Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 57 aði Lionsklúbbinn Þór. Meðal þeirra voru: Brynjólfur Jóhann- esson, Friðfinnur Olafsson, Kjart- an Sveinsson, Guðmundur J. Sig- urðsson, Albert Guðmundsson og Lúðvig Hjálmtýsson. Haraldur var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins og var það gæfa félagsins. Hann mótaði starfið frá upphafi á sinn skemmtilega hátt, og mörg þau verkefni sem hann braut upp á þá eru enn á dagskrá hjá okkur. Haraldur var mjög áhugasamur Lionsmaður og starfaði mikið fyrir hreyfinguna meðan heilsa hans leyfði. Hann var umdæmis- stjóri Lions á íslandi árið 1964-65. Árið 1968 heiðruðu fé- lagar hans hann með því að gera hann að fyrsta heiðursfélaga Lionsklúbbsins Þórs. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Þórs votta ég fjölskyldu hans innilega samúð. Blessuð sé minning góðs drengs, Haraldar Á. Sigurðssonar. Ragnar Ólafsson, formaður. Er okkur, hinum ungu Reykvík- ingum, bárust tíðindin um að einn af aðalleikurum bæjarins og stórmeisturum leiklistargyðjunn- ar, Haraldur Á. Sigurðsson for- stjóri, væri fallinn frá, varð mér hugsað til þeirra snillinga sem sköpuðu hinar vinsælu revíur á árunum fyrir síðustu heimsstyrj- öld og héldu þeim við lýði styrj- aldarárin með undraverðum ár- angri. Eðlilega er manni þá efst í huga Haraldur Á. Sigurðsson leik- ari. Við minnumst einnig þeirra, sem með honum voru á fjölunum í Iðnó, t.d. Brynjólfs Jóhannessonar og Alfreðs Andréssonar. Að öðr- um ágætum leikurum ólöstuðum fyrr og síðar tel ég að fáir menn hafi veitt jafn mörgum, á öllum aldri, jafn mikla gleði og þegar þeir birtust saman á sviðinu. — Og þeir verða okkur ógleymanleg- ir, t.d. er þeir skemmtu á Bláu stjörnu-revíunum í Sjálfstæðis- húsinu. Mönnum eru enn í fersku minni eftir öll þessi ár hlátra- sköllin á þeim skemmtunum. Já, það var með ólíkindum hve mikla gleði og ánægju Haraldur Á. veitti ásamt þeim Alfreð, Tómasi Guð- mundssyni, Emil Thoroddsen að ógleymdum Guðmundi Sigurðs- syni. óskandi er að Reykjavík eigi eftir að eignast slíka snillinga aft- ur. Fjölskyldu Haralds Á. Sigurðs- sonar sendi ég blessunaróskir á þessum degi. Þorkell Valdimarsson. SVAR MITT eftir Billy Graham Víti til varnaðar Ég er ekki orðin tvítug. Hinir raunverulegu foreldrar mínir skildu, og móðir mín giftist aftur manni, sem er mjög truflaður á sálinni. Hann drekkur, heldur fram hjá mömmu og gerir margt annað, sem brýtur í bága við trúarskoðanir mömmu. Hvað er hægt að gera, þegar svona stendur á? Mér finnst mamma ekki eiga skilið, að allar þessar byrðar skuli lagðar á hana. Við lifum í heimi þjáningar. Stundum tökum við ákvarðanir í fljótræði og bætum gráu ofan á svart að nauðsynjalausu, eins og móðir þín hefur gert. Hjóna- band fá sorglegan endi, ef til þeirra er stofnað, án þess að menn biðji Guð ákaft og leiti vilja hans. Ég er eindreginn fylgismaður þess, að trúaður maður gangi að eiga trúaða konu. Þegar farið er að stíga í vænginn við fólk, sem á enga trúarlega sannfæringu, verða endalokin oft þau, sem kallað er „helvíti á jörðu". Hér er auðvitað um að ræða hið órjúfanlega lögmál um sáningu og uppskeru, og það er skiljanlega erfitt viður- eignar! Ég vil þó hvetja móður þína til að lifa eins og góð og guðhrædd kona með ósiðlátum eiginmanni sínum, svo að honum verði óbærilegt að lifa í syndum sínum. Þetta ætti að verða þér víti til varnaðar. Eflaust kemur til þín einhver piltur, sem trúir ekki á Krist, og vill, að þú verðir konan hans og alir honum börn. Þú veizt, hverju þú átt að svara honum, því að betra er að vera einhleypur alla ævi en láta ginnast til að ganga undir „ósamkynja ok“, eins og henti móður þína. Held- ur vildi ég vera barnlaus en eiga börn og ala þau upp án Krists. + Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaöir, JÓHANNESJÓN8SON fré Asparvfk, Fannborg 1, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vlnsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er bent á hjúkrunarhelmillö Sunnuhllö, Kópavogi. Sofffa Valgairsdóttir, Ingl Karl Jóhannssaon, Sólrún Aspar Elfaadóttlr. t Þökkum innllega samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar mins, bróöur okkar, mágs og frænda, GUDMUNDAR ÁSGRÍMS BJÖRNSSONAR, Drápuhlló 48. Sofffa Björnsdóttir, Halldóra G. Björnsdóttir, Páll Kristjánsson, Grfmur S. Björnsson, Björg Jósapsdóttir, Þorsteinn K. Björnsson, Ásdfs Arnardóttir, Björn Á. Björnsson, Elfsabot Erlandsdóttir, og systkinabörn. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför LÝÐ8 GUÐMUNDSSONAR loftskaytamanns. Guórún Siguröardóttir, Siguröur Lýösson, Sasunn Gunnarsdóttir, Guömundur B. Lýösson, Inga Ágústsdóttir, og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNS ÞÓRARINSSONAR bónda, Sköróum. Þórarinn Jónsson, Stafán Jónsson, Ragnhaiöur Jónsdóttir, Þurfóur Jónsdóttir Hilla, tangdabörn og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför fööur okkar, tengadfööur, afa og mágs, GUOMUNDAR BRYNJÓLFSSONAR, Elliheimilinu Garövangi, Garöi, áöur Klapparstfg 16, Njarövfk. Þórhanna Guómundsdóttir, Ólafur Jónsson, Magna Guömundsdóttir, Melvin Pfaifar, Hrefna Guómundsd. Millar, Margrét J. Guömundsdóttir, Jón Friörík Ólafsson, barnabörn og Jóhann B. Guómundsson. Vegna jaröarfarar HARALDAR Á. SIGURÐSSONAR ver- öa skrifstofur vorar lokaðar i dag frá kl. 13.00. Hsildvsrslun Asgeirs Sigurössonar Aukjp málningar- þjónusta Viö höfum selt ýmsar málningarvörur og áhöld í 70 ár. Nú bætum viö um betur og bjóöum fullkomna málningarþjón- ustu fyrir heimili og atvinnuvegi. ALLIR LITIR OG ÁFERÐIR á veggi, gólf, glugga, vinnuvélar og skip Hvaða lit viltu? afsláttur af allri málningu til jóla Opið á laugardögum kl. 9—12. Ánanaustum, Grandagaröi, sími 28855.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.