Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 28.10.1984, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984 59 Guðlaugur Ragnar Birgisson - Minning F«ddur 2. ágúst 1964 Dáinn 3. október 1984 Hann Ragnar er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við það, að hann, aðeins tvítugur að aldri, er hrifinn á brott frá unn- ustu sinni, þau sem rétt voru að hefja lífið saman, búin að eignast sina eigin íbúð og allt virtist svo bjart framundan. En allt í einu varð dimmt í hug- um okkar, er fyrir tæpu ári síðan varð ljóst að hann gekk með þann sjúkdóm sem dró hann til dauða, sjúkdóminn sem við svo mörg hræðumst, krabbameinið, en Ragnar virtist aldrei hræddur, hann var alltaf svo bjartsýnn á að hann fengi heilsuna aftur. Hann bar sín veikindi með miklum dugnaði og stillingu svo af bar. Hann huggaði sína nánustu og taldi í þau kjark. „Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.“ (Davíðs- sálmur). Það var stór stund í lífi okkar þegar Ragnar kom í fyrsta skipti með mömmu sinni til okkar suður á Strönd þá tæplega ársgamall. Allt frá þeirri stundu var hann einn af fjölskyldunni. Ragnar ólst upp suður í Vogum á Vatnsleysuströnd hjá móður sinni Margréti Pétursdóttur og fósturföður sínum Herði Rafns- syni. Ragnar átti 3 systkini, Rafn, 18 ára, Valgerði 14 ára og óskar 1 Vi árs. Þeim er nú mikill harmur kveðinn er þau sjá á bak elsku- legum syni og bróður. Fyrir um það bil 4 árum fluttust þau til Vestmannaeyja, þar kynnt- ist Ragnar elskulegri stúlku, Ingu Hönnu Andersen. Fyrir ári síðan fluttu þau í sína eigin íbúð að Foldahrauni 37j. Var heimili þeirra fallegt og notalegt. En í sumar, þann 2. ágúst á tvítugs- afmæli Ragnars, opinbera þau trúlofun sína. Hennar sorg er mik- il er hún nú kveður ástkæran unn- usta eftir stutta samleið. Mikil lífsreynsla hefur það verið fyrir Ingu Hönnu aðeins 19 ára gamla að ganga í gegnum þessi veikindi með Ragnari en hún stóð alltaf við hlið hans, allan tímann þar til yfir lauk. Við biðjum góðan Guð að hugga hana og styrkja um ókomin ár. Ragnar var sjómaður að at- vinnu, hann réri á vélbátnum Gandí, með Gunniaugi Ólafssyni, og reyndist hann og öll skipshöfn- in honum sannir vinir í hans veik- indum. Ragnar var hvers manns hug- ljúfi er honum kynntust, alltaf var hann svo hress og kátur að seint gleymist, alls staðar þar sem hann kom streymdi frá honum góðvild og hlýleiki, bjarta brosið hans sem alltaf var svo fallegt geymum við í hugum okkar um ókomna tíð. Elsku Inga Hanna, Magga, Hörður, Rabbi, Valla og óskar. Sigga og Willum. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við ykkur, einnig sendum við samúðarkveðj- ur til föður Ragnars, Birgis Ottóssonar. Guð huggi ykkur og styrki i ykkar miklu sorg. Kæran frænda og vin kveðjum við með söknuði og þakklæti. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guð blessi minninguna um elskulegan dreng. Bryndís Rafnsdóttir og fjölskylda. Erla Helgadóttir og fjölskylda. Símon Rafnsson og fjölskylda. Hánn er dáinn, frændi minn og vinur. Hann hét Guðlaugur Ragn- ar Birgisson nýorðinn tvítugur að aldri. Því hverfur svona ungt fólk frá okkur. Við því fáum við aldrei svar. Raggi frændi, eins og við kölluðum hann, bjó í Vogunum hjá móður sinni, fósturföður og systk- inum þar til þau fluttu til Vest- mannaeyja. Kynntist Raggi frændi þar unnustu sinni, Ingu Hönnu Andersen frá Vestmanna- eyjum, og byrjuðu þau að búa þar í sinni eigin íbúð. Þau voru alltaf svo hress og kát. Þau opinberuðu á tuttugu ára afmælisdegi Ragnars þann 2. ág- úst 1984. Ekki datt mér í hug að ég sæi Ragga frænda í síðasta sinn á fermingardag systur sinnar. Hann var svo glaður þennan dag og geymi allir, sem honum unnu, hvað hann var alltaf glaður og kátur alveg sama hvað bjátaði á í veikindum hans. Unnustu Ragnars, móður, fóst- urföður, systkinum, tengdafor- eldrum og vinum hans, ennfremur föður hans, Birgi Ottóssyni, sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. „Þetta er ástæðan til þess að við gefumst aldrei upp. Þótt líkamir okkar hrörni smátt og smátt þá vex styrkur okkar í Drottni dag frá degi. Því að erfiðleikar okkar eru smámunir einir sem vara munu stuttan tíma. Þessir skammvinnu erfiðleikar leiða þó ríkulega blessun Guðs yfir líf okkar, blessun sem vara mun til eilifðar.“ (2. Kor. 16—18.) Hrefna Birkisdóttir og fjölskylda. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Verona borðstofuborð úr massífu beyki. Plata fylgir með. Verð kr. 3.750.- Laura stólar úr massífu beyki, • bólstruð seta, ljóst áklœði. \ Verð kr. 1.520.- habitat Laugavegl 13, siml 25808. Opið. . til kl. 21 á fimmtudögum, til kl. 19 á föstudögum, frá kl. 9 - 12 á laugardögum Pú ákveöur hvort, eöa hvenær Bónusreikningur er verötryggöur eöa óverðtryggður. Slíkt skiptir máli. Bónusreikning færöu bara hjá Iðnaðarbankanum. Idnaóartiankinn efbúviK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.