Morgunblaðið - 28.10.1984, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
EKKERT
MÁL
Þeir feðgar Njörður P. Njarðvík og
Freyr Njarðarson senda í haust
frá sér bókina Ekkert mál sem Set-
berg gefur út. Ekkert mál er frá-
sögn af íslenskum ungmennum
sem sökkva djúpt í eiturlyfja-
neyslu og gerast forfallnir heró-
ínsjúklingar í Kaupmannahöfn.
Þetta er í fyrsta skipti sem heimi
eiturlyfja er lýst innan frá í ís-
lenskum bókmenntum. Lesandinn
fylgist með þessum ungmj|gj
upplifir með þeim ógnir,
ingar og vonleysi þeirra ^sm ánetj
ast eiturlyfjum. Hér birt
hafskafli bókarinnar.
Strassen er eyðileg í hrá-
kaldri rigningu nætur-
innar. Klukkan er langt
gengin í fjögur og varla
nokkur á ferli. Á horninu
á Colbjörnsensgade liggja nokkur
þrep niður í kjallaraholu. Gegnum
regntaumana á rúðunum má sjá að
þetta er klámsjoppa. Þarna í tröpp-
unum stendur ungur maður hreyf-
ingarlaus, með báðar hendur í vös-
um. Hann er svartklæddur í leð-
urbuxum og jeansjakka. Hárið á
honum er litað kolsvart. Hann
gengur undir nafninu Freddý
svarti. Hér getur enginn sagt ís-
lenskt nafn hans. Hann starir fram
fyrir sig hálfsljóu augnaráði. Það
rignir ekki á hann þar sem hann
stendur. Samt er hrollur í honum,
enda er hann búinn að vera þarna á
annan klukkutíma. Þó líður honum
vel. Það er ekki svo langt síðan
hann fékk sér eina Hnu af heróíni.
Hann finnur einkennilega hlýju í
höfðinu, líkt og um það fari örveik-
ur rafstraumur, og mjúkan fiðring
um allan líkamann. Hann horfir á
rennvott malbik götunnar spegla
marglitt blikk neonljósanna. Vatn-
ið er ein ólgandi litadýrð, þar sem
það streymir hjá honum I göturæs-
inu með lágværu skvampi. En tál-
sýn spegilsins nær ekki alla leið.
Vatnið er dökkt og skftugt, þegar
það hverfur ofan um rist niður-
fallsins. Hann hefur falið plaströr
utan af sprautunál inn í saumnum
við buxnaklaufina. Það er fullt af
heróíni. Hann er að bíða eftir
kúnnum. Það kemur enginn.
Þegar hann er um það bil að gef-
ast upp, sér hann hvar maður kem-
ur niður trðppurnar hjá járnbraut-
arstöðinni og sveiflar sér yfir
grindverkið. Hann stikar niður
Istedgade og gengur rakleitt að
Freddý. Þetta er ungur maður í
rifnum gallabuxum og peysu, og
hefur stungið höndunum upp f
ermarnar. Hárið er mikið og ljóst,
og klesst saman í flóka. Hann er
horaður og tekinn í andliti. Freddý
sér strax að sjáöldrin eru grfðar-
stór og þanin.
Áttu dóp? spyr maðurinn for-
málalaust.
Það er hugsanlegt, svarar
Freddý.
Ég ætla að fá einn kvart.
Við skulum þá labba eitthvað.
Við skulum hittast f undirgangin-
um hjá Viktoriagade.
Njörður P. Njarðvík og Freyr sonur hans
Kemur ekki til mála, segir mað-
urinn. Ég ætla að fixa það með það
sama. Og þú átt að vera hjá mér á
meðan. Eg vil vera viss um að þetta
sé gott stoff. Annars káupi ég ekk-
ert.
ókei, svarar Freddý. Eins og þú
vilt. Þetta er ágætt stoff.
Þeir ganga hratt niður Isted-
gade, niður á Dannebrogsgade. Þar
hverfur kúnninn inn um port.
Freddý eltir hann inn á stóran bak-
garð. Við honum blasir hátt, niður-
nítt hús, sem greinilega hefur verið
yfirgefið. Flestar rúður eru brotnar
og hvergi nokkur minnsta ljóstýra.
Þeir fara aö bakdyrum hússins, og
kúnninn hálfhleypur inn í myrkan
gang. Hann gerir enga tilraun til
að kveikja ljós, enda er sjálfsagt
búið að taka rafmagnið af. Freddý
heyrir hann hlaupa upp stiga, en er
svifaseinn að fylgja honum eftir í
myrkrinu. Kúnninn kallar á hann
óþolinmóður. Uppi á þriðju hæð
sparkar hann upp hurð til vinstri.
Freddý heyrir hann taka upp
eldspýtustokk. Svo bregður hann
upp ljósi, og fálmar eftir kerti sem
liggur uppi á gömlum, skellóttum
ísskáp. Kertaljósið slær flöktandi
birtu um herbergið. Þetta hefur
einhvern tíma verið eldhús. Hurð-
arlausir skápar gapa á veggnum
andspænis. A gólfinu eru dagblöð
og tómar flöskur, á borði mjólkur-
hyrnur, tóm jógúrtbox, appelsfnu-
börkur og umbúðir utan af McDon-
alds-hamborgurum. Maðurinn
skýlir Ijósinu með vinstri hendinni,
og gengur hvatlega gegnum eldhús-
ið og inn mjóan gang. Freddý hrað-
ar sér á eftir honum inn í allstórt
herbergi. Maðurinn gengur að lágu
sófaborði og setur kertiö þar f
stjaka. Á borðinu eru troðfullir
öskubakkar, samanvöðlaðir sfgar-
ettupakkar, nokkrar notaðar og
blóðugar eingangssprautur, og
tvær matskeiðar með litlum, brún-
leitum bómullarhnoðra f. Maðurinn
treður dagblaðsrifrildum, spýtum
og kolum f stóran ofn og kveikir
upp. Það er hrákalt inni, og megn
fúkkaþefur. Við hliðina á ofninum
er skápur með kuðluðum fatalepp-
um. Innan við sófaborðið er dfvan-
garmur með skítugum og blóð-
flekkóttum rúmfötum. Þeir setjast
hlið við hlið á dívaninn.
Þetta er eina herbergið þar sem
gluggarnir eru heilir, segir maður-
inn eins og afsakandi.
Hann tekur skeið af borðinu,
sleikir hana vandlega og japlar á
bómullarhnoðranum. Svo rffur
hann umbúðir utan af sprautu,
festir nálina og prófar að pumpa.
Því næst hverfur hann fram í eld-
hús og kemur aftur með vatnsglas,
dýfir nálinni f vatnið, og sýgur eins
og tvo millilítra upp f sprautuna.
Nú horfir hann á Freddý.
Einn kvart, segir hann stillilega.
Freddý losar plaströrið úr
buxnaklaufinni, bregður þvf á loft
og hristir það lauslega. Svo skrúfar
hann hola hettuna af rörinu, og
snýr bæði rörinu og hettunni með-
an heróínið sáldrast f hana. Á
miðri hettunni er strik. Þegar duft-
ið er komið hálfa leið upp að striki,
er kvartskammturinn fenginn.
Duftið er brúnt, og Freddý segir til
skýringar að þetta sé tyrkneskt
stoff.
Þú átt vonandi ascorbínsýru til
að leysa það upp?
Vitanlega, segir hinn.
Freddý setur þumalfingurinn
fyrir opið á rörinu og réttir fram
hettuna.
250 krónur, segir hann.
Maðurinn tekur samanvöðlaða
seðla upp úr vasanum og sléttir úr
þeim eins vel og hann getur, tvo
hundraðkalla og tvo tuttugukalla,
og leggur tíukrónapening ofan á.
Freddý stingur peningunum á sig
og réttir honum hettuna. Maðurinn
hvolfir úr hettunni i skeiðina sem
hann var búinn að sleikja og liggur
nú á silfurpappír á borðinu. Svo
gefur hann henni lausan selbita til
að ekkert verði eftir. Þá setur hann
ascorbínkristalla ofan á duftið,
dregur meira vatn upp f sprautuna,
beinir mjórri bunu ofurvarlega
hringinn í kringum duftið í skeið-
inni, og gætir þess vandlega að
enginn dropi falli beint á heróínið.
Hann hrærir f með hylkinu utan af
sprautunni, þangað til þetta er orð-
ið að örþunnri leðju. Þá bregður
hann skeiðinni yfir kertið þangað
til suðan kemur upp. Fyrst mynd-
ast svartir kekkir, en svo hverfa
þeir og eftir situr tær vökvi. Hann
tekur bómullarhnoðra af borðinu,
rífur úr honum ofurlitla ögn sem
hann hnoðar saman milli fingr-
anna, og lætur detta í skeiðina. Svo
tekur hann nálina af sprautunni og
sýgur vökvann upp í hana, bregður
fingri í skeiðina, og nær þvi upp
sem eftir er. Hann festir nálina
aftur og losar allt loft úr spraut-
unni, þangað til á nálaroddinum
birtist dropi sem hann sleikir af.
Því næst ýtir hann upp peysuerm-
inni, bregður ól um upphandlegg-
inn rétt ofan við olnboga, kreppir
hnefann nokkrum sinnum og
hreyfir framhandlegginn ört upp
og niður. Hann er alsettur löngum
örum. Hann bregður fingri á æð-
arnar sem bólgna undir húðinni, og
stingur nálinni f. Hann sogar dálít-
ið blóð upp í sprautuna til að ganga
úr skugga um að hann sé i æðinni,
losar ólina og tæmir sprautuna
hægt og rólega. Svo fyllir hann
sprautuna af blóði og tæmir hana
aftur, svo að allt skili sér inn f
blóðrásina. Hann losar sprautuna
úr handleggnum og heldur fyrir
nálargatið meö þumalfingrinum,
og hallar sér aftur á bak á dfvanin-
um. Á handleggnum sjást nokkur
nálargöt sem ekki eru gróin.
Kveiktu fyrir mig f sfgarettu,
segir hann lágt.
Freddý kveikir í tveimur sígar-
ettum og setur aðra milli vara
hans. Þeir reykja þegjandi svolitla
stund. Maðurinn hálfliggur með
lokuð augu og sýgur reykinn hægt
ofan í sig.
Freddý horfir á hann forvitinn.
Hvernig er þetta eiginlega? spyr
hann. Er eitthvað unnið við þetta?
Er ekki alveg eins gott að sniffa
þetta, í staðinn fyrir að standa í
þessu helvíti?
Maðurinn opnar augun og horfir
á Freddý furðu lostinn.
Hefurðu aldrei prófað þetta?
spyr hann.
Nei, sagði Freddý. Ég sniffa.
Hvað segirðu maður? Ertu að
selja djönk án þess að fixa sjálfur.
Ertu húkkt á sniffinu?
Ætli það ekki. Það hugsa ég.
Þú ert klikkaður, drengur. Þetta
er allt annað mál. Éf ég hefði sniff-
að kvartarann, þá væri ég ennþá
veikur. Þú færð margfalt út úr fix-
inu. Þaö eru bara fífl sem sniffa.
Freddý er skyndilega gripinn
ákafri löngun til að prófa spraut-
una. Hann hefur svo sem heyrt að
sprautan negli mann fastan strax I
fyrsta sinn. En hann hefur líka
heyrt svo margar sögur af fíkniefn-
um, sem hafa reynst tóm vitleysa.
Það hlýtur að vera allt í lagi að
prófa þetta í eitt skipti, til að vita
hvernig það er. Ég hætti þá bara ef
mér líkar þaö ekki. Ég geri það
bara. Hvað hefur maður ekki próf-
að? Hefur það ekki gengið ágæt-
lega?
Viltu lána mér sprautuna þína?
spyr Freddý snöggt.
Veskú, segir hinn án þess að líta
upp.
Freddý útbýr einn áttunda,
helmingi minni skammt en hinn
hafði tekið. Hann fer nákvæmlega
eins að. Skolar sprautuna úr köldu
vatni og bregður nálaroddinum í
kertalogann til sótthreinsunar. Svo
sýgur hann heróinið upp í spraut-
una, herðir ólina um upphandlegg-
inn, og horfir á æðarnar tútna út.
Hann ber nálaroddinn að einni æð-
inni, og finnur kalt, oddhvasst stál-
ið við hörund sér. Hann hikar við,