Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 33 Eþfópíæ „Þúsundir koma á degi hverjum“ „HINGAÐ koma fleiri en þúsund flóttamenn á hverjum degi. Það er varla að við hofum undan,“ segir Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrun- arkona, í viðtali við bandaríska vikuritið Time, sem fjallar I nýj- asta tbl. mjög ýtarlega um hung- ursneyðina f Eþfópíu. Eins og áður hefur komið fram hér i blaðinu er Sigríður við hjálparstörf á vegum Rauða krossins á þurrkasvæðunum f Eþíópíu, og samkvæmt frásögn Time er hún nú í hjálparstöð í bænum Bati i norðurhluta lands- ins. í vikunni sem leið lést fólk þar unnvörpum úr hungri því straumur flóttafólks var svo 18 manns deyja á dag MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf sem Sigríður Guðmundsdóttir sendi Rauða krossi tslands. Hér fer á eftir útdráttur úr bréflnu. Þess má geta að Bati er 5.000 manna þorp í Eþíópiu: „Er við komum til Bati voru 11.000 manns í búðunum. 1 dag eru 18.000, það koma 800—1.000 manns daglega. Fólk er almennt mjög illa á sig komið, bæði börn og fullorðnir. Það dóu um 25 daglega er við komum en dánar- talan hefur minnkað aðeins og er nú um 18 daglega. Rauði krossinn f Eþíópíu hefur unnið mjög vel hér og er skipulagið nokkuð gott. Við, einn læknir og þrjár hjúkrunarkonur, erum ábyrg fyrir því að gefa fólkinu að borða og einnig fyrir allri læknishjálp. Læknirinn sér um læknishjálp- ina en við hjúkkurnar um fæð- ingar og matargjafir. Við höfum nú 2.200 börn á okkar vegum og fáum við um 300 ný börn dag- lega. Þau eru öll mjög illa á sig Neðra-Saxland: — segir Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarkona í við* tali við bandaríska tímaritið Time hraður, að ekki reyndist unnt að sinna þvf öllu. Er lýsing Time á þeim aðstæðum, sem Sigríður og annað hjúkrunarfólk vinnur við, átakanlegur lestur. Segir þar m.a. að óhugnanleg þögn grúfi yfir búðunum i Bati. Haft er eft- ir breskri hjúkrunarkonu. Janet Sigríður Guömundsdóttir komin og eru eins og lifandi beinagrindur. Okkur til aðstoðar höfum við 12 sjálfboðaliða frá Rauða krossinum, sem öll eru mjög góð. Við erum svo óheppin að ein hjúkrunarkonan hefur verið veik allan timann hér svo við erum bara tvær sem höfum unnið. önnur hefur tekið eldhús- Harris, sem starfar við hlið Sig- ríðar viö að sprauta fjörefnum og saltvatni í æðar hungraðra barna, að starf hennar sé niður- drepandi og oft gagnslaust. „Maður sér það á augum þeirra hvort þau muni lifa þetta af eða deyja. Það er enginn glampi f augum hinna dauðadæmdu," segir hún. Talið er að um 6 milljónir Eþíópiumanna hafi orðið fórn- arlömb hallærisins f landinu og búi við alvarlegan fæðuskort. Er óttast að allt að ein milljón manna muni láta lffið fyrir árs- lok þrátt fyrir hið umfangsmikla hjálparstarf. ið að sér og er að kenna innfædd- um að elda graut og hita mjólk en ég hef séð um að fæða börnin. Við höfum nú 1.000 börn á okkar vegum sem fá fjórar máltíðir á dag. Þar af eru um 100 bðrn sem eru að deyja úr þurrki, (de- hydration) og fá þau sérstaka meðhöndlun. 1.200 börn fá tvær máltíðir á dag. Við finnum að við getum ekki gert allt sem við vilj- um en við reynum að gera okkar besta. Við vinnum frá kl. 7 á morgnana til 7 á kvöldin og ég hleyp allan daginn i orðsins fyllstu merkingu. En ég nýt hverrar minútu hér, þrátt fyrir að við sjáum ekki fyrir endann á vinnunni hér. Þetta er mjög ólíkt Wolatiga og held ég að það hafi verið hálfgerðar „sumarbúðir" miðað við ástandið hér. Hér er heitt á daginn, samt ekki óþol- andi, en næturnar eru kaldar. Fólkið hér hefur litið sem ekkert með sér, nokkrar „dulur“ sem það breiðir ofan á sig yfir nótt- ina. Við erum að reyna að koma öllum fyrir í tjöldum en höfum ekki ennþá nóg af tjöldum og er erfitt að skilja hvernig fólk lifir af næturnar hér, en hitinn er ekki meiri en 5—10°C.“ Hjón flýja vestur yfir Hannover, V-Þýsknlandi, 28. nóvember. AP. ÞRÍTUGUR Austur-Þjóðverji og 21 árs gömul kona hans flýðu í nótt yfir landamærin og komust til Vestur Þýskalands heilu og höldnu. Skýrði landamæralögreglan frá þessu í dag. Hjónin gáfu þá ástæðu fyrir flóttanum að þau hefðu ekki viljað una lengur ástandinu ( Austur- Þýskalandi, kúguninni og bágum kjörum. Þau flýðu yfir til Neðra- Saxlands en ekki var sagt nánar frá flóttanum enda þykir augljóst, að austur-þýsku landamæraverð- irnir hafi ekki orðið hans varir. Á landamærunum á þessum slóðum eru mjög öflugar varnir til að koma í veg fyrir, að þegnar austur-þýska alþýðulýðveldisins hlaupist á brott. Þar eru sjálfvirk- ar flísabyssur, varðturnar, eftir- litssveitir með hunda og ramgerar girðingar. Veriö velkomin ópavogsbúaT athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, Jástur, strípur, skol, djúpnæringu o.s.frv. i Opiö frá kl. 9—18 á virkum dögum.i Lokaö á laugardögum í sumar. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Kjarakaup (..lAKWÖRlR Blævængir kr. 49.- Nálapúðar kr. 92,- Úts. diskamottur kr. 52.- Barnateppi kr. 145.- Matarprjónar kr. 12,- Dagbækur kr. 90,- Armbönd kr. 55.- Gleraugnahulstur kr. 94,- Töskur kr. 67.- Púðar kr. 254.- Koddaver kr. 161,- Herra hanskar kr. 135.- Dömu leðurhanskar kr. 630,- KÍNVI RSkl R NÁH KA I I'NADI I R Barnanáttföt kr. 429.- Barna sloppar kr. 438.- Dömunáttföt kr. 659.- Dömu sloppar kr. 721,- JÓKAVÖRIR Jólakort 5 stk. kr. 34.- Jólakúlur kr. 15.- Jólasveinar kr. 55,- Jólaenglar kr. 85,- Jólakerti frá kr. 48.- KKIkKÖNÍ, Föndursett kr. 90.- Munnhörpur kr. 62.- Kubbakassar kr. 60.- Sindy baðsett kr. 39.- Snyrtisett kr. 76.- Bangsar kr. 36.- Dúkkur kr. 99,- Tré púsl kr. 188.- Pílubyssur kr. 87.- Einnig ódýr útsaumur í miklu úrvali. Verslunin Sjónval Vesturgötu 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.