Morgunblaðið - 28.10.1984, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1984
Hvers vegna er Karpov
að bursta Kasparov?
Skák
Margeir Pétursson
Hinn 21 árs gamli skáksnillingur
Gary Kasparov er hærri að stigum
en heimsmeistarinn Anatoly Karpov
á lista Alþjóðaskáksambandsins
FIDE. Kasparov hefur 2715 stig, en
Karpov 2705. Síðustu þrjú árin hefur
Kasparov verið ósigrandi á stórmót-
um og nú síðast ávann hann sér rétt
til að skora á heimsmeistarann með
því að sigra þá Beljavsky, Korchnoi
og Smyslov í einvígjum, alla með
miklum mun. Það áttu því margir
von á að áskorandanum unga tækist
að velta heimsmeistaranum úr sessi
nú í haust og setjast sjálfur í hásæt-
ið.
Raunin hefur hins vegar orðið
allt önnur. Þó þeir Karpov og
Kasparov hafi setið að tafli í sex
vikur, hefur áskorandanum enn
ekki tekist að vinna skák og
heimsmeistarinn hefur fjögurra
vinninga forskot og þarf aðeins að
vinna tvær til viðbótar til að
tryggja sér sigur. Staða Kasp-
arovs er því harla vonlítil, en
hverjar skyldu vera skýringarnar
á þessum óvæntu og hrapallegu
óförum hans?
Karpov er betur
undirbúinn
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Kasparov þegar getið sér gott orð
fyrir frábæra byrjanaþekkingu.
Fram að þessu hefur hann þó haft
fátt nýtt til málanna að leggja í
hinni fræðilegu baráttu, en haidið
sig við gamlar uppáhaldsbyrjanir
sínar. Þetta hefur reynst honum
afar illa, því Karpov hefur greini-
lega rannsakað þær mjög gaum-
gæfilega og iðulega slegið vopnin
úr höndum hans með hárfínum
nýjungum.
Þá er engu líkara en að vel-
gengni undanfarinna ára hafi
stigið Kasparov til höfuðs, því í
upphafi einvígisins einkenndist
taflmennska hans af furðulegri
léttúð. Aðra skákina tefldi hann
t.d. eins og hann sæti á kaffihúsi,
en ekki uppi á sviðinu í höll verka-
lýðsfélaganna í Moskvu. Þá slapp
hann með jafntefli, en í þeirri
þriðju náði Karpov að refsa hon-
um fyrir vafasama byrjun og taka
forystuna. í sjöttu skákinni stóð
Kasparov lengst af betur en gróf
sína eigin gröf er hann hugðist
hagnýta sér tímahrak heims-
meistarans. Gildran sem hann
lagði fyrir heimsmeistarann var í
einu orði sagt barnaleg; að sjálf-
sögðu fann Karpov einu vörnina
og sneri þar með lakari stöðu í
vinning. Islendingur sem fylgdist
með einvíginu í Moskvu segir
Karpov hafa litið á andstæðing
sinn með svip er lýsti bæði undrun
og fyrirlitningu, eftir að hafa upp-
götvað vinningsleikinn.
Sjöundu skákina vann Karpov
síðan sannfærandi og í þeirri ní-
undu opinberaðist algjört lánleysi
Kasparovs. f örlítið lakari, en
jafnteflislegri, biðstöðu kafaði
hann ekki nægilega djúpt og yfir-
sást snilldarleg peðsfórn heims-
meistarans. f báðum þessum tap-
skákum beitti Kasparov Tarr-
asch-vörn. Hún hefur reynst hon-
um vel síðasta árið, en Karpov
hefur jafnframt haft góðan tíma
til að rannsaka hana gaumgæfi-
iega. Það hefur löngum þótt góð
einvígistaktík að leita á ný mið í
byrjunum og e.t.v. hefði Kasparov
betur gefið þessa tvíeggjuðu vörn
upp á bátinn.
Gróusögurnar
blómstra
Það hefur reynst fréttamönnum
erfitt að fá upplýsingar um hagi
keppendanna tveggja á meðan ein-
vígið hefur staðið yfir og það hef-
ur komið ýmsum gróusögum á
kreik. í upphafi átti Kasparov við
lasleika að stríða og varð að fresta
tveimur skákum. Sú saga hefur
birst í bandarísku skákblaði að
hann hafi mætt veikur til leiks í
fjórðu skákinni og hafi kastað upp
við borðið eftir að nokkrum leikj-
um hafði verið leikið, svo að
stöðva varð skákina um hríð.
Þá stendur hinn aldraði og virti
skákskýrandi Lundúnablaðsins
The Times, Harry Golombek, á því
fastar en fótunum að maðkur sé í
mysunni í Moskvu. Hann heldur
því fram að Kasparov hafi verið
þvingaður til að tapa einvíginu og
sönnunin er sú, að hann sé gjör-
samlega óþekkjanlegur frá síðustu
einvígjum og mótum. Campoman-
es, forseti FIDE, hefur borið báð-
ar þessar sögur til baka, og hin
síðarnefnda lætur ótrúlega í eyr-
um fyrir Vesturlandabúa. Hins
vegna er óneitanlega töluverður
aðstöðumunur á milli keppenda
hvað varðar aðstoðarmenn. Karp-
ov hefur nánast allt sovézka
landsliðið sér innan handar, t.d.
þá Polugajevsky, Tal og Balashov,
en Kasparov verður að láta sér
nægja liðsinni lítt þekktra meist-
ara.
Er öll von úti
fyrir áskorandann?
Þegar þetta er ritað hafa verið
tefldar átta skákir í röð án þess að
Karpov hafi tekist að auka forskot
sitt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir. í þeirri sextándu fékk Kasp-
arov síðan langþráð tækifæri, en
sást þá yfir vinningsleiðina. Upp á
síðkastið hefur áskorandinn einn-
ig varist vel og virðist ekki hafa
misst móðinn. Það verður þó auð-
vitað erfiður róður að vinna upp
fjögurra vinninga forskot heims-
meistarans, en sextánda skákin
sýndi Kasparov að Karpov getur
líka gert mistök, þótt hann slyppi
með skrekkinn.
Líkurnar á að áskorandanum
takist að snúa einvíginu sér í vil
verða að teljast innan við 1%, en
ekki má gleyma því að Kasparov
hefur áður sýnt að í honum býr
einstök snilligáfa og þótt Karpov
hafi hingað til teflt af nákvæmni
vélarinnar, hefur hann yfirleitt
orðið gloppóttari þegar líða hefur
tekið á löng einvígi, væntanlega
vegna skorts á úthaldi.
Það verður því ómaksins vert að
fylgjast með næstu skákum, en
látum nú þær sem komnar eru
tala sínu máli:
1. skákin:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart; Gary Kasparov
Síkileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6,
6. g4!?
Keres-árásin, hvassasta svarið
við Scheveningen-afbrigði svarts.
Skákin verður líka óvenjufjörug af
upphafsskák að vera.
6. - h6, 7. h4 - Rc6, 8. Hgl — H5I,
9. gxh5 — Rxh5, 10. Bg5 — Rf6, 11.
Dd2 — Db6, 12. Rb3 — Bd7, 13.
(HÞO - a6, 14. Hg3 — Dc7, 15. Bg2
— Be7.
Endurbót Kasparovs á skákinni
Glek-Sokolov, Sovétr. 1983, sem
tefldist: 15. - Rh7?!, 16. Be3 (16.
Rd5!?) - Re5, 17. Bd4 - Rc4, 18.
De2 - Rf6, 19. f4 - Hxh4, 20.
Rd5! og hvítur hefur frumkvæðið.
16. f4 - (MH), 17. Df2 - Kb8,18. Í5
— Re5, 19. Bh.'l — Rc4, 20. Rd2 —
Rxd2, 21. Hxd2 — Hc8, 22. fxe6 —
Bxe6, 23. Bxe6 — fxe6, 24. Dgl —
Da5, 25. Dd4 — Dc5, 26. Dd3 —
Dc4, 27. De3 — Ka8, 28. a3 — Dc6,
29. e5 — dxe5, 30. Dxe5 — Hhd8,
31. Hgd3 — Hxd3, 32. Hxd3 —
Dhl+,33. Rdl
Eftir langa umhugsun.
33. — Dg2, 34. Hd2 — Dc6, 35. He2
— Bd6, 36. Dc3
Auðvitað ekki 36. Dxe6?? —
He8.
36. — Dd7 og nú þáði Karpov jafn-
teflisboð Kasparovs.
2. skákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
b6, 4. g3 — Bb7, 5. Bg2 — Be7, 6.
0-0 — 0-0, 7. d5!? — exd5, 8. Rh4
Polugajevsky beitti þessari
hvössu peðsfórn gegn Korchnoi
1980 með góðum árangri, en hún
hefur ekki fyllilega staðist tímans
tönn.
8. — c6, 9. cxd5 — Rxd5, 10. Rf5 —
Rc7,11. Rc3 — d5,12. e4 — Bf6,13.
Bf4 — Bc8!
Nýr og öflugur leikur sem Kasp-
arov finnur ekki sannfærandi svar
gegn.
14. g4?! — Rba6,15. Hcl — Bd7,16.
Dd2 — Rc5,17. e5?
í stað þess að taka peðið til baka
leggur Kasparov of mikið á stöð-
una og heimsmeistarinn nær
sterkri gagnsókn.
17. — Be7, 18. Rxe7 — Dxe7, 19.
Bg5 — De6, 20. h3 — Dg6, 21. f4 —
f6!, 22. exf6 — gxf6, 23. Bh4 — f5,
24. b4 — fxg4!, 25. hxg4 — Rd3, 26.
Hf3
Ef 26. Hcdl, þá Dxg4!, 27. Be7 -
Hf7, 28. Bd6 — Bf5. Kasparov
reynir því að grugga vatnið með
skiptamunarfórn.
26. — Rxcl, 27. f5 — Dg7, 28. Dxcl
— Hac8, 29. Dd2 — d4!?, 30. Re2 —
Rd5?!
Það var óþarfi að gefa peðið til
baka. 30. — c5 eða 30. — He4 kom
til greina.
31. Rxd4 — Kh8, 32. g5 — He4, 33.
Bf2 — De5, 34. Hg3 — Hf4, 35. f6
— Be8, 36. b5 — c5, 37. Rc6 —
Dal+,38. Bfl — Hf5.
Nú var tímahrakið í algleymingi
og það bjargar Kasparov:
39. g6!? — Bxg6.
40. Hxg6 - H5xf6?
Karpov hefði haft vinningsstöðu
eftir 40. — Rxf6, því hann hótar
bæði 41. — hxg6 og 41. — Re4.
41. Hxf6 — Dxf6.
Biðleikur svarts.
42. Del! — Hg8+, 43. Kh2 — Df4+,
44. Bg3 — Hxg3, 45. Dxg3 — Dxfl,
46. Db8+ — Kg7, 47. Dg3+ Jafn-
tefli.
Þarna slapp áskorandinn fyrir
horn, en hann lét sér þetta þó ekki
að kenningu verða.
3. skákin:
Hvítt: Anatoly Karpov
SvarL- Gary Kasparov
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 - Rc6, 5. Rb5 — d6,
6. c4 — Rf6, 7. Rlc3 - a6, 8. Ra3 —
Be7, 9. Be2 — 0-0, 10. 04) — b6, 11.
Be3 — Bb7, 12. Db3
12. — Ra5?!, 13. Dxb6 — Rxe4, 14.
Rxe4 — Bxe4,15. Dxd8 — Bxd8, 16.
Hadl!
Nú hugsaði Kasparov sig um í
50 minútur og fórnaði síðan peði.
Rannsóknir hans á þessu afbrigði
hljóta að hafa verið meira en lítið
gloppóttar.
16. — d5?l, 17. f3 — Bf5,18. cxd5 —
exd5, 19. Hxd5 — Be6, 20. Hd6 —
Bxa2, 21. Hxa6 — Hb8, 22. Bc5 —
He8, 23. Bb5 — He6, 24. b4 — Rb7,
25. Bf2 — Be7, 26. Rc2 — Bd5, 27.
Hdl!
Vinningsleikurinn.
27. — Bb3, 28. Hd7! — Hd8, 29.
Hxe6! — Hxd7, 30. Hel — Hc7, 31.
Bb6! og svartur gafst upp.
4. skákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Ilrottningarindversk vörn
I. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
b6, 4. g3 — Ba6, 5. b3 — Bb4+, 6.
Bd2 - Be7, 7. Bg2 — Bb7, 8. Rc3 —
d5, 9. cxd5 — exd5, 10. 0-0 — 0-0,
II. Bf4 — Ra6.
11. — Rbd7 er venjulegri leikur,
en heimsmeistarinn hefur mikið
dálæti á þessari riddarastaðsetn-
ingu þegar hann teflir drottn-
ingarindverska vörn.
12. Dc2 — c5, 13. Hfdl — Dc8, 14.
Be5 — Hd8, 15. Hacl — Re4, 16.
Db2
Kasparov ætlar að gera svörtum
skráveifu á c-línunni, eða eftir
skálínunni al-h8. En Karpov leiðir
í ljós, að það er engin hætta á
ferðum.
16. — De6, 17. Rb5 — Bf8, 18. Bf4
— De8, 19. a4 — Bc6, 20. dxc5 —
bxc5, 21. Re5! — Bxb5, 22. axb5 —
Rb4.
Ekki 22. - Dxb5?, 23. Hxd5! -
Hxd5, 24. Bxe4.
23. Dbl — Rf6, 24. Rc6 — Rxc6,
25. bxc6 — Dxc6, 26. Bg5 — a5, 27.
Bxf6 — Dxf6, 28. Bxd5 — Ha7.
Kasparov hefur teflt vel og náð
betri stöðu, en yfirburðirnir reyn-
ast ekki nægja til vinnings, þar
sem Karpov lætur ekki snúa á sig
í vörninni fremur en venjulega.
29. Hc4 — Db6, 30. Dc2 — Had7,
31. e4 - Kh8, 32. Kg2 — f5, 33. f3
— g6, 34. Hc3 — Dc7, 35. Hcd3 -
fxe4, 36. fxe4 — Bg7, 37. Hcl —
Hc8, 38. Hf3 — De5, 39. Hcfl —
Dd6, 40. De2 — Ha7, 41. De3
Hér fór skákin í bið og Karpov
lék biðleik.
41. — De5, 42. Hlf2 — a4, 43. bxa4
— Hxa4, 44. Hf7 — Hb4. Jafntefli.
5. skákin:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Gary Kasparov
Silikeyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4,4. Rxd4 — Rf6,5. Rc3 — a6,6.
Be2 — e6, 7. 0-0 — Be7, 8. f4 — 0-0,
9. Khl — Dc7, 10. Bf3 — Rc6, 11. a4
— He8, 12. Be3
Nú er komin upp vel þekkt staða
úr Scheveningen-afbrigðinu í Sik-
ileyjarvörn.
12. — Hb8, 13. Hel
Hér hefur áður verið leikið 13.
Del sem leiddi til yfirburðastöðu
fyrir hvít í skákinni Marjanovic-
Tringov, Bar 1980: 13. — Rxd4,14.
Bxd4 - e5,15. Ba7 - Ha8,16. Be3
- exf4,17. Bxf4 - Be6,18. e5!
13. — Bd7, 14. Dd3 - Rxd4, 15.
Bxd4 — e5, 16. Ba7 — Hbc8, 17.
Be3 — Dc4, 18. a5 — h6, 19. h3 —
Bf8, 20. Bd2 — Dd4, 21. Be3 —
Db4. Jafntefli.
6. skákin:
Hvítt Gary Kasparov
SvarL Anatoly Karpov
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, Rf3 — b6,
4. g3 — Ba6, 5. b3 — Bb4+, 6. Bd2
— Be7, 7. Bg2 — 0-0, 8. 0-0 — d5, 9.
Re5 — c6,10. Bc3 — Rfd7,11. Rxd7
— Rxd7, 12. Rd2 — Hc8, 13. e4 —
b5, 14. Hel — dxc4, 15. bxc4 —
Rb6!?
Mjög athyglisverð hugmynd.
Karpov leyfir andstæðingnum að
fá öflugt miðborð en hyggur sjálf-
ur á stórsókn á drottningarvæng.
Framhaldið teflir heimsmeistar-
inn hins vegar ekki nægilega
nákvæmt og með hárfínni tafl-
mennsku nær Kasparov frum-
kvæðinu.
16. cxb5 — cxb5, 17. Hcl — Ba3,18.
Hc2 — Ra4, 19. Bal — Hxc2, 20.
Dxc2 — Da5, 21. Ddl! — Hc8, 22.
Rb3 — Db4, 23. d5! — exd5, 24.
exd5 — Rc3, 25. Dd4 — Dxd4, 26.
Rxd4 — Rxa2, 27. Rc6 — Bc5, 28.
Bh3
Hér kom 28. Be5!? einnig sterk-
lega til greina. Karpov var nú orð-
inn mjög naumur á tíma, en varð-
ist samt vel í mjög erfiðri stöðu.
28. - Ha8, 29. Bd4 — Bxd4, 30.
Rxd4 — Kf8, 31. d6?
Hér var 31. Hal — Rb4, 32. d6!
mun öflugra. Kasparov er að
missa tökin á stöðunni.
31. — Rc3, 32. Rc6 — Bb7, 33. Bg2
— He8, 34. Re5?
34. — f6!
Eini leikurinn í stöðunni, en
samt gríðarlega sterkur.
35. d7 — Hd8, 36. Bxb7 — fxe5, 37.
Bc6 — Ke7?
Miklu sterkara var 37. — e4! og
hvíta staðan er vonlaus. Nú kemst
hvítur út í hróksendatafl þar sem
hann á jafnteflismöguleika, en
heimsmeistarinn teflir lokin af
ómannlegri nákvæmni.
38. Bxb5! — Rxb5, 39. Hxe5+ —
Kxd7, 40. Hxb5 — Kc6, 41. Hh5 —
h6, 42. He5
Hér fór skákin í bið og Karpov
lék biðleik.
42. — Ha8!, 43. Ha5 — Kb6, 44. Ha2
— «5, 45. Kfl — a4, 46. Ke2 — Kc5,
47. Kd2 - «3, 48. Kcl — Kd4,49. f4
— Ke4, 50. Kbl — Hb8+, 51. Kal
— Hb2!, 52. Hxa3 — Hxh2, 53. Kbl
— Hd2!, 54. Ha6 - Kf5, 55. Ha7 -
g5, 56. Ha6
56. - g4!I, 57. Hxh6 - Hg2, 58.
Hh5+ — Ke4, 59. f5 — Hf2, 60. Kcl
— Kf3, 61. Kdl — Kxg3, 62. Kel —
Kg2, 63. Hg5 - g3, 64. Hh5 - Hf4!,
65. Ke2 — He4+, 66. Kd3 — Kf3,
67. Hhl — g2, 68. Hh3+ — Kg4, 69.
Hh8 — Hf4, 70. Ke2 — Hxf5 og
hvítur gafst upp. Hrikalega erfið
skák sem hægt væri að skrifa
heilu doðrantana um.