Morgunblaðið - 28.10.1984, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
K K y
< f.
ÞÓS : ÞÓRISVATNSSTÍPLUH
kÓN
SKÝRINGAR
GKS: GRJÓTAKVÍSLARSTÍFLA
SSK STÓRAVERSSKURÐUR
SST : STÓRAVERSSTlFLA m.
SS : SVARTARSKUROUR , !í*
BS BRAÐABIRGÐASTlFLA I SVA
S-1 : SVARTARSTlFLA
Þ-1 TIL Þ-5: ÞÚFUVERSSTlFLUR
E-1, E-2: EYVINDARVERSSTlFLUR
EKS
ES
HS
HKS
ÞSK
ÞST
EYVINDARSTlFLA
EYVINDARSKURÐUR
HR|)'SISSKURÐUR
HREYSISSílFLA
ÞJÓRSARSKURÐUR
þjórsArstifla
AKS l AUSTURKVI Sl.AHáTJ FLA
f
; y..^T^‘
KVISLAVEITA
B G
“ÚRISVATNSM iolun
Afangaskipting
22. MARS M PÓ/MÞ
,L\W
r
<» V K'-,S*S>
\ >
v W<x
S
1 11 -S.- \ \
>*v/
KVÍStAVtlTA- LANOBKURÐVA Í VtlTUlClD UR PJOIISÁ » I LCUO A V E «9 K V IS L
BOTSRAS Í ÞJÓR9ÁRSTÍFLU
25 <=■
; , í ÍSJí
HÁAUMEYj*iÓM-\
Kort sem sýnir KvíslaYeitu og áfangaskiptingu verksins þegar kvísl unum er renna austur í Þjórsá er snúið við og falla í Þórisvatn. Öllu verkinu á að verða lokið haustið 1986. Þórisvatn er lengst til
hægri, Arnarfell hið mikla á miðju kortinu til vinstri og kvíslarnar og vðtnin, sem þarna eru að myndast, eru merkt. Dratthalavatn er þegar komið þarna á hálendinu og hleypt á Kvíslarvatn í haust
Þjórsárkvíslum veitt í Þórisvatn
300-400 gl búbót til allra virkjananna
„Hugsa sér, þarna er þetta komið. Þegar ég var hér í mælingum
var það fjarlægur draumur að þetta væri hægt,“ varð Jóhanni Má
Maríussyni aðstoðar framkvæmdastjóra Landsvirkjunar að orði sem
við náttúruverndarráðsfólk ókum með virkjunarmönnum á hálendi
íslands suðaustan Hofsjökuls tii að skoða þar djúpa skurði og mikla
stífhigarða úr grjóti og möl sem falla merkilega vel inn i hrjóstrugt
landslagið. Framkvæmdum er að Ijúka á þessu ári enda vetur í nánd
þaraa á háhálendinu. Þar hafa í sumar unnið og dvalið á nokkrum
stöðum um 300 manns á vegum verktakanna Suðurverks og Hag-
virkis, svo og starfsmenn Landsvirkjunar. Þarna er svonefnd Kvísla-
veita, sem veitir vatni úr þeim kvíslum Þjórsár er koma úr austri í
Þórisvatn svo að það megi nýtast til aukinnar raforkuframleiðslu í
Sigölduvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Búrfellsvirkjun og brátt í
svonefndri Vatnsfellsvirkjun áður en það skilar sér aftur út í
Tungnaá og Þjórsá. En þessum framkvæmdum á að ljúka haustið
1986 og kemur þetta aukavatn í gagnið smám saman með hverjum
áfanga og um leið og fleiri kvíslar og lón bætast við. Helst í hendur
við aukna raforkuþörf landsins fram að þeim tíma sem Blönduvirkj-
un getur komið í gagnið.
Þónsvatnsmiðlun var gerð laust
eftir 1970 er Köldukvísl var veitt í
vatnið og útrennsli vatnsins stífl-
að við Þórisós. Fengust þá vatns-
birgðir til virkjananna, en nauð-
synleg forsenda að stækkun Búr-
fellsstöðvar og nýtingar í Vatns-
fellsvirkjun þar sem það kemur úr
Þórisvatni á leið sinni f virkjan-
irnar, var aukin miðlun ofan af
hálendinu. Stórfelld miðlun í
Þjórsárverum með vatninu niður
Þjórsá sjálfa var útilokuð vegna
umhverfissjónarmiða og náðist
farsælt samkomulag um að
vernda Þjórsárverin með því vatni
sem ber því næringu og verða því
allar kvíslarnar að vestan ósnert-
ar, en tekið til nýtingar í virkjanir
það vatn sem kemur í ána úr upp-
takakvíslum að austan og skiptir
ekki eða litlu máli. Og það er þetta
vatn sem nú er verið að veita um
skurði til Þórisvatns og gera stífl-
ur til að geyma það á leiðinni.
Þannig verða þarna á söndunum
nokkur minni vötn ofan við Þór-
isvatn. Verður vatnsborð þeirra
stöðugra en Þórisvatns og ekki
fjarstæða að hægt verði í framtíð-
inni að fara á bátum 70—80 km
leið frá Þórisvatni og upp í vænt-
anlegt Þjórsárlón og e.t.v. rækta
þarna fisk þegar fram líða stund-
ir. En það er önnur saga.
Nú þegar er komið ofan við
stíflu syðsta vatnið er nefnist
Dratthalavatn. En dratthali er
gamalt refanafn og er m.a. að
finna í Blöndalsorðabók. Næsta
lón fyrir norðan er Kvíslavatn,
sem fær sitt vatn m.a. úr Þúfu-
verskvísl og mun ætlunin að
hleypa vatninu i það í haust. Þá
kemur Eyvindarlón, sem dregur
sína næringu úr Eyvindarkvfsl og
Hreysislón og er unnið að teng-
ingu þar. En f fimmta og sfðasta
áfanga er svo Þjórsárlón, sem ekki
kemur strax, en verði það gert
mun þangað renna vatn úr Þjórs-
árkvislinni ofan við Arnarfell.og
verður henni þar veitt í Hreys-
iskvísl.
Þarna er maður kominn á móts
við Arnarfell hið mikla og á slóðir
Eyvindar og Höllu. Hagvirki nefn-
ir sínar vinnubúðir, sem eru uppi
undir Hreysi, Höllubúðir. Rétt er
að taka fram að Eyvindarkofi
verður utan við þessar fram-
kvæmdir og óhultur. En Fremra
Hreysi svonefnt ekki, enda að
verða ónýtt og hefur Gísli Gests-
son safnvörður á Þjóðminjasafni
skrifað um það efni grein. En ætli
þeim Eyvindi og Höllu hefði ekki
þótt ónæðissamt á fjöllum um
þessar mundir, þar sem hundruð
manna eru á sifelldu randi með
stórar vinnuvélar. Gröfur moka
sandinum upp úr skurðum sem
geta orðið djúpir á borð við átta
hæða hús og grjótflutningabílar
fara um með tugi tonna af stór-
grýti í stíflurnar er geta náð 20
metra hæð. Það eru allt jarðstíflur
og er lagður vatnsheldur dúkur á
þær undir grjótið. Þar sem um
jarðefni af staðnum er að ræða
falla stiflugarðarnir inn í lands-
lagið, sem er æði hrjóstrugt á
þessum slóðum.
Er við vorum þarna á ferðinni
var verið að tengja þriðja og
fjórða áfanga verksins, en sem
fyrr er sagt er áformað að ljúka
fimmta og siðasta áfanga haustið
Unnið er með stórum vinnuvélum að því að gera jarðstífhir, aem geta orðið allt að 20 metra háar. Hér sést yfir verin austan fri til Arnarfells. Eyvindarver sem bér er fremst á
myndinni verður óhult, enda utan við athafnasvæðið.