Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1984 Ur foorgarstjórn Dagvistarmál í brennidepli Umræður á þriðju klukkustund „Vinna viA gerð fjárhagsáæthinar borgarínnar fyrir næsta ár er skammt á veg komin, m.a. hefur fé- lagsmálaráð ekki fullmótað tillögur sínar um fjárþörf til bygginar dag- vistarstofnana. Þvi er rétt að vísa þessari tillögu til borgarráðs, enda er óvist hvort þessi tillaga gangi lengra en tillaga meirihluta félags- málaráðs gerír þegar þar að kemur,“ sagði Ingibjörg Rafnar borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, m.a. á fundi borgarstjórnar á fimmtudag við umræður um tillögu borgarfull- trúa Kvennaframboðsins um að borgarstjórn samþykkti á þeim fundi að verja u.þ.b. 4%af áætluðum útsvarstekjum borgarinnar á árinu 1985 til byggingar dagvistarstofn- ana. í ár er rúmlega 24 milljónum varið í dagvistarheimili Markús Örn Antonsson, formað- ur félagsmálaráðs sagði að það væri enginn ágreiningur um það að þörfin fyrir aukið dagvistar- rými væri knýjandi í borginni. í þessum málum ríkti þó ekki ein- tómt svartnætti, heldur væru ákveðnar vísbendingar um að áfram miðaði í rétta átt. Biðtimi eftir dagvistarplássum hefði styst, m.a. í barnmörgum hverfum eins og Breiðholti, þó hann væri lengri í ýmsum öðrum hverfum. Það mætti ekki líta á biðlistana ein- göngu, þeir hefðu styst milli ára, en þó kvaðst hann ekki vilja draga úr þeirri þörf sem fyrir hendi Frá einu af dagheimilum borgarinnar. Fáum okkur ís. Ingibjörg S. Gísladóttir borgar- fulltrúi Kvennaframboðsins sagði að tillaga þessi væri flutt til að fá fram stefnumörkun borgarinnar til að gera átak í uppbyggingu dagvistarstofnana. Við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir þetta ár hefði Kvennaframboðið flutt samsvar- andi tillögu, þar sem gert var ráð fyrir að borgin verði um 40 millj- ónum til þessa málaflokks, en ekki rúmlega 16 milljónum eins og gert var í áætlun meirihlutans. í þess- ari tillögu fælust vissulega miklir fjármunir, en uppbygging dagvist- arstofnana yrði að hafa algeran forgang i verkefnum borgarinnar, svo tryggja megi börnum góða og örugga umönnun, meðan foreldrar vinna bæði utan heimilis. Tæplega 500 börn væru á biðlistum eftir vistun á dagheimilum i borginni og rúmlega þúsund eftir vistun á leikskólum. Rúmlega 900 börn væru vistuð hjá skráðum dag- mæðrum og mun fleiri hjá svo- kölluðum „svörtum dagmæðrum". Vistun hjá dagmæðrum væri neyðarlausn, dýr valkostur og ótryggur m.t.t. að hjá þeim gætu börn þurft að hætta fyrirvara- laust. Konur vildu og þyrftu að vinna utan heimilis og það væri tímaskekkja að tregðast við i dagvistarmálum. Það væri ekki einkamál hverrar fjölskyldu hvernig barnanna væri gætt, með- an foreldrarnir ynnu utan heimil- is. Gerður Steinþórsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði m.a., að menn yrðu að gera sér grein fyrir aukinni sókn kvenna út á vinnumarkaðinn. Hún hefði áður lýst þeirri skoðun sinni að dagvistunarheimili væru barnavernd. Margir sæu ofsjónum yfir þvi hvað mörg börn væru vist- uð á dagvistunum, en samkvæmt skýrslum væru um 13% barna í Reykjavik á aldrinum 0—6 ára vistuð á dagheimilum, 24% barna á leikskólum og 12% ungra barna í Reykjavík hjá dagmæðrum. væri. í haust hefðu dagheimili og leikskóli verið tekin i notkun á Hraunbergi — Hraunborg og í vor yrðu leikskóli og skóladagheimili tekin í notkun i Hálsaseli — Hálsakot. í hönnun væru dag- heimili og leikskóli i Árbæ — Rofaborg, og við Eiðsgranda — Grandaborg, — og væru verklok við þau áætluð 1. október á næsta ári. Ekki hefði verið gert ráð fyrir þeirri undirbúningsvinnu sem unnin hefði verið við þau í haust á fjárhagsáætlun þessa árs. Þá lægju fyrir samningsdrög um að borgin fengi aðstöðu fyrir dagvist- arheimili á lóð við Stangarholt. Vegna tiltölulega hagstæðrar stöðu borgarsjóðs hefði rúmlega tveimur milljónum króna umfram fjárhagsáætlun þessa árs verið varið til þessara framkvæmda eða samtals 24 milljónum og tvö hundruð þúsund krónum. Ástæða væri að nefna, að ef fjárveitingar borgarinnar til dagvistarbygginga væru framreiknaðar til verðs á ár- inu 1983, þá hefði að meðaltali 25 milljónum verið varið til þeirra á árunum 1974—1978, en aðeins 16 milljónum á ári í tið vinstri meiri- hlutans. Um tillögu Kvennaframboðsins sagði Markús, að það væri óvar- legt að taka einstaka málaflokka út áður en fjárhagsáætlun næsta árs verður unnin í heild. Visa bæri málinu til borgarráðs og það skoð- að og rætt nánar við gerð fjár- hagsáætlunar í desember. „Stefnumótum sjálfstæð- iskvenna“ Magdalena Schram borgar- fulltrúi Kvennaframboðsins, sagði m.a. að með tilllögu þeirra mætti ná betri árangri á skemmri tíma í dagvistarmálum. Báðir foreldrar þyrftu að vinna utan heimilis og konur vildu og ættu rétt á að standa körlum jafnfætis á vinnu- markaðnum. Því yrði að gera þá kröfu að börnin væru í öruggri gæzlu á meðan. Skoða yrði útgjöld borgarinnar út frá því sjónarmiði að tryggja rétt barna og kvenna. Þessi mál hefðu aldrei verið í góðu lagi — hvorki í tíð meirihluta sjálfstæðismanna né vinstri manna. Það ætti ekki að taka mið af þeim biðlistum sem væru eftir dagvist, heldur fjölda þeirra barna sem væru á dagvistaraldri I borginni. Allar konur i öllum flokkum hefðu lýst yfir þeirri þörf sem fyrir hendi væri I þessu efni. Vitnaði Magdalena lengi í stefnu sjálfstæðiskvenna og las úr bókum sem samtök sjálfstæðiskvenna hafa gefið út á undanförnum ár- um. Síðan sló hún þeirri spurn- ingu fram hvernig kvenborgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins gætu annað en tekið því tilboði, er í til- lögu Kvennaframboðsins fælist. Ingibjörg Rafnar (S) þakkaði Magdalenu fyrir að taka af sér ómakið um að fjalla um stefnu sjálfstæðiskvenna og -karla. En vegna þess hve fjárhagsáætlun næst árs væri skammt á veg kom- in væri rétt að vísa tillögunni til borgarráðs. Það væri ekki vitað hvað 4% af útsvarstekjum borgar- innar yrði há upphæð skv. fjár- hagsáætlun 1985 og með öllu óvfst hvort tillaga kvennaframboðsins gengi lengra en tillaga meirihluta félagsmálaráðs þegar þar að kæmi. Hins vegar væri þessi um- ræða í borgarstjórn nú af hinu góða. Fyrir 1978 hefði gífurleg upp- bygging orðið á dagvistarheimil- um í borginni. 1978—1982 hefði dagvistarrýmum fjölgað um 601. Á næsta ári yrðu 254 rými tekin í notkun. Um áramótin 1985—1986 mætti búast við að meirihluti sjálfstæðismanna hefði á þremur árum aukið rýmin um rúmlega 500. Kvaðst Ingibjörg bjartsýn á að árangri meirihlutans yrði a.m.k. náð og vonandi betri árangri fyrir lok þessa kjörtíma- bils. Fyrir tíu árum hefðu 25% barna á dagvistaraldri átt inni á dagvistarheimilum borgarinnar — um næstu áramót væri það hlutfall um 42%. í þessu efni hefði því miðað verulega og vonandi yrði stökkið enn lengra á næstu tíu árum. „Við vorum aldrei ánætjðar“ Eftir að Davið Oddsson borgar- stjóri hafði látið þau orð falla að Alþýðubandalagið hefði flaggað stolnum fjöðrum I síðustu kosn- ingum í þessum málaflokki, þar sem vinstri meirihlutinn hefði eignað sér framkvæmdir, sem löngu voru hafnar í tíð sjálfstæð- ismanna fyrir 1978, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir (G) m.a. að hún hefði aldrei heyrt Alþýðubanda- lagið hrósa sér af neinum afrekum að þessu leyti. Konurnar í flokkn- um hefðu aldrei verið ánægðar með þann árangur sem þá náðist. Svo einfalt hefði það verið. Þá hefði hún fagnað ádrepu ef komið hefði frá minnihluta sjálfstæð- ismanna — e.t.v. hefði það gagnað til frekari árangurs. Þetta væri eitt af þeim málum sem taka þyrfti höndum saman um að vinna að og kvaðst Adda vona að alþýðu- bandalagskonum gengi betur að vinna því fylgi innan síns flokks en sjálfstæðiskonum. „Það myndi hins vegar koma mér skemmtilega á óvart ef af því yrði að hærri fjárhæð yrði varið til þessa málaflokks f næstu fjár- hagsáætlun en tillaga Kvenna- framboðsins segir til um,“ sagði Adda Bára í lokin. Sigurður E. Guðmundsson (A) og Guðrún Ágústsdóttir (G) tóku einnig þátt í þessum umræðum. Samþykkt var með 10 atkvæð- um gegn 8 að vísa málinu til borg- arráðs, en þrír borgarfulltrúar voru ekki viðstaddir atkvæða- greiðsluna. Umræður stóðu á þriðju klukkustund. Þá var kvennaframboðið á móti Á síðastliðnum vetri var það samþykkt í borgarstjórn að borgin veitti þeim aðilum og fyrirtækj- um, sem stofna dagvistarheimili á sínum vegum, styrki sem nema 17% rekstrarkostnaðar leikskóla og 25% rekstrarkostnaðar dag- heimila. Slík heimili yrðu háð eft- irliti af hálfu borgarinnar. Markús örn Antonsson (S) studdi þá ákvörðun m.a. þeim rök- um að með því að hvetja fleiri að- ila til slíks reksturs yrði þörfinni fyrir dagvist í borginni betur og fyrr mætt. Adda Bára Sigfúsdótt- ir (G) og Guðrún Ágústsdóttir (G) studdu þessa ákvörðun sjálfstæð- ismanna, en borgarfulltrúar Kvennaframboðsins og Gerður Steinþórsdóttir (B) greiddu at- kvæði á móti og bókuðu andstöðu sína sérstaklega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.