byggð upp iðnaðarfyrir-
tæki við Arnarvoginn. Sú upp-
bygging hefði hafizt með því, að
Sigurður Sveinbjörnssson hefði
tryggt sér land við voginn og
stofnað Nökkva hf. Síðan hefðu
Stálvfk hf., Vélaverkstæði Sig.
Sveinbjörnssonar hf. og Rafboði
hf. bættst í hópinn. öll þessi
fyrirtæki í skipaiðnaði hefðu haft
náið samstarf sín á milli frá upp-
hafi og í sameiningu gengið frá
smíði milli 30 og 40 skipa. Elzta
fyrirtækið, Sig. Sveinbjörnsson
hf. hefði til dæmis framleitt tog-
vindur í um það bil 350 fiskiskip
eða um 42% af íslenzkum fiski-
skipum með þilfari. Stálvík hefði
smíðað skipin, Nökkvi innréttað
þau og Rafboði séð um rafkerfi í
þau. I þessu sambandi hefði þró-
azt hjá Rafboða myndarlegur raf-
eindaiðnaður, meðal annars f
tengslum við rafstýringu trolla
fyrir togskip.
Um 270 manns hefðu unnið hjá
þessum fjórum fyrirtækjum þeg-
ar bezt hefði látið. Hafnarað-
staða fyrir starfsemina hefði ekki
verið fyrir hendi í Garðabæ, en
nú væri verið að ráða bót á þessu
vandamáli og í sumar hefði vog-
urinn verið dýpkaður á vegum
Garðabæjar niður í 6 metra við
uppfyllingu norðan við fyrirtæk-
in. Nú stæði einungis á stálþili,
sem kostaði, fyrir utan frágang
og uppsetningu, um 2,5 milljónir
króna. Vonandi tækist að útvega
peninga í þetta þarfa verk til þess
að dýpkun fyrirtækisins Rein sf.,
sem unnin hefði verið með sóma,
kæmi að fullum notum þannig að
aðstaða skapaðist til þess að nýta
fjárfestingu fyrirtækjanna f hús-
um, vélbúnaði og dýrmætri þekk-
ingu. Hagsmunir þeirra væru svo
miklir, að þau hefðu lagt fram
verulega fjármuni til þess að
þessi nauðsynlegi þáttur fyrir að-
stöðu fyrirtækjanna gæti orðið að
veruleika.
Hafnarstjóri Garðabæjar er
Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri.
Kvikmyndahús og
myndbandaleigur
blómstra í verk-
falli sjónvarpsins
í sjónvarpsleysinu þarf almenn-
ingur að leita á önnur mið til að
drepa tímann. Sumir heimsækja ætt-
ingja, sem þeir hafa ekki séð frá því
að sjónvarpstækið þeirra fór í við-
gerð um árið, enn aðrir líta í bókina
sem þeir voru búnir að gleyma að
væri til, en flestir virðast fara í
kvikmyndahús eða horfa á mynd-
bönd.
„Það hefur verið mjög góð að-
sókn hjá okkur i verkfalli sjón-
varpsins," sagði starfsmaður Há-
skólabíós. „Þetta er stórt hús og
þarf mikið til að það fyllist, en það
hefur látið nærri síðustu vikur.“
í Regnboganum fengust svipað-
ar upplýsingar. „Sunnudagar og
fimmtudagar eru alltaf bestir, en
núna hefur orðið greinileg aukn-
ing hina dagana,“ sagði starfs-
stúika. „Við erum með um 600 sæti
í allt og þau hafa nýst mjög vel.“
Starfsstúlka Nýja Bíós kvað
ekki marktækt að inna þar fregna:
„Við erum núna að sýna íslenska
mynd, Dalalíf. Aðsóknin að ís-
lenskum myndum hefur alltaf ver-
ið mjög góð, hvað sem sjónvarps-
útsendingum líður."
Myndbandaleigurnar kvarta svo
sannarlega ekki undan fáum við-
skiptavinum þessa dagana. Það
var sama hvert blaðamaður
hringdi, alls staðar var viðkvæðið
hið sama: „Mjög mikið að gera“,
„við þyrftum að eiga 100 mynd-
bandstæki til að anna eftirspurn."
Flestir sögðu þó að dregið hefði
örlitið úr útlánum síðustu daga,
„fólk er greinilega farið að spara
núna“. Sumir sögðu að peninga-
leysi væri ekki um að kenna, fólk
væri einfaldlega búið að sjá allar
þær myndir sem það gæti hugsað
sér að horfa á.
Minningarfundur
um Hafstein miðil
Sálarrannsóknafélagið í Hafnar-
firði er nú að hefja vetrarstarfið,
fyrsti fundur félagsins verður þriðju-
daginn 30. október næstkomandi í
Góðtemplarahúsinu og hefst hann
klukkan 20.30.
Fundurinn verður helgaður
minningu Hafsteins Björnssonar,
miðils, en hann hefði orðið sjötug-
ur þann dag. I fréttatilkynningu
frá félaginu segir að Hafsteinn
hafi verið einn af hvatamönnum
að stofnun félagsins árið 1967,
fyrsti formaður þess, og einnig er
hann lézt árið 1977.
Á fundinum mun Hulda Run-
ólfsdóttir kennari lesa sögu eftir
Hafstein, Matthías Johannessen
ritstjóri flytur nokkur orð og einn-
ig Úlfur Ragnarsson, læknir. Þá
munu þær Sigurveig Hanna Ei-
ríksdóttir og Ásdís Benediktsdótt-
ir syngja við undirleik Guðna Þ.
Guðmundssonar.
Fundir i félaginu verða fyrsta
miðvikudag hvers mánaðar í Góð-
templarahúsinu.
PiíCasataH
Fyrsta íslensk-
hollenska
orðabókin
FYRífTA íslensk-hollenska/hol-
lensk-íslenska orðabókin er nú kom-
in út. Bókin er um 400 blaðsíður og
er verk Dr. Gryte Anne van der
Toorn-Piebenga. Hún hefur unnið
að þessu verki samhliða kennslu og
rannsóknarstörfum við háskólann í
Groningen, en Piebenga kennir
norsku og íslensku þar.
í formála orðabókarinnar segir,
að íslenskan hafi reynst Hollend-
ingum erfið vegna flókinna beyg-
inga og hollenskan hefur vafist
fyrir Islendingum vegna fram-
burðar. í bókinni er framburður
orðanna ekki sýndur og beyging
þeirra sjaldnast gefin. Þess í stað
er stuttu yfirliti bætt við í bókinni
yfir málfræði og framburð beggja
málanna.
Miklatorg
er aöalbílasölutorg borgarinnar. Stórkostlegt bílaúrval og endalaus bílasala.
símar 19181 og 15014.
verði
Launþegum verði gert kleift
að stofna vinnustaðafélög
FRUMVARP til laga um breytingar
á lögnum nr. 80 1938 um stéttarfélög
og vinnudeilur var lagt fram í neðri
deild Alþingis á þriðjudag og er það
endurflutt frá seinasta þingi. Flutn-
ingsmenn eru Kristófer Már Krist-
insson, sem tekið hefur sæti Kristín-
ar Kvaran, sem nú er í barnsburðar-
leyfi, og Guðmundur Einarssaon,
báðir þingmenn Bandalags jafnað-
armanna.
Frumvarpið gerir aðeins ráð
fyrir einni meginbreytingu á lög-
um um stéttarfélög og vinnudeil-
ur, eins og segir í greinargerð
flutningsmanna: „Að launþegar á
sama vinnustað (og þá er vinnu-
staður skilgreindur þannig að til
hans teljast allir þeir sem taka
laun sín hjá einum og sama vinnu-
veitandanum) geti ákveðið (þ.e. %
hlutar þeirra) að stofna eigið félag
sem fari með samninga um kaup
og kjör og önnur réttindi og aðrar
skyldur sem stéttarfélag þeirra
fór með áður, og þá skipti ekki
máli hvers konar störf viðkomandi
launþegi leysir af hendi.“
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að þessi ákvæði laganna gildi um
vinnustaði þar sem starfa 25 eða
fleiri launþegar.