Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 32
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 Lík breska sendiráðsmannsins sent heim Hjúkrunarfólk ber lfk Percy Norris, breska sendiráösmannsins, sem myrtur var í Bombay á þriðjudag, út í líkvagn. Róm: Samsæri öfga- manna Kóm. 28. nóvember. AP. ítalska lögreglan hefur komið upp um áætlanir öfgasamtakanna „Heil- ags stríðs“ um sprengjuárás á bandaríska sendiráðið í Róm og eru nú sjö Líbanir í gæslu hennar. Margt þykir benda til, að hryðju- verkasamtökin hafi í hyggju að ráð- ast á Bandaríkjamenn og stofnanir þeirra annars staðar en í Miðaust- urlöndum. Lögreglustjórinn í Róm, Marc- ello Monarca, sagði á frétta- mannafundi í gær, að Líbanirnir sjö hefðu haft í fórum sínum full- komnar sannanir fyrir ráðabrugg- afstýrt inu, nákvæman uppdrátt af sendi- ráðsbyggingunni og upplýsingar um gæslu og öryggisbúnað. Sagði hann, að augljóst væri, að hryðju- verkasamtðkin „Heilagt stríð", sem hingað til hefðu einkum látið til sín taka í Miðausturlöndum, væru nú að færa út kvíarnar til Vestur-Evrópu. Maður, sem kvaðst vera tals- maður hryðjuverkasamtakanna, hringdi í dag til fréttastofu í Róm og varaði ftali við „að skipta sér af því, sem þeim kæmi ekki við“. Ella fengju þeir að kenna á því sjálfir. GJUM VIÐ 1APASKANA YFIR 12 VIKNA TÍMABIL iiiiiiiíjiíilmiiiiil ggp : vl WBm irn I og efnum auk páskaferðarinnar til fimm einstakra skíðaferða til CRANS MONTANA í Sviss Crans Montana er eitt allra fullkomnasta og glæsilegasta skíðasvæði veraldar og hefur m.a. verið valið sem keppnisstaður í heims- meistarakeppninni á skíðum árið 1987. íslensku skíðamennirnir í þessum hópferðum munu njóta alls hins besta sem þessi skíðalönd hafa upp á að bjóða. Gistingin er að sama skapi hin glæsilegasta, - dvalist verður á Hotel Mira- beau, rómuðu hóteli sem þjónað hefur fjölda íslendinga í páskaferðum okkar undanfarin ár við sérstaklega góðan orðstír. Skíðaferðirnar til Crans Montana eru engu líkar. Hér er þér einfaldlega boðið upp á eitt af því allra besta sem völ er á þegar skíðasvæði og allur aðbúnaður þeirra er annars vegar. Brottfarardagar: 12. janúar - 2 vikur 2. febrúar - 2 vikur 16. febrúar - 2 vikur ■ 2. mars - 2 vikur 16. mars - 2 vikur 30. mars/0 dagar (páskaferð) Leitið ykkur nánari uppiýsinga. Vídeóspóia á skrifstofunni. Dæmi um verð: (Páskaferðin) Kr.26.420.- Gengisskráning 21 nóv '84 Miðað við tvo fullorðna saman ( 2ja manna herbergi. Óvenju mikill barnaafsláttur. Góðir greiðsluskilmálar. Innifalið í verði: Flug Keflavík - Zurich - Keflavík, gisting á Hotel Mirabeau, Crans Montana (fjögurra stjörnu hótel), morgun- og kvöldverður á hótelinu, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn. Hotel Mirabeau Eitt af allra bestu hótelum staðarins, staðsett í hjarta þorpsins. Öll herbergi eru með svölum, baðherbergi, síma, sjónvarpi og „mini-bar“. Crans Montana Heimsþekkt skíðasvæði, brekkur við allra hæfi, yfir 40 skíðalyftur, skiðaskóli fyrir byrj- endur og lengra komna, sérstakur barna- skíðaskóli fyrir börn allt frá 3ja ára aldri, fjölbreytt hvíldar- og skemmtiaðstaða, skautasvell, tennisvellir, golfvellir, skemmti- staðir, diskótek o.fl. o.fl. Þorpið er í 1500 m hæð yfir sjávarmáli og skíðað er allt frá 3000 metra hæð. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. Borgartúni 34, 105 Reykjavík. Sími 83222. Bandaríkin: Endurskoðun á skattalögunum Waahiiftoi, 28. nÓTember. AP. Umfangsmikil endurskoðun á skattalögunum, sem Reagan forseti hefur nú til athugunar, myndi hafa þau áhrif helst að lækka skattana hjá flestum og grisja stórlega þann frumskóg, sem skattfrádráttarliðirn- ir eru nú. Kom þetta fram á blaða- mannafundi í gær sem Donald Reg- Batnandi samskipti versna á ný Seool, SoAur-Kóreu, 28. uÓTember. AP. Suður-Kóreumenn stungu í dag upp á því við Norður- Kóreumenn að næsta lota við- ræðna um efnahagssamvinnu og fleira færi fram frá 17. janúar næstkomandi. Jafn- framt hörmuðu Suður-Kóreu- menn að norðanmenn hefðu frestað „til næsta árs“ annarri lotunni sem hefjast átti 5. des- ember. Norðanmenn hafa borið fyrir sig atvikinu á dögunum er skotbardagi varð milli landa- mæravarða rikjanna er sovésk- ur ríkisborgari flýði suður. Féllu þrír Norður-Kóreumenn og einn sunnanmaður í bardag- anum. an fjármálaráðherra efndi til. Reagan forseti hefur ekki tekið neinar ákvarðanir enn um skatta- endurskoðunina, sem unnið hefur verið að í eitt ár, en vildi, að hún yrði gerð opinber strax til að al- menningur fengi tækifæri til að átta sig á henni. Áætlað er að fækka skattþrep- unum, sem nú er 16, í fjögur og munu þau þá verða þannig: Þeir, sem hafa í skattskyldar tekjur minna en 2;800 dollara (tæp 116 þús. ísl. kr.) greiða engan skatt; af skattskyldum tekjum á bilinu 2.801-19.300 dollarar (116.000-772.000 kr.) greiðist 15% skattur; af skattskyldum tekjum á bilinu 19.301—38.100 dollarar (772.000-1.524.000 kr.) greiðist 25% skattur en 35% af tekjum þar fyrir ofan. Hér er átt við einstakl- inga. Þegar um hjón er að ræða mega þau hafa 3.800 dollara í skatt- skyldar tekjur án þess að greiða skatt; af 3.800—31.800 greiðast 15%; af 31.801-63.800 greiðast 25% og 35% þar fyrir ofan. Áfram verður sami vaxtafrá- dráttur vegna afborgana af eigin húsnæði en 5.000 dollara þak á vöxtum að öðru leyti. Talið er, að 78% bandarískra skattgreiðenda muni greiða minni skatta ef af endurskoðuninni verður eða standa í stað. Ágreiniitgur um yíniðnaðinn í EB BrtÉasel, 28. DÓvember. AP. Utanríkisráðherrar EB-landanna voru í dag á öndverðum meiði um fyrirhugaðar aðgerðir í víniðnaðin- um og af þeim sökum tefjast enn viðræður við Spánverja og Portúgala um aðild að bandaiaginu. f þrjá daga hafa ráðherraranir ræðst við fyrir luktum dyrum um þau skilyrði sem setja skuli Spánverjum og Portúgölum hvað varðar vínframleiðslu, fiskveiðar og landbúnaðarmál. Um tvö síð- astnefndu málin er að sögn ekki mikill ágreiningur en öðru máli gegnir um vínin. Vínfrarnleiðslan er viðkvæmt mál fyrir sum Evr- ópubandalagslöndin og ef ekki tekst að takmarka framleiðsluna mun innganga Spánar og Portú- gals aðeins gera illt verra og auka við vínhafið. Þjóðarleiðtogar EB-landanna koma saman til fundar nk. mánu- dag og er vist talið, að þetta mál verði þá aðalumræðuefnið. Gert hafði verið ráð fyrir, að Spánn og Portúgal gengju í bandalagið 1. janúar 1986 og áttu öll formsatriði að vera frágengin fyrir 30. sept. sl. Það hefur dregist og mun eitthvað dragast enn en á miklu ríður fyrir Spánarstjórn, að af inngöngunni verði á réttum tíma. Snemma árs 1986 verður þjóðaratkvæða- greiðsla á Spáni um áframhald- andi aðild að NATO og stjórnin, sem er henni hlynnt, telur líklegt, að aðildin verði samþykkt ef Spánverjar eru komnir í EB en að öðrum kosti eins líklegt, að hún verði felld. Óeirðir í Chile Sutiago, Chile, 28. nÓTember. AP. VlÐA KOM til óeirða og mótmæla í Chile í dag og í nótt, einkum þó í höfuðborginni Santiago. Reistu stjórnarandstæðingar vegatálma og lögðu eld að. Þá grýttu þeir lögreglusveitir sem sendar voru á vettvang. Lögreglumennirnir hófu skothríð á móti og særðust að minnsta kosti fjórir skotsárum, en ekki þó lífshættulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.