Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 Mazda 323$ MEST SELDI JAPANSKIBÍLUNN í EVRÓPU, og engin furða, því hann er: ★ Framdrifinn. Pað tryggir góða aksturseiginleika og fróbæra spyrnu í snjó og hólku. ★ Rúmgóður. MAZDA 323 rúmar vel 5 fullorðna ósamt farangri, og hann er miklu rýmri en svokallaðir „smóbílar" og kostar samt svipað. ★ Vandaður. MAZDA 323 er þrautreyndur, vandaður og vel smíðaður. ★ Eyðslugrannur. MAZDA 323 eyðir aðeins liðlega 5 lítrum ó hverja 100 kílómetra ó 60 - 90 km hraða. ★ 6 óra ryðvarnarábyrgð. MAZDA 323 er ryðvar- inn með nýja ryðvarnarefninu WAXOYL og fylgir honum 6 ára ryðvarnarábyrgð. Prátt fyrir gengisbreytingu, þá er MAZDA 323 árgerð 1985 á ótrúlega hagstæðu verði: \ llllll i 1300 Hatchback \# kr. gengisskr. 26.11.84 með ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. mazoa Mest fyrir peningana! BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99 Lýsið flýtur ofan á þrónum Fylgst með loðnulöndum og -bræðslu líflegan sunnudag á Eskifirði MYNDIR OG TEXTl: ÆVAR AUÐBJÖRNSSON ' Eskifirdi, 26. nóvember. LOÐNAN flæðir á land þessa dagana og er nú svo komið að skipin þurfa að bíða við bryggju í tvo til þrjá sólarhringa eftir að losna við aflann. Sumir taka þann kostinn að sigla langt með aflann, norður, suður eða jafnvel til Færeyja eða Danmerkur. Athygli vekur að loðnan sem veiðist er stór og svo er lýsið mikið í henni að það flýtur ofan i í þ í dag var verið að senda héðan 2 þúsund tonn af lýsi, 500 tonn af mjöli og auk þess saltsíld til Finnlands. Nærri liggur að verð- mæti lýsisins og mjölsins sé um 30 milljónir króna. Sjálfsagt er svip- aða sögu að segja úr mörgum öðr- um útgerðarstöðum þessa dagana. Sárt þykir sjómanninum að þurfa að sigla í land og leggja skipi sínu við bryggju þegar mok- Friðrik Friðriksson starfsmaður í loðnubræðslunni á Eskifirði síðan í gosinu í Vestmannaeyjum. veiði er, en hann hefur lokið við að veiða þann skammt sem stóri bróðir hefur skammtað. Aflamenn fá ekki að njóta hæfileika sinna eins og áður var, heldur er þeim fjarstýrt úr landi. Fólkið sem vinnur við loðnuna í landi vinnur mikið. Unnið er á átta tíma tvískiptum vöktum allan sólarhringinn því bræðslurnar stoppa aldrei. Geta má nærri að slík uppgrip á fiski eru kærkomin búbót í þeim bæjum þar sem afl- inn berst á land. ur og Einar Þórðarson, skipverjar á Júpiter RE 161, en þeir voru að landa 1100 tonnum af loðnu á Eskifirði er fréttaritari hitti þá að máli á sunnudag. Kváðust þeir hafa byrjað veiðarnar 4. október og mátt veiða 4.600 tonn, sem síð- an var aukið í 9.600 tonn. Segjast þeir hafa landað öllum sínum afla á Eskifirði að undanskildum ein- um túr, sem þeir fóru til Færeyja, og 900 tonnum í Bolungarvík. 1200 tonn áttu þeir eftir að veiða á sunnudag. Þeir vonuðust til að fá að fara með þann afla til Dan- merkur og ljúka vertíðinni þar. Þeir voru ánægðir með síðustu vikur, sem gengið hafa mjög vel hjá þeim, en verðið fannst þeim heldur lágt. Helzt var að nótin hafði eitthvað verið að hrella þá. Hluturinn fyrir þennan skammt héldu þeir að myndi nálgast 200 þúsund krónur fyrir hásetann. Júpiter er með stærstu loðnuskip- unum og þar er því mest til skipt- anna. Framundan, þegar loðnu- H'' 200 þúsund krónur í hásetahlut Þeir voru hressir þeir Árni Val- Bjarni Heiðar og félagar hans í bræðslunni skila flestir hverjir hátt í 100 tímum á viku. Hressir strákar um borð f Júpiter, Árni Valur og Einar Þórðarson, vinna við löndun á Eskifirði. HAUSTHAPPDRÆTTI o. SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Vinningar: 1. Greiðsla upp í íbuö kr. 350.000. 2. Greiösla upp í íbuö kr. 300.000. 3. Bifreiöavinningur kr. 200.000. Vinsamlega geriö skil sem allra íyrst Verömæti vinninga alls kr. 850.000 SÆKJUM — SENDUM Aöeins dregið ur seldum miöum Skrifstofa happdrættisins aö Haaleitisbraut 1 er opin fra kl. 9 — 22. Sími 82900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.