Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
Lík breska sendiráðsmannsins sent heim
Hjúkrunarfólk ber lfk Percy Norris, breska sendiráösmannsins, sem
myrtur var í Bombay á þriðjudag, út í líkvagn.
Róm:
Samsæri öfga-
manna
Kóm. 28. nóvember. AP.
ítalska lögreglan hefur komið upp
um áætlanir öfgasamtakanna „Heil-
ags stríðs“ um sprengjuárás á
bandaríska sendiráðið í Róm og eru
nú sjö Líbanir í gæslu hennar.
Margt þykir benda til, að hryðju-
verkasamtökin hafi í hyggju að ráð-
ast á Bandaríkjamenn og stofnanir
þeirra annars staðar en í Miðaust-
urlöndum.
Lögreglustjórinn í Róm, Marc-
ello Monarca, sagði á frétta-
mannafundi í gær, að Líbanirnir
sjö hefðu haft í fórum sínum full-
komnar sannanir fyrir ráðabrugg-
afstýrt
inu, nákvæman uppdrátt af sendi-
ráðsbyggingunni og upplýsingar
um gæslu og öryggisbúnað. Sagði
hann, að augljóst væri, að hryðju-
verkasamtðkin „Heilagt stríð",
sem hingað til hefðu einkum látið
til sín taka í Miðausturlöndum,
væru nú að færa út kvíarnar til
Vestur-Evrópu.
Maður, sem kvaðst vera tals-
maður hryðjuverkasamtakanna,
hringdi í dag til fréttastofu í Róm
og varaði ftali við „að skipta sér af
því, sem þeim kæmi ekki við“. Ella
fengju þeir að kenna á því sjálfir.
GJUM VIÐ
1APASKANA YFIR
12 VIKNA TÍMABIL
iiiiiiiíjiíilmiiiiil ggp
: vl WBm
irn I
og efnum auk páskaferðarinnar
til fimm einstakra skíðaferða
til CRANS MONTANA í Sviss
Crans Montana er eitt allra fullkomnasta
og glæsilegasta skíðasvæði veraldar og hefur
m.a. verið valið sem keppnisstaður í heims-
meistarakeppninni á skíðum árið 1987.
íslensku skíðamennirnir í þessum hópferðum
munu njóta alls hins besta sem þessi skíðalönd
hafa upp á að bjóða. Gistingin er að sama skapi
hin glæsilegasta, - dvalist verður á Hotel Mira-
beau, rómuðu hóteli sem þjónað hefur fjölda
íslendinga í páskaferðum okkar undanfarin ár við
sérstaklega góðan orðstír.
Skíðaferðirnar til Crans Montana eru engu
líkar. Hér er þér einfaldlega boðið upp á eitt af
því allra besta sem völ er á þegar skíðasvæði og
allur aðbúnaður þeirra er annars vegar.
Brottfarardagar:
12. janúar - 2 vikur 2. febrúar - 2 vikur
16. febrúar - 2 vikur ■ 2. mars - 2 vikur
16. mars - 2 vikur 30. mars/0 dagar (páskaferð)
Leitið ykkur nánari uppiýsinga.
Vídeóspóia á skrifstofunni.
Dæmi um verð: (Páskaferðin)
Kr.26.420.-
Gengisskráning 21 nóv '84
Miðað við tvo fullorðna saman (
2ja manna herbergi.
Óvenju mikill barnaafsláttur.
Góðir greiðsluskilmálar.
Innifalið í verði: Flug Keflavík - Zurich -
Keflavík, gisting á Hotel Mirabeau, Crans
Montana (fjögurra stjörnu hótel), morgun- og
kvöldverður á hótelinu, ferðir til og frá flugvelli
erlendis, íslensk fararstjórn.
Hotel Mirabeau
Eitt af allra bestu hótelum staðarins, staðsett
í hjarta þorpsins. Öll herbergi eru með
svölum, baðherbergi, síma, sjónvarpi og
„mini-bar“.
Crans Montana
Heimsþekkt skíðasvæði, brekkur við allra
hæfi, yfir 40 skíðalyftur, skiðaskóli fyrir byrj-
endur og lengra komna, sérstakur barna-
skíðaskóli fyrir börn allt frá 3ja ára aldri,
fjölbreytt hvíldar- og skemmtiaðstaða,
skautasvell, tennisvellir, golfvellir, skemmti-
staðir, diskótek o.fl. o.fl. Þorpið er í 1500 m
hæð yfir sjávarmáli og skíðað er allt frá 3000
metra hæð.
Ferðaskrifstofa
Guðmundar Jónassonar hf.
Borgartúni 34, 105 Reykjavík. Sími 83222.
Bandaríkin:
Endurskoðun á
skattalögunum
Waahiiftoi, 28. nÓTember. AP.
Umfangsmikil endurskoðun á
skattalögunum, sem Reagan forseti
hefur nú til athugunar, myndi hafa
þau áhrif helst að lækka skattana
hjá flestum og grisja stórlega þann
frumskóg, sem skattfrádráttarliðirn-
ir eru nú. Kom þetta fram á blaða-
mannafundi í gær sem Donald Reg-
Batnandi
samskipti
versna á ný
Seool, SoAur-Kóreu, 28. uÓTember. AP.
Suður-Kóreumenn stungu í
dag upp á því við Norður-
Kóreumenn að næsta lota við-
ræðna um efnahagssamvinnu
og fleira færi fram frá 17.
janúar næstkomandi. Jafn-
framt hörmuðu Suður-Kóreu-
menn að norðanmenn hefðu
frestað „til næsta árs“ annarri
lotunni sem hefjast átti 5. des-
ember. Norðanmenn hafa borið
fyrir sig atvikinu á dögunum er
skotbardagi varð milli landa-
mæravarða rikjanna er sovésk-
ur ríkisborgari flýði suður.
Féllu þrír Norður-Kóreumenn
og einn sunnanmaður í bardag-
anum.
an fjármálaráðherra efndi til.
Reagan forseti hefur ekki tekið
neinar ákvarðanir enn um skatta-
endurskoðunina, sem unnið hefur
verið að í eitt ár, en vildi, að hún
yrði gerð opinber strax til að al-
menningur fengi tækifæri til að
átta sig á henni.
Áætlað er að fækka skattþrep-
unum, sem nú er 16, í fjögur og
munu þau þá verða þannig: Þeir,
sem hafa í skattskyldar tekjur
minna en 2;800 dollara (tæp 116
þús. ísl. kr.) greiða engan skatt; af
skattskyldum tekjum á bilinu
2.801-19.300 dollarar
(116.000-772.000 kr.) greiðist 15%
skattur; af skattskyldum tekjum á
bilinu 19.301—38.100 dollarar
(772.000-1.524.000 kr.) greiðist
25% skattur en 35% af tekjum þar
fyrir ofan. Hér er átt við einstakl-
inga.
Þegar um hjón er að ræða mega
þau hafa 3.800 dollara í skatt-
skyldar tekjur án þess að greiða
skatt; af 3.800—31.800 greiðast
15%; af 31.801-63.800 greiðast
25% og 35% þar fyrir ofan.
Áfram verður sami vaxtafrá-
dráttur vegna afborgana af eigin
húsnæði en 5.000 dollara þak á
vöxtum að öðru leyti. Talið er, að
78% bandarískra skattgreiðenda
muni greiða minni skatta ef af
endurskoðuninni verður eða
standa í stað.
Ágreiniitgur um
yíniðnaðinn í EB
BrtÉasel, 28. DÓvember. AP.
Utanríkisráðherrar EB-landanna
voru í dag á öndverðum meiði um
fyrirhugaðar aðgerðir í víniðnaðin-
um og af þeim sökum tefjast enn
viðræður við Spánverja og Portúgala
um aðild að bandaiaginu.
f þrjá daga hafa ráðherraranir
ræðst við fyrir luktum dyrum um
þau skilyrði sem setja skuli
Spánverjum og Portúgölum hvað
varðar vínframleiðslu, fiskveiðar
og landbúnaðarmál. Um tvö síð-
astnefndu málin er að sögn ekki
mikill ágreiningur en öðru máli
gegnir um vínin. Vínfrarnleiðslan
er viðkvæmt mál fyrir sum Evr-
ópubandalagslöndin og ef ekki
tekst að takmarka framleiðsluna
mun innganga Spánar og Portú-
gals aðeins gera illt verra og auka
við vínhafið.
Þjóðarleiðtogar EB-landanna
koma saman til fundar nk. mánu-
dag og er vist talið, að þetta mál
verði þá aðalumræðuefnið. Gert
hafði verið ráð fyrir, að Spánn og
Portúgal gengju í bandalagið 1.
janúar 1986 og áttu öll formsatriði
að vera frágengin fyrir 30. sept. sl.
Það hefur dregist og mun eitthvað
dragast enn en á miklu ríður fyrir
Spánarstjórn, að af inngöngunni
verði á réttum tíma. Snemma árs
1986 verður þjóðaratkvæða-
greiðsla á Spáni um áframhald-
andi aðild að NATO og stjórnin,
sem er henni hlynnt, telur líklegt,
að aðildin verði samþykkt ef
Spánverjar eru komnir í EB en að
öðrum kosti eins líklegt, að hún
verði felld.
Óeirðir í Chile
Sutiago, Chile, 28. nÓTember. AP.
VlÐA KOM til óeirða og mótmæla
í Chile í dag og í nótt, einkum þó í
höfuðborginni Santiago. Reistu
stjórnarandstæðingar vegatálma
og lögðu eld að. Þá grýttu þeir
lögreglusveitir sem sendar voru á
vettvang. Lögreglumennirnir hófu
skothríð á móti og særðust að
minnsta kosti fjórir skotsárum, en
ekki þó lífshættulega.