Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 23 Þessu breytingum er lýst þannig, aö kommúnubúskapur hafi nánast verið lagður niður, en í staðinn verið teknar upp markaðsaðferðir og gróðasjónarmiðið sett í önd- vegi. Bændur ákveða nú sjálfir hvað þeir rækta, og selja á því verði, sem þeir geta fengið. Árang- urinn hefur verið hver metupp- skeran á fætur annarri, þannig að Kínverjar þurfa ekki lengur á bandarísku korni að halda, og vilja helzt ekki kaupa einu sinni það lágmarksmagn, sem þeir höfðu skuldbundið sig til i við- skiptasamningi landanna. Frá sjónarmiði hinnar sönnu trúar er slíkri stefnu þó sennilega samt sem áður vel lýst með þeim orðum að „hagsmunum fjöldans hafi ver- ið fórnað í þágu auðmagnsins". Hinir háu vextir á Islandi, sem Ragnar Arnalds lýsir með þessum orðum eru afleiðing sama fyrir- brigðis og hafa skilað Kínverjum metuppskerum mörg ár í röð — notkunar markaðarins til að sýna hvar skórinn kreppir og til að stýra ráðstöfun tiltæks fjár- magns. Hinir háu vextir á íslandi nú eru skilgetið afkvæmi hinnar tærandi verðbólgu, sem hefur þjakað landsmenn með si- vaxandi þunga allt fram á síðasta ár. Þeir eru afsprengi þeirrar verðbólgu, sem hefur kennt fólki að það sé heimska að spara, þeirr- ar verðbólgu, sem hefur fært hverri einustu fjölskyldu talandi dæmi um það hvernig gamaldags einfeldningar, sem sýna gamal- dags ráðdeild, standa uppi slyppir og snauðir. Frá Kína bárust nýlega þær fréttir, að verið sé að gera miklar breytingar á skipulagi iðnfyrir- tækja er gangi í sömu átt og eldri breytingar í landbúnaði. Hinn sí- ungi Deng, sem nú mun vera 80 ára gamall, er sagður lýsa þessum breytingum svo, að verið sé að fullkomna kommúnisma með kap- italistískum aðferðum! Áar hans blessi hann, ég vona svo sannar- lega, að hann verði 100 ára og jafnhress þá og hann er nú! Það væri nú einhver munur ef foringj- ar vinstri flokka á Vesturlöridum sýndu sama æskuþrek og Deng, og sama hugrekki og hann til að endurskoða hugmyndir sínar i ljósi fenginnar reynslu. Sigurður H. Friðjónsson er doktor í lífeðlisfræði og kennir rið tækni- deild Hiskóla fslands. Sumar á Síldarfirði fwos. qurhil» þeim trum, *t iild«r®viniyrlG tai i algleym- Fr*#í>grtln er byggð «tönnom atburðum, on fwrft I »t(lir»r>. Þrrtia »r briöakammiilaQ 09 ty*i» v»l Wkwi i «|«varpl*»*um a Noi’Áurtirm'fl l» sitdararunum gömlw og jjööíj Saga úr síldinni SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur gefið út skáldsöguna Sumar á Sfld- arflrði, sem er fyrsta skáldsaga höf- undar, sem kýs að skrifa undir dul- nefninu Eyjólfur Kárason. Á bókarkápu segir, að sagan gerist á þeim árum, er síldaræv- intýrið var í algleymingi. Frá- sögnin er byggð á sönnum atburð- um, en færð í stílinn. „Sagan er bráðskemmtileg og lýsir vel lífinu í sjávarplássum á Norðurlandi á síldarárunum gömlu og góðu.“ Bókin er 138 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Höggmyndin austast við Miklubraut: Folald sett upp við hlið hryssunnar Á næstu dögum verður lokið við að setja upp styttu af folaldi við hlið hryssunnar, sem stendur á stalli við Miklubraut innundir Elliðaám. Verða settar upp þrjár höggmyndir í Reykjavík í þessari viku, að sögn Hafliða Jónssonar garðyrkjustjóra. Afsteypa úr bronzi af hryssu Sigurjóns Olafssonar ásamt folaldinu, sem næstu daga verður komið fyrir á stalli við hlið styttunnar austast við Miklubrautina í Reykjavík. Morgunblaíift/Emilia Folaldið hefur alltaf vantað við hlið hryssunnar, höggmyndar Sig- urjóns ólafssonar. Fyrir um tveimur árum var síðan ákveðið að steypa það í bronz og setja á sinn stað. Einnig er verið að setja upp höggmyndina Sköpun eftir Helga Gíslason í grasagarðinum í Laug- ardal, og höggmyndina Hyrningar eftir Hallstein Sigurðsson á torgi á mótum Álfheima og Langholts- vegar. ÞRIGGJA STJÖRNU REIKNINGUR ALÞÝÐUBANKAHS ER AFGERANDI FYRIR SPARIFJÁREIGENDUR ÞETTA ERU AFBRAGÐSKJÖR SEM HVORKIAÐRIR BANKAR NÉ RÍKISSJÓÐUR BJÓÐA UPP Á Þriggja stjörnu reikningur Aiþýðubankans er afgerandi fyrir spariQáreigendur. Við bjóðum einstaklingum, félagasamtökum og sjóðum upp á fulla verðtryggingu og 9% vexti. Og hjá okkur er binditíminn aðeins tvö ár. Alþýðubankinn býður best! Alþýöubankinn hf. AUGLYSINGAÞJÓNUSTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.