Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 Byggðastefna I — eftir Björn S. Stefánsson Byggðastefnan lyftir landi, ef laglega er farið með hana. En hún er eins og heilagður andi! það hefur enginn séð hana. Rósberg G. Snædal Ákvarðanir um byggðamál reyna meira á samheldni lands- manna en flest annað. Stjórn- málaflokkar sem fylkja fólki um land allt þurfa að móta þar stefnu og vinna þannig að málum, að flokksbönd bresti ekki í marklaus- um héraðaríg. í fyrra tók ég þátt í því á vegum norrænnar rann- sóknastofnunar um stjórr. byggð- amála (NordREFO) að gera grein fyrir byggðastefnu á Norðurlönd- um. Greinargerð okkar, sem þar tókum á málum, mun birtast á vegum stofnunarinnar. Auk þess hef ég sett á blað ýmislegt, sem verkefnið vakti mig til umhugsun- ar um. Munu þær athuganir birt- ast á síðum Morgunblaðsins í þrennu lagi. 1. Hvað er á seyði í Noregi? Menn spyrja gjarna um byggða- mál í Noregi. Fyrir 20 árum þótti ráðandi mönnum þar hyggilegast að láta byggðina mótast af vaxt- armiðstöðvum. Vaxtarmiðstöð átti að ná þeirri stærð, að þar mætti hafa fjölbreyttan menntaskóla (fjölbrautaskóla). Mönnum reikn- aðist svo til, að 40—50.000 íbúa þyrfti til að manna slíkan skóla að nemendum, og ályktuðu í fram- haldi af því að byggðarlag (fjöl- brautaskólahérað) sem væri fá- mennara, væri ekki lífvænlegt og ætti ekki að styrkja þar búsetu. Þetta viðhorf lét í minni pokann við stjórnarskiptin 1965. Síðar fóru skipulagsmenn að tala um, að lífvænleg gæti byggð ekki orðið með minna en 10.000 íbúum. Ekki náði það sjónarmið heldur undirtektum í fylkisstjórn- um landsins, sem höfðu fengið skipulag byggðar á sina könnu. Sumir fóru að miða við 1.000 manna byggð sem lágmark þess sem lífvænlegt væri. Upp úr 1970 varð það viðhorf ráðandi, að byggð skyldi treyst um allt land. Fyrir 20 árum sáu menn fyrir eyðingu ýmissa byggðarlaga að óbreyttri viðkomu og fólks- flutningum. Horfurnar hafa breytzt. Byggðarlögum helzt að vísu misvel á fólki, en undantekn- ing er að stefni í eyðingu. Þeir sem gerðu trausta byggð um land allt að markmiði og fengu alla stjórnmálaflokka landsins til að styðja það markmið, en hverfa frá þeirri hugmynd að hlynna að- eins að útvöldum vaxtarmiðstöðv- um, vildu að það gerðist með arð- bærum atvinnurekstri fyrir at- beina stjórnvalda. Minna hefur orðið úr því. Stöðug byggð undanfarin ár er aðeins að nokkru því að þakka, að fyrirtæki heimamanna hafi eflzt. Hins vegar veitir starfsemi á veg- um hins opinbera miklu meiri at- vinnu en áður, svo sem skólar og heilsugæzla. Býsna algengt er líka orðið, að karlmenn á bezta aldri sæki vinnu í önnur byggðarlög og komi aðeins um helgar. Oft er það byggingarvinna og vinna í olíuiðn- aðinum. Af þessu hlýzt mikið álag á mennina og heimili þeirra, en fólk kýs samt frekar búsetu á slík- um stöðum en flytjast til stærri bæja. Þó að atvinnuleysi sé ekki mikið í hinum stærri bæjum Nor- egs miðað við suðlægari lönd, þyk- ir fólki sem ekki hefur sérmennt- un, ekki fýsilegt að flytjast þang- að. Heima fyrir reynist því auð- veldara að eignast gott húsnæði með eigin vinnu og aðstoð kunn- ingja og venzlafólks. Enn hafa viðhorf breytzt. Upp- byggingu opinberrar þjónustu um landið er talið lokið og ekki aukna atvinnu að hafa á því sviði og jafnvel frekar um það að ræða að dragi úr opinberri starfsemi. Óvissa er um þróun atvinnuhátta. Sumir halda því fram, að ný vinnubrögð og boðskipti tengd tölvum geti orðið dreifðri byggð til framdráttar, ef heppilega er stað- ið að línulögnum á vegum hins opinbera og verðlagningu á slíkri þjónustu. Það er ekki aðeins í Noregi, að stærsta þéttbýlið hefur misst að- dráttarafl sitt, heldur gerist það um allan heim, nema i fátækum löndum og fáveldislöndum eins og Tékkóslóvakíu og Suður-Kóreu. I Danmörku hefur Jótland sótt sig undanfarin ár miðað við Kaup- mannahöfn og nágrenni. Er það þakkað bættum samgöngum og því, að iðnaðurinn selur afurðir sínar mest suður á bóginn, en þá liggur Jótland betur við en Sjá- land. 2. Ráðagerðir og reynsla Skipulegar aðgerðir í byggða- málum hafa löngum varðað at- vinnuþróun. Fróðlegt er að líta um öxl og athuga hvaða ráðagerðir menn hafa haft í þeim efnum og hvað úr hefur orðið. í stríðslok var framfarahugur í mönnum og stjórnvöld kynntu miklar ráðagerðir. Mér eru í barnsminni teikningar af Skaga- strönd framtíðarinnar í Morgun- blaðinu og ég heillaðist af. Þar átti að verða bær á stærð við Hafnar- fjörð, byggður á myndarlegri út- gerð og síldarvinnslu. Nú eru íbú- Björn S. Stefánsson „Menn virðast sem stendur ráðþrota um að- gerðir í byggðamálum utan höfuðborgarsvæð- isins. Á meðan menn eru að ná áttum, má ekki missa sjónar af því sem vel hefur tekizt og heldur velli.“ ar þar minna en fimmti hluti þess sem ráðgert var. Á sama tíma voru skipulögð nýbýlahverfi í sveitum landsins. Þaulræktun lands átti að bæta af- komuna og nábýlið að vera til hag- ræðis við búskapinn. Nýbýlahverf- in urðu sums staðar lítið nema nafnið, búskapur er nú víða lítil- fjörlegur á þeim býlum sem risu og ekki er vitað til, að þar sé nota- drýgra samstarf milli nágranna en annars í sveitum. Upp úr 1950 beittu stjórnvöld sér fyrir virkjun vatnsfalla til framleiðslu sements og áburðar þjóðinni til hagsældar. Verksmiðj- urnar hafa hins vegar ekki reynzt arðbærar á mælikvarða gjaldeyr- isöflunar. Varla hefði nokkur maður keypt innlent sement og áburð, hefði hann mátt ráða. Enn var hert á uppbyggingu orkufreks iðnaðar á sjöunda ára- tugnum. Þá lá á að virkja og koma fallorkunni í verð, áður en kjarn- orka yrði ódýrari í framleiðslu. Samið var um orkusölu til álvers- ins í Straumsvík á þeim forsend- um. Nú, tuttugu árum síðar, hefur verð innlendrar fallorku hækkað mikið, en samt er hún miklu ódýr- ari en kjarnorka. Upphaflegar for- sendur um afkomu járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga hafa ekki heldur staðizt. Stóriðjuverin voru reist á suð- vesturlandi, en aðrir landshlutar voru á undanhaldi þar til á átt- unda áratugnum, að skipulegt átak var gert til uppbyggingar hraðfrystihúsa og útgerðar til að afla þeim hráefnis. Átakið heppn- aðist að þvi er mannfjöldaþróun varðar, sé litið til skamms tíma, en vafasamt er hversu traust sú uppbygging reynist. Það er ekki aðeins það, að afli hafi brugðist, heldur reynast veiðar mjög kostn- aðarsamar meðal annars vegna mikillar olíunotkunar. 3.Það sem vel hefur tekizt Menn virðast sem stendur ráð- þrota um aðgerðir í byggðamálum utan höfuðborgarsvæðisins. Á meðan menn eru að ná áttum, má ekki missa sjónar af því sem vel hefur tekizt og heldur velli. Bændur réðu þegar um alda- mótin í þjónustu sína sérmenntað fólk til leiðbeininga og til að kanna úrræði til bættra búskap- arhátta. Þannig leystu bændur sig úr einangrun í þekkingarleit sinni. Búnaðarfélag Islands og búnaðar- sambönd héraðanna bjóða bænd- um leiðbeiningar. Þar þarf enginn að verða út undan. Opinberar stofnanir stunda rannsóknir til að treysta þá þekkingu sem leiðbein- endur og bændur þurfa á að halda. Um dýrkeypt frelsi einokunarinnar — eftir Reyni Hugason Það er fátt gott sem unnt er að segja um nýafstaðið verkfall opinberra starfsmanna. Niður- staða þess virðist í aðalatriðum ætla að verða sú að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Einn ljósan blett er þó unnt að draga fram á sjónarsviðið að minnsta kosti. — Augu almenn- ings hafa opnast fyrir ýmsum neikvæðum hliðum einokunar hins opinbera valds. — Hér er einkum ætlunin að fjalla um ríkisfjölmið- lana, sjónvarp og útvarp, en þeir komu einmitt mjög við sögu í þessu illræmda verkfalli. Sjaldan hefur þjóðin liklega þurft að þola aðra eins einangrun frá umheiminum og f verkfallinu. Engin blöð voru fáanleg lengst af, hvorki innlend né erlend!! Enginn póstur var borinn út, ekki var einu sinni almennilegt símasamband til útlanda. Telex var aðeins virkt með höppum og glöppum. Ekkert sjónvarp var og útvarp af mjög skornum skammti. Fæstir voru viðbúnir því að láta einangra sig frá umheiminum á þennan hátt. Menn hafa jú ekki almennt heima hjá sér stuttbylgjutæki til mót- töku fréttasendinga erlendis frá né heldur erum við svo lánsöm að önnur ríki útvarpi og sjónvarpi um gervihnetti til okkar, — þvi miður. Við vorum, eftir lokun frjálsu útvarpsstöðvanna, algerlega kom- in upp á náð og miskunn sex fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu með það hvað teldist fréttnæmt og hvað ekki af því sem við bar i ver- öldinni. Fréttirnar voru líka skornar við nögl og útvarpað ein- ungis í nokkrar mínútur i senn tvisvar á dag. Helst má líkja því ástandi sem ríkti við stríðsástand, enda má með nokkrum sanni segja að strið hafi verið háð milli opinberra starfsmanna og rikisvaldsins. Eins og í öllum góðum styrjöldum þá bitnaði stríðið fyrst og fremst á þeim sem voru blásaklausir og komu þar hvergi nærri. Gamal- menni og sjúklingar eru eins og allir vita mjög háðir fjölmiðlun- um. Þeir fengu fyrir ferðina eins og til var ætlast. Lágkúrulegast var það þó þegar verið var að klípa dánarfregnir og jarðarfarir við nögl. Hvaða markmiði skyldi það hafa þjónað og hverjum skyldi það hafa komið að gagni. Við íslendingar erum masoch- istar af guðs náð. Jafnvel tóbaks- leysi handa öllum var skammtað af miklu örlæti. Hvar í heiminum skyldi það annars staðar geta gerst að heil þjóð sé látin fara í tóbaksbindindi svo vikum skiptir gegn vilja sínum? Nú eftir að þessu endemis stríði er loks lokið er tækifæri til að hyggja að því hvað hægt sé að gera til þess að svona einangrun- arástand komi ekki upp aftur. Stuðningsmönnum frjáls út- varps hefur greinilega fjölgað mjög mikið í verkfallinu. Sérstak- lega kom það málstað þeirra til góða að skjólstæðingar þeirra skyldu fá tækifæri til að spreyta sig í nokkra daga sem eini fjölmið- ill þjóðarinnar. Þótti mörgum bæði Frjálst út- varp og Fréttaútvarpið standa sig með hinni mestu prýði miðað við þann útbúnað sem þeir höfðu og þann fyrirvara sem þeir fengu til undirbúnings. Sóttu þeir einnig mjög í sig veðrið er frá leið og mátti öllum vera ljóst áður en stöðvunum var lokað að slíkar stöðvar yrðu aldrei hættulegar þótt þær fengju að leika lausum hala. Skulu forsvarsmenn þessara stöðva hafa vort þakklæti fyrir framtak sitt. Eftir á að hyggja er það annars nánast fáranlegt að halda að það sé hættuiegra að útvarpa auglýs- ingum, fréttum og áróðri til al- mennings gegnum hljóðvarp eða sjónvarp „í skjóli fjármagns og einkagróða" en að úthella þeim sama áróðri yfir almenning í gegnum blöð og tímrit. Engum hefur dottið í hug að banna það. Það kallast tjáningarfrelsi og prentfrelsi. Hið sama frelsi gildir hinsvegar ekki um hið talaða orð. Er hinn almenni borgari kannski varnarlausari gegn útvarpinu en gegn blöðunum? Er það ef til vill hættulegra að tala til manna en að skrifa? Er kannski erfiðara fyrir borgarana að útiloka sig frá út- varpinu en frá hinu skrifaða orði? Ég held við neyðumst til að við- urkenna að einokun á rekstri út- varps er ekkl eins sjálfsögð og hún virtist vera þegar lögin um hana voru sett fyrir 50 árum. Ná- kvæmlega sama gildir um sjón- varp. Það er heldur engin ástæða til að takmarka rétt manna meira til rekstrar útvarps- og sjónvarps- stöðva en hann er til blaðaútgáfu. Enginn skyldar blaðaútgefanda til að selja blaðið sitt á Reyðarfirði ef Reynir Hugason „Þótti mörgum bæði Frjálst útvarp og Frétta- útvarpið standa sig með hinni mestu prýði miðað við þann útbúnað sem þeir höfðu og þann fyrir- vara sem þeir fengu til undirbúnings. Sóttu þeir einnig mjög í sig veðrið er frá leið og mátti öllum vera Ijóst áður en stöðvunum var lokað aö slíkar stöðvar yrðu aldrei hættulegar þótt þær fengju að leika lausum hala. Skulu for- svarsmenn þessara stöðva hafa vort þakk- læti fyrir framtak sitt.“ hann telur sér það ekki hag- kvæmt. Hví skyldu aðrar reglur gilda um útvarp eða sjónvarp. Er ekki eðlilegast að framboð og eft- irspurn ráði þar eins og við á um blaða- og tímaritaútgáfu. Sá tími er heldur ekki langt undan að hægt verði að útvarpa og sjón- varpa um gervihnött til hand- hægra svæðisstöðva, sem síðan senda merkin áfram inn á heimil- in hvar sem er á landi. Fellur sú röksemd þá endanlega um sjálfa sig að hætta sé á að mönnum verði mismunað eftir búsetu ef frjáls útvarpsrekstur verður leyfður. Við ættum hiklaust að stefna að þvi að fá aðrar þjóðir til að út- varpa og sjónvarpa til okkar með öllum tiltækum ráðum. Með því drögum við úr okkar eigin ein- angrun. Að við séum að kalla yfir okkur einhverja stórkostlega hættu með því að leyfa slíkt er sjónarmið sem einfaldlega á ekki við á þessum upplýsingatímum. Þvert á móti er ástandið þannig að því betri sem upplýsingatengslin eru þeim mun meiri eru möguleik- arnir til þess að gera sér mat úr upplýsingunum, það er að breyta þeim í peninga, og um það snýst þetta allt. Hver neitar því að það hefði til dæmis getað komið okkur að góðu gagni að geta fylgst beint með allri þeirri umræðu sem átti sér stað í norsku sjónvarpi og út- varpi á sínum tíma um stuðning við norskan sjávarútveg, í stað þess að lesa gloppóttar fréttir um hana í blöðum hér heima löngu eftir á. — Eða hvers vegna er það of gott handa okkur (eða vont) að geta horft á beint sjónvarp frá nágrannalöndum okkar, þegar staðreynd er að við getum fengið allar lélegustu kvikmyndirnar sem þar eru sýndar að láni eftir vild á næstu vídeóleigu. Eru það kannski góðu prógrömmin sem við megum ekki sjá? Nei — kjarni málsins er að þessi hugsunarhátt- ur er auðvitað úreltur. Tækni- framfarirnar hafa gert það að verkum að nú skiptir öllu að inn- byrða sem mest af upplýsingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.