Morgunblaðið - 28.10.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
31
texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Búdda í hvfldarstellingum f Sweda Gon.
upp þjóðdansasýningu fyrir okkur,
svo og brúðuleikhúsi. Það var gert
allt af miklu listfengi. Á hinn bóg-
inn vorum við öll orðin svo dösuð
að ég hygg að við höfum verið feg-
in að skríða í bólið um tíuleytið.
Við vissum ekki þá að okkar biði
átján tíma törn á sólarhring þá
hina sjö næstu.
Næsti dagur var þó einkar
rólegur. Kalevala fór með okkur
um helztu staði í Rangoon. Sweda-
Gonhofið er þar sýnu tilkomu-
mest. Það virðist blasa við eigin-
lega hvar sem maður er staddur i
borgiini og ber vissulega nafnið
Gullna hofið með rentu. Við skoð-
uðum ótal Búdda — og þó aðeins
forsmekkur þess sem koma skyldi.
Mér þótt „Búdda hvílir sig“ lang-
skemmtilegasti Búddann sem varð
á vegi okkar í þessari ferð.
Kalevala vakti athygli okkar á
að Búddann í Burma er ekki eins
og Búddarnir sem eru gerðir af
„trúleysingjunum" þar sem Búdda
er feitur, sköllóttur og skellihlæj-
andi. Burma-Búdda er alvöru Bú-
dda, grannur, beinn í baki, greind-
arlegur og ábyrgur og vís. „Hinir
Búddarnir eru gerðir af þeim sem
vilja afskræma kenningar Búdda
og draga úr trúarsannfæringu
manna,“ sagði Kalevala kurteis-
lega.
Ég veitti því athygli að víða í
Rangoon var mikill mannsöfnuður
saman kominn. Ég hugsaði með
mér hvort gæti verið að hér væri
leyft að halda útifundi. Hvort
hinn elskaði foringi Ne Win, en að
stjórn hans verður nánar vikið í
seinni Burmagreinum, hefði
ákveðið að lina tökin og leyfa
fundi. Kalevala sagði okkur, að
þetta fólk væri að bíða eftir að
komast í bíó! Hún sagði að Burm-
ar væru miklir áhugamenn um
kvikmyndir, einkum og sér í lagi
bandarískar og helzt spennu- og
hasarmyndir. Oft og einatt birgja
þeir sig upp með nesti og nýja skó
og hreiðra um sig við bíóið og
þurfa stundum að bíða í nokkra
daga áður en þeir komast að. Hún
sagði að Roger Moore-myndir
væru alveg sérstaklega vinsælar.
Við fórum víða um Rangoon
þennan dag, skoðuðum hof og
musteri og söfn, þar sem mér
fannst einna skemmtilegast að
skoða hina ýmsu búninga úr hin-
um sjö fylkjum Burma, svo og
auðvitað gull og gimsteina frá
gamalli tíð. En það var líka af-
skaplega skemmtilegt að reika um
Bohyokemarkaðinn eða bara
labba um göturnar og horfa á
fólksmergðina.
Allir eru klæddir samkvæmt
þjóðlegum sið. Þessi búningur er
kallaður longyi og er skósitt pils,
bundið saman til hliðar á konum
en að framan á körlum. Konur eru
klæddar í longyi í öllum litum og
af öllum gerðum. Karlapilsin eru
yfirleitt í hlutlausari litum. Við er
létt blússa enda þarf ekki að
kappklæða sig í þessu landi. Þarna
fyrsta daginn okkar fengum við
smjörþefinn af því hvernig við-
skipti i Burma geta gengið fyrir
sig. Við gátum varla þverfótað á
markaðnum og úti á götunum og
jafnvel í helgistöðunum fyrir fólki
á öllum aldri, sem lötraði á eftir
hópnum, valdi sér siðan þá aðila
sem liklegastir voru til að luma á
hinum eftirsótta varningi —
naglalakki, varalit — mátti vera
notaður — viskíi, amrískum sígar-
ettum og kúlupennum, svo að
eitthvað sé nefnt.
Gjaldmiðill Burma, kyiat, er
skráður á 8 gagnvart Bandaríkja-
dollar. Hann fer í 20 á svarta
markaðnum. Þessi verzlunarmáti
er auðvitað stranglega bannaður
og eru hörð viðurlög við laga-
brotum. Hins vegar er þessi verzl-
unarmáti óopinberlega viður-
kenndur, eins og sést á snautleg-
um börum á hótelum ríkisferða-
.skrifstofunnar.
Sumir félaga minna náðu mik-
illi leikni í þessum viðskiptum en
ég held að Evelyn á áttræðisaldr-
inum, bandariska frúin frá Chic-
ago, hafi slegið öll met. Síðasta
morguninn okkar festi hún kaup á
dýrindis teppi, skreytt, eðalstein-
um, sem við skoðun reyndust ekta.
Fyrir teppið greiddi hún með 5
dollaraseðli, hálfum varalit og því
sem hún átti eftir af amríska
sjampóinu sínu.
Útsýnið frá Mandalay-fjalli.
ið að fá Nelson leiðsögumann
þann daginn til að deila við sig um
trúmál, spánskur maður, búsettur
í Tókýó og reyndist líka vera
fréttamaður, tvær enskar pipar-
dömur, sem voru sýknt og heilagt
að láta spá fyrir sér, Heidi svissn-
eska sem vinnur á ferðaskrifstofu
í Bangkok og svo ég. Þetta var
sundurleitur hópur, en féll ljóm-
andi vel saman.
Þegar við lögðum loksins af stað
inn í Rangoon var farið að skyggja
og dimmdi snögglega eins og ger-
ist annars staðar en á íslandi.
Rútan var kyrfilega merkt Tourist
Burma. Hvort tveggja var að bíll-
inn var lúinn og vegurinn inn í
borgina vondur. Sá vegarkafli
reyndist þó hátíð hjá þeim vegum
úti á landsbyggðinni, sem við átt-
um eftir að kynnast næstu daga.
Þá datt mér stundum í hug, að það
væri eins gott að lifur og lungu og
önnur líffæri væru tryggilega föst,
ella hefðu þau örugglega hristst
upp úr okkur. Maður kvartar ekki
undan íslenzkum malarvegum eft-
ir þessa reynslu.
Rangoon er einkennileg borg að
kvöldlagi. Þar er slökkt á flestum
ljósastaurum þegar fer að dimma.
Það liggur við að manni finnist
hún eins og myrkvuð borg. I Rang-
oon eru ekki næturklúbbar eða
dansstaðir, bíósýningar eru ekki á
kvöldin. Fólk var að tínast heim
úr vinnu þegar við vorum að keyra
áleiðis á hótelið og veifaði okkur
óspart kátt og hlæjandi.
Kalevala fór rakleitt með okkur
á Hótel Inya Lake. Það er glæsi-
legasta hótelið í höfuðborginni og
við það er meira að segja sund-
laug. Vatnið í lauginni er að vísu
þannig á litinn að ekki er vitað til
að neinn hafi baðað sig i henni.
Hótelið var í fallegu og snyrtilegu
umhverfi, hátt til lofts og vítt til
veggja. Og hótelið var uppfullt af
elskulegu og mjög svifaseinu
starfsliði. Herbergin voru ágæt,
húsbúnaður minnti á traustan
heimavistarskóla, svo hafði
gleymzt að þvo baðið og sturtan
var biluð. Að öðru leyti var allt í
lagi. Og maður var að minnsta
kosti kominn til Burma.
Eftir að hafa skolað af mér
mesta rykið og svitann fór ég i
rannsóknarleiðangur um hótelið.
Þar var verzlun sem seldi ýmsa
minjagripi, ljómandi fallega.
Gegn greiðslu í dollurum og dýrari
en annars staðar. Þar var kaffi-
tería, þar sem kaffi var að vísu
ekki til í bili. Og þar var líka bar.
Það kom mér spánskt fyrir sjónir,
þar sem erlent áfengi er ekki flutt
inn i landið — á löglegan hátt að
minnsta kosti. Ég rölti þangað inn
fyrir forvitnis sakir. Og þarna á
bar glæsihótels ríkisferðaskrif-
stofunnar gaf á að lita sannfær-
andi hillusamstæðu. En þar voru
ekki mjög margar flöskur.
Nákvæmlega fjórar. Og útlent áf-
engi er fokdýrt. En þarna var
hægt að fá sér Mandalaybjór i
stórum flöskum. Og kostaði litið.
Mandalaybjórinn er ágætur á
bragðið, hann er mjög léttur, ivið
sterkari en íslenzkur pilsner. Á
barnum voru ekki aðrir gestir en
ég og Kanadamaöur nokkur sem
var i tíundu ferðinni sinni til
Burma á örskömmum tima. Hann
fær ekki vegabréfsáritun nema til
átta daga f senn og þarf þvi sýknt
og heilagt að vera að taka sér ferð
á hendur til Bangkok að sækja um
nýja. Hann vinnur i olfubransan-
um og hann sagði að það væri
ákaflega erfitt og seinlegt að eiga
viðskipti við Burma. Olía er f land-
inu en Burma skortir tækniþekk-
ingu til að nýta hana eins og vert
væri. Ýmis erlend stórfyrirtæki
sækja í aö senda sérfræðinga til
Burma meðal annars i sambandi
við oliuna. Burmar eru hinir
ánægðustu með það. En breyta
engum vegabréfsáritunarreglum
þess vegna.
Eftir málsverðinn var slegið
Við opíumvigtina á markaðnum i Mandalay.
Hópurinn að snæðingi í Thiripyitsaya-hóteli f Pagan.