Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
46
Minning:
Steinþór Sœmundsson
gullsmíðameistari
Að kvöldi dags þann 19. október
síðastliðinn lést á gjörgæsludeild
Borgarspítalans Steinþór Sæ-
mundsson, tæpra 62 ára að aldri.
Alla sem þekktu hann setur
hljóða, öllum sem kynntust hon-
um þótti vænt um hann.
Hinsta lega hans varð stutt og
mjög óvænt. Hann veiktist hastar-
lega á ferðalagi erlendis, en neytti
síðusta krafta sinna til heimferð-
arinnar og var allur sléttri viku
eftir heimkomuna.
< Steinþór var af vestfirsku bergi
brotinn, fæddur á Isafirði þann 28.
nóvember 1922, sonur hjónanna
Rikeyjar Eiríksdóttur, fæddri á
Gullhúsá á Snæfjallaströnd, og
Sæmundar Guðmundssonar frá
Byrgisvík í Veiðileysufirði á
Ströndum. Ríkey og Sæmundur
bjuggu víða, en lengst af á Siglu-
firði. Þeim varð 9 barna auðið auk
2ja fósturbarna og var Steinþór
þriðji í röðinni.
Á þessum árum var afkoma
fólks bágborin og stopul, en helst
treyst á sjófang og daglaunavinnu.
Heimili þau, sem enga áttu kúna,
voru verr sett en hin, hvað uppeldi
ungbarna leið. Og að auki bættist
við heilsuleysi heimilisföðurins,
en faðir Steinþórs fékk spönsku
veikina og átti árum saman í þeim
veikindum.
Á Isafirði höfðu foreldrar Stein-
Fædd 12. jnlí 1893
Dáin 16. október 1984
Háöldruð kona hverfur af sviði.
Lengi hafði hún beðið þeirrar
líknar að mega kveðja þetta líf,
alltof mörg voru þau ár, er bundu
þessa áður sterku og lifsglöðu
konu við rúmið, og óminnishegr-
inn átti með henni fylgd síðustu
árin. Langþráð hvíld er fengin
þeim, sem slfkt hefur þurft að
þola. Og þó var brosið hennar hið
sama síðast og ævinlega áður,
augu hennar tjáðu enn sem fyrr
einkennin frá fyrri árum, mildi og
merlandi hlýju. Kvödd skal hún
hinztu kveðju 1 hljóðri þökk fyrir
allt það sem hún var mér og mín-
um, þökk sem aldrei var endur-
goldin sem skyldi.
Unglingur kom ég i hennar hús
og naut þar þess atlætis þrjá vet-
ur, sem væri ég sonur hennar.
Þakklæti mitt er ekki síður því
bundið að hafa fengið að njóta
samvista við þessa skemmtilegu,
dugmiklu og mikilhæfu konu. Hún
vann úti erfiðan vinnudag, kom
heim að loknu fullu dagsverki, þar
sem sagt var að hún ynni á við tvo,
en þreytumerki bar hún engin og
handatiltektir við heimilisstörfin
báru allra sizt vitni þess að þar
færi þreytt erfiðis kona. Henni
vannst líka hvert verk frábærlega
vel, verklagni og röskleiki hjálp-
uðust að og gerðu henni erfiðustu
störf sem léttan leik. Atorkan og
ljómandi Iffskrafturinn héldust í
hendur við skarpa eðlisgreind og
hæfileika góðs hugvits. Hún var
heil og sönn i hverri athöfn,
hreinskilin, geðrik, en fyrst og síð-
ast góð kona, hjálpsemin og fórn-
arlundin áttu þar góðan fulltrúa.
Hún lá hvergi á skoðunum sínum,
lítilmagnans hlut vildi hún rétta,
róttækar skoðanir hennar voru í
ætt við rika og sanna réttlætis-
kennd.
Ég gæti mært frænku mína
elskulega lengi enn, en það hefði
ekki verið að hennar skapi. Henn-
ar góðu verk og vel unnu voru
henni ætíð sem ljúf og kærkomin
skylda og aldrei þótti henni sem
hún hefði erjað nóg. Mér koma í
hug á kveðjustund einkennin þrjú:
eljan einstaka, ljómandi lífsgleðin
og kærleikans kraftur. Þetta allt
þórs kynnst Jónínu Elíasdóttur
frá Nesi i Grunnavík, en þar
bjuKKu foreldrar hennar, systur
og bræður. Þau systkin voru þá
uppkomin fólk að mestu. Þessi
heiðurshjón i Nesi hétu Engilráð
Jónsdóttir og Elías Halldórsson.
Sumarið eftir fæðingu Steinþórs
bauðst Jónína til að taka sveininn
unga með sér heim að Nesi til
stuttrar dvalar. Dvölin varð hins
vegar lengri en til stóð, eða um 13
ár.
Ævilangt var hann þakklátur
fyrir árin sin í Nesi, enda óx gagn-
kvæm virðing og elska milli hans
og fólksins frá Nesi, sem aldrei
bar skugga á síðan. Þar vaknaði
náttúrubarnið i honum og áhugi
hans fyrir sínu fagra landi, úti-
veru og veiðiskap hverskonar, sem
alla tíð var svo ríkur þáttur í fari
hans.
I Nesi dvaldi hann til ferming-
ar, en flutti þá til foreldra sinna á
Siglufirði og settist í gagnfræða-
skólann. Síðan liðu unglingsárin á
uppgangsárum Siglufjarðar, þar
sem síldin flaut um plön og torg
og gleðin rikti. Allir hrifust með,
bæði ungir og gamlir, fólk reif upp
peninga á þeirra tíma mæli-
kvarða. Mikið var unnið, en litið
sofið. í þessu ævintýri miðju hóf
Steinþór sig upp úr straumnum og
byrjaði gullsmíðanám hjá Aðal-
átti hún Ásta frænka mín í ríkum
mæli.
Ásta Veronika var fædd 12. júli
1893 á Sléttu í Reyðarfirði. For-
eldrar hennar voru hjónin Sig-
gerður Eyjólfsdóttir, reyðfirzkrar
ættar, og Björn Jónsson bóndi þar
og bókbindari, ættaður af Vest-
fjörðum, sonur séra Jóns Eyjólfs-
sonar, síðast prests i Dýrafirði. Að
Ástu stóð í ættir báðar kjarna- og
mannkostafólk hið mesta. Systk-
inin voru 6, er upp komust, og eru
nú eftir á lífi yngstu systkinin tvö;
Margrét Guðrún, sem býr á Grett-
isgötu 45a í Reykjavík, og Jóhann,
fyrrum bóndi og kennari á Selja-
teigi í Reyðarfirði. Þær systur
voru samrýndar svo af bar og
kærleikur mikill milli þeirra, enda
bjuggu þær lengst ævinnar sam-
an. Afallið þunga dundi yfir fjöl-
skylduna árið 1900, þegar heimil-
isfaðirinn Björn andaðist úr
lungnabólgu. Siggerður stóð þá ein
uppi með sinn stóra, en mannv-
ænlega barnahóp og stóðst raun
sína með stakri prýði. Svo sagði
mér Pétur heitinn frændi hennar,
að hún hefði verið gull af manni
og það voru stór orð af hans vör-
um. Ásta fór í fóstur til móður-
bróður síns, Kristjáns Eyjólfsson-
ar á Holtastaðaeyri við Reyðar-
fjörð, og þar var hún fram að
fermingu. Hún fór svo að vinna
fyrir sér sjálf, vann m.a. í fisk-
vinnu á Eskifirði.
Hamhleypa var hún til vinnu og
rómuð afköst hennar öll. Veturna
1912—1914 var hún í Hvítár-
bakkaskóla og þær systur báðar,
Margrét og hún. Það var í mikið
ráðist á þeim árum, en áhuginn
var mikill og ástundunin sérstök.
Þarna nutu hinar góðu námsgáfur
Ástu sín mætavel oggjarnan hefði
hún viljað læra meira, en til þess
voru efni engin.
Ásta var svo hjá Sigríði systur
sinni á Sellátrum nokkur ár, hún
bjó í Reykjavík um tíma og á
Seljateigi í Reyðarfirði bjó hún
ásamt systkinum sínum 1926—29.
Hún var á vertíðum m.a. á Höfn
við fiskvinnu og það mun einmitt
hafa verið á vertíð þar, sem hún
kynntist Eiríki Eiríkssyni frá
Eskifirði og 1929 gengu þau í
hjónaband og settust að á Eski-
birni Péturssyni, gullsmið á Siglu-
firði. Það hefur þurft mikla af-
neitun og sjálfsaga að setjast á
rýr kjör nemans, þegar vel borguð
ákvæðisvinnan bauðst allt um
kring. Á meðan á námi Steinþórs
stóð fluttist Aðalbjörn búferlum
til Reykjavíkur og Steinþór með
og lauk námi 27. nóvember 1945 og
hlaut meistaratign 4. desember
1948. Næstu árin starfaði Steinþór
að iðn sinni, en stofnar ásamt fé-
laga sínum Jóhannesi Leifssyni,
gullsmíðameistara, fyrirtækið
Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes
árið 1952, sem þeir ráku af mynd-
arskap í tæp 20 ár. Á þessum ár-
um höfðu þeir félagar kennt son-
um sínum iðn sína, sem aftur
leiddi til þess að meira olnboga-
rýmis varð þörf. Þeir brugðu því á
það ráð að skipta fyrirtækinu og
stofnaði Steinþór þá ásamt sonum
sínum og fjölskyldu fyrirtækið
Gull og Silfur hf., sem hann veitti
forstöðu til dauðadags. Rómuð er
og viðurkennd þjónusta sú og
fyrirgreiðsla, sem þetta fyrirtæki
veitir viðskiptamönnum sínum.
En til algjörrar undantekningar
og eftirbreytni ætla ég þó, að sé
hin innilega og fullkomna sam-
staða, virðing og samvinna fjöl-
skyldunnar um fyrirtæki sitt og
hafa þar ófáir notið góðs af. Þar
fara saman einn hugur og ein
hönd.
Steinþór var vel íþróttum búinn
og var í hópi þeirra sveina, sem
sýndu íþróttir á Lýðveldishátíð-
inni 1944. Að ytra útliti var hann
meðalmaður á hæð, frísklegur og
spengilegur og samsvaraði sér vel,
bláeygður, ljóshærður með mikið
firði. Eiríkur maður Ástu var ein-
stakt prúðmenni, ljúfasti og ein-
lægasti maður, er ég hefi kynnzt,
og jafnframt prýðilega greindur
og afar vel verki farinn. Þau hjón
eignuðust einn son, Björn Grétar,
sérkennara, sem býr hér í borg
ásamt konu sinni norskri, Björgu
Aasen, og þrem börnum. Með þeim
mæðginum var afar kært og sam-
heldnin í fjölskyldunni eða fjöl-
skyldunum var einstök. Þar bar
aldrei skugga á.
Til Reykjavíkur flytja þau svo
1939, eiga heima á Klapparstíg um
tíma, en um áratuga skeið stóð
heimili þeirra á Grettisgötu 45a.
Því góða heimili fékk ég að kynn-
ast mæta vel fyrr og síðar og þar
var sannarlega fagurt og gott
heimilislíf. Þar voru allir samtaka
um að gera sitt til að heimilið
mætti vera griðastaður gestum
sem gangandi og viðmótshlýjan
fór ekki framhjá neinum.
Eiríkur lézt árið 1973 og fljót-
lega eftir það fór heilsu Astu að
hraka. Síðustu æviárin dvaldist
hún á Vífilsstöðum og lézt þar 16.
þ.m.
Á hinztu kveðjustund sendir allt
mitt fólk, bróðir hennar og mág-
kona þó helzt og fremst, heitar
þakkir fyrir allt sem hún var
okkur ævinlega. Ásta var mikil
trúkona og henni var ljóssins land
ofar tíma og rúmi sannur raun-
veruleiki. Þangað fylgja henni
góðar fyrirbænir og þökkin hja-
rtahlý.
Blessuð sé minning Ástu Veron-
iku Björnsdóttur.
Helgi Seljan
þykkt og liðað hár. Svipmikill og
mikil festa í svipnum. Skapmaður,
en þó mildur og blíður og mikil
birta i brosi hans. Sannur höfðingi
i sjón og raun. Hann var góðum og
margþættum gáfum gæddur,
djúphygginn, gæddur skáldlegu og
jafnvel spámannlegu innsæi líkt
og hann á stundum sæi fyrir
óorðna hluti, enda varð svo um
andlát hans. Hann átti hárfint
skopskyn og þegar við bættist ein-
stök frásagnargáfa og frásagn-
argleði var ekki að sökum að
spyrja, þegar Steinþór sagði frá
hlustuðu hinir. Hann var ljóðelsk-
ur og bókhneigður og kunni
ógrynni kvæða og hafði mikið dá-
læti á kvæðum Einars Benedikts-
sonar skálds.
Steinþór átti trúmennsku við
sjálfan sig, fjölskyldu, vini, land
sitt og þjóð og öðlaðist þannig frið
og hamingju í hjarta. Trúlega
veldur ys og þys hins mikla hraða
í nútímaþjóðfélagi þvi, að of fáir
átta sig á speki gamla rímna-
skáldsins, sem kvað: „Hamingjan
býr í hjarta manns." Hamingju-
samastan sá ég hann hin seinni ár
á bökkum laxveiðiár sinnar, Laxár
á Skógarströnd. Þar var hann
konungur í ríki sínu, óþreytandi
að bjóða og veita vinum og vanda-
lausum af slíkri rausn að við var
brugðið. Enda lét honum betur að
gefa en þiggja. Hann var bráð-
slyngur veiðimaður og fær og
beitti veiðitækjum sínum af ein-
stakri leikni og reisn. Þeir eru
ófáir gestir Steinþórs á Borgum
sem þar hafa fengið sinn Maríulax
við mikla og falslausa gleði gest-
gjafans. Fyrir rúmum mánuði,
kvöddum við hjónin hann upp við
fossinn, eftir unaðslega daga í
boði þeirra hjónanna. Hann stóð á
klettinum sínum í skini morgun-
sólarinnar og sveiflaði flugustöng-
inni af alkunnri leikni. Ógleyman-
legur. Þetta er okkur dýrmæt
minning nú.
Gæfuríkasti dagur í lífi Stein-
þórs rann upp þann 11. ágúst 1945
er hann gekk að eiga brúði sína
Sólborgu S. Sigurðardóttur frá
Hjalteyri við Eyjafjörð. Þau voru
einkar samhent. Elskulegri, fórn-
fúsari og yndislegri eiginkonu,
sem stóð með manni sínum í blíðu
og stríðu til hinstu stundar, getur
enginn maður óskað sér. Hann
átti því láni að fagna að búa við
einstaka heimilishamingju og gott
barnalán, en þeim hjónum fædd-
ust fjögur börn, sem snemma voru
þroskaleg, heilsuhraust og einstök
gleði foreldra sinna, en þau eru:
Álfheiður, sálfræðingur, fædd 13.
janúar 1946, Sigurður Gunnar,
gullsmíðameistari, fæddur 25.
mars 1947, giftur Kristjönu J.
Ólafsdóttur, Magnús, gullsmíða-
meistari, fæddur 30. júlí 1949,
giftur Gloriu Steinþórsson, Stein-
þór, tölvufræðingur, fæddur 7.
nóvember 1951, giftur Helgu Sig-
urðardóttur, og barnabörnin eru
orðin 9 talsins. Steinþór tel ég
hafa verið börnum sínum einstak-
ur faðir og barnabörnunum afi.
Eigi verður svo við minningu
Steinþórs skilið, að honum séu
ekki færðar sérstakar þakkir fyrir
hver máttarstólpi og hjálparhella
hann var foreldrum sínum, systk-
inum og fjölskyldum þeirra. Það
mun seint gleymast.
Ásta V. Björns-
dóttir - Minning
Ég ætla að enda þessi fátæklegu
kveðjuorð mín til míns kæra mágs
með því að þakka honum fyrir
samfylgdina, leiðsögnina og vin-
áttuna og fyrir það hvað hann
auðgaði líf mitt alla tíð um leið og
við hjónin og börnin okkar flytj-
um fjölskyldu hans allri innilegar
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Ágúst Karlsson
Það var hress og kátur hópur,
sem í apríl 1962 tók sér ferð á
hendur vestur að Borgum á Skóg-
arströnd. Ferðafélagarnir voru:
Steinþór Sæmundsson, Jóhannes
Leifsson, Guðjón Hannesson og
undirritaður. Tilgangur fararinn-
ar var að skoða jörðina með kaup í
huga. Er skemmst frá að segja, að
við félagar festum kaup á Borgum
þarna um vorið og höfum þar fyrir
vestan átt margar af okkar mestu
unaðsstundum. Lengst af því tutt-
ugu og tveggja ára tímabili, sem
við höfum átt Borgi hefur Stein-
þór Sæmundsson, sem hér er
kvaddur hinstu kveðju, verið
formaður sameignarfélagsins um
Borgir. Þótti honum innilega vænt
um staðinn og vildi gera honum
allt til blessunar. Strax eftir kaup-
in hófumst við handa um að setja
laxaklak i Laxá, sem Borgir eiga
að hálfu og hefir það borið veru-
legan árangur.
Steinþór var laxveiðimaður af
lifi og sál og naut þess ríkulega að
vera úti í náttúrunni. Þegar fór að
vora var eins og kæmi í hann strok
og hann tók stefnuna vestur og
haði þá stundum yfir síðustu vísu
Steins Steinars Ur Hlíðar-Jóns-
rímum:
„Sama er mér hvað sagt er hér á
[Suðurnesjum.
Svört þótt gleymskan söng minn hirði,
senn er vor í Breiðafirði".
Atvik frá ferð, sem ég fór vestur
með Steinþóri, er mér einkar
minnisstætt. Við vorum staddir
niður við Laxárós og sáum svani
synda oddasund út voginn. Þetta
var á vorkvöldi, þegar moldin ylm-
aði og blandaðist fersku og hress-
andi sjávarloftinu. Breiðafjarðar-
eyjar voru til að sjá eins og gullnir
demantar í kvöldsólinni og ffn-
gerðar Maríutjásur hátt á himni,
en sumstaðar gullský. Við vorum
gagnteknir af fegurð himins og
jarðar og Steinþór sagði: „Nú er
himnaríki á jörð.“
En Steinþór var læs á fleiri
bækur en bók náttúrunnar. Fag-
urbókmenntir, heimspeki og ljóð
voru eftirlætis lestrarefni hans.
Allra mest fannst mér hann hrff-
ast af fögrum Ijóðum. Þegar hann
las fyrir okkur félagana slík ljóð
var eins og sjáöldrin stækkuðu og
röddin fékk dýpri og fegurri blæ
en endranær. Það var hrein unun
að heyra hann lesa.
Þegar við félagar fórum fyrstu
ferðina vestur að Borgum og
ákváðum járðarkaupin dreymdi
okkur stóra drauma og margt ætl-
uðum við að framkvæma. Ekki
hefir það allt tekist, en margt hef-
ir áunnist. Við höfum byggt gott
veiðihús, rafmagnið er komið,
laxagengd aukist og vatnsmiðlun í
ánni hefir verið komið á. Eftir er
að koma upp æðarvarpi og gera
voginn að klak- og eldisstöð. En
hvað býður síns tíma. Forysta um
framkvæmdir á Borgum getum við
Borgabændur fyrst og fremst
þakkað Steinþóri.
Sjálfur þakka ég nú að leiðar-
lokum vini mínum Steinþóri fyrir
samfylgdina og allar ánægju-
stundir bæði á Borgum og hinu
fagra risnu- og myndarheimili
hans, og húsfreyju hans, frú Sól-
borgar Sigurðardóttur. Við Lúlú
vottum þér kæra Sólborg og fjöl-
skyldu innilega samúð.
Baröi Friöriksson.
Um líkt leyti og sumar býst til
farar, náttúran ummyndast úr
heitum litum yfir f svala, síðustu
rauðgullnu lauf trjánna berast
með úrsvölum útsynningi á haf út
og hafa lokið vegferð sinni —