Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 67 AsU von Jaden barónessa f brnðarklcóum 1899. Leiðir hennar og Hans von Jaden baróns í Vínarborg ligu saman i þjóóhitíð að Rauðari við Reykjavík 2. igúst 1897 eins og fram kemur í þættinum „Aðalskonurnar þrjir“. Á þeirri sömu þjóðhitíð var Þorbjörg Sveinsdóttir og dró þar að hún Hvítbliinn, finann sem Ólafía Jóhannsdóttir saumaði eftir fyrirsögn Einars Benediktssonar. Um blihvíta finann er kvæði Einars „Rís þú unga íslands merki". Þættir eru um Þorbjörgu og Ólafíu í bókinni. konur eiga að mótun, uppbyggingu og framgangi íslensks samfélags. Stundum er ég spurð á hverri þeirra ég hafi mest dálæti og þá svara ég eins og um afkvæmi væri að ræða: ÖLLUM. Ég geri ekki upp á milli konunnar sem lærði lög og skýrði fyrir bændum í Breiða- fjarðareyjum um aldamótin 1800; þeirrar sem gerði sitt til þess með sjálfstæðum verslunarrekstri að sjö dótturbörn hennar mættu menntast; þeirrar sem efndi það heit sitt að reisa öðrum spítala ef hún sjálf, i góðum efnum, kæmist yfir veikindi sem hún átti við að stríða; þeirrar sem kom gangandi yfir Hellisheiði í byrjun aldarinn- ar úr þúsund ára kyrrstöðu bændasamfélagsins og gerðist for- ingi í kjarabaráttu kvenna í land- náminu við sjávarsíðuna; þeirrar sem var alltaf söm og jöfn hvort sem hún var kvenna ríkust af ver- aldlegum efnum eða snauðust og mætti svo lengi telja. HEIMILDA VÍÐA LEITAÐ Fanga var víða leitað. í bókum, tímaritum og blöðum, kirkjubók- um og manntölum og öðru því sem er að finna á söfnum. Mér er ofar- lega í huga góð fyrirgreiðsla þeirra sem störfum sinna á Lands- bókasafni og Þjóðskjalasafni, oft við erfiðar aðstæður. Sama gilti þegar leit hófst að myndum á Þjóðminjasafni, í Árbæjarsafni og Ljósmyndasafninu og hjá einka- aðilum, sem margir hafa góðfús- lega léð myndir. Nokkrir góðvina minna eru all- lesnir og fróðir um menn og mál- efni, við þá ræddi ég oft þegar ein- hver kvennanna var að komast á blað. Þannig fékk ég oft ábend- ingar um hvar efni væri að finna. Einnig ræddi ég við aðstandendur þegar þeim var til að dreifa og aðra sem þekktu til viðkomandi kvenna. SKEMMTILEGT STARF Þetta starf hefur verið skemmtilegt og litli starfshópur- inn í Bókrúnu notið gleði sam- starfsins. Leiðir okkar hafa legið inn á heimili í borginni, þar sem gamlir munir geyma minningu genginna kynslóða. Oft var það ævintýri líkast að heyra sögu þeirra. Að lokum, svo ég hafi sama háttinn á og Cató gamli, vil ég grípa þetta tækifæri til enn einu sinni að minna á merkingu mynda. Á nokkra staði kom ég þar sem fólk hafði raðað mannamynd- um og atburða, sem það átti, skipulega og merkt hverja einustu mynd. Vil ég hvetja þá sem eiga það ógert að merkja gamlar myndir, sem þeir kunna að eiga, að vinda bráðan bug að því — áður en þeir eru úr leik sem vita af hverjum myndirnar eru, hvenær þær voru teknar, hvers vegna og af hverjum. Gripið niður í bókina: Skáldkona á síðum Fjölnis Guðný Jónsdóttir (1804—1836) Guðný Jónsdóttir var fyrri kona séra Sveins Níelssonar, þá djákna föður hennar að Gren- jaðarstað, síðar prests að Stað- arstað. Þau bjuggu að Klömbr- um í S-Þingeyjarsýslu. Eftir fárra ára hjúskap slitu þau sam- vistir og mun hún hafa tekið skilnaðinn nærri sér. Andláts hennar er getið í Fjölni árið 1837, var það nýlunda því lítt var því haldið á loft í fjölmiðlum á þeim tíma þótt íslenskar konur færu af þessum heimi. Reikna Fjölnismenn hin sársaukafullu hjúskaparmál hennar og séra Sveins inn í fráfall hennar. Guðný Jónsdóttir skáldkona frá Klömbrum fæddist árið 1804 og lést rúmlega þrítug að aldri. Nafn hennar lifir þó enn í hugskoti margra. Enda þótt ævi hennar væri svo skammvinn mætti líklega með réttu segja að hún væri átakanleg eða að minnsta kosti hefur almanna- rómur, og ef til vill einnig þjóð- sagan, gert hana svo. Guðný var ljóðskáld og hefur skilið eftir sig Ijóðperlur sem gefa sýn á harmi- FJÖLNIR. ÍIUUT IIA\I>\ l!»*I.K\l>Í\<;|T1 G,.öð ... Ilrinjól\i l‘ji'tutkMiii, Jiíium llallgrims-iui. Runrádi Ojúla.ini, Táiiw.i Siímunzsini. |».ið.j4 iir . IMT h tl P« tNK tHOllt. •‘t.'.' i' I'.m J. J». Kti'ti, \i'l>.-|>rriu.r. «( »•••". I b37 lostið hjarta og kramdar tilfinn- ingar. Áf samtlð sinni var hún leidd á skáldabekk þvi líklega er hún eina konan sem ljóð hefur birst eftir í tímaritinu Fjölni og í uppsláttarriti um íslendinga þar sem æviágrip hennar er að finna er hennar getið sem skáld- konu. Þar er þess ennfremur get- ið að kvæði eftir hana séu til í handriti á Landsbókasafni og að þau hafi birst í Fjölni og Norð- urfara. Það var fyrst eitt hundrað og fimmtán árum eftir dauða Guð- nýjar að kvæði hennar voru gef- in út. Hjá forlagi Helgafells í Reykjavík kom út, árið 1951, bók i litlu broti, hundrað og sextán síður, sem nefndist þvi hógværa nafni Guðnýjarkver og að undir- titli „Kvæði Guðnýjar frá Klömbrum”. Þess er getið að Helga Kristjánsdóttir á Þverá hafi búið þau til prentunar. Rit- gerð eftir hana um ævi Guðnýjar er framan við kvæðin tuttugu og átta talsins. Þekktast þeirra er án efa það sem hefst á þessa leið: Endurminningin er svo glögg um allt það, sem f Klömbrum skeði, fyrir það augna fellur dögg og felur stundum alla gleði. Þú getur nærri, gæskan mín, Guðný hugsar um óhöpp sfn. SJÓNVARP SUNNUDAGUR 18. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Einar Eyjólfsson, frlkirkjuprestur I Hafnarfiröi. 16.10 Húsiö á sléttunni Fyrsti þáttur nýrrar syrpu. Bandarlsk- ur framhaldsmyndafiokkur, framhald fyrri þátta um landnemafjölskylduna I HnetulundL Þýöandi Oskar Ingi- marsson. 17.00 Með fiðlu I vesturvegi. Norsk tónlistar- og heimildamynd frá Þjóðlagahátlð á Hjaltlandi. Tom Anderson fiðluleikari segir frá sðgu Hjaltlands og tónlist og tengslum Hjaltlendinga við Norðurlönd. Is- lenskur texti Ellert Sigurbjörnsson. 18.00 Stundin okkar. 18.50 Hlé. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku 20.55 Tökum lagið Fimmti þáttur. Kór Langholtskirkju, ásamt gestum I Gamla blói, syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þessi páttur er tileinkaður haustlögum. Umsjón og kynning: Jón Stefánsson. Sfjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.40 Oýrsta djásnið (The Jewel in the Crown) Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur I fjórtán þáttum, gerður eftir sagnabálkinum .The Raj Quartet" eftir Paul Scott. Leikstjórn: Christopher Morahan og Jim O’Brien. Leikendur: Peggy Ashcroft, Charles Dance, Saeed Jaffrey, Geraldine James, Rachel Kempson, Rosemary Leach, Art Malik, Judy Parfitt, Eric Porter, Sus- an Wooldridge o.fl. Meöan breska heimsveldið var og hét þótti Indland mesta gersemin I rlki þess. Þar gerist sagan á árunum 1942 til 1947 þegar Indland öölaöist sjálfstæöi. A þess- um árum stendur frelsisbaráttan sem hæst meö Gandhi I broddi fylkingar og heimsstyrjöldin hefur vlötæk áhrif. I myndaflokknum er fylgsf með örlögum nokkurra karla og kvenna af bresku og indversku þjóöerni en þau mótast mjög af þessum umbrotatlm- um. Þýöandi Veturliöi Guönason. 23.20 Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 19. nóvember 1fli5 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og er- lendu efni: Tommi og Jenni, Sögurn- ar hennar Siggu, Bósi, Sigga og skessan, framhaldsleikrit eftir Herdlsi Egilsdóttur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Alfhóll (Elverhöj) Myndskreytt ævintýri eftir H.C. And- ersen. Lesari Asger Rehe. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpiö). 21.00 Akstur I myrkri Fræöslumynd frá Umferöarráöi. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. 21.15 I fullu fjöri Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýöandi Ragna Ragnars. 21.45 Alandseyjar Norsk heimildamynd um Alandseyjar I Eystrasalti, sögu þeirra. atvinnu- vegi, menningu (búanna og afstööu þeirra til sambandsins viö Finnland. Þýöandi Þórhallur Guttormsson. (Nordvision — Norska sjónvarpiö) 22.15 íþróttir Umsjónarmaöur Ingólfur Hannesson 22.50 Fréttir I dagskrárlok. Flóttamannastofnun SÞ: Tekur Norðmaður við af Hartling? TILKYNNT hefur verið, að sendi- herra Noregs hjá Sameinuðu þjóð- unum, Tom Vraalsen, verði í fram- boði til embættis framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunarinnar. Það var K&re Willoch forsætis- ráðherra sem stakk upp á Vraals- en á fundi sem hann átti i haust með de Cuellar, aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Nú- verandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunarinnar, Daninn Poul Hartling, lætur af embætti næsta haust eftir átta ára starf. Tom Vraalsen hefur átt skjótum frama að fagna innan utanrfkis- þjónustunnar og hefur nú um eins árs skeið verið sendiherra lands síns hjá Sameinuðu þjóðunum. Nýtur hann þar mikils alþjóðlegs trausts og þykir einkar laginn að leysa úr hvers kyns vandamálum, stórum og smáum, sem koma til úrlausnar hjá stofnuninni. —Það eru ekki til þau mál sem Vraalsen þekkir ekki út og inn eða getur ekki fundið lausn á, þannig að all- ir séu ánægðir, segja fulltrúar annarra þjóða sem þekkja til starfa Vraalsens. Svíþjóð: Ungur Eistlend- ingur biðst hælis StokkbólmL 15. ■évember. AP. TÆPLEGA þrítugur eistlenskur æskulýðsleiðtogi á vegum sovéska kommúnistaflokksins hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Svíþjóð. Hann stökk frá samlöndum sínum nokkrum sem voru á ferða- lagi í Finnlandi. Laumaðist hann þaðan til Svíþjóðar. Eistlendingurinn, sem heitir Hillar Raig, sagði að eina leiðin til að geta flúið land hefði verið að ná frama i flokknum og sigla þar undir fölsku flaggi. Hann sagðist hafa undirbúið flótta sinn i 4 ár og ástæðuna fyrir honum sagði hann vera þá að hann tryði ekki á kommúnisma og það tæki hann sárt að sjá landa sina verða smátt og smátt æ heilaþvegnari af sov- éskum stjórnarháttum. Raig á foreldra í háum metorð- um heima i Eistlandi, faðir hans er landbúnaðarsérfræðingur, móð- ir hans er læknir. Raig er annar embættismaður úr kommúnista- flokki Eistlands sem flýr sfðan i ágúst, en þá flúði til Svíþjóðar Valdo Randpere og eiginkona hans Leila Miller, hann fyrrum aðstoð- armaður ráðherra, hún söngkona. Þau hjónin hafa síðan verið að reyna að fá sovésk yfírvöld til að afhenda þeim ársgamla dóttur sína, en á það hafa Rússar ekki fallist. Stofuskápur á 60 millj. króna lxtndon, 16. aÓTenber. AP. STOFI SKÁPUR, sem Loðvík XVI Frakkakonungur átti eitt sinn, var nýlega seldur á uppboði f Monte Carlo fyrir sem svarar tæplega 60 milljónum króna. Sennilega er þetta hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir húsgagn. Kaupandinn var franskur og vildi ekki láta nafns síns getið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.