Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 25 Óvenju ósérhlífinn Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvinsson Þorgeir Þorgeirsson: Ja — Þessi heimur Veraldarsaga og reisubók Péturs Karlssonar Kidson 208 bls. löunn Undir lok þessarar bókar segir Pétur Kidson: „Við skrásetjarinn höfum líka orðið sammála um tvö meginatriði sem einkenna þurfa svona minningar: að meiða engan og hlífa aldrei sjálfum sér. Óframkvæmanlegt hvort tveggja og þessvegna tilvalið sem prinsíp." (bls. 182). heildarmynd loks fæst af verkinu, kemur í ljós að hin persónulegu innskot og umsagnir Péturs um sjálfan sig auka gildi þess. Það sem lesanda getur fundist að komi sér ekki við framan af bókinni, hjálpar til við að gefa skýra mynd af sögumanni, sem blasir við í bókarlok. Manni sem hefur lifað óvenjulegu lífi bæði út á við og inn á við, a.m.k. á íslenskan mæli- kvarða. Ævintýralegt líf Péturs gefur bókinni ríkara innihald en tíðkast í íslenskum ævisögum, enda þótt ævintýrin séu ekki alltaf mjög stór í sniðum. Sögumaður gerir sér líka grein fyrir því og skrásetj- arinn leitast ekki við að krydda lítil sögubrot svo úr verði örlaga- sögur af alþjóðlegum stærðar- gráðum. Þetta er ævisaga lítils manns sem hefur farið víða og séð margt í stórum og flóknum heimi án þess að öðlast nokkurn sérstakan, djúpan skilning á öllu saman. Pét- ur Kidson hefur ekki brotið heim- inn til mergjar þótt hann hafi ferðast um hann, líkt og gildir um aðra er það fremur heimurinn sem hefur brotið hann til mergjar. Pétur starfaði lengi í bresku leyniþjónustunni og segir frá reynslu sinni af ýmsum stöðum sem hann gisti sem leyniþjónust- umaður, Rússlandi, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi, Austur- löndum nær, Islandi o.s.frv. Margt af því sem þar kemur fram er skemmtilegt þótt það skipti sjaldnast sköpum, nema þá fyrir Pétur sjálfan. Þó eru kafl- arnir um Þorskastríðið á sjötta áratugnum nokkuð fróðlegir, ekki síst það sem segir um Gilchrist sendiherra og samskipti þeirra Péturs. Eftir því að dæma hefur Gilchrist hegðað sér kjánalega í jíeirri deilu og platað flónsku sína inn á bresku stjórnina. Einnig er bókaraukinn áhuga- verður, en þar er birt skýrsla frá árinu 1945 um njósnir Þjóðverja á íslandi og Grænlandi, eftir Kurt Singer. Singer þessi starfaði upp- haflega í neðanjarðarhreyfing- unni gegn nasistum í Þýskalandi sjálfu, en varð að flýja land og settist að í Svíþjóð þar sem hann hélt áfram njósnum sínum um nasistana m.a. í náinni samvinnu við leyniþjónustu Breta. Þorgeiri Þorgeirssyni hefur tek- ist vel að skrá sögu Péturs. Staf- setningin verkar að vísu stundum nokkuð sérviskuleg á undirritað- an, en það er smekksatriði og lít- ilvægt hjá hinu að frásögnin skríður eðilega fram, líkt og um talað mál sé að ræða fremur en ritað. Frásögnin verður að vísu pínulítið ruglingsleg á köflum, þar sem einn atburður á einum stað vekur Pétur allt í einu til umhugs- unar um annan á öðrum stað, en það er í raun ekki til skaða. Eg held að bókin hefði orðið allsendis ólík sögumanni, hefði frásögnin verið rígskorðuð í rétta tímaröð. Hann segir sjálfur á einum stað og leggur þar út af stjörnumerki sínu: „Sá sem fæddur er í Tvíbura- merki á sjaldan auðvelt með að fylgja pólitísku spori — og aldrei fer hann götuna á enda. Það gerir tvískinnungurinn í fari hans öllu." (bls. 19). Pétur Kidson er engin hetja eins og móðir hans segir honum í æsku, þá þorir hann aldrei að taka áhættuna. Hann prófar þetta og hitt en fátt verður um niðurstöð- ur. Tvískinnungurinn, hikið er alls ráðandi. En það, að þetta kemur fram í bókinni allt saman auk upplýsinga um nokkuð sérstaka stöðu hans í kynferðismálum, verður reyndar að flokka undir nokkurs konar hetjuskap. Það þarf umtalsvert þor til að horfast í augu við sjálfan sig. Ég held að óhætt sé að segja að þeim Pétri og Þorgeiri hafi tekist furðu vel að framkvæma það sem hér að ofan er talið ógerlegt. Mið- að við aðrar minningabækur er þessi sérlega einlæg og sögumaður óvenju ósérhlífinn, jafnvel þannig að lesanda gæti þótt nóg um á köflum. Eftir lesturinn, þegar Bogga á Hjalla Barnabók eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur BARNABÓKIN Bogga á Hjalla eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur er komin út hjá Máli og menningu, myndskreytt af Önnu Cynthiu Leplar. í frétt frá MM segir m.a.: „Söguhetjan, Bogga, er skemmtileg stelpa sem býr í litlu þorpi, hjá mömmu, pabba, ömmu og öllum systkinunum, kisu, hananum og hænsnunum. Það er glatt á hjalla þar sem svona margir búa — enda heit- ir húsið þeirra Hjalli. í sögunni segir frá daglegum störfum, hananum sem lenti í tjörunni, húsinu sem fauk út á sjó, huld- ufólkinu sem Bogga sá þegar hún var að reka kýrnar og mörgu fleira. Allt þetta gæti sem best gerst á okkar dögum, en raunar er Bogga Vilborg Dagbjartsdóttir sjálf og þorpið hennar Vestdalseyri við Seyð- isfjörð sem nú hefur verið jafn- að við jörðu. Bókin er einkum ætluð þeim börnum sem eru nýlega farin að lesa sjálf. Hún er 45 bls. auk yfirlitsmyndar af Vestdalseyri um 1930 eftir Önnu Cynthiu Leplar. Bókin er hönnuð í Repró, prentuð í Formprenti og bundin í Bókfelli hf. ER EINHVERJUM KALT? J —X Sterkbyggöir rafmagnsofnar til notkunar í t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum. Stærö 575-1150 W. Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitablásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-5 og 9kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. - 1 """ i' t „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- arhúsnæði sem dreifir heitu lofti niður á við. Stórkostlegur sparnað- ur í upphitun. Orkunotk- un 120 W. Jtf RÖNNING SSSS8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.