Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 28.10.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÖBER 1984 37 Grafnir skuröir til að veita vatninu um. Má sjá lengst til vinstri i myndinni hvar skurðurinn dýpkar. Dýpstu skurðirnir verða á við 8 haeða hús. 1986. Jafnframt er verið að vinna við undirbúning að hækkun Þór- isvatnsstíflu, en áformað er að hækkun hennar verið lokið um leið og kvislaveitur eru allar komnar í gagnið haustið 1986. En eftir þessi tvö ár mun yfirborð Þórisvatns hafa hækkað við þess- ar aðgerðir upp í 581 metra hæð yfir sjó. Var upphaflega í 570 metra hæð og nú fór það í sumar i 577 m hæð. Þá verður komin 300- 400 Gigalitra vatnsforði til viðbót- ar í þessa geymslu. En í henni verður um 1730 G1 forði eftir hækkunina og að auki drjúgur forði i hrauninu i kring. Skapar það ekki svo litið öryggi fyrir virkjanirnar. Jafnframt er nú kominn 80 G1 vatnsforðabúr ofan við Sultar- tangastífluna á ármótum Þjórsár og Tungnaár, eftir mikla stíflu- gerð í sumar og fyrrasumar, svo sem kunnugt er. Og var ekki síður fróðlegt að skoða þær miklu fram- kvæmdir norðan við Búrfellsvirkj- un á leiðinni innúr. En lónið þar á eftir að hækka um tvo metra og geyma að jafnaði 120 G1 vatns. Þar er enn einn öryggisþátturinn fyrir virkjanirnar, því Sultar- tangastífla mun halda eftir ísnum í ánni og forða því að hann berist í Búrfellsvirkjun. Jafnframt mun þetta gríðarmikla lón taka við sandrokinu sem jafnan stendur þar niður yfir og hlífa láglendingu við því. Það verður á við bestu ryksugu. Með þessari stiflugerð er rekstur Búrfellsvirkjunar tryggð- ur bæði hvað snertir ís og aur- burðarvandann auk þess sem stífl- an ein sér eykur orkuvinnslugetu núverandi kerfis um allt að 150 Gígavattstundir vegna minnkaðs vatnstaps til ísskolunar við Búr- fell. Víkjum aftur upp í Þórisvatn, sem er að fá mikla búbót úr Kvíslaveitu. Útrennslið úr vatninu er við Vatnsfell, en þar var upp- haflega steypt lokuvirki í skurðin- um úr vatninu og er miðlað rennsli um hann í Krókslón ofan Sigölduvirkjunar. Á þessari tveggja km leið má enn nýta vatn- ið í fallinu og er gert ráð fyrir 100 Mw virkjun á þessu sama vatni áður en það kemur í Sigöldu. Tal- að um að sú virkjun og stækkun Búrfells sé mjög hagkvæm og gæti komið fljótlega í kjölfar Blöndu- virkjunar. Þess má geta i leiðinni að virkjunarmenn hafa þá for- sjálni þótt ekki sé komið að stækkun gömlu stöðvarinnar við Búrfell að þeir eru þegar farnir að láta aukavatn sem þeir hafa þar á sumrin grafa frárennslisskurðinn frá væntanlegu stöðvarhúsi, enda ódýrara en að þurfa að gera það með vinnuvélum síðar. Þykir þetta hin merkasta framkvæmd, enda kostar hún nær ekkert. Sem fyrr er sagt verður vatns- borð Þórisvatns í 581 m hæð yfir sjávarmáli þegar allar kvislarveit- ur eru í það komnar og verður unnt að miðla úr þvi allt niður undir 560 metra yfir sjávarmáli. Þar sem vatnsborð Sigölduvirkj- unar verður i um 496 m hæð verð- ur hægt að nýta fallið til enn einn- ar virkjunar á þessu sama vatni, í svonefndri Vatnsfellsvirkjun. Það er semsagt mikil búbót að framkvæmdum þeim sem í gangi eru þarna á Tungnaársvæðinu. Myndir og texti E.Pá. Virkjunarmenn og náttúruverndarfólk við efstu veiturnar. Glyttir í Arnarfell í súldinni handan árinnar í baksýn. En jöklakulið frá Hofsjökli stendur með strekkingi í bakið í mannskapnum, eins og sjá má. Þúfuversbúðir í marsmánuði. En á hálendinu hafa veríð um 300 manns við vinnu við kvfslaveitur og búið um sig í nokkrum vinnubúðum. F0RUMIFRI FEWUMSTMEÐ FEWAMIÐSfÖÐINNI FARSEÐLAR UM ALLAN HEIM! 0SL0 Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga ST0KKHÓLMUR Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga III L 9.835. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði, akstur frá flugvelli og fararstjóri. Verð í tvíbýli frá kr. GLASG0W 8.935. HELGARFERÐIR: brottför fimmtudaga í tvíbýli frá kr. og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð H'll.'hl'U' 9.370. HELGARFERÐIR: Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 9.370.00 LUXIMB0URG 10.765. Helgar- og vikuferðir. HELGARFERÐ: Flugog gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.765.00. PARIS 14.241. HELGAR- OG VIKUFERÐIR Flogið um Luxembourg til Parísar. HELGARFERÐ: Flu gog gisting m/morgunv. Verð í tvíbýli frá kr. 14.241.00. KAUPM.H0FN 10.334 Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 10.334.00. i l 15.568. Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 15.568.00. 23.909. Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 23.909.00. Alltaf er nú notalegt að skreppa til Kanaríeyja úr skammdeginu á Islandi. - Fjölbreytt úrval gististaða, margskonar ferðamöguleikar. Fáðu upplýsingar hjá okkur um ferðamátann, sem hentar þér. SKIÐAFERÐIR 22.098. — Viku-, 2ja vikna og 3ja vikna ferðir. Beina flugið til Austurríkis byrjar 22. des. — Góðir gististaðir £ Mayrhofen. VprA í fvíhvli m/hnlfn f»*íSi { & viknr frá kr. 22 OQfi OO FERÐA MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 BJAfM OAGUR/AUGL TBKMSTOÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.