Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 29.11.1984, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1984 UEFA-keppnin: Stórsigur Anderlecht í Brussel Sfmamynd/Nordfoto. • Þorgils Óttar Mathiesen svtfur hér aleinn inn af línunni í síöari landsieiknum við Dani — í Horsens í gærkvöldi — og skorar eitt marka sinna Til hœgri Klaus Sletting Jensen. Kristján Ara jafnaði úr víti á síðustu sekúndum — Arnór ekki með BELGÍSKA liðiö Anderlecht vann ðruggan sigur, 3—0, á Real Madrid í fyrri leik liðanna í UEFA- keppninni { knattspyrnu { gssr- kvöldi. Leikið var á heimavelli Anderiecht í Brussel. Erwin Vandenbergh skoraði fyrsta mark leiksins á 66. mín., Al- ex Czerniatynski geröi annaö markiö aöeins tveimur mín. síöar og Frankie Vercautern bætti þriöja markinu viö fjórum mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu. Anderlecht ætti aö vera öruggt áfram í 8 liöa úrslit. Arnór Guöjohnsen lék ekki meö liðinu í gærkvöldi. Anderlecht haföi mikla yfirburöi í fyrri hálfleik en tókst ekki aö skora. Þaö var ekki fyrr en Per Frimann kom inn í staö Frank Arnesen aö liöinu tókst aö skora. Frimann hleypti nýju blóöi í Ander- lecht-liöiö og hann átti þátt í upp- byggingu tveggja fyrri markanna. Síöasta markiö kom síöan úr víti eins og áöur sagöi, vafasömu víti. Czerniatynski var „felldur" en jafn- vel belgískir fréttamenn töldu vfta- spyrnudóminn vafasaman. • Hamburger sigraöi ítalska fé- lagiö Inter Milan 2—1 í fyrri viður- eign liöanna í UEFA-keppninni í Þýskalandi í gærkvöldi. Michael Schröder skoraöi fyrsta markiö fyrir þýska liöiö strax á annarri mínútu leiksins. Vestur-þýski landsliösfyrirliöinn Karl-Heinz Rummenigge jafnaöi síöan á 46. mín., fyrstu mínútu síöari hálfleiks- ins, fyrir ítalska liöiö og Thomas von Heesen geröi sigurmark HSV á 80. mtn. Áhorfendur á leiknum voru 61.418. Þaö var uppselt. • Videoton frá Szekesfehervar í Ungverjalandi burstaöi Partizan Belgrad (Júgóslavíu) 5—0 á heimavelli og viröist öruggt í næstu umferö. Mörkin geröu Szabo 3, Norvath og Majer. • f Lodz í Póllandi mættust heimamenn og sovéska liðið Dyn- amo Minsk. Sovétmenn sigruöu 2—0 (1—0). Mörk liösins geröu Andrei Zygmantowicz á 37. mín. og Liudas Rumbutis á 89. mínútu. Sovéska liöiö haföi mikia yfirburöi, Pólverjarnir söknuöu greinilega fyrirliöa síns, landsliösframherjans Smolarek, sem var í leikbanni. • Spartak Moskvu sigraöi vest- ur-þýska liöiö FC Köln 1—0 í Sov- étrikjunum en leikiö var í Tbiiisi, höfuöborg Georgíu. Leikurinn var færöur suöur á bóginn því Sovét- menn óttuöust snjókomu í Moskvu. Boriz Pozdnyakov skor- aói eina mark leiksins á 35. mín. Fri Gunnarl Qunnaraayni tréttarttara MM. is'land geröi jafntefli 19—19 i síð- ari landsleiknum gegn Danmörku sem fram fðr í Horsen í gær- kvöldi. Leikur liðanna var mjög vel leikinn að hálfu beggja liða en nokkuð harður enda leyfðu sænskir dómarar nokkuö mikið og misstu tökin á leiknum i lokin. í hálfleík var staðan 10—9 fyrir ísland. Það var Kristján Arason sem jafnaði leikínn úr vítakasti þegar 3 sek. voru eftir. Danska liðið néði ekki að byrja á miðju eftir þaö. Brotið haföi verið á Þorbergi Aðalsteinssyni og mörgum þótti vítið nokkuö vafasamt. Þetta voru sanngjörn úrslit því bæði liðin léku vel. íslenska liðið náði þó forystu, 18—17, þegar fjórar mfn- útur voru til leiksloka. Mikill darr- aðardans var stiginn í lokin og allt var á suðupunkti. Rúmlega tvö hundruö íslendingar voru á leiknum og veittu löndum sínum mikinn stuðning. Danska liöiö haföi frumkvæöió í fyrri hálfleik og komst í 5—2, en íslensku leikmennirnir sýndu seiglu, þeir náöu aö jafna, 7—7, meö góöum og yfirveguöum leik. island náöi forystunni, 8—7, og hélt henni út hálfleikinn og höföu eitt mark yfir í hálfleik. Varnarleik- urinn hjá íslenska liöinu var þokka- legur en markvarslan hjá Einarí heföi getaö veriö betri. Páll Ólafs- son stjórnaöi leik liösins mjög vel. I síöari hálfleik byrjuöu Danir af miklum krafti, greinilega ákveónir f því aö sigra í leiknum. Þeim tókst aö breyta stööunni úr 9—10 í 11—10. En jafnt var á öllum tölum þar til Danir náöu tveggja marka forskoti, 16—14, þegarfimmtán mínútur voru eftir af leiktímanum. Góöur leikkafli íslenska liösins breytti stööunni úr 14—16 í „Ánægður með úrslitin“ „Danska liðiö lék betur í upp- hafi leiksins og mun betur nú en í fyrri leiknum. En svo snerist leik- urinn og þeir áttu í vök að verjast þegar liða tók á. í heild var ís- lenska liðið ekki eins gott og f fyrri leiknum, en meira jafnvægi var samt í leik þess. Þessir leikir áttu aðeins aö vera undirbúning- ur fyrir Polar Cup og því erum viö sérlega ánægðir meö úrslitin sagði liðsstjóri íslenska liðsins, Guðjón Guðmundsson, eftir leik- inn í gærkvöldi. • Páll Ólafsson lék mjög vel í gærkvöldi. 17— 16 íslandi í hag. Þá var Þor- birni Jenssyni vikiö af leikvelli og Danir jöfnuöu, 17—17, en íslensku leikmennirnir léku af skynsemi í næstu sókn og héldu boltanum þar til Þorbjörn kom inná. Kristján skoraöi svo meö glæsilegu lang- skoti, 18—17. Danir brunuöu upp en dæmd var á þá lína og i næstu sókn þegar íslensku leikmennirnir fengu tækifæri misstu þeir bolt- ann. Danir fengu síöan vítakast þegar Páll braut af sér. Páll fékk rautt spjaid og var vikiö af leikvelli. Þessi dómur var alveg út í hött. Þaö var í hæsta lagi aukakast á íslenska liöiö og Páli átti alls ekki aö vísa af velli. Danir skoruöu, 18— 18. Nokkuö fum var i næstu sókn Islands og boltinn glataöist í hendur danska liösins. Danir náöu forystunni, 19—18, í næstu sókn. Klaus Sletting skoraöi meö lang- skoti. Þá var ein og hálf mínúta eftir. Mikil skynsemi og yfirvegun var hjá íslenska liöinu lokakafla leiksins. Leikmenn héldu boltanum alveg þar til sjö sekúndur voru til leiksloka, Þorbergur braust í gegn inn á miöjunni og fékk vítakast. Úr því skoraöi Kristján, eins og áöur sagöi, áf öryggi. Bestu menn íslenska liösins voru Páll Ólafsson og Kristján Arason og Atli Hilmarsson. Þor- björn Jensson var eins og klettur i vörninni. Þorgils skapaöi sér mörg færi á línunni en nýtti þau ekki sem skyldi. En í heild var íslenska liöiö mjög gott. Bestu menn danska liösins voru Klaus Sletting Jenssen og Jörgen Gluver línumaöur sem geröi usla i vörn íslands. Danska liöiö lék vel, hraöan og skemmtilegan hand- knattleik. Islenska liöinu tókst þó aö halda danska liöinu vel niöri. Vörn íslenska liösins var góð í síö- ari hálfleik og þá varöi Einar betur. Mörk islands: Kristján Arason 6, 1 v, Atli Hilmarsson 5, Páll Ólafs- son 4, 1 v, Þorgils Óttar 2, Jakob Sigurösson og Bjarni Guömunds- son 1 mark hvor. Mörk danska liösins: Klaus Sletting 5, Jörgen Gluver 4, Flemming Hanssen og Lars Arne- sen 3 hvor, Hans Hattesen 2, Kjeld Nielsen og Jens Erik 1 hvor. Þriöji leikurinn á Loftus Road QPR og Southampton verða að mætast þriðja sinni í Mjólkurbik- arkeppninni ensku. Þau hafa nú skilið jðfn f tveimur leikjum — leik þeirra í fyrrakvöld lyktaði með jafntefli, (kO. Peter Hucker, markvöröur QPR, var hetja liös- ins. Hann varði vítaspyrnu Steve Moran í fyrri hálfleik. Dregiö var um þaö hvar þriðji leikurinn færi fram og kom völlur QPR upp. KSÍ-þingið um helgina ÁRSÞING KSÍ verður haldið á Hótel Loftleiðum um helgina. Þinjjiö hefst kl. 10 á laugardag. Búist er við aö allir stjórnarmenn gefi kost á sér til endurkjörs. Bladburóarfólk óskast! Guðjón Guðmundsson: Austurbær Grettisgata frá 37—98. Hvassaleiti frá 18—30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.