Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 Læknastofa Hef opnaö læknastofu í Domus Medica. Tímapantanir virka daga kl. 9—18 í síma 14433. GuAmundur M. Jóhannesson læknir. Sérgrein: Blóósjúkdómar. Við bjóðum fyrirtækjum sérhæfða ráðningarþjónustu: Leit að hæfum starfskrafti í ákveðið starf þar sem farið er með umsóknir í algjörum trúnaði. Almenna ráðningarþjónustu fyrir hvers konar störf. Við bjóðum einstaklingum: Aðstoð við að finna sérhæfð störf við þeirra hæfi. Séiþjónusta fyrir fólk í ábyrgðarstöðum, sem ekki geta svarað atvinnuauglýsingum starfs síns vegna. Algjörum trúnaði heitið. Almenna aðstoð við atvinnuleit. Aðstoð við þá, sem vilja komast inn á vinnumarkað- inn eftir einhverja fjarveru. Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum á landsbyggðinni: Hvers konar fyrirgreiðslu á nánast öllum sviðum. Innheimtur, undirbúning funda, aðstoð við erindis- rekstur á sviði hins opinbera og stofnanir hvers konar. Leitið upplýsinga um þjónustu okkar á skrifstofunni. Gijðni Tónsson RÁÐCJÖF & RÁÐN l NCARÞJÓN U STA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 70 ára - Björgvin Frederiksen vél- smíðameistari 70 ára 22. september Einhverjir mætustu og mild- ustu stjórnmálaforingjar vorra tíma hafa komið úr röðum danskra iðnaðarmanna. Svipað hefir gerzt meðal Svía og Norð- manna. Þeir hafa haft mannrétt- indi, mannhelgi og mannúð i há- vegum. Þessir sómakæru frændur vorir hafa verið lagnir og liprir við stjórnvölinn eins og i eigin hand- verki. Einn fyrstur þeirra til að komast í forsætisráðherrastól i Danmörku var vindlavafnings- maðurinn Thorvald Stauning. Hann sá ég síðskeggjaðan og góð- legan, eins og sarnbland af is- lenzkum hreppstjóra og danskri öltunnu, um borð i vitaskipinu Argusi norður á Akureyri sumarið 1936. Mikilhæfir eftirmenn hans í forsæti hafa sumir verið prentar- ar að iðn. Setjarastarfið gat oft verið mjög menntandi. Yfirleitt náði valdið og velgengnin ekki að spilla þeim né hégóminn og prjálið að brjóta þá niður. Þessar gömlu kempur höfðu kynnzt fátækt og órétti án þess að láta slíkt minnka sig eða valda lífstíðar beiskju. Snobbaðir Svíar hafa naumast komizt yfir það ennþá, að sænski forsætisráðherrann Peer Albin Hansson skyldi gefa upp öndina í strætisvagni í stað Volvó fyrir einum fjörutíu árum. Iðnaðar- framleiðsla þessara norðlægu landa til útflutnings á sér fáa líka í víðri veröld. Hún er hvarvetna í hæsta gæðaflokki. Stórþjóðirnar og risaveldin gætu numið margt fagurt og nytsamlegt af þessum merkilegu og margþróuðu nor- rænu dvergríkjum. Vinur minn Björgvin Frederik- sen, sem er sjötugur í dag, 22. september, er bæði mikill og góður iðnmeistari og er meira að segja danskur í aðra ætt. Hann hefir aldrei komizt í ráðherrastól, kannski af því, að hann kærði sig aldrei um að deyja í „strætó”. Aft- ur á móti sat Björgvin um hríð í borgarstjórn og í borgarráði, en frami hans var mestur í eigin smiðju og í félagslegum farar- broddi stéttar sinnar. Öll þau virðingar- og ábyrgðarstörf, sem hlóðust á breitt bak þessa vaska og dugmikla iðnaðarmanns kann ég ekki upp að telja. Engu að síður lærði ég að meta hæfni Björgvins sem iðnlistamanns fyrir mörgum árum. Þá heillaðist ég af mögu- leikum rennismíðinnar með kopar, sem Björgvin hefir leikið sér að sem hjástundagamni, eins og að smiða fundarhamra, fánastengur, kertastjaka, öskubakka og ýmsa skemmtilega muni, sem hann hef- ir gefið í allar áttir. Enda er mað- urinn gæddur listamanns-skap- lyndi, temperamenti funa og frosts, en sá andstæði temperatúr eða hitastig hafa einmitt verið undirstaða málmframleiðslu hans um dagana; það er smíði heita- vatnskatla og frysti- og kælivéla. Ishúsvélarnar setti hann upp um allt land á árum fyrr og var upp- haf auðlegðar þessarar þjóðar og velgengni. Þannig kom Björgvin með nýja tímann og tæknina með sér í farangrinum inn á flesta út- gerðarbæi og fiskiþorp landsins. Þegar iðnaðurinn skipar öndvegið með þessari þjóð kemst fyrst ró og festa á fjármálin. Til lengdar verður ekki hægt að byggja heill og hamingju einnar þjóðar á duttlungum fiskanna í sjónum. Ef Björgvin skrifaði ævisögu GOTT TILBOÐ VandaAir kuldaskór úr vatnsvörAu leAri. StærAir: 36—41. Litur. Natur. Kr. 1.698,00. Tilboösverslunin, Barónsstíg 19, sími 23566. American express. sína, eins og ég hefi oftlega hvatt hann til, myndi öll iðnaðarsaga þjóðarinnar á þessari öld endur- speglast í þeirri minningabók. Hann er bæði næmur og stálminn- ugur og gæddur ríku skopskyni í frásögn, svo að hann myndi verða lesinn. Svo hefir þessi hálfdanski Reykjavíkurstrákur numið „yl- hýra málið” á frystivélaferðalög- um sínum um landið á árum fyrr. Hann á afar létt með að tjá sig bæði á mæltu og rituðu máli. Það er oft erfitt að ákvarða hvar iðngrein endar og listin tekur við. Stórskáldið Egjll Skallagrímsson á Borg var ekki einn skáldbræðra sinna um að vera jafnvígur á tré og járn. Bólu-Hjálmar var líka einstakur útskurðarmeistari, Grímur Thomsen var gullsmiðs- sonur og Hallgrímur Pétursson var járnsmiður góður. Svo mætti lengi telja um skyldleika og sam- runa listar og iðnar. Hin full- komna ferskeytla minnir oft á hagleik og snilld viravirkisins gamla. Sköpunargáfan leitar sér jöfnum höndum útrásar í iðn- greinum sem listgreinum. Dæmin eru svo mörg, að oft reynist ógern- ingur að eygja þar nokkurt bil á milli og óþarfi að tíunda slíkt hér. Merkastur allra niðja úr iðnaðar- mannastétt er vitaskuld trésmiðs- sonurinn frá Nazaret, frelsarinn sjálfur. Nokkru eftir iðnskólapróf hér heima sigldi Björgvin til fram- haldsnáms við vélfræðiskólann danska og vann jafnframt hjá risafyrirtækinu Sabró í Aarhus og kynnti sér einkanlega „fryse- og kole-teknik". Hann varð innlyksa í Danmörku þegar þýzkir nazistar lustu þá friðsömu og „elskværdig" þjóð blóðidrifnum hrammi sínum 1940. Nú eru 25—30 ár síðan við Björgvin kynntumst af tilviljun. Hann kom á málverkasýningu hjá mér í gamla Listamannaskálanum við Kirkjustræti. Þá var gaman að sýna og líf og fjör í skálanum og í kring um hann. Skoðanir til lofs og lasts voru látnar óhikað í ljós. Síðar þorðu fáir að segja álit sitt fyrr en sprenglærðir og hámenn- ingarlegir listsöguvitar höfðu gef- ið tóninn og kveðið upp dóminn. Nú, nú, Björgvin gekk beint að lít- illi vatnslitamynd á sýningunni, sem var af einhverri ósjófærri og ellihrumri skútu án nafns og núm- ers í fjörunni við Elliðaárvog. Hann falaði hana til kaups á stundinni. Þegar ég spurði Björg- vin hverju sætti dálæti hans á þessari lítilfjörlegu myndpöddu, svaraði hann að myndin væri af happafleyinu sínu, sem hann ætti líf sitt að launa. Ásamt fimm eða sex hugrökkum löndum hefðu þeir keypt fleytuna í Danmörku og siglt henni heim upp á lff og dauða um hættum stráða Atlantsála í miðjum hildarleik síðustu heims- styrjaldar, þegar dauðinn beið á bak við hverja öldu. Myndin var sem sé af hinni frægu skútu Frekjunni, sem skrifað hefir verið um heil bók. Oft þarf líka frekju til stofnunar góðra kynna. Þar lét- im mm ís>- zmr---." ...JltM'lIlKÍiHMB ARTILBOÐ OKKAR: 20%afsláttur af blómaáburði. Áður kr: Nú kr: Nóvemberkaktus 240.- 195.- Burknar 260.- 120.- Ástareldur 220.- 175.- Mánagull 260.- 95,- Þyrnikóróna Krists 260.- 95.- Skýjadís 260.- 150,- Heimilisfriður . 130.- 90.- - VIÐ MIKLATORG - H AFN ARSTRÆTI. Góda helgi! i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.