Morgunblaðið - 28.10.1984, Side 44

Morgunblaðið - 28.10.1984, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 t Hjartkær eiginkona mín, móðlr okkar, tengdamóöir og amma, FJÓLA N. REIMARSDÓTTIR, Þórufelli 10, Reykjavík, andaölst f Landspítaianum mánudaginn 22. þ.m. Útför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. þ.m. kl. 13.30. Þeim, sem vlldu minnast hennar, er vlnsamlegast bent á Krabba- meinsfólag fslands. Guömundur B. Jónsson, Sverrir K. Bjarnason, Sóley B. Ásgrímsdóttir, Gunnar E. Guómundsson, Toril Johansson, Kristfn J. Guömundsdóttir, Helgi Björnsson, Sigrfóur J. Guðmundsdóttir, Ragnar Sigurösson, Magnús P. Guömundsson, Kristinn K. Guömundsson og barnabörn. + HELGA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Austurbrún 27, sem andaöist 19. þ.m. verður jarösungin frá Áskirkju mánudaginn 29. þ.m. kl. 13.30. Eövarö Friöriksson, Barbara Friöriksson, Guömundur Friöriksson, Guörún Jónsdóttir, Þorvaldur Friöriksson, Joan Friöriksson, Elsa Friöriksdóttir, Óskar Jóhannsson, Ólafur Friöriksson, Maria Viborg, Jónas Frióriksson, Valgeróur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, SIGUROUR ÞORSTEINSSON, bifreióastjóri, Bergþórugötu 27, veröur jarósunginn frá Frfkirkjunni í Reykjavfk 30. október kl. 15.00. Ágústa Vigfúsdóttir, i Bjarni Þorvaldsson, Þorsteinn Sigurðsson, Kolbrún Hóöinsdóttir, Kristfn 8iguróardóttir, Aðalsteinn Sigurjónsson, Vigfús Sigurösson, Linda Siguröardóttir, Agúst 8igurósson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mfns, fööur okkar, tengdafööur og afa. GUNNARSJÓSEFSSONAR, byggingarmeistara, Hörpugötu 13b. Ólöf Magnúsdóttir, Krtstinn Gunnarsson, Margrét Gunnarsdóttir, Jón M. Gunnarsson, Bryndfs Gunnarsdóttir, Gunnlaug K. Gunnarsdóttir, EHn H. Gunnarsdóttir, Sigrföur K. Arnadóttir, og barnabörn. Svava Ágústsdóttir, Þorlákur Baxter, Elfn Þ. Magnúsdóttir, Reynir Guómundsson, Páll Arason, Árni Pálsson, Skjöldur Stefánsson Þökkum Innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför KATRÍNAR VALDIMARSDÓTTUR. Krtstbjörg Halldórsdóttir, Valdimar R. Halldórsson, Hulda Matthfasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, ÓLAFS SIGURDSSONAR, Framnesvegí 15. Guörún Jónsdótti., Jón ólafsson, Elfn Markan, Viktorfa Ólafsdóttir, Guómundur Ármannsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Guöni Ottósson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir veitta samúö og hluttekningu viö andlát og útför sonar mfns, SIGURÐAR H. SIGURJÓNSSONAR, Lundarbrekku 6, Kópavogi, er lést 1. september sl. Marfa Þ. Pátursdóttir, Bólstaóarhlfó 40. Minning: Aníta Friðriks- dóttir frá Aðalvík Fædd 22. ágúst 1915 Dáin 17. október 1984 Hún fæddist á Látrum í Aðal- vík, dóttir hjónanna Þórunnar Þorbergsdóttur og Friðriks Finn- bogasonar. Þau voru bæði uppalin í Efri-Miðvík í Aðalvík, en bjuggu á Látrum frá 1911 til 1942 að þau fluttu fyrst til Akureyrar, en eftir skamma dvöl þar til Keflavíkur, þar sem þau áttu heima til ævi- loka. Ung að árum fer Aníta til systur sinnar, Aðalheiðar, sem þá var farin að búa á Akureyri og dvelst með henni um tveggja ára skeið. Til Aðalvíkur kemur hún aftur 1937. Það er þá sem ég man hana fyrst, þá barn að aldri. Aníta móð- ursystur mín var hjá foreldrum mínum þetta sumar og man ég vel hvað létt hún var, kát í allri fram- komu og hafði góð áhrif á okkur systkinin. Það mun einmitt hafa verið þetta sumar, sem hún skrapp í kaupstað til ísafjarðar, en er hún kom til baka gaf hún mér og eldri bróður minum vasa- hnífa. Ég man enn þann dag í dag hvað mér þótti vænt um þessa gjöf, en ekki leið langur tími þar til ég týndi hnífnum og mikið fannst mér sárt að finna hann ekki. Ita eins og hún var kölluð meðal ættingja og vina var með móður minni fram á árið 1938. Það ár kynnist hún eftirlifandi manni sínum, Finnboga Jósefssyni frá Atlastöðum í Fljótavík, syni Mar- grétar Guðnadóttur og Jósefs Hermannssonar, sem lengi byggðu hálfa jörðina á móti Júliusi Geirmundssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Þau íta og Finnbogi byrjuðu búskap að Atlastöðum á móti föður Finnboga, sem þá var búinn að missa konu sína fyrir all- mörgum árum, en bjó með ráðs- konu, Magdalenu Brynjólfsdóttur frá Sléttu. Á Atlastöðum bjuggu þau til ársins 1946 að þau yfirgefa heimasveit sína og flytjast til Hnífsdals, þar sem þau hafa átt heima síðan. Það var vorið 1940 að ég kom fyrst til sumardvalar hjá þeim hjónum og var hjá þeim næstu fjögur sumur. Mér líkaði vistin vel og hefur ávallt síðan verið mikill vinskapur milli mín og þeirra. Einnig var ég hjá þeim einn vetur í Hnífsdal eftir að ég var kominn yfir fermingu og átti heima á Látrum. Á öllum mínum ferðu til Aðalvíkur, eftir að ég fluttist til Reykjavíkur, hef ég ávallt gist á heimili þeirra og verið eins og einn af fjölskyldunni. Fyrir allt það sem þessi heiðurshjón hafa fyrir mig gert á lífsleiðinni færi ég þeim hjartans þakkir er ég kveð frænku mína að sinni. Ég vil geta þess hér, að faðir Finnboga og ráðskona hans voru i mörg ár, eftir að þau fluttust til Hnífsdals, í skjóli Itu og Finn- boga. Þau áttu heima í sama húsi og þar lést Jósef í hárri elli. Éftir lát hans flutti Magdalena til barna sinna á Akranesi. Ita lést á heimili minu aðfara- nótt 17. október sl. en til Reykja- víkur kom hún til að leita sér lækninga og einnig til að vera við jarðarför bróður Finnboga, Gunn- ars. Finnbogi kom hingað til Reykjavíkur þriðjudaginn 16. þ.m. til að vera við útför bróður síns og komu þau hjónin til mín um miðj- an dag, kát og hress að vanda. Þau gengu til hvílu á eðlilegum tima um kvöldið, en skömmu fyrir kl. 04.00 var Ita látin. Þetta var þvi sviplegt fráfall fyrir Finnboga vin minn, að missa konuna er hann var að koma til að fylgja kærum bróður siðasta spölinn. Þeim ítu og Finnboga varð tveggja barna auðið; Guðjón Finndal fæddist 1938 og Finney Aníta fæddist 1944. Guðjón Finndal dvelur í Hnífsdal á heim- ili foreldra sinna, ógiftur. Finney Aníta er tvígift, fyrri maður henn- ar var Jóhannes Lárusson sjómað- ur frá Hnífsdal. Hann fórst með mótorbátnum Svaninum árið 1966. Þeirra börn eru: Daniela, dvelur á ísafirði, Finnbogi Rútur, sem upp- alinn er hjá ömmu sinni og afa i Hnifsdal og Jóhanna, sem dvelur í Hnífsdal. Síðari maður Finneyjar Anítu er Ólafur Theodórsson verkfræðingur og eiga þau fjögur börn. Áður en íta giftist Finnboga eignaðist hún son, Geir Garðars- son. Hann var alinn upp hjá fóst- urforeldrum á Akureyri og er bú- settur þar enn. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Finnbogi minn, þér og afkom- endum ykkar votta ég mína dýpstu samúð. Friðrik Hermannsson Miðvikudaginn 17. október sl. lést systir okkar, Aníta, á heimili Friðriks Hermannssonar, Ljós- heimum 2, Reykjavík. Þetta kom okkur mjög á óvart því mánudag- inn á undan vorum við 5 systkini + Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og tang- ömmu, FREYJU JÓNSDÓTTUR frá Siglufiröi. Jón Svoinsson, Anna J. Ingólfsdóttir, Guómundur Sveinsson, Elisabet Kristinsdóttir, Ragnar Sveinsson, Erla Þóröardóttir, Hólmfriöur Guörún Sveínsdóttir, Sveinn Sveinsson, Björg Friöriksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, bróöur og afa, HARALDARJÓNASSONAR gjaldksra, Ljósheimum 6, Reykjavik, er lést þann 10. september sl. Sérstakar þakkir færum viö stjórn og starfsfólki Sölusambands ísl. fiskframleiöenda. Dóra Ottesen Jósafatsdóttir, Erla Haraldsdóttir, Siguröur Einarsson, Jóna Haraldsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Sígríöur Jónasdóttir, Magnús Jónasson og barnabörn. saman komin ásamt fleiri ættingj- um á heimili Sigurlaugar systur okkar og Hermanns, eiginmanns hennar, en Aníta var stödd hér syðra. Eins og venjulega var glatt á hjalla enda margt sem þarf að rifja upp í stórum systkinahópi þá sjaldan systkinin hittast. Áníta var kát og glöð eins og aðrir og gat enginn látið sér detta í hug aö frétta andlát hennar 2 dögum seinna. Aníta var fædd 22. ágúst 1915 á Látrum í Aðalvík. Foreldr- ar hennar voru Þórunn Maria Þorbergsdóttir og Friðrik Finn- bogason. Hjá þeim ólst hún upp. Hún var nálægt að vera í miðjum hópi 17 systkina, en 14 þeirra komust til fullorðinsára. Árið 1934 fór hún til Akureyrar með systur okkar, Aðalheiði, sem þá var bú- sett þar. Dvaldi hún þar til 1937 að hún kom aftur vestur og hafði þá eignast soninn Geir Garðarsson, sem ólst upp á Akureyri. Hún hóf búskap með unnusta sínum Finn- boga Jósefssyni á Atlastöðum í Fljótavík á hans föðurleifð. Guð- jón Finndal, sonur þeirra, fæddist 1938 en Finney dóttir þeirra 1944 og það ár gengu þau í hjónaband. Til Hnífsdals fluttu þau 1946 og hafa búið þar síðan og var það um sama leyti og Sléttuhreppur var að fara í eyði. Guðjón er ókvæntur og barnlaus en Finney er tvígift. Með fyrri manni sínum, Jóhannesi Lárussyni, átti hún þrjú börn, Danfellu Jónu, Finnboga og Jó- hönnu. Jóhannes drukknaði 1966 og kom þá í hlut Anítu og Finn- boga að ala upp son þeirra, Finn- boga. Síðan giftist Finney ólafi Theodórssyni verkfræðingi og á hún með honum 4 dætur. Aníta og Finnbogi hafa búið í Hnífsdal síð- an og hefur verið mjög náið sam- band milli allra i fjölskyldunni og miðpunkturinn var Bakkavegur 8, heimili þeirra hjóna. Ita systir átti við vanheilsu að stríða frá bernsku sem ágerðist eftir því sem leið á ævina. En vegna þess hvað hún var vinnu- söm, glaðlynd og góður félagi gerðum við systkinin okkur enga grein fyrir því á þessum árum að nokkuð amaði að henni. Það var ekki fyrr en hún varð að fara á Kristneshæli, þar sem húr. dvaldi á annað ár, að okkur varð ljóst að Ita systir vann oft meira en hún hafði krafta til og var giaðari en geta leyfði. Þessvegna varð það okkur mikið gleðiefni þegar hún kynntist lifsförunaut sínum. Finnboga Jósefssyni, sem er ann- álað hraustmenni og auk þess glaðlyndur mannkostamaður. Það var oft glatt á hjalla á Ystabæ þegar Finnbogi kom í heimsókn og þau voru í tilhugalifinu þvi þá var ekki leiðin löng milli Atlastaða og Látra og þó það tæki venjulegt fólk 3—4 tima að ganga þessa leið þá höfðum við fyrir satt að met Finnboga væri 1 'h tími og vorum við mjög hreykin af. Finnbogi og Aníta voru það heppin að hitta, hvort fyrir sig í maka sínum, það sem stóð hjarta þeirra næst, enda var sambúð þeirra með slíkum ágætum að allir glöddust í návist þeirra enda komu þau sér vel bæði í Sléttuhreppi og ekki siður í Hnífsdal, þar sem þau bjuggu lengst. Nú, þegar við horfum á eft- ir systur okkar yfir landamærin dettur okkur í hug það sem aldrei

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.