Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
Ferð um Burma:
Búdda
á Mandalayfjalli
Ég hcf reynt að gera upp hug minn um, hvað hafi orðið mér
minnisstæðast úr átta daga veru í Burma, þessu gleymda og stóra
Asíulandi, þar sem ferðamenn eru svo fáséðir, að það verður uppi
fótur og fit, þegar gula rútan, merkt Tourist Burma, brunar um
sveitir. Fegurðin í landslaginu, alúð fólksins, allir Búddarnir og
gullnu hofin ... Heimsóknin I Pindaya-hella í Shan-héraði,
trúarhátíðin í fljótandi borginni á Inlavatni. Gönguferðin upp á
Mandalayfjall, og útsýnið þaðan þegar loks var komið upp á
tindinn. Svona er auðvitað hægt að telja lengi.
Tannpfna læknuð.
Mandalay hefur ákaflega
mikið tilfinningagildi
fyrir Burma. Hún er án
efa dæmigerðari og sannari burm-
ísk borg en til dæmis Rangoon.
Mandalay var stofnuð af Mindon
sáluga kóngi árið 1857 og var höf-
uðborg landsins til 1885, þegar
Burma varð brezkt yfirráðasvæði.
Þar sem Bretar komu hvergi ná-
lægt skipulagningu bæjarins —
þar búa nú nokkur hundruð þús-
und manns — verða brezk áhrif
ekki merkt þar. Mandalay er mikil
menningarborg, þar eru beztu
tónlistar- og þjóðdansaskólar
landsins, þar er leikbrúðugerð á
háu stigi, þar eru gullin hof og
musteri í tugatali og glæsileg
klaustur, svo og hin forna kon-
ungshöll. Elzta hofið er Swekymy-
int sem mun hafa verið reist á
tólftu öld. Þar eru víða elztu
Búddalíkneski landsins og aðrar
merkilegar sögulegar minjar.
Leiðsögumaður okkar þann dag-
inn, Son, lagði til að hópurinn
byrjaði á að klífa Mandalayfjall í
stað þess að gera það eftir hádeg-
isverð eins og var á áætluninni.
Þetta var viturlegt af Son. Á leið-
inni upp eru musteri og hof byggð
inn í fjallshlíðina. Þrep eru upp á
tindinn og þak er yfir þeim megn-
ið af leiðinni og skýldi okkur fyrir
brennandi sólinni, hvar við pauf-
uðumst berfætt upp á við. í þess-
um musterum ero alls staðar
Búddalíkneski. Þau verða æ til-
komumeiri og íburðarmeiri eftir
því sem ofar dregur, enda eykst
heilagleikinn í samræmi við það. í
einu hofanna stóð yfir zat, það er
sérstæð hátíð og talin hátindur
burmískrar tjáningarlistar, dans-
harmleikur sem var nýhafinn og
átti að standa að minnsta kosti
næsta sólarhringinn. Þessi tján-
ing er byggð á indverskum sögum
um Ramayana og segir frá hinum
mörgu endurholdgunum Búdda,
áður en hann öðlaðist nirvana.
Við settumst á gólfið innan um
mannfjöldann, það var ekkert vel
séð að við tækjum myndir, hins
vegar var okkur tafarlaust boðið
upp á te. Leikið er undir á ein-
hvers konar tréhljóðfæri og í þess-
um leik koma fram kóngar og
drottningar, döflar og danspíur,
galdramenn og trúðar. Ég tók eft-
ir því að margar konur höfðu
makað framan í sig gulu kremi.
Ég hélt þetta væri hluti af gerv-
inu. Son segir okkur, að þetta sé
sítrónukrem sem konur og ungar
telpur beri framan I sig til að
vernda húðina gegn steikjandi sól-
inni.
Hitinn var um 38 stig I forsælu.
Við héldum áfram upp á fjallið og
ég varð æ meira undrandi hversu
hægt miðaði. Við blésum mæðinni
öðru hverju og fengum okkur
svaladrykk sem var seldur með
nokkurra tuga metra millibili. Og
við skoðuðum Búddana, sem voru
alltaf að stækka og verða tignar-
legri. Þessi þrep upp á fjallið voru
svo úr garði gerð, að maður sá
ekki miklu meira en svona 30—40
þrep í einu og ég man ekki hvaö ég
hélt oft, að nú hlytum við að vera
komin. En þá tók við annað eins, í
bezta falli aðeins stærri Búdda og
svaladrykkjarsölukonur á næsta
palli.
Við vorum fjórtán, sem lögðum
af stað. Og fjögur stóðum við á
tindi Mandalayfjalls að lokum.
Son fór létt með gönguna. Við hin
vorum svo dösuð, að það var með
herkjum, að ég mannaði mig upp í
að mynda þennan heilagasta
Búdda. Mandalayfjall er um 300
metrar. Hefði ég vitað það hefði
ég sjálfsagt gefizt upp á miðri leið.
Búddarnir voru löngu hættir að
hrífa mig.
En sem við höfðum nú blásið
mæðinni og fórum að horfa i
kringum okkur, fannst mér ég
verða gripin alveg einstakri til-
finningu, nánast guðlegri. Skógar
og sléttur, hrísgrjónaakrar og út
við sjóndeildarhring grillti til
Himalaya. Sem ég horfði yfir alla
fegurðina, hugsaði ég með mér, að
allt væri þetta harla gott og vissu-
lega erfiðisins virði.
En það hafði ekki verið heiglum
hent að komast inn í landið.
Ferðamenn sem hafa hug á að
sækja Burma heim verða að sýna
staka þolinmæði. Ég hafði haft
fimm daga viðdvöl í Thailandi og
ætlaði að skoða mig um í Bangkok
og nágrenni. En meirihluti þess
tíma fór í að hlaupa milli péturs
og páls til að reyna að fá úr því
skorið, hvort vegabréfsáritun
fengist og hún er lengst veitt í
átta daga og þá er ferðin skipulögð
út í æsar af Ríkisferðaskrifstofu
Burma.
Og svo tekur ekki betra við, þeg-
ar komið er á flugvöllinn { Rang-
oon. Farangursleit er með ólikind-
um, skriffinnskan nánast enda-
laus, hver eyrir í peningaveskjum
er talinn og færður á þar til gert
plagg og síðan er það athugað
vandlega við brottför, til að at-
huga hvort allt komi nú heim og
saman. Auðvitað var loftkælingin
biluð og það var ekki búið að laga
hana, þegar við fórum. Yfirheyrsl-
ur um tilgang heimsóknar eru
beinlínis óþægilegar og þó hafði ég
í tilefni ferðarinnar orðið mér úti
um nýtt vegabréf. Þar hafði ég
starfsheitið frú, því að þeim er
meinilla við blaðamenn, stjórn-
völdum í Burma. Blaðamenn koma
yfirleitt ekki nema einu sinni til
Burma, ef þeir skrifa eitthvað um
landið. Því er ekki um annað að
ræða en fara inn í landið undir
fölsku flaggi, blaðamenn fá yfir-
leitt alls ekki vegabréfsáritun inn
í Burma.
Því einkennilegara er þetta þeg-
ar maður fer að blanda ögn geði
við fólk og fara um landið. Mikil
gestrisni og allir eru himinlifandi.
Þegar við erum loksins komin inn
í landið. Fulltrúi Ríkisferðaskrif-
stofunnar, ung og lagleg stúlka
tók á móti okkur, sem við stauluð-
umst út úr yfirheyrslum og toll-
skoðun. Þessi stúlka var síðan
fylgdarmaður okkar í Rangoon.
Hún hét Kalyawynn, ég kallaði
hana Kalevölu til hægðarauka.
Hún tók sem sagt á móti okkur
sem vorum þrettán talsins. Á til-
viljanakenndan hátt höfðum við
einmitt lent saman í þessari ferð
sem stæði næstu sjö sólar-
hringana. Þarna voru tvær kana-
dískar stúlkur, sem við nánari eft-
irgrennslan reyndust vinna við
kanadíska sjónvarpið, tvær
franskar búsettar í Singapore,
svissnesk diplómatahjón, öldruð
bandarísk kona og bandarískur
karlmaður, sem reyndist vera
vottur jehóva og reyndi eitt kvöld-
f Burma klæAast karlmenn og konur síApilsinu longyi.
Frá Rangoon — Sweda Gon-hofiA.