Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 63 („Council of Hemispheric Af- fairs", COHA), hefur fylgzt með Mengele um skeið. í sumar sagði Birns frá því að hann hefði verið viðriðinn tilraun- ir velefnaðra kaupsýslumanna, sem voru fangar nazista í stríðinu, til þess að ræna Mengele frá af- drepi hans í Paraguay 1977 og framselja hann ísraelsmönnum. Þessir menn voru allir frá Cleveland, Ohio, í Bandaríkjunum, en áætlun þeirra var aldrei hrund- ið í framkvæmd. Samkvæmt henni átti að múta embættismönnum í Paraguay, fá þá til að deyfa Meng- ele og afhenda hann síðan sam- særismönnunum á flugvelli. „COHA var ljóst frá upphafi forsetatíðar Carters að vissir embættismenn í Paraguay væru Adolf Eichmann. Eftir handtöku hans fór Mengele í felur. »Heil Hitler, Heil RaufT“ voru kveðjuorð gamalla nazista við grðf stríðs- Slæpamannsins Walters Rauff i Santiago í Chile í vor. „Gyðingar gátu ekki unnað sér hvíldar fyrr en þeir vissu hvort hann væri á lífi og höfðu haft upp á honum." Annar þátttakendanna í sam- særinu um að ræna Mengele sagði að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og ísraels hefðu ekki viljað eiga á hættu milliríkjadeilur vegna brota á fullveldi annars lands. FBI og Mengele Nýlega sagði Birns um Mengele: „Upplýsinganet hans er svo gott að hann veit um allt, sem er áformað gegn honum. Hann ver allt að fjórum milljónum dala á ári til þess að greiða ýmsum emb- ættismönnum í Paraguay fyrir að tryggja öryggi sitt. En síðan 1979 hefur staða hans verið miklu erf- iðari en áður.“ Árið 1979 munaði minnstu að FBI gómaði Mengele þegar starfsmenn alríkislögreglunnar hugðust veita honum fyrirsát og handtaka hann þegar hann ætlaði í eina af tíðum ferðum sínum til Miami. Þeir áttu von á honum með flugvél frá Paraguay — en einhver hafði varað hann við og hann hætti við ferðina. Þetta virðist sýna að hann sé svo voldugur að hann hafi jafnvel laumazt til mútuþægir," sagði Birns í viðtali við blaðið „Orlando Sentinel". „Gerð var nákvæm áætlun með margslungnu samstarfi fyrrver- andi fanga, starfsmanna Gyð- jngasamtaka og spilltra embætt- •smanna í Paraguay um fjármögn- un frumstigs rannsóknar á mannráninu," sagði hann. Birns sagði að bandarísk sjón- varpsstöð hefði verið fús til að taka þátt í kostnaðinum gegn því að fá rétt til að gera kvikmynd um mannránið. Nafni stöðvarinnar var haldið leyndu. „Orlando Sentinel" greindi frá því að safnazt hefðu 500.000 doll- arar (um 16 millj. ísl. króna). Nauðsynlegum samböndum var komið á, flugvél var útveguð til að flytja Mengele frá griðastað hans, en ekkert varð úr þessum ráða- Kerðum. „Áætlunin fór út um þúfur vegna þess að Mossad (ísraelska leyniþjónustan) hafði ekki áhuga ó því að taka við Mengele, þegar hann hefði verið numinn á brott frá Paraguay, vegna neikvæðrar umræðu um rán Eichmanns," sagði Birns. Árgentína fordæmdi ísrael fyrir ránið á Eichmann á sínum tíma, en utanríkisráðherra ísraels, Golda Meir (síðar forsætisráð- herra), sagði á Allsherjarþinginu: s ■ ...r Walter Rauff. Óhuitur f Chile í ald- arfjórðung. að draga hann fyrir lög og dóm. Og Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaður beitir sér fyrir því að öll aðstoð við Paraguay verði stöðvuð, nema því aðeins að Mengele verði handtekinn. Síðan þrýstingur erlendra ríkis- stjórna neyddi Paraguay til þess að svipta Mengele borgararétti hefur stjórn Stroessners einræð- isherra haldið því fram að hann búi ekki lengur í Paraguay. En hann hefur sézt þar á undan- förnum mánuðum samkvæmt leyniþjónustuheimildum og þær herma að hann hafi einnig sézt í öðrum ríkjum Suður-Ameríku. í júní sl. fullyrti nazistaveiðar- inn Símon Wiesenthal, sem átti mikinn þátt í handtöku Eich- manns, að Mengele hefði sézt i BOLIVIA ) ■'■jrri * i t H * V* 6erMnia . í Asunclon £ Encamacion ARGENTINA / f 0 Miles 300 Á kortinu sést þýska nýlendan Neuva Germania í Paraguay. áhrifa í aðalstöðvum FBI í Wash- ington. I handtökutilskipuninni var listi yfir öll þau dulnefni, sem Mengele hafði notað á ferðum sínum. í sumar reyndi Toviuh Friedman, einn þeirra sem röktu slóð Eich- manns og starfsmaður stofnunar sem safnar heimildum um gerðir fyrrverandi nazista, að fá yfirvöld til þess að birta þennan lista að sögn „Orlando Sentinel“. En beiðninni var hafnað og fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jerome Sanford, sem ætlaði að stjórna handtök- unni á flugvellinum í Miami á sín- um tíma, kvaðst ekki muna eftir nöfnunum. Hringurinn þrengist En nú er sagt að hringurinn þrengist um þann mann, sem leyniþjónustum heimsins leikur mest hugur á að handsama. Bandarískir embættismenn vinna að áætlunum um samninga- viðræður um handtöku Mengele í Suður-Ameríku svo að hægt verði Paraguay hálfu ári áður. Hann átti að hafa sézt í bænum Volendem, skammt frá landamær- um Uruguay, og dvalizt á hóteli, sem sonur vinar hans átti. Síðan hefði hann horfið á ný og ekki væri vitað hvar hann væri niður- kominn. Wiesenthal tók undir kröfur um að Bandaríkjastjórn neitaði að veita stjórn Paraguay aðstoð til þjálfunar hermanna fyrr en hún framseldi Mengele Vestur-Þjóð- verjum eða ísraelsmönnum. En sem fyrr fullyrti stjórn Paraguay að Mengele væri ekki í landinu. „Oft í Chile“ „Mengele dvelst oftast í Chile,“ sagði embættismaður í Washing- ton nýlega. „Hann býr á stað, sem er kallað- ur Colonia Dignidad, í húsaþyrp- ingu, sem cr stranglega gætt. Þetta er næstum því eins og fang- elsi fyrrverandi nazista og svæðið er umkringt gaddavír. Það þyrfti að beita skriðdrekaherfylki til þess að komast þangað inn. Þarna er meira að segja flugbraut fyrir flugvélar, sem þangað koma.“ „En enginn vafi leikur á því að Mengele hefur enn sterk tengsl við Paraguay," segir þessi embættis- maður. „Hann á hús í tveimur borgum í Suður-Ameríku og þar getur hann verið óhultur. t svipinn er líklegt að hann sé annaðhvort í athvarfi sinu í Chile eða einhvers staðar á svæðinu milli Hohenau og Pedro Juan Caballero meðfram Parma- fljóti á landamærum Brazilíu og Paraguay. Þar eru mörg afskekkt sveitabýli og þar er auðvelt að fel- ast.“ Afskekkt og lítt byggt fjalllendi Paraguay hefur verið griðastaður þýzkra öfgamanna síðan mágur heimspekingsins Friedrich Nietzche, dr. Bernhard Forster, sem var Gyðingahatari, stofnaði þar nýlendu 1886 og kallaði hana Nueva Germania. Fjöldi nazista flúði til þessarar nýlendu eftir striðið. Margir þess- ara nazista (enginn veit hvað þeir eru margir) lifa enn kyrrlátu og þægilegu lffi í einangruðum sveitaþorpum. Aðrir lifa í glæsi- legum einbýlishúsum, sem er vandlega gætt. Aðrir gamlir nazistar eins og Mengele hafa neyðzt til þess að vera á faraldsfæti af ótta við naz- istaveiðara. Hvar sem komið er í Paraguay má heyra sögur um dvalarstað hans. „Herbergi Mengeles“ í litlu sveitaþorpi, Bella Vista, rétt hjá landamærum Paraguay og Argentínu, er keiluspilsstaður, sem staðhæft er að Mengele hafi oft sótt. Skammt frá þorpinu er geysistórt einbýlishús, þar sem sagt er að Mengele sé stundum gestur. 1 gistihúsi þorpsins, Hotel Tyrol, er blaðamönnum boðin gist- ing í „herbergi Mengeles". I Neuva Germania þjáðist öldr- uð kona nýlega af holdsveiki og sagt var að Mengele hefði eitt sinn stundað hana. Þegar Mengele skaut upp kollin- um einu sinni sem oftar fyrir tæp- um tveimur árum, þá skammt frá landamærum Paraguay og Bóli- víu, sagði Wiesenthal að hann dveldist í nýlendu Mennoníta, evr- ópskra mótmælenda, sem neita að vinna eiða, bera vopn og gegna opinberum embættum. Mennonítar, sem búa aðallega i bænum Filadelfia, um 300 km frá landamærunum, brugðust reiðir við og báru þetta til baka. Enn í Paraguay? „Nú gerir Mengele sér grein fyrir því að hringurinn þrengist um hann og nokkrir menn, sem hafa komizt of nálægt honum, hafa verið myrtir,“ sagði banda- rískur embættismaður fyrir skömmu. Heimildamiðstöð Símons Wies- enthal I Los Angeles fylgist líka með hverju fótmáli Mengeles. „Við erum sannfærðir um að hann sé enn í Paraguay og nágrenni,“ segir Gyðingapresturinn Abraham Cooper, starfsmaður stofnunar- innar, sem er kennd við nazista- veiðarann fræga. „Hann ferðast mikið, því að hann hefur aldrei átt í fjárhags- erfiðleikum," segir Cooper. „En miklu meiri leynd hefur hvílt yfir ferðum hans síðan 1979 en áður. Hann veit að það er fylgzt með honum.“ Og þar sem hópar Gyðinga og samtök einkaaðila hafa lagt fé til höfuðs honum má vera að þess sé skammt að bíða að hann verði loksins handtekinn. Lawrence Birns segir: „Áhuginn á því að draga þennan mann fyrir lög og dóm er geysimikill. Hann hefur látið mikið fé af hendi rakna til þess að láta nafnleysi skýla sér og lifa óhultur það sem eftir er ævinnar. En þeir eru fjölmargir, sem eru reiðubúnir að láta nógu mikið fé af hendi rakna til þess að koma í veg fyrir að honum takist það.“ í vor lézt Walter Rauff, sem var sakaður um að bera ábyrgð á dauða 200.000 manna, þar af margra Gyðinga, í Austur-Evrópu í stríðinu. Þetta fólk var myrt f flutningabílum á þann hátt að eitrað útblástursgas var leitt inn í loftþétt farangursrými þeirra. Rauff lézt í Chile, sem var grið- land hans um aldarfjórðungs skeið. Jafnframt framseldi Bóliv- íustjórn Klaus Barbie, „slátrarann frá Lyon“, Frökkum í fyrra. En Mengele, illræmdasti stríðs- glæpamaður nazista sem enn er á lífi, gengur enn laus og helzti að- stoðarmaður Eichmanns, Alois Brunner majór, býr óhultur í Damaskus að því er virðist. Sögu landflótta nazista og leitarinnar að þeim er því ekki að fullu lokið. {h: bygjft á „SUr" of fleiri beimildum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.