Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984
bói ms eftir 10 dm
samfelldan
tjónlausan
akstur
Enn bœtir Sjóuá uið, fyrst er
55% bónus eftir 5 ára
samfelldan tjónlausan akstur
og þegar náð er 10 ára
áfanganum hœkkar
bónusinn í 65%.
Peim bónus heldur
bifreiðareigandi áfram, meða
ekið er tjóniaust.
Það munar um minna.
Allar uppfysingargefnarhjáSjóuá í síma82500oghjá umboðsmönnum.
SJÓVÁ TRYGGT ER VELTRYGGT
SUÐURIANDSBRAUT 4 SÍMI 82500
Umboðsmenn um allt land
Góðan daginn!
- ■" , : X
KENNSLUBðKUM \
ÁVANA- OG FÍKNIEFNI
Kennslubók
um ávana-
og í íkniefni
KOMIN er út kennslubók um
ávana- og fíkniefni fyrir skóla og al-
menning eftir Vilhjálm G. Skúlason
prófessor.
Höfundur segir í formál að á sl.
ári hafi bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar kosið nefnd til þess að undirbúa
og gera tillögur og fræðslustarf-
semi fyrir bæjarbúa um ávana- og
fíkniefni. Meðal verkefna nefndar-
innar var að semja kennsluefni, er
hentaði til kennslu i skólum bæj-
arins.
„Var formanni nefndarinnar
(Vilhjálmi G. Skúlasyni) falið það
verkefni," segir í formála. „Til liðs
við hann voru fengnir auk Ellerts
Borgars Þorvaldssonar (sem var
einn nefndarmanna) tveir kennar-
ar og einn leikmaður. Var það gert
til þess að freista þess að semja
námsefni, er hentaði bæði nem-
endum og almenningi. Fyrir val-
inu urðu kennararnir Erna
Björnsdóttir og Einar Guðmunds-
son og Hólmfríður Finnbogadóttir
húsmóðir. Hefur þessi hópur
reynst einstaklega samhentur og
áhugasamur og þess vegna hefur
tekist að vinna námsefnið og gefa
það út til notkunar, þegar skólar
bæjarins hefja starfsemi sína
haustið 1984.
Jón Þór Gíslason myndlistar-
maður hefur myndskreytt bókina
af mikilli smekkvísi."
Kennslubókinni, sem er til-
raunaútgáfa, er skipt í tíu kafla:
Nokkur almenn atriði um lyf,
Flokkun ávana- og fíkniefna
(vimugjafa) og lýsing á eiginleik-
um þeirra, Sterk verkjastillandi
lyf, Róandi lyf, örvandi lyf, Efni,
sem valda ofskynjunum, Kannab-
isefni, Lífræn leysiefni, Etanól
(alkóhól, vínandi) og Tóbak.
Útgefandi er Hafnarfjarðarbær.
Ný stjörn
í Kristi-
legum skóla-
samtökum
ÞANN 29. september síðastliðinn
var haldinn aðalfundur Kristilegra
skólasamtaka (skammstafað KSS).
A fundinum var kosin ný stjórn.
Hana skipa: ólafur Sverrisson
MS, formaður, Kristbjörg Gísla-
dóttir VI, ritari, Magnús R. Guð-
mundsson MR, gjaldkeri, Stein-
unn Ásgeirsdóttir MH, söng-,
bæna- & samfélagsfulltr. og Tóm-
as Torfason VI, spjaldskrár- og
kynningarfulltr.
í KSS eru um 300 manns á skrá,
þar af um helmingur virkur.
KSS-fundir eru vikulega á laug-
ardagskvöldum, kl. 20.30, og eru
allir unglingar 13—20 ára vel-
komnir.