Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 57 sem hér eru fáanleg eru afar mis- jöfn að gæðum. Sem dæmi um eitt sniðugt kennsluforrit má nefna tölvuævintýri nokkurt sem hefur náð vinsældum erlendis. Þar er sá sem spilar að þvælast milli plán- eta í geimfari en til að geta haldið áfram verður hann að læra heii- margt í eðlis- og efnafræði og fleiri greinum, en öllum þessum fróðleik hefur verið lætt inn í for- ritið. Kennsluforrit verða að vera mjög vönduð ef þau eiga að koma að gagni. Það er hins vegar enginn sem borgar fyrir gerð kennslu- forrita hér á landi og á meðan svo er verða þau varla samin. — En nú þekki ég ýmsa kennara sem eru mjög áhugasamir um gerð kennsluforrita. Já, en það er bara ekki víst að hugsjónamennirnir séu beztu for- ritararnir — en það er alveg rétt að á þessu sviði eru geysilegir möguleikar. — Svo við víkjum að öðru. Nú er sagt að Japanir noti tölvumálið Prolog við hinar svonefndu „fimmtukynslóðar tölvurannsókn- ir“ sínar — hvað er eiginlega átt við með þessu dularfulla nafni? Japanir eru að gera tilraun til að koma af stað byltingu í tölvu- heiminum, en ég ætla að taka það fram strax að það veit enginn hvort þetta tekst hjá þeim og sum- ir draga það mjög í efa. „Fimmtukynslóðar- rannsóknir“ Japana Þeir ætla sér að framleiða tölv- ur sem hafa ekki einungis einn eða tvo „gjörva" (processor), eins og í þeim tölvum sem við þekkjum, heldur fjöldan allan af gjörvum og eiga þeir að skipta með sér verk- um. Með þessum hætti ætla þeir að fjöldaframleiða það sem við getum kallað skynsamar tölvur og gera sér jafnvel vonir um að koma þeim á markað eftir s.s. tvö ár. Ef þetta tekst hjá þeim verður um hreina byltingu að ræða — svona álíka og frá bílnum upp í flugvélina. Það myndi líka leiða til þess að Japanir næðu undirtökum í tölvuiðnaðinum og kæmust langt framúr vesturlandamönnum á því sviði. — En staðreyndin er að t.d. Bretar og Bandarikjamenn eru langt á undan Japönum í tölvuiðn- aði — er ekki óraunhæft að halda því fram að Japanir geti farið framúr þeim á svo stuttum tíma? Það veit að sjálfsögðu enginn hvort Japönum tekst nokkurntím- ann að hanna þessa nýju tölvu — en ef þeim tekst það tryggja þeir sér undirtök í tölvuiðnaðinum um ófyrirsjáanlegan tíma. Það eru fleiri þjóðir sem fást við svipaðar rannsóknir. í Bretlandi hefur komið fram ný uppfinning í tölvu- tækni sem þeir kalla „Transput- er“, og skapar svipaða möguleika og sú tölvugerð sem Japanir eru að gera tilraunir með. Þessi upp- finning er þó varla til nema á teikniborðinu enn sem komið er og það líður áreiðanlega á löngu áður en þessi nýja tölva litur dagsins ljós. — Verður ekki að teljast fremur ólíklegt að nýjungar i tölvutækni komi frá Japan? Að vísu eru Japanir langt á eftir þeim þjóðum sem fremstar eru í tölvutækni, en þeir hafa samt náð undirtökum á einstökum sviðum hennar. T.d. framleiða þeir meiri- partinn af rökrásum sem notaðar er í tölvur framleiddar á vestur- löndum — japanskar rökrásir þykja áreiðanlegri en t.d. banda- rískar og svo eru þær auðvitað ódýrari. Japanir eru ekki þekktir fyrir að koma fram með nýjungar — þeir hafa hingað til sótt ýmsar uppfinningar til Vesturlanda hannað þær betur og selt þær svo ódýrara en aðrar framleiðsluþjóð- ir hafa getað. Ef Japönum tekst að ná árangri með þessar nýju tölvur sínar verður það í fyrsta skipti sem þeir koma fram með verulega tækninýjung — og takist þeim vel upp með þessa nýju tölvu standa þeir með pálmann í höndunum. -bó. STRAX 26,2% STRAX í FTRSTA MÁNUÐI EFTIRINNLEGG FASTAÐ 28% ÁVÖXTUN Á12 MÁNUÐUM AUÐVTTAÐ GETUR ÞÚ TEKIÐ ÚT HVENÆR SEM ER OG HALDIÐ ÓSKERTUM ÖLLUM VÖXTUM SEMÞÚHEFUR SAFNAÐ ABOTA VEXTI Þegar þú leggur inn á innlánsreikning með Ábót, færðu að sjálfsögðu fulla sparisjóðswexti á innstæðuna, en að auHi reiHnar ÚtvegsbanHinn þér Ábót á wextina hwern mánuð sem Ifður án þe55 þú taHir út af reiHningi þínum. EKKISTIGHÆKKANDIÁVÖXTUN og þar með margra mánaða bið eftir hámarkinu. SKÍNANDIÁVÖXTUN STRAX /2 ABOT A VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA Gylmir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.