Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
235. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nýjar viðræður í
kolaverkfallinu
— að frumkvæði brezka verkalýðssambandsins
London, 28. n«T. AP.
BREZKA verkalýðssambandið
(TUC) hóf í dag nýjar tilraunir til
þess að koma á samningaviðræðum
til lausnar verkfalli kolanáma-
Sambúð
Egypta
og Líbýu
versnar
Kniró, 28. n«T. AP.
HOSNI Mubarak forseti EgypU-
lands skýrði frá því í dag, að Egyptar
hefðu gripið til varúðarráðstafana á
landamærunum við Líbýu. Hann
neitaði því hins vegar, að liðssafnað-
ur egypzka hersins stæði yfir á þess-
um slóðum. Fyrr í dag hafði Líbýu-
stjórn ásakað Egypta um liðssafnað
á landamærunum til undirbúnings
árás.
manna, sem nú hefur staðið í 8 mán-
uði. Jafnframt var gefið í skyn, að
Samband námaverkamanna væri nú
reiðubúið til þess að sýna meiri
sveigjanleika en áður.
Yfir 13.000 kolanámumenn hafa
snúið til vinnu á ný undanfarnar
þrjár vikur og hefur þetta dregið
mjög úr áhrifamætti kolaverk-
fallsins. í dag varð Samband
námaverkamanna fyrir enn einu
áfallinu, er lagt var löghald á inni-
stæður þess í Lúxemborg að fjár-
hæð 4,6 millj. punda. Þá var gert
ráð fyrir, að á morgun yrði hafizt
handa um að leggja löghald á
bankainnistæður sambandsins í
Zurich að fjárhæð um 500.000
pund.
Samband námaverkamanna var
sektað um 200.000 pund í október
sl. fyrir ólögmætar aðgerðir og
síðan var kveðinn upp úrskurður
um löghald á fjármuni þess, er
stjórn þess neitaði að greiða sekt-
ina. Stjórn sambandsins brá þá á
það ráð að flytja fé sambandsins
úr landi til erlendra banka.
Símamynd/AP.
Órtröð í bankanum
Fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins í Bretlandi stóð í löngum biðröðum í gær til þess að leggja inn umsóknir um að
kaupa hlutabréf í brezka rfkissímafyrirtækinu (Telecom). Mynd þessi var tekin í National Westminster Bank í
London í gær og sýnir örtröðina, sem þar ríkti.
Sambúð ríkjanna versnaði mjög
yrr í þessum mánuði, eftir að Eg-
ptar skýrðu frá því, að þeir hefðu
omið í veg fyrir tilraun Líbýu-
lanna til þess að myrða Abdel-
lamid Bakoush, fyrrum forsætis-
áðherra Líbýu, en hann hefur
valizt í útlegð í Egyptalandi sið-
n 1977.
Hlutabréf brezka rfldssfmafyrirtækisins seld almenningi:
Feiknarleg eftirspurn
er eftir hlutabréfunum
Speidel
látinn
Bonn, 28. nÓT. AP.
ÞÝZKI hershöfðinginn Hans
Speidel lézt í dag 87 ára að
aldri. Speidel tók þátt í sam-
særinu gegn Adolf Hitler í
heimsstyrjöldinni síðari og
varð síðar fyrsti Þjóðverjinn,
sem tók að sér herstjórn á veg-
um NATO. Hann var yfirmað-
ur landhers bandalagsins í
Mið-Evrópu frá 1957 til 1963.
London, 28. nÓT. AP.
HÚSMÆÐUR, verkamenn og
kaupsýslumenn í Bretlandi stóðu
hlið við hlið í biðröðum í dag, en
þá notuðu þúsundir manna þar
síðasta tækifærið til þess að skrá
sig fyrir hlutabréfum í brezka
ríkissímafyrirtækinu (Telecom).
Hér er um að ræða eina
mestu hlutabréfasölu sögunn-
ar. Af hálfu Englandsbanka
var frá því skýrt í dag, að hann
hefði sent frá sér um 1,5 millj-
arði punda til annarra banka
til þess að draga úr skorti
þeirra á reiðufé, en sparifjár-
eigendur hafa tekið út geysi-
mikið fé að undanförnu gagn-
gert í þeim tilgangi að kaupa
hlutabréf í Telecom.
Talið er, að um 2,5 millj.
Breta hafi verið búnir að sækja
um að kaupa hlutabréf í fyrir-
tækinu, er tíminn til þess rann
út í dag og mun margt af þessu
fólki nú vera að eignast hluta-
bréf i fyrsta sinn.
Edward Kieran frá Chelms-
ford fyrir norðaustan London
varð aðeins of seinn i bankann
sinn. Hann kom um lokunar-
tímann og horfði á, er dyrum
bankans var lokað fyrir fram-
an nefið á sér. „Ég var með
1.500 pund, sem ég ætlaði að
kaupa hlutabréf í Telecom
fyrir. Nú verð ég að leggja þau
aftur inn á bankabókina mína,“
sagði hann vonsvikinn.
-m mMK
Símamynd/AP.
Með höndina á gervihjartanu
Líóan Williams Schroeder, sem gervihjarta var grætt i á mánudag í
Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum, fór batnandi í gær. Hér sést
kona hans (til hægri) leggja hönd sína ó brjóst honum til þess að fínna
nýja hjartað slá.
Öldungadeild Bandaríkjaþings:
Dole kjörinn leið-
togi repúblikana
Wuhington, 28. nÓT. AP.
ROBERT Dole öldungardeildarþing-
maður frá Kansas var í dag kjörinn
formaður þingfíokks repúblikana f
öldungadeild Bandaríkjaþings.
Hlaut hann 28 atkvæði en Ted Stev-
ens öldungadeildarþingmaður frá
Alaska fékk 25 atkvæði.
Aðrir þingmenn, sem voru í
kjöri, voru þeir James A. McClure
frá Idaho, Pete V. Domenici frá
Nýju Mexíkó og Richard Lugar frá
Indiana. Sá síðastnefndi var í
þriðja sæti á eftir þeim Dole og
Stevens með 13 atkvæði. McClure
er formaður orkumálanefndar
öldungadeildarinnar, Dole for-
maður fjárhagsnefndarinnar og
Domenici formaður fjárlaga-
nefndarinnar. Lugar er nú talinn
líklegur sem formaður utanríkis-
málanefndarinnar.
Dole tekur við af Howard H.
Baker frá Tennessee, sem nú
hættir þingmennsku i öldunga-
deildinni.
ROBERT DOLE
frá Kansas, leiðtogi repúblikana
(öldungadeildinni.