Morgunblaðið - 29.11.1984, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984
UEFA-keppnin:
Stórsigur
Anderlecht
í Brussel
Sfmamynd/Nordfoto.
• Þorgils Óttar Mathiesen svtfur hér aleinn inn af línunni í síöari landsieiknum við Dani — í Horsens í gærkvöldi — og skorar eitt marka sinna
Til hœgri Klaus Sletting Jensen.
Kristján Ara jafnaði úr
víti á síðustu sekúndum
— Arnór ekki með
BELGÍSKA liðiö Anderlecht vann
ðruggan sigur, 3—0, á Real Madrid
í fyrri leik liðanna í UEFA-
keppninni { knattspyrnu { gssr-
kvöldi. Leikið var á heimavelli
Anderiecht í Brussel.
Erwin Vandenbergh skoraði
fyrsta mark leiksins á 66. mín., Al-
ex Czerniatynski geröi annaö
markiö aöeins tveimur mín. síöar
og Frankie Vercautern bætti þriöja
markinu viö fjórum mínútum fyrir
leikslok úr vítaspyrnu. Anderlecht
ætti aö vera öruggt áfram í 8 liöa
úrslit. Arnór Guöjohnsen lék ekki
meö liðinu í gærkvöldi.
Anderlecht haföi mikla yfirburöi
í fyrri hálfleik en tókst ekki aö
skora. Þaö var ekki fyrr en Per
Frimann kom inn í staö Frank
Arnesen aö liöinu tókst aö skora.
Frimann hleypti nýju blóöi í Ander-
lecht-liöiö og hann átti þátt í upp-
byggingu tveggja fyrri markanna.
Síöasta markiö kom síöan úr víti
eins og áöur sagöi, vafasömu víti.
Czerniatynski var „felldur" en jafn-
vel belgískir fréttamenn töldu vfta-
spyrnudóminn vafasaman.
• Hamburger sigraöi ítalska fé-
lagiö Inter Milan 2—1 í fyrri viður-
eign liöanna í UEFA-keppninni í
Þýskalandi í gærkvöldi. Michael
Schröder skoraöi fyrsta markiö
fyrir þýska liöiö strax á annarri
mínútu leiksins. Vestur-þýski
landsliösfyrirliöinn Karl-Heinz
Rummenigge jafnaöi síöan á 46.
mín., fyrstu mínútu síöari hálfleiks-
ins, fyrir ítalska liöiö og Thomas
von Heesen geröi sigurmark HSV
á 80. mtn. Áhorfendur á leiknum
voru 61.418. Þaö var uppselt.
• Videoton frá Szekesfehervar í
Ungverjalandi burstaöi Partizan
Belgrad (Júgóslavíu) 5—0 á
heimavelli og viröist öruggt í
næstu umferö. Mörkin geröu
Szabo 3, Norvath og Majer.
• f Lodz í Póllandi mættust
heimamenn og sovéska liðið Dyn-
amo Minsk. Sovétmenn sigruöu
2—0 (1—0). Mörk liösins geröu
Andrei Zygmantowicz á 37. mín.
og Liudas Rumbutis á 89. mínútu.
Sovéska liöiö haföi mikia yfirburöi,
Pólverjarnir söknuöu greinilega
fyrirliöa síns, landsliösframherjans
Smolarek, sem var í leikbanni.
• Spartak Moskvu sigraöi vest-
ur-þýska liöiö FC Köln 1—0 í Sov-
étrikjunum en leikiö var í Tbiiisi,
höfuöborg Georgíu. Leikurinn var
færöur suöur á bóginn því Sovét-
menn óttuöust snjókomu í
Moskvu. Boriz Pozdnyakov skor-
aói eina mark leiksins á 35. mín.
Fri Gunnarl Qunnaraayni tréttarttara MM.
is'land geröi jafntefli 19—19 i síð-
ari landsleiknum gegn Danmörku
sem fram fðr í Horsen í gær-
kvöldi. Leikur liðanna var mjög
vel leikinn að hálfu beggja liða en
nokkuð harður enda leyfðu
sænskir dómarar nokkuö mikið
og misstu tökin á leiknum i lokin.
í hálfleík var staðan 10—9 fyrir
ísland.
Það var Kristján Arason sem
jafnaði leikínn úr vítakasti þegar
3 sek. voru eftir. Danska liðið
néði ekki að byrja á miðju eftir
þaö. Brotið haföi verið á Þorbergi
Aðalsteinssyni og mörgum þótti
vítið nokkuö vafasamt. Þetta voru
sanngjörn úrslit því bæði liðin
léku vel. íslenska liðið náði þó
forystu, 18—17, þegar fjórar mfn-
útur voru til leiksloka. Mikill darr-
aðardans var stiginn í lokin og
allt var á suðupunkti. Rúmlega
tvö hundruö íslendingar voru á
leiknum og veittu löndum sínum
mikinn stuðning.
Danska liöiö haföi frumkvæöió í
fyrri hálfleik og komst í 5—2, en
íslensku leikmennirnir sýndu
seiglu, þeir náöu aö jafna, 7—7,
meö góöum og yfirveguöum leik.
island náöi forystunni, 8—7, og
hélt henni út hálfleikinn og höföu
eitt mark yfir í hálfleik. Varnarleik-
urinn hjá íslenska liöinu var þokka-
legur en markvarslan hjá Einarí
heföi getaö veriö betri. Páll Ólafs-
son stjórnaöi leik liösins mjög vel.
I síöari hálfleik byrjuöu Danir af
miklum krafti, greinilega ákveónir f
því aö sigra í leiknum. Þeim tókst
aö breyta stööunni úr 9—10 í
11—10. En jafnt var á öllum tölum
þar til Danir náöu tveggja marka
forskoti, 16—14, þegarfimmtán
mínútur voru eftir af leiktímanum.
Góöur leikkafli íslenska liösins
breytti stööunni úr 14—16 í
„Ánægður
með
úrslitin“
„Danska liðiö lék betur í upp-
hafi leiksins og mun betur nú en í
fyrri leiknum. En svo snerist leik-
urinn og þeir áttu í vök að verjast
þegar liða tók á. í heild var ís-
lenska liðið ekki eins gott og f
fyrri leiknum, en meira jafnvægi
var samt í leik þess. Þessir leikir
áttu aðeins aö vera undirbúning-
ur fyrir Polar Cup og því erum viö
sérlega ánægðir meö úrslitin
sagði liðsstjóri íslenska liðsins,
Guðjón Guðmundsson, eftir leik-
inn í gærkvöldi.
• Páll Ólafsson lék mjög vel í
gærkvöldi.
17— 16 íslandi í hag. Þá var Þor-
birni Jenssyni vikiö af leikvelli og
Danir jöfnuöu, 17—17, en íslensku
leikmennirnir léku af skynsemi í
næstu sókn og héldu boltanum
þar til Þorbjörn kom inná. Kristján
skoraöi svo meö glæsilegu lang-
skoti, 18—17. Danir brunuöu upp
en dæmd var á þá lína og i næstu
sókn þegar íslensku leikmennirnir
fengu tækifæri misstu þeir bolt-
ann. Danir fengu síöan vítakast
þegar Páll braut af sér. Páll fékk
rautt spjaid og var vikiö af leikvelli.
Þessi dómur var alveg út í hött.
Þaö var í hæsta lagi aukakast á
íslenska liöiö og Páli átti alls ekki
aö vísa af velli. Danir skoruöu,
18— 18. Nokkuö fum var i næstu
sókn Islands og boltinn glataöist í
hendur danska liösins. Danir náöu
forystunni, 19—18, í næstu sókn.
Klaus Sletting skoraöi meö lang-
skoti. Þá var ein og hálf mínúta
eftir. Mikil skynsemi og yfirvegun
var hjá íslenska liöinu lokakafla
leiksins. Leikmenn héldu boltanum
alveg þar til sjö sekúndur voru til
leiksloka, Þorbergur braust í gegn
inn á miöjunni og fékk vítakast. Úr
því skoraöi Kristján, eins og áöur
sagöi, áf öryggi.
Bestu menn íslenska liösins
voru Páll Ólafsson og Kristján
Arason og Atli Hilmarsson. Þor-
björn Jensson var eins og klettur i
vörninni. Þorgils skapaöi sér mörg
færi á línunni en nýtti þau ekki sem
skyldi. En í heild var íslenska liöiö
mjög gott.
Bestu menn danska liösins voru
Klaus Sletting Jenssen og Jörgen
Gluver línumaöur sem geröi usla i
vörn íslands. Danska liöiö lék vel,
hraöan og skemmtilegan hand-
knattleik. Islenska liöinu tókst þó
aö halda danska liöinu vel niöri.
Vörn íslenska liösins var góð í síö-
ari hálfleik og þá varöi Einar betur.
Mörk islands: Kristján Arason 6,
1 v, Atli Hilmarsson 5, Páll Ólafs-
son 4, 1 v, Þorgils Óttar 2, Jakob
Sigurösson og Bjarni Guömunds-
son 1 mark hvor.
Mörk danska liösins: Klaus
Sletting 5, Jörgen Gluver 4,
Flemming Hanssen og Lars Arne-
sen 3 hvor, Hans Hattesen 2, Kjeld
Nielsen og Jens Erik 1 hvor.
Þriöji leikurinn
á Loftus Road
QPR og Southampton verða að
mætast þriðja sinni í Mjólkurbik-
arkeppninni ensku. Þau hafa nú
skilið jðfn f tveimur leikjum —
leik þeirra í fyrrakvöld lyktaði
með jafntefli, (kO. Peter Hucker,
markvöröur QPR, var hetja liös-
ins. Hann varði vítaspyrnu Steve
Moran í fyrri hálfleik. Dregiö var
um þaö hvar þriðji leikurinn færi
fram og kom völlur QPR upp.
KSÍ-þingið
um helgina
ÁRSÞING KSÍ verður haldið á
Hótel Loftleiðum um helgina.
Þinjjiö hefst kl. 10 á laugardag.
Búist er við aö allir stjórnarmenn
gefi kost á sér til endurkjörs.
Bladburóarfólk
óskast!
Guðjón Guðmundsson:
Austurbær
Grettisgata
frá 37—98.
Hvassaleiti
frá 18—30.