Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 235. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýjar viðræður í kolaverkfallinu — að frumkvæði brezka verkalýðssambandsins London, 28. n«T. AP. BREZKA verkalýðssambandið (TUC) hóf í dag nýjar tilraunir til þess að koma á samningaviðræðum til lausnar verkfalli kolanáma- Sambúð Egypta og Líbýu versnar Kniró, 28. n«T. AP. HOSNI Mubarak forseti EgypU- lands skýrði frá því í dag, að Egyptar hefðu gripið til varúðarráðstafana á landamærunum við Líbýu. Hann neitaði því hins vegar, að liðssafnað- ur egypzka hersins stæði yfir á þess- um slóðum. Fyrr í dag hafði Líbýu- stjórn ásakað Egypta um liðssafnað á landamærunum til undirbúnings árás. manna, sem nú hefur staðið í 8 mán- uði. Jafnframt var gefið í skyn, að Samband námaverkamanna væri nú reiðubúið til þess að sýna meiri sveigjanleika en áður. Yfir 13.000 kolanámumenn hafa snúið til vinnu á ný undanfarnar þrjár vikur og hefur þetta dregið mjög úr áhrifamætti kolaverk- fallsins. í dag varð Samband námaverkamanna fyrir enn einu áfallinu, er lagt var löghald á inni- stæður þess í Lúxemborg að fjár- hæð 4,6 millj. punda. Þá var gert ráð fyrir, að á morgun yrði hafizt handa um að leggja löghald á bankainnistæður sambandsins í Zurich að fjárhæð um 500.000 pund. Samband námaverkamanna var sektað um 200.000 pund í október sl. fyrir ólögmætar aðgerðir og síðan var kveðinn upp úrskurður um löghald á fjármuni þess, er stjórn þess neitaði að greiða sekt- ina. Stjórn sambandsins brá þá á það ráð að flytja fé sambandsins úr landi til erlendra banka. Símamynd/AP. Órtröð í bankanum Fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins í Bretlandi stóð í löngum biðröðum í gær til þess að leggja inn umsóknir um að kaupa hlutabréf í brezka rfkissímafyrirtækinu (Telecom). Mynd þessi var tekin í National Westminster Bank í London í gær og sýnir örtröðina, sem þar ríkti. Sambúð ríkjanna versnaði mjög yrr í þessum mánuði, eftir að Eg- ptar skýrðu frá því, að þeir hefðu omið í veg fyrir tilraun Líbýu- lanna til þess að myrða Abdel- lamid Bakoush, fyrrum forsætis- áðherra Líbýu, en hann hefur valizt í útlegð í Egyptalandi sið- n 1977. Hlutabréf brezka rfldssfmafyrirtækisins seld almenningi: Feiknarleg eftirspurn er eftir hlutabréfunum Speidel látinn Bonn, 28. nÓT. AP. ÞÝZKI hershöfðinginn Hans Speidel lézt í dag 87 ára að aldri. Speidel tók þátt í sam- særinu gegn Adolf Hitler í heimsstyrjöldinni síðari og varð síðar fyrsti Þjóðverjinn, sem tók að sér herstjórn á veg- um NATO. Hann var yfirmað- ur landhers bandalagsins í Mið-Evrópu frá 1957 til 1963. London, 28. nÓT. AP. HÚSMÆÐUR, verkamenn og kaupsýslumenn í Bretlandi stóðu hlið við hlið í biðröðum í dag, en þá notuðu þúsundir manna þar síðasta tækifærið til þess að skrá sig fyrir hlutabréfum í brezka ríkissímafyrirtækinu (Telecom). Hér er um að ræða eina mestu hlutabréfasölu sögunn- ar. Af hálfu Englandsbanka var frá því skýrt í dag, að hann hefði sent frá sér um 1,5 millj- arði punda til annarra banka til þess að draga úr skorti þeirra á reiðufé, en sparifjár- eigendur hafa tekið út geysi- mikið fé að undanförnu gagn- gert í þeim tilgangi að kaupa hlutabréf í Telecom. Talið er, að um 2,5 millj. Breta hafi verið búnir að sækja um að kaupa hlutabréf í fyrir- tækinu, er tíminn til þess rann út í dag og mun margt af þessu fólki nú vera að eignast hluta- bréf i fyrsta sinn. Edward Kieran frá Chelms- ford fyrir norðaustan London varð aðeins of seinn i bankann sinn. Hann kom um lokunar- tímann og horfði á, er dyrum bankans var lokað fyrir fram- an nefið á sér. „Ég var með 1.500 pund, sem ég ætlaði að kaupa hlutabréf í Telecom fyrir. Nú verð ég að leggja þau aftur inn á bankabókina mína,“ sagði hann vonsvikinn. -m mMK Símamynd/AP. Með höndina á gervihjartanu Líóan Williams Schroeder, sem gervihjarta var grætt i á mánudag í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum, fór batnandi í gær. Hér sést kona hans (til hægri) leggja hönd sína ó brjóst honum til þess að fínna nýja hjartað slá. Öldungadeild Bandaríkjaþings: Dole kjörinn leið- togi repúblikana Wuhington, 28. nÓT. AP. ROBERT Dole öldungardeildarþing- maður frá Kansas var í dag kjörinn formaður þingfíokks repúblikana f öldungadeild Bandaríkjaþings. Hlaut hann 28 atkvæði en Ted Stev- ens öldungadeildarþingmaður frá Alaska fékk 25 atkvæði. Aðrir þingmenn, sem voru í kjöri, voru þeir James A. McClure frá Idaho, Pete V. Domenici frá Nýju Mexíkó og Richard Lugar frá Indiana. Sá síðastnefndi var í þriðja sæti á eftir þeim Dole og Stevens með 13 atkvæði. McClure er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar, Dole for- maður fjárhagsnefndarinnar og Domenici formaður fjárlaga- nefndarinnar. Lugar er nú talinn líklegur sem formaður utanríkis- málanefndarinnar. Dole tekur við af Howard H. Baker frá Tennessee, sem nú hættir þingmennsku i öldunga- deildinni. ROBERT DOLE frá Kansas, leiðtogi repúblikana (öldungadeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.