Morgunblaðið - 29.11.1984, Side 23

Morgunblaðið - 29.11.1984, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 23 Þessu breytingum er lýst þannig, aö kommúnubúskapur hafi nánast verið lagður niður, en í staðinn verið teknar upp markaðsaðferðir og gróðasjónarmiðið sett í önd- vegi. Bændur ákveða nú sjálfir hvað þeir rækta, og selja á því verði, sem þeir geta fengið. Árang- urinn hefur verið hver metupp- skeran á fætur annarri, þannig að Kínverjar þurfa ekki lengur á bandarísku korni að halda, og vilja helzt ekki kaupa einu sinni það lágmarksmagn, sem þeir höfðu skuldbundið sig til i við- skiptasamningi landanna. Frá sjónarmiði hinnar sönnu trúar er slíkri stefnu þó sennilega samt sem áður vel lýst með þeim orðum að „hagsmunum fjöldans hafi ver- ið fórnað í þágu auðmagnsins". Hinir háu vextir á Islandi, sem Ragnar Arnalds lýsir með þessum orðum eru afleiðing sama fyrir- brigðis og hafa skilað Kínverjum metuppskerum mörg ár í röð — notkunar markaðarins til að sýna hvar skórinn kreppir og til að stýra ráðstöfun tiltæks fjár- magns. Hinir háu vextir á íslandi nú eru skilgetið afkvæmi hinnar tærandi verðbólgu, sem hefur þjakað landsmenn með si- vaxandi þunga allt fram á síðasta ár. Þeir eru afsprengi þeirrar verðbólgu, sem hefur kennt fólki að það sé heimska að spara, þeirr- ar verðbólgu, sem hefur fært hverri einustu fjölskyldu talandi dæmi um það hvernig gamaldags einfeldningar, sem sýna gamal- dags ráðdeild, standa uppi slyppir og snauðir. Frá Kína bárust nýlega þær fréttir, að verið sé að gera miklar breytingar á skipulagi iðnfyrir- tækja er gangi í sömu átt og eldri breytingar í landbúnaði. Hinn sí- ungi Deng, sem nú mun vera 80 ára gamall, er sagður lýsa þessum breytingum svo, að verið sé að fullkomna kommúnisma með kap- italistískum aðferðum! Áar hans blessi hann, ég vona svo sannar- lega, að hann verði 100 ára og jafnhress þá og hann er nú! Það væri nú einhver munur ef foringj- ar vinstri flokka á Vesturlöridum sýndu sama æskuþrek og Deng, og sama hugrekki og hann til að endurskoða hugmyndir sínar i ljósi fenginnar reynslu. Sigurður H. Friðjónsson er doktor í lífeðlisfræði og kennir rið tækni- deild Hiskóla fslands. Sumar á Síldarfirði fwos. qurhil» þeim trum, *t iild«r®viniyrlG tai i algleym- Fr*#í>grtln er byggð «tönnom atburðum, on fwrft I »t(lir»r>. Þrrtia »r briöakammiilaQ 09 ty*i» v»l Wkwi i «|«varpl*»*um a Noi’Áurtirm'fl l» sitdararunum gömlw og jjööíj Saga úr síldinni SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur gefið út skáldsöguna Sumar á Sfld- arflrði, sem er fyrsta skáldsaga höf- undar, sem kýs að skrifa undir dul- nefninu Eyjólfur Kárason. Á bókarkápu segir, að sagan gerist á þeim árum, er síldaræv- intýrið var í algleymingi. Frá- sögnin er byggð á sönnum atburð- um, en færð í stílinn. „Sagan er bráðskemmtileg og lýsir vel lífinu í sjávarplássum á Norðurlandi á síldarárunum gömlu og góðu.“ Bókin er 138 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Höggmyndin austast við Miklubraut: Folald sett upp við hlið hryssunnar Á næstu dögum verður lokið við að setja upp styttu af folaldi við hlið hryssunnar, sem stendur á stalli við Miklubraut innundir Elliðaám. Verða settar upp þrjár höggmyndir í Reykjavík í þessari viku, að sögn Hafliða Jónssonar garðyrkjustjóra. Afsteypa úr bronzi af hryssu Sigurjóns Olafssonar ásamt folaldinu, sem næstu daga verður komið fyrir á stalli við hlið styttunnar austast við Miklubrautina í Reykjavík. Morgunblaíift/Emilia Folaldið hefur alltaf vantað við hlið hryssunnar, höggmyndar Sig- urjóns ólafssonar. Fyrir um tveimur árum var síðan ákveðið að steypa það í bronz og setja á sinn stað. Einnig er verið að setja upp höggmyndina Sköpun eftir Helga Gíslason í grasagarðinum í Laug- ardal, og höggmyndina Hyrningar eftir Hallstein Sigurðsson á torgi á mótum Álfheima og Langholts- vegar. ÞRIGGJA STJÖRNU REIKNINGUR ALÞÝÐUBANKAHS ER AFGERANDI FYRIR SPARIFJÁREIGENDUR ÞETTA ERU AFBRAGÐSKJÖR SEM HVORKIAÐRIR BANKAR NÉ RÍKISSJÓÐUR BJÓÐA UPP Á Þriggja stjörnu reikningur Aiþýðubankans er afgerandi fyrir spariQáreigendur. Við bjóðum einstaklingum, félagasamtökum og sjóðum upp á fulla verðtryggingu og 9% vexti. Og hjá okkur er binditíminn aðeins tvö ár. Alþýðubankinn býður best! Alþýöubankinn hf. AUGLYSINGAÞJÓNUSTAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.