Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
47
Guðrún Þórðar-
dóttir - Minning
hverfur Steinþór Sæmundsson
gullsmíðameistari brott af leik-
sviði lífsins fyrir aldur fram.
Ungur kynntist ég Steinþóri
vestur á Seltjarnarnesi, fjögurra
ára eða svo þegar hann flutti á
Nesið með fjölskyldu sína. Börnin
þeirra Boggu urðu brátt bestu vin-
ir mínir og leikfélagar þar um
slóðir. Brimsorfið, grýtt og mýr-
sælt Nesið, blómgróið og litrænt,
var kjörinn leikvangur börnum að
vori lífsins. Við krakkarnir gerð-
um út leiðangra um Nesið vítt og
breitt sem landkönnuðum er títt,
lentum í klassískum hrakningum,
en stóðum vitaskuld uppi sem sig-
urvegarar við heimkomu. Ég var
nánast sem einn af fjölskyldunni
og kynntist því snemma mann-
kostum Steinþórs og dugnaði.
Hann var einstakur heimilisfaðir,
elskaður og virtur af konu sinni og
börnum.
Steinþór Sæmundsson fæddist á
ísafirði 28. nóvember 1922, þriðja
barn hjónanna Ríkeyjar Eiríks-
dóttur og Sæmundar Guðmunds-
sonar, en þau hjón áttu alls níu
börn og var því þröngt í búi á
stundum, en með áræði, seiglu og
skynsemi komu þau ár sinni vel
fyrir borð og öll komust börnin til
nokkurs þroska. Sex mánaða gam-
all fór Steinþór um stundarsakir í
heimsókn til hjónanna Engilráðar
Jónsdóttur og Elíasar Halldórs-
sonar að Nesi í Grunnavík, og svo
aftur þegar hann var eins árs. Svo
vel undi sveinninn hag sínum hjá
þeim sæmdarhjónum á Ströndum
og börnum þeirra, að teygðist úr
dvölinni og var hann hjá þeim allt
til 14 ára aldurs. Þeirra ára
minntist Steinþór ævinlega með
hlýhug. Óefað hafa árin á Strönd-
um vestur, hrikafagrar andstæður
náttúrufars og veðra, mótað og
stælt skaphöfn og viljafestu
sveinsins unga og mótað alla hans
framtíðargerð. Þar fæddist nátt-
úrudýrkandinn og íslendingurinn
Steinþór Sæmundsson.
Ég var ekki búin að vera mörg
ár í kristinni manna tölu, þegar ég
var svo heppin að ráðast í vist til
Helgu og Friðriks. Þá var varla
um aðra vinnu að ræða fyrir
stúlkur en vistir og kaupavinna á
sumrin. Það var áreiðanlega mjög
góður skóli, væru konurnar eitt-
hvaö líkar þeim, sem ég kynntist:
stórgáfaðar, geðprúðar með af-
brigðum og vildu öllu lifandi gott
gera.
Fákunnandi var ég og fannst öll
vinna herfilega leiðinleg, nema
helst heyvinna í góðu veðri. Mér
fannst allt skemmtilegt, sem lífið
hefur að bjóða, búið, þegar skyldu-
námi lauk, aðeins myrkur og leið-
indi framundan. Liklega hefur
mátt segja um mig, að ég væri
hyskin, því að oft gleymdi ég mér
og sat í þungum þönkum þegar ég
átti að vinna, ég var þá ekki komin
upp á lag með „að slá tvær flugur
í einu höggi“, að láta hugann leika
lausum hala, þó að ég væri að
vinna.
Ekki var ég búin að vera lengi
hjá Helgu, þegar ég tók eftir því,
hve hún söng fallega við börnin.
Bara að ég gæti, að einhverju
leyti, tileinkað mér þessa list, en
ég var heldur vonlítil, Helga kunni
svo mikið og söng alltaf annað og
annað, varla gæti ég lært bæði lag
og ljóð, þó að ég heyrði þetta ein-
hvern tíma aftur.
Svo, þegar hún byrjaði líka að
syngja erlend kvæði, þá leit ég nú
heldur en ekki upp úr gólfþvottin-
um. Ég braut heilann vel og lengi.
Að lokum herti ég mig upp og
sagði: „Helga, viltu kenna mér
það, sem þú varst að syngja 1
gær?“
Helga: „Hvað var það?“
Ég hélt að það hefði byrjað
eitthvað á þessa leið: „Du, som har
sorg í sinde“.
Helga tók það skýrt fram, að við
yrðum að ljúka við verkin fyrst, og
svo sæjum við til.
Árið 1941 hóf Steinþór nám í
gullsmíði hjá Aðalbirni Péturs-
syni gullsmíðameistara á Siglu-
firði og lauk sveinsprófi í grein-
inni. Hann fluttist ásamt iðn-
meistara sínum suður til Reykja-
víkur árið 1943 og bjó og starfaði
þar upp frá því. Á þessum árum
stundaði hann íþróttir af miklu
kappi, fimleika og hnefaleika, með
góðum árangri, var enda ætíð
djarfhuga keppnismaður.
Hann kvæntist árið 1945 Sól-
borgu Sigurðardóttur frá Hjalt-
eyri við Eyjafjörð, dóttur hjón-
anna Jakobínu G.C. Friðriksdótt-
ur og Sigurðar G. Jónssonar. Börn
Steinþórs og Sólborgar eru: Álf-
heiður, sálfræðingur, var gift
Birni Arnórssyni hagfræðingi.
Börn þeirra: Arnór og Andri; Sig-
urður, gullsmíðameistari, kvæntur
Kristjönu Ólafsdóttur snyrtisér-
fræðingi. Börn þeirra: Sólborg,
Berglind og Steinunn Þóra; Magn-
ús, gullsmíðameistari, kvæntur
Gloríu Steinþórsson hjúkrunar-
fræðingi. Sonur þeirra: Magnús;
Steinþór, tölvufræðingur, kvæntur
Helgu Sigurðardóttur. Börn
þeirra: Kolbeinn, JökuII og Arn-
hildur.
Árið 1952 stofnaði Steinþór
ásamt Jóhannesi Leifssyni
gullsmið fyrirtækið Gullsmiðir
Steinþór og Jóhannes, sem starf-
rækt var allt til ársins 1972, að
hann stofnaði fyrirtækið Gull &
Silfur hf., ásamt konu sinni og
sonum, Sigurði og Magnúsi, og
starfaði þar æ síðan. Sem gull-
smiður var Steinþór frábær hand-
verksmaður og skóp margan kjör-
gripinn i eðalmálma um dagana.
Ég hef starfað við fyrirtækið
Gull & Silfur um árabil og var þvi
samstarfsmaður Steinþórs lengst
af. Það var mjög ánægjulegt sam-
starf, maðurinn hafsjór fróðleiks
og sögumaður einstakur, húmor-
isti upp á það besta. Munnmæla-
sögur, klassík, ljóð og ieikrit —
bókmenntir i sinni bestu geymd,
Hún lofaði ekki upp i ermina
sína, en kenndi mér mörg lög og
Ijóð, sem ég hef alltaf kunnað síð-
an, og oft raulað mér til ánægju.
Með þessu kenndi Helga mér líka
að keppast við vinnuna — að drífa
verkin af, — jafnvel það var til-
vinnandi svo að við gætum farið
að syngja.
Hún kenndi mér lika mörg hús-
ráð og ýmislegt verklegt.
Nú fannst mér ekki lengur ein-
tómt myrkur framundan, þó að ég
þyrfti að vinna. Söngvarnir fylltu
huga minn birtu og ævintýrum.
Ekki minnkaði aðdáun mín á
Helgu, þegar ég komst að því, að
hún gat sjálf búið til ljóð við lög,
sem hún kunni, og hvað hún þurfti
litinn tíma til þess. En þegar ég
lét í Ijós hrifningu mína, hló hún
og sagði, að þetta væri bara bull,
og bað mig að hafa ekki orð á því
við neinn. Það þótti mér leitt, því
að ljóðin voru bæði falleg og gam-
ansöm, mig Iangaði að lofa sem
flestum að heyra þau, en ekki tjó-
aði að óhlýðnast húsmóðurinni.
Helga var sonardóttir hins
skáldmælta og fræga kirkjusmiðs
Halldórs Bjarnasonar. Hún hefur
ekki verið látin ganga með skarð-
an hlut frá borði, þegar ættararf-
inum var úthlutað, hvorki til sálar
né líkama.
Helga kynntist manni sínum við
nám og félagsstörf á Hvitárbakka-
skóla. Þau höfðu verið örfá ár í
hjónabandi, þegar þau fluttu í
Borgarnes úr Álftaneshreppi. Þar
höfðu þau verið við kennslustörf
um tíma. Friðrik var hugsjóna-
maður og var hamhleypa að
hverju sem hann gekk. Þrátt fyrir
langan vinnutíma við verslunar-
störfin var hann alls staðar með,
þar sem eitthvað var á döfinni,
sem horfði til framfara og menn-
ingarauka. Fljótlega varð hann
driffjöður í málfundastarfi Ung-
mennafélagsins, æfði kórsöng og
kom fyrstur manna á laggirnar
allt lék honum Iistavel á tungu.
Hann hafði óvenjulegt minni á rit-
aðan texta og gat þulið upp heilu
blaðsíðurnar orðrétt úr uppá-
haldsverkum sínum klassískum.
Slíkt afbragðsminni, jafnt á sögn í
munnmælum sem og ritaðan
texta, samfara leikandi frásagn-
argáfu, eykur manni trú á trausta
munnlega geymd íslendingasagna
frá atburðum til skrásetningar.
Mér er ekki grunlaust um, að
Steinþór hefði kosið sér langskóla-
nám í bókmenntum og listum, ef
efni og ástæður hefðu leyft á sín-
um tíma. Til þess hafði hann alla
burði til að verða góður vísinda-
maður á þeim sviðum.
Steinþór Sæmundsson var alla
tíð mikill náttúruunnandi, gastro-
nom á íslenska landið, fegurð þess
og hreinleika. Hann unni óspillt-
um íslenskum heiðum, dansandi
bergvatnsám og söng mófugla
undir heiðbláum hásumarhimni.
Þó að hann færi um viða erlendis
og hefði gaman af að kynna sér
menningu og háttu annarra þjóða,
þykist ég þess fullviss, að hvergi
hafi hann notið sín betur en á
bökkum bergvatnsárinnar sinnar
vestur á Skógarströnd. Við Laxá
átti hann heima.
„Vatnið hreina, vatnið heima,
vatn, sem lagst er hjá og þambað,
- þetta vatn mér veldur þrá ...“
(N.Grieg)
Og nú hefur hann lagt í sína
hinstu för til fjarlægra stranda,
en „ ... þar bíða vinir í varpa, sem
von er á gesti
Nú er skarð fyrir skildi að Álf-
hólsvegi 54. Steinþór og Sólborg
voru einstaklega samrýnd hjón, og
hefur hún því mikils misst við
fráfall manns síns. Ég bið henni
og börnum þeirra hjóna og öðrum
vandamönnum allrar huggunar.
eþ
kvöldskóla fyrir unglinga o.s.frv.
Blessuð sé minning þessara
ágætis hjóna.
Guðrún Brynjúlfsdóttir
Á morgun, mánudag, fer fram
frá Áskirkju í Reykjavík útför
Helgu G. Ólafsdóttur frá Borgar-
nesi.
Helga var fædd á Ölvaldsstöð-
um í Borgarfirði þ. 3. maí 1890,
dóttir hjónanna Olafs Halldórs-
sonar og Jórunnar Helgadóttur og
var ein 6 systkina. Nú er aðeins
eitt þeirra á lífi, Hjörtur, búsettur
í Keflavík. Ung missti Helga föður
sinn og ólst upp með móður sinni i
Borgarfirði og á Akranesi. Sem
unglingur var hún í Kalmans-
tungu og hélst mikil vinátta á
milli hennar og heimilisfólks þar
alla tíð.
Leiðir Helgu og Friðriks Þor-
valdssonar lágu saman á Hvítár-
bakkaskólanum þar sem þau
lærðu og störfuðu siðan, hann sem
kennari en hún hjálpaði húsmóð-
urinni í veikindum hennar.
Þau Friðrik giftust þ. 22. des-
ember 1917, en hann andaðist i
janúar á síðasta ári eftir 65 ára
hjónaband.
Þau eignuðust 6 börn sem öll
eru á lifi en þau eru Edvard
mjólkurfræðingur í Abbotsford í
Kanada, giftur Barböru Friðriks-
son; Guðmundur, yfirverkfræðing-
ur á Keflavikurflugvelli, giftur
Guðrúnu Jónsdóttur; Þorvaldur,
verslunareigandi i E1 Paso í Tex-
as, giftur Joan Friðriksson; Elsa,
Kveðja frá vinkonum
Það er erfitt að koma orðum að
þeim harmi sem hefur gagntekið
okkur þegar mjög náin vinkona
frá barnæsku kveður þennan
heim, langt fyrir aldur fram.
Sú sem kveður okkur er Guðrún
Þórðardóttir, sem lést í Landspít-
alanum þann 26. september síð-
astliðinn, eftir stranga sjúkdóms-
legu.
Guðrún Þórðardóttir fæddist 21.
júní 1930, dóttir hjónanna Krist-
ínar Helgadóttur og Þórðar
Ólafssonar, sem þá bjuggu að
Odda í Ögurhreppi og var Guðrún
næstelst fjögurra systkina. Fjöl-
skyldan fluttist til Jsafjarðar árið
1944, en þá um haustið hóf Guðrún
nám við Gagnfræðaskólann á Jsa-
firði og mynduðust þar þau vin-
áttutengsl á milli okkar, sem síðan
hafa haldist. Skólaárin f Gagn-
fræðaskólanum voru með ein-
dæmum skemmtileg, hópurinn
samstilltur og glaðvær og margs
að minnast frá þeim tíma. Haustið
1947 hóf Guðrún nám í Kennara-
skóla íslands og lauk þaðan prófi
1950. Upp frá því var kennsla
hennar aðalstarf.
Guðrún giftist árið 1950 Guð-
bjarti Gunnarssyni, bekkjarbróð-
ur sínum úr Kennaraskóla Js-
lands, og eignuðust þau tvö börn,
Steinþór sem er fæddur 1952,
íþróttafræðingur menntaður í
Kanada og Rósu sem er fædd 1954,
kennari að mennt, gift og tveggja
barna móðir. Fyrstu hjúskaparár
Guðrúnar og Guðbjartar voru þau
við nám í Skotlandi og kennslu úti
á landi. Guðbjartur og Guðrún
slitu samvistir.
húsmóðir í Reykjavík, gift Óskari
Jóhannssyni, Ólafur, sjónvarps-
virki í Abbotsford í Kanada, giftur
Maríu Hálfdánardóttur Víborg;
Jónas, yfirverkfræðingur á Adak-
eyju í Alaska, giftur Valgerði
Gunnarsdóttur.
Heimili Helgu og Friðriks stóð
lengst í Borgamesi, þar sem hann
var „Frumherji eða styrktarmað-
ur flestra framfaramála kaup-
túnsins meðan hann var þar“ svo
vitnað sé beint í Borgfirskar
æviskrár.
Þótt vettvangur Helgu hafi
fyrst og fremst verið innan veggja
heimilisins studdi hún mann sinn
heils hugar í hans margvíslegu
áhugamálum. Heimilið var
mannmargt og gestagangur mik-
ill, því þar var gott að koma.
Þótt Helga og Friðrik væru að
mörgu leyti ólík, áttu þau mjög vel
saman og báru mikla virðingu
hvort fyrir öðru.
I þau rúm 30 ár, sem ég hef haft
kynni af þeim vissi ég aldrei til að
styggðaryrði færi á milli þeirra.
Helga var einstaklega hlýleg og
geðprúð kona. Ekki held ég að hún
hafi nokkru sinni látið vanhugsað
orð frá sér fara eða illt tal um
nokkra manneskju.
Síðastliðin níu ár átti hún við
mikil veikindi að stríða og hjúkr-
aði Friðrik henni á meðan heilsa
hans og kraftar leyföu. Einnig
nutu þau aðstoðar dótturinnar og
heimahjúkrunar. Eftir að Friðrik
féll frá var hún i Hátúni 10B og
sjúkradeild Hrafnistu, þar sem
hún lést þ. 19. þ.m. Fyrir hönd
systkinanna og annarra ættingja
vil ég færa starfsfólki heima-
hjúkrunar, starfsfólki Hátúni 10B
og sjúkradeildar Hrafnistu inni-
legustu þakkir fyrir mikla alúð og
nærgætni í störfum sínum fyrir
Helgu.
Þótt hún fylgdist vel með öllu
fram á síðustu daga kvartaði hún
aldrei undan hinni löngu bið og
starfsfólkið hafði oft orð á því, hve
hún væri róleg og geðgóð. Nú er
löngu dagsverki lokið og langþráð
hvíld og endurfundir við ástvin
orðin að veruleika. Ég þakka
Helgu fyrir löng og góð kynni og
óska henni alls hins besta í nýjum
heimkynnum.
Óskar Jóhannsson
Það þurfti mikla útsjónarsemi
fyrir einstæða móður með tvö ung
börn að láta enda ná saman, en
með þrautseigju og dugnaði eign-
aðist Guðrún íbúð og stækkaði við
sig eftir því sem efnin leyfðu og
bjó hún sér fagurt og hlýlegt
heimili. Guðrún fór mðrg sumur í
kaupavinnu og var hún alltaf með
yngra barnið með sér, en eldra
barninu kom hún fyrir á góðu
sveitaheimili.
Guðrún var heilsteypt og sterk-
ur persónuleiki. Hún var með af-
brigðum heilsuhraust að undan-
teknum þeim sjúkdómi sem að
lokum dró hana til dauða. Strax
sem barn var hún áberandi sam-
viskusöm og vandvirk að öllu því
sem hún gekk. Reglusemi og
skipulag var henni f blóð borið.
Hún var glaðvær og létt i skapi og
gekk af lífi og sál fram 1 því sem
hún tók sér fyrir hendur.
Guðrún átti langan kennsluferil
að baki, meðal annars kenndi hún
nokkur ár við Kársnesskóla í
Kópavogi og yfir tuttugu ár við
Hlíðaskóla, eða þar til hún veikt-
ist síðastliðinn vetur. Guðrún
lagði mikla alúð við starf sitt sem
kennari og gladdist yfir velgengni
nemenda sinna.
Snemma kom i ljós að Guðrún
hafði mikla ánægju af ferðalögum.
Á skólaárum okkar á ísafirði var
ekki algengt að fólk ferðaðist um
helgar eða í sumarleyfi, eins og
gert er nú til dags. Oft höfum við
rifjað upp ferðalag sem við fórum
þrjár vinkonur, þá 15 ára gamlar,
með áætlunarbíl frá ísafirði að
Gemlufalli i Dýrafirði og þaðan
með smábáti yfir til Þingeyrar.
Þaðan var lagt á brattann með
tjald og bakpoka upp i Brekkudal
þar sem við tjölduðum og dvöldum
yfir verslunarmannahelgi. Ferðin
var fyrst og fremst farin til að
skoða landið og njóta útiverunnar.
Áhugi Guðrúnar á ferðalögum átti
eftir að koma enn betur i ljós með
árunum, en hún ferðaðist mjög
mikið, sérstaklega innanlands og
var hún í mörg ár fararstjóri á
vegum Ferðafélags Jslands. Guð-
rún var skýr og greinargóð í lýs-
ingum sínum á landinu, enda tal-
aði hún fallegt og kjarngott ís-
lenskt mál.
Haustið 1952 hittumst við
nokkrar skólasystur úr Gagn-
fræðaskólanum á ísafirði, sem þá
voru búsettar i Reykjavfk, og
ákváðum að stofna saumaklúbb.
Guðrún Þórðardóttir var ein af
þessum skólasystrum. Allt síðan
þá höfum við hist að staðaldri á
vetrum heima hjá hver annarri.
Sem dæmi um reglusemi Guðrún-
ar má geta þess að hún hélt skrá
yfir alia saumaklúbba sem við
héldum í meira en þrjátiu ár.
Fyrir sex árum gekkst Guðrún
undir aögerð við alvarlegu meini
og leit út fyrir að komist hefði
verið fyrir það. 1 febrúar síðast-
liðnum gekkst hún undir aðra að-
gerð sem virtist bera árangur, en
er líða tók á sumarið fór smám
saman að draga úr lifsþrótti henn-
ar. Aldrei heyrðist æðruorð frá
Guðrúnu og sýndi hún mikinn
styrk i veikindum sinum, sem og
endranær.
Við vottum nánustu ættingjum
hennar innilega samúð.
Helga G. Ólafs-
dóttir - Minning