Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 VÉLAVIT Tölrur og forritin sem þeim til- beyra — diskarnir og snsldurnar — eru meðal þeirra nýjunga er mikinn svip setja i nútímann. A sviði tölvu- tskni hefur orðið geysiör þróun síð- asta áratug og allt bendir til þess að frekari nýjungar séu í vaendum. Æ fleiri verkefni eru nú unnin í tölvum og vélmenni — tölvustýrðar vélar — annast núorðið störf sem jafnan hafa verið unnin af mönnum. Rann- sóknir í nútíma tölvuUekni beinast mjL að því að gera tölvum fært að skilja og mynda mannamál, og hefur verulegur árangur náðst erlendis á þessu sviði. En hvernig skyldi tölv- um ganga að skilja íslenzku? Þegar við fréttum að Friðrík Skúlason háskólanemi, sem er að ljúka námi í tölvufræðum, hefði íslenzkt málfræðiforrit í smíðum og notaði til þess tölvumálið Pro- log fórum við á fund hans til að fá svör við þessari spurningu og mörgum öðrum. Þar sem Prolog forritunarmálið er nýtt af nálinni byrjaði ég á því að spyrja Friðrík hversu lengi væri verið að læra það. Prolog Hálftíma. Þú gætir notað Pro- log þér til gagns eftir að hafa lært það í s.s. hálftíma — þetta er mjög skýrt og auðlært tölvutungumál, sagði Friðrík. Að sjálfsögðu tekur miklu lengri tíma að læra Prolog til fulls en það er miklu auðveld- ara að að komast inn í það en t.d. BASIC. Og ef til vill er bezt að kunna ekkert annað tölvumál þeg- ar byrjað er í þessu máli. Prolog byggir á hreinni rökfræði og hana þarf maður ekki beinlínis að læra. Prolog tölvumálið felst f skilgrein- ingum og venzlum og hefur mik- inn skyldleika við tölvumálið Lisp. — Hvernig vinnur Prologmálið? EJf til vill er bezt að útskýra það með dæmum. Yrðing í Prolog for- riti getur litið svona út: ?((Sum 3 4 X)), og tölvan svaran X=7. Slfkar yrðingar skipta hundruðum í Pro- log og einnig getur maður búið til nýjar þar sem maður skilgreinir venzlin sjálfur. Allir íslendingar eru vel að sér f ættfræði og við skulum líta á hvernig ættfræðiforrit í Prolog myndi líta út. Þá byrjum við á aö búa til lítinn gagnabanka sem gæti verið svona: ((faðir Gunnar Bjarni)) ((faðir Páll Gunnar)) ((faðir Bjarni Jón)) ((móðir Kristín Páll)) Ef við höfum nú þennan litla gagnabanka í tölvunni getum við spurt hana þannig: ?((faðir Gunn- ar X )), og tölvan svarar: X=Bjarni. ?(( faðir Páll Jón)), og tölvan svar- ar: NEI! ?((faðir X Jón)), og tölvan svarar: X=Bjarni. Að sjálfsögðu leyfir Prolog mál- ið miklu nákvæmari skráningu gagna — það mætti hugsa sér að yrðing hljóðaði þannig: ((faðir Sigurbjöm kallaður „sleggja" Jón sem fæddist á Ströndum 1734 en dó að Leiðarenda 1788)). Gagna- banki í nothæfu ættfræðiforriti þyrfti að sjálfsögðu að innihalda þúsundir svona yrðinga, þannig að til að spara minnið væri heppi- legra að hafa yrðingarnar þannig: ((faðir Sigurbjörn(89) Jón(243) )). Prolog-ættfræðiforrit Stóra málið í Prolog er að skilgreina ný venzl með öðrum. Skilgreining á venzlunum „afi“ gæti t.d. verið þannig: ((afi X Y) (faðir X Z) (faðir Z X)) ((afi X Y) (faðir X Z) (móðir Z Y)) Þá mætti spyrja tölvuna: ? ((afi X Jón)), og hún svarar: X=Gunnar. Ættfræðiforrit af þessu tagi þyrfti að vera til og gæti það tengst stórum gangnabanka sem ættfræðingar myndu leggja efni- við í. Það myndi spara mönnum margan snúning ef þetta væri allt á einum stað og ekki þyrfti að fara um landið þvert og endilangt til að kanna gamlar kirkjubækur og ættfræðiheimildir. Ég hef sjálfur hugsað mér að ráðast í gerð svona ættfræðiforrits þegar ég hef tíma ef enginn annar fer í það. — En hvernig er þessu forriti háttað sem þú ert að vinna að í sambandi við íslenzka málfræði? Það er að sjálfsögðu töluvert flóknara mál að skilgreina venzlin I því verkefni, en I heild felur það í sér að koma íslenzkri málfræði í tölvuforrit. Dæmi um þær yrð- ingar sem ég er með hér í tölvunni gæti verið: ((greinir hinni kvk þgf et)). Gagnabankinn i svona forriti þarf að sjálfsögðu að vera stór en eftir að gögnin eru komin í tölv- una er hægt að gefa henni skipan- ir eins og þessa: ((framkvæma—beygingu XYZ xz XI Yl) (fallsnúmer Y z Zl) (NOBEYG Y Z1 xl) (beygja X Z Z1 xl yl) (bæta—við—greini Y1 XI x y z Yl)) — Hvenær verður þetta forrit tilbúið og hvaða hlutverk er þvi ætlað? Ég hef í hyggju að vinna þetta forrit næsta árið og ef mér tekst að koma því þokkalega saman ætti það að gera tölvunni fært að skilja samfelldan texta, t.d. að fram- kvæma ákveðna gangnaúrvinnslu eftir skipunum á mæltu máli. Ef við höldum okkur við ættfræði- dæmið þá mætti tengja þetta for- rit sem ég er að gera við ættfræði- Rætt við Friðrik Skúlason háskóla- nema um tölvumálið Prolog, íslenzkt málfræðiforrit sem hann vinnur að, „fimmtukynslóðar- rannsóknir“ o.fl. gagnaforrit, og væri þá hægt að spyrja tölvuna almennra spurn- inga varðandi ættfræði án þess að fylgja sérstöku forsniði. Þannig mætti þá spyrja spurninga eins og „Hvað heitir langamma Hans- ínu?“, eða „Hvernig er Gunnar skyldur ólafi?“. íslenzk ritvinnsla Þannig er hugsanlegt að tengja þetta málfræðiforrit við mörg önnur forrit. Hjá IBM hefur verið gert íslenzkt gagnabankaforrit sem inniheldur stóran hluta is- lenzkra orða. Þetta forrit getur komið að gagni við að prófarka- lesa texta, en það er takmörkuð gagnsemi af því vegna þess hve föll og beygingar eru fjölbreyttar í íslenzku. Það gæti að vísu gert at- hugasemdir við villur eins og orðið „lækniranna“, vegna þess að þessi mynd orðsins er ekki til i málinu; Það myndi hins vegar ekki gera neina athugasemd við setningar eins og „Ég fór í skólanum". Það mætti hugsa sér að þetta forrit sem ég er að gera endaði sem hluti af svona forriti, sem þá gæti leið- rétt beygingarvillur. Þetta vandamál hefur að sjálf- sögðu verið leyst fyrir tungumál erlendis s.s. ensku og þýzku. Merkingarfræðilegi hlutin vefst hins vegar fyrir mönnum og virð- ist það vandamál illleysanlegt. Við getum tekið þessa setningu sem dæmi: „Jón stökk yfir ána“. I fljótu bragði virðist hún aðeins hafa eina merkingu, en hvernig á tölvan að geta greint á milli hvort Jón stekkur yfir læk eða kind? Ef framhald væri á setningunni t.d. „.. .án þess að blotna" eða „.. .án þess að hún vaknaði", væri málið strax auðveldara viðfangs og mögulegt að gera forrit sem gerði merkingarlegan greinarmun. Það er sægur af svona tvíræðum setn- ingum í daglegu máli sem við tök- um venjulegá ekki eftir. Aftur geta setningar sem virð- ast ruglingslegar í okkar augum verið auðveldar fyrir tölvuna. T.d. er setningin „Á. á Á á á“ ekki erf- iðari fyrir tölvu en setningin: „Árni á Hóli á belju“ (sérnafn — forsetning — sérnafn — sögn — nafnorð). — Hvað er mesta vandamálið B> B> a: p ro 1 og .LOAD 1 LJOD &. .Error 11: Ðreak! &. ? (< íjóá)) Bleikir hrafnar Röndótt skolpræsi dreymir t íguleaa Hvert flýgur ljóshaeróá qólfteopiá ? Dökkgrænir draumar læðást virðúlega En heilagir rauðír tindátar koma Eru einhverjir kettir Þyrstir ? &. Þetta atómljóð orti tölvan á sekúndubroti eftir að skipunin „?((ljóð))“ hafði verið gefin — það er altjent mikill hraði þó nokkuð skorti á andagiftina. við að fá tölvu til að skilja manna- mál? Erfiðleikarnir við að fá tölvu til að skilja mælt mál stafa m.a. af því að tölvan verður alltaf að fara í gegn um alla hugsanlega mögu- leika. Þetta veldur miklum erfið- leikum við gerð forrita sem reyna á skilning eins og t.d. skákforrita. Gerfígreind — vélavit Nýjustu skákforrit fara létt með að sigra flesta leikmenn I skák, en þau eru tiltölulega lengi að finna góða leiki. í hverri tiltekinni stöðu í tafli hafa menn fyrir sér hríslu af möguleikum ef þannig má að orði komast. Reyndir skákmenn eiga auðvelt með að sníða af þess- ari hríslu og athuga aðeins þá leiki sem vænlegir eru — þó þeir viti ekki sjálfir hvernig þeir fara að því. Þetta er virðist hins vegar ómögulegt að forrita, þannig að í skák verður tölvan alltaf að fara i gegn um mun fleiri leiki en skákmenn. — Hvað um þýðingar tungu- mála? Jú, það er hugsanlegt að nota forrit sem þetta sem hluta forrits er þýðir eitt mál yfir á annað en slík forrit eru þegar til erlendis. Fyrir nokkrum árum óttuðust Bandaríkjamenn að Sovétmenn hefðu miklu betri möguleika til að nálgast þekkingu i vestrænum vis- indaritum en vestrænir visinda- menn i timaritum gefnum út aust- antjalds — mjög margir sovézkir vísindamenn skilja vel ensku en það eru tiltölulega fáir bandarisk- ir visindamenn sem skilja rússn- esku sér að gagni. Þess vegna var ráðist í að gera geysimikið þýð- ingarforrit sem þýddi rússnesku yfir á ensku, en einnig var hægt að keyra það í hina áttina og þýða úr ensku yfir á rússnesku. Þetta gekk alltsaman vel, en að sjálfsögðu þurfti að fara yfir textann eftir að hann kom úr tölvunni og laga hann til. Stundum geta svona tölvuþýð- ingar verið skoplegar. Einhverju sinni ætluðu þeir að þýða hluta biblíunnar yfir á rússnesku með þessu forriti og þar á meðal þessa kunnu setningu: „Andinn er að sönnu reiðubúinn en holdið er veikt." En tölvan þýddi þetta þannig: „Sprúttið er nothæft en kjötið er farið að rotna.“ Ýmsar alþjóðastofnanir nota tungumálaforrit af þessu tagi töluvert. Efnahagsbandalag Evr- ópu notar til dæmis mikið tölvur til að þýða allskonar texta sam- tímis yfir á mörg tungumál. Reynslan er sú að um 80 prósent af textanum er vel nothæft, 10 prósent þarf að leiðrétta og 10 prósent er algert rugl. Samt spar- ar svona vél mikla vinnu. — Er hægt að hugsa sér fleiri not fyrir forritapakka sem þenn- an? Já, það má hugsa sér ansi margt t.a.m. að láta tölvuna yrkja at- ómljóð en reyndar þarf ekki nærri svona mikið forrit til þess. Það má vel takmarka orðaforðann — t.d. við sprengingar og stríð, eða blóm og veður — eins og manni dettur stundum í hug að sumir höfundar atómljóða geri. Ef þú lætur tölv- una yrkja svona nokkur hundruð ljóð, eru nokkrar llkur á að þú fáir nokkur góð. Ég er hér með lítið Prolog-forrit sem yrkir atómljóð — við ættum kannski að láta tölv- una yrkja nokkur ljóð á eftir. Kennsluforrit — Við víkjum talinu aftur að tölvumálinu Prolog og ég spyr Friðrík hvort mögulegt sé að semja tölvuleiki eins og „Pack- man“ með þessu máli. Það væri að vísu hægt — en það yrði hæggengur „Packman". Pro- log hentar fyrst og fremst þar sem um rökfræðilega úrvinnslu er að ræða. Þetta tölvumál skapar mikla möguleika I gerð kennslu- forrita og „skynsamra" forrita af ýmsu tagi. — Hvað um íslenzk kennslu- forrit? Hér á landi hafa ekki verið skrifuð nein góð kennsluforrit sem ég veit um. Erlend kennsluforrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.