Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Sigurför Chrístophers Isherwood Stephen Spender skrifar um rithöfundinn áttrœðan Chris, eins og vinir Isherwoods á Vestur- ströndinni kalla hann, stendur í stofunni miðri og starir á eitthvað eða einhvern sem virðist valda honum undrun (það þarf ekki að vera annað en blettur á veggnum). Hann er næstum snoðklipptur og beinar og skarpar línur höfuðsins valda því að hann minnir á málaða myndastyttu. Hrukkurnar á enninu eru djúpar og þráðbeinar og ganga út á gagn- augun. Tvær skarpar og lóðréttar skorur eru upp frá miðsnesinu og sveigðar línur eru hvor sínu megin við einbeittan munninn. Rétt hjá honum stendur vinur hans, málarinn Don Bachardy, sem hann hefur búið með í rúm þrjátíu ár (fundum þeirra bar fyrst saman árið 1953). Don er næstum þrjátíu árum yngri en Christopher. Hann horfir á Christopher dökkbrúnum augum og tillitið er ekki síður þýð- ingarmikið en augnaráð Christ- ophers sem er með blá augu. Með augunum skilur hann allt sem Christopher vildi sagt hafa, seg- ir Christopher sjálfur og hlær að þvi. Maður hefur á tilfinning- unni að Chris og Don finnist þeir tveir vera eina fólkið í stofunni. Christopher er beðinn um að halda ræðu (þetta á sér stað í íbúð sameiginlegs vinar í New York fyrir tveimur árum) þegar afhjúpaður verður veggskjöldur á húsi við St. Mark’s Place dag- inn eftir. Skjöldurinn er í minn- ingu þess að þarna bjó Auden í íbúð einni um árabil. Christoph- er veifar handleggjunum og minnir á mörgæs. Hann er sam- anrekinn en hefur þó gengið dá- lítið saman á síðustu fimmtíu árum. „Þó það nú væri,“ segir hann, „ég tala bara ekki lengur en svo að ég þurfi ekki að undir- búa mig. Stundum þegar ég þarf að tala opinberlega hef ég ekki hugmynd um hvað ég ætla að segja fyrr en ég opna munninn. Og þegar það kemur getur vel verið að allir gapi af undrun og þá ekki sízt ég sjálfur." Um leið og orðið „gapi“ gengur fram af munni hans rennir hann til aug- unum og rekur upp hláturroku og allir hinir hlæja líka. Þegar við erum á leiðinni út segi ég við Don: „Nú ert þú búinn að hlæja að Christopher í meir en þrjátíu ár.“ Hann hlær og svarar: „Já, og ég get sagt þér að það er ekki hlæjandi að því.“ Þetta var í New York og það er staður sem Christopher er ekki ýkja hrifinn af. Eg geri mér grein fyrir því að hugur hans hvarflar heim í Santa Monica í námunda við Los Angeles þar sem Don og hann eiga heimili. Hvítmálaða húsið þeirra stendur hátt á gilbarminum og þaðan er útsýni yfir húsin og garðana hinum megin þar sem framand- legan trjágróður ber við himin. Svalir eru á húsinu. Gluggarnir eru stórir, stofurnar bjartar og rúmgóðar, og á veggjunum eru myndir eftir Hockney og Keith Vaughan, auk mynda eftir fjölda málara sem þeir eru í vinfengi við í Kaliforníu. í öðrum enda dagstofunnar er pallur og á hon- um borð til að matast við. Hand- an við borðið er spegilveggur. Hér eta þeir og drekka ásamt vinum sínum. Þegar þeir eru ein- ir þá snæða þeir í eldhúsinu. Allt ber þetta að sama brunni og sá er nú heldur en ekki ánægjulegur. Mér — sem er bú- inn að þekkja Christopher í 55 ár — finnst að mikið samræmi hafi verið í því hvernig líf hans og starf hefur þróazt. Þrátt fyrir meðbyr og mótbyr á víxl og kú- vendingar ýmsar. Þegar við vor- um báðir í Berlín upp úr 1930 var hann byrjaður að skrifa söguna þar sem misheppnuð, dásamlega vitgrönn, elskuleg og aðlaðandi ung leikkona að nafni Jean Ross var að ummyndast í huga hans og verða að Sally Bowles. Svo vel tókst til að enn þann dag í dag er Christopher sjálfur ekki fær um að gera greinarmun á hinni raunverulegu Jean og sðguper- sónunni Sally. Sally Bowles fór í gegnum meiri breytingu og birt- ist nú i leikritinu I Am a Camera eftir John van Druten, síðan í kvikmynd, þá í söngleik , og loks í líki gjörólíkrar persónu, Berl- ínar-fiðrildisins sem Liza Min- elli lék í kvikmyndinni Cabaret. Þannig fór Sally Bowles, sem átti ekki málungi matar í Berlín árið 1930, að því að frelsa Christ- opher frá fátæktinni sem veriö hafði fylgikona hans lengst af. En velgengni í fjármálum hefði ekki haft nein áhrif á ham- ingju Christophers hefði ekki komið annað til sem var farið að vega þungt í lífi hans er við vor- um í Berlín. Hann sóttist eftir vini og ástúðlegu kynvillusam- bandi. Þessa gætir að mörgu leyti mjög í öllum skrifum Christophers, allt frá því að hann fer að skrifa sögur sínar frá Berlin og þar til hann lýkur við síðustu setninguna í nýjustu bókinni. Christopher og hans líkar (Christopher and his Kind). Hér ávarpar hann sjálfan sig og rifj- ar upp þegar hann var f leit að hinum fullkomna félaga sem hann gæti afhjúpað sig algjör- lega fyrir árið 1938: „Nú þegar er hann búsettur í borginni sem þú munt setjast að í. En það væri til einskis ef þú hittir hann núna. Hann er ekki orðinn nema fjög- urra ára.“ Leitinni, sem svo oft komst nærri því að verða honum um megn, lauk þegar hann hitti Don Bachardy og stofnaði til sam- bands við hann. Þessi atburður varð hinn afdrifaríkasti í lífi beggja. Eflaust er ein megin- ástæða þess hve sambandið er traust að þeir hafa hvor sína köllun og gegna ólíkum störfum. Bachardy er mikils metinn „portrett“-málari og vinnustofa hans við hliðina á húsi þeirra er öllum lokuð, meira að segja Christopher. Bachardy málar stórar mynd- ir af Christopher og þær minna mig á grímur. Þær eru á sinn hátt enn einn tengiliðurinn milli þess Isherwoods sem býr í per- sónu hans, Otto Nowak, Sally Bowles, Landauer, Norris — og þess Chris sem nú blasir við. f ('hristopher og hans líkar varpar Isherwood ljósi á þau tengsl sem eru milli raunveru- legs fólks og sögupersónanna í Berlínar-sögunum. Augljósasta dæmið um þetta er Isherwood sjálfur, sögumaðurinn. Christo- pher lýsir því yfir að þessi sjálfsmynd sé ekki sannferðug þar sem sögumaðurinn viður- kenni ekki kynvillu sína og að hann hafi farið til Berlínar til að eltast við stráka. En þetta kem- ur fáum lesendum á óvart. Sá hluti bókarinnar sem mestan áhuga vekur er samanburður Isherwoods á sögupersónunum og þvi raunverulega fólki sem var efniviður hans. Grima skáld- skaparins er þrifin af og mann- eskjan á bak við hana afhjúpuð, — „sannleikurinn“ um hana sagður. En vitaskuld veit Christopher mætavel að sú „raunverulega manneskja“ sem hann er nú að lýsa er ekki annað en ný grima úr hugarheimi hans sjálfs, gríman sem er næst undir yfirborði skáldskapargrímunn- ar. Maður kynnist aldrei annarri manneskju eins og hún raun- verulega er og maður kynnist jafnvel aldrei sjálfum sér eins og maður er í raun og veru. Þetta kemur berlega í Ijós þeg- ar Christopher ber saman sögu- persónuna Hr. Norris úr Hr. Norris skiptir um lest við fyrir- myndina, Gerald Hamilton. Norris er fyndinn og alúðlegur ribbaldi sem fagnað er meðal fólks sem lifir sjálfu sér og er gagnsætt í augum annarra þar sem það lifir sínu óreglusama en tiltölulega saklausa lífi. En Ish- erwood hefur sterkan grun um það að Hamilton hafi svikizt um að útvega þýzkum vini hans, Heinz, mexíkanskan ríkisborg- ararétt og gjalda fyrir hann þús- und sterlingspund. Hann grunar líka að Hamilton eigi sök á því að Heinz var sendur aftur til Hitlers-Þýskalands og um leið læðist að Christopher sá grunur að heimur Hamiltons hafi raun- ar verið gróðrastia fyrir illvirki og hryllileg ódæði. Það var ekki bara heimur þeirrar knæpu sem svo réttilega var nefnd Cosy Corner. I Berlínar-sögunum forðast Isherwood að gera skil illsku heimsins enda þótt hún sé ávallt nálæg á næsta götuhorni. Isherwood hefur verið brugðið um skort á ímyndunarafli og frumleika. Sumir segja að hann hafi ekki skapað neina velheppn- aða og algjörlega sjálfstæða persónu sem ekki hafi átt sér neina stoð í raunveruleikanum. En hin merkilega gáfa hans er einmitt í því fólgin að breyta „raunverulegu" fólki í söguper- sónur sem virðast enn raunveru- legri, rétt eins og raunveru- leikinn væri skáldskapur, og skáldskapurinn raunveruleiki. Sally Bowles tók við af Jean Ross, og aðdáendur Gerald Hamiltons þegar hann var kom- inn að leiðarlokum voru að- dáendur hans af því að hann var i hlutverki hr. Norris. Isherwood, Herr Issyvoo, Christopher, Chris, Gerald Hamilton, hr. Norris — allt eru þetta grímur undir öðrum grím- um. Grímur og afhjúpun gefa tilefni til þess að draga úr spennu I frásögninni. í síðari verkum sínum gefur Christopher gaum að því að Ifða tekur á frá- sögnina og þá kemur fram vera sem nefnir ekki ' vitund sína ákveðnu nafni heldur leggur megináherzlu á það að hún er nafnlaus. í þeirri skáldsögu þar sem Christopher gengur lengst í því að kanna ókunnar slóðir, The Meeting by the River, en sagan gerist á Indlandi og fjallar um mann sem gerist hindúamunkur, kannar hann dauða síns eigin sjálfs og sjálfsmyndarinnar sem ber hans eigið nafn, og síðan endurfæðingu sína í samfélagi þar sem enginn hefur neitt sem kallazt getur „sjálf“ og allir eru búnir að týna nafni sinu. Að baki frægðarferils Chris og hins annálaða sambands hans og Don, sem hefur gert þá að yfir- dýrlingum í hommasamfélaginu í Kalifornfu, er Christopher sér þess meðvitandi að hann á heima i annars konar raunveru- leika. Það er þess vegna sem Chris og Don, sem svo augljós- lega eru par, virðast vera einir innan um annað fólk. (Úr The Sunday Times',
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.