Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 Nígeríumenn leyfa ekki innflutning á skreið — sér fyrir endann á skuldagreiðslum til íslendinga Morgunbladið/JúUus. Frá slysstart á mótum Kringlumvrarbrautar og Sundlaugavegar. Báóar bifreiðirnar eni taldar ónýtar. Harður árekstur á Kringlumýrarbraut HARÐUR árekstur varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Sundlaug arvegar um klukkan tvö aðfaranótt mánudagsins. ('ortina-bifreið var ekið suður Kringlumýrarbraut yfir gatnamótin í veg fyrir Toyota- leigubifreið, sem ekið var vestur Sundlaugarveg. Gul blikkandi um- ferðarljós voru á gatnamótunum og biðskylda á umferð frá Kringlumýr- arbraut. Ökumaður leigubifreiöarinnar festist í bifreið sinni, en hún kast- aðist á umferðarvita við höggið. Tækjabifreið slökkviliðsins í Reykjavík kom á vettvang og varð skera hurðir af til þess að ná manninum út. Hann slapp ótrú- lega vel því bifreiðin er gjörónýt. Farþegi í hinni bifreiðinni, kona, skarst í andliti. Báðar bifreiðirn- ar eru taldar ónýtar og þurfti að draga þær af slysstað. Framkvæmdastjóri Microtölvunnar skrifar Verðlagsstofnun: Vill könnun á lögmæti starf- semi Hewlett Packard ríkjunum. Þessi fyrirtæki gera slíkt ekki í góðgerðarskyni, þau eru einfaldlega að kaupa sig inn á ís- lenskan markað og færa þennan af- slátt þá sem stofnkostnað við að koma sér inn á markaðinn hér. Það var einnig verulega ámæl- isvert hvernig verkalýðshreyfingin stóð að þessu útboði. Fyrst var beð- ið um ákveðna stærð af tækjum en síðan farið að hræra í öllum bjóð- endum. Það fyrirtæki sem ég starfa hjá hefur til dæmis ekki fengið svar við sínu tilboði ennþá. Það er óneitanlega skondið að það skuli hafa verið íslensk verkalýðshreyf- ing og lífeyrissjóðir sem láta erlend stórfyrirtæki kaupa sig inn á markaðinn með þessum hætti. tslensk fyrirtæki hafa ekki að- stöðu til að keppa við svona undir- boð og tekur það þessi fyrirtæki ekki nema eitt til eitt og hálft ár að svelta okkur út af markaðnum með þessum hætti. Það er mín skoðun að nær hefði verið hjá viðskipta- ráðuneytinu að svifta IBM sínu starfsleyfi en að hleypa öðru stór- fyrirtæki inn á markaðinn. Þessi þróun hefur orðið til þess að maður hugleiðir það alvarlega hvort það borgi sig ekki að selja aðstöðu sína til einhvers erlends umboðsaðila," sagði Haukur Nikulásson einnig. Georg Ólafsson verðlagsstjóri staðfesti það í samtali við Mbl. að stofnuninni hefði borist umrætt bréf frá Hauki. Sagði hann að búið væri að veita Hewlett Packard starfsleyfi og ekki víst hvað verð- lagsstofnun gæti gert. En málið yrði athugað. að verði hvort starfsemi bandaríska hátæknifyrirtækisins Hewlett Pack- ard hér á landi brjóti í bága við lögin um verðlag, samkeppnishömlur og órettmæta viðskiptahætti. Sérstak- lega er vísað til samninga fyrirtækis- ins við aðila innan verkalýðshreyf- ingarinnar um kaup á tölvubúnaði þar sem llaukur telur að HP hafi verið með undirboð til að komast inn á íslenskan markað. „Hewlett Packard hefur fengið starfsleyfi frá 1. febrúar á þessu ári að því er mér skilst. Þess vegna finnst mér það undarlegt að fyrir- tækið skuli nú þegar vera búið að selja vörur fyrir 40 til 50 milljónir kr. Það virðist einnig hafa fengið starfsleyfið í viðskiptaráðuneytinu á blekkingarforsendum því ráðu- neytið virðist gera sér vonir um að íslenskir tölvuframleiðendur geti flutt eitthvað út í gegn um HP en það finnst mér vera að snúa hlut- unum algerlega við,“ sagði Haukur þegar rætt var við hann um bréfið til verðlagsstofnunar. „Maður getur að sjálfsögðu ekki verið sár yfir að tilboðum annarra sé tekið í útboðum sem maður tek- ur þátt í — það er að segja ef það er gert á réttum forsendum. Ég veit að erfitt er að sanna það — en Hewlett Packard náði samningum við þessa aðila innan verkalýðs- hreyfingarinnar með 40% undir- boði undir markaðsverð i Banda- HAUKUR Nikulásson, framkvæmda- stjóri Microtölvunnar sf., hefur óskaö eftir því við verðlagsstofnun að kann- Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Valt á Reykjanesbraut JEPPI valt á Reykjanesbraut gegnt gamla Straumi um klukkan 14 á laugar- dag og hafnaði í urð utan vegar. Fljúgandi hálka var á veginum þegar ökumaðurinn missti stjórn á jeppanum. Bandarísk hjón voru á leið til Keflavíkurflugvallar ásamt barni sínu. Þau sluppu án alvarlegra meiðsla og má telja það mikla mildi. Hús jeppans lagðist nánast saman. Hann er mikið skemmdur eftir veltuna. Sigríður Ella syngur Carmen á ný næstu helgar — Ólöf Kolbrún aftur í hlutverk Micaelu Um næstu helgi verða aftur breytingar á hlutverkaskipan i óperunm ('armen hjá íslensku óperunni. Sem kunnugt er tók Anna Júlíana Sveinsdóttir við titilhlutverkinu af Sigríði Ellu Magnúsdóttur eftir ára- mótin, er Sigríður Ella hélt til Englands. Nú mun Sigríður Ella vera leikur. væntanleg til landsins I vikunni og er áætlað, að hún syngi titil- hlutverkið á ný dagana 1. og 2. febrúar og einnig helgina þar á eftir, þ.e. dagana 8. 9. og 10. febrúar. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Óperunni, var sam- ið um það við Sigríði Ellu í haust, að hún kæmi aftur til íslands á þessum tíma og syngi á umrædd- um sýningum. En söngur Önnu Júlíönu, sem og þeirra Sigrúnar V. Gestsdóttur og Anders Jos- ephson, var auglýstur sem gesta- Þau Sigrún V. Gestsdóttir og Anders Josephson tóku við sínum hlutverkum í Carmen af þeim Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Simon Vaughan um leið og skipt var um söngkonu í titilhlut- verkinu. Tekur Olöf Kolbrún nú aftur við hlutverki Micaelu af Sigrúnu V. Gestsdóttur og verður í því út sýningartímann. Anna Júlfana tekur hins vegar aftur við hlutverki Carmenar, er Sigríður Ella heldur utan eftir 10. febrúar nk. Sprengju- hótun í sendi- ráði Banda- ríkjanna HRINGT var í bandaríska sendi- ráðið um klukkan 18.15 í gær og tilkynnti rödd að sendiráðið yrði sprengt í loft upp. Lögreglan í Reykjavík var kvödd á staðinn og fór fram leit í sendiráðinu. Engin sprengja fannst og Ijóst að um gabb var að ræða. Á laugardag var Mclntosh- sælgætisdós komið fyrir við dyr sovéska sendiráðsins í Reykjavík. Þótti innihaldið torkennilegt og gerðu sendi- ráðsmenn lögreglunni viðvart og tók lögreglan dósina í sína vörslu. Hún var send til Rann- sóknarlögreglu ríkisins til rannsóknar. 25 stiga frost á Hólsfjöllum FROST komst upp í 25 stig á Grímstöðum á Fjöllum í fyrrinótt. í gær var frostiö komið niður í 20 stig, en hefur verið frá 15 — 20 stig í rúma vikutíma. Benedikt Sigurðsson fréttarit- ari Morgunblaðsins á Gríms- stöðum sagði að þetta væri mesta frostið sem komið hefur núna. „Einhverjir erfiðleikar eru með kyndingu í húsum, þar sem frosið hefur í leiðslum og einnig hefur verið erfitt að fá bíla til að ganga í svona miklum kulda, en menn hafa þó bjargað því.“ Benedikt sagði að oft væri mikið frost á þessum slóðum, en nú væri óvenju snjólétt og hægt að fara um allt á bílum. Oft hef- ur fólk átt í erfiðleikum með að ferðast á þessum árstíma en um síðustu helgi brá fólk sér t.d. á þorrablót bæði í Mývatnssveit og í Kelduhverfi. Kindur eru lítið úti þegar svona kalt er, en Benedikt sagði að enn væri góð jörð fyrir skepnur og þeim hafi verið hleypt út á daginn hingað til. STJÓRNVÖLD í Nígeríu hafa ekki veitt nein innflutningsleyfi fyrir skreið til landsins á þessu ári, frekar en á síðasta ári. Á hinn bóginn sér nú fyrir endann á greiðslu skulda Nígeríumanna til íslendinga vegna eldri skreiðar- viðskipta. A síðasta ári námu þessar skuldir mest um 30 milljónum banda- ríkjadollara. Einar Benediktsson, sendiherra í London, kom úr vikuferð til Níg- eríu á laugardaginn. Þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann í London í gær sagði sendiherrann að Nígeríumenn hefðu ekki leyft neinn innflutning á skreið síðan síðla árs 1983. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir hefði ekki tekist að fá þá til að heimila innflutning á síð- ásía ári. „Á þessu stigi er ómögu- legt að segja hvað gerist hjá Níg- eríumönnum í ár,“ sagði Einar Benediktsson. „Þeir hafa ekki veitt innflutningsleyfi fyrir 1985, til þess getur þó komið. Ég get hvorki leyft mér að vera bjartsýnn né svartsýnn á þessari stundu." Sendiherrann sagði það mikið ánægjuefni að nú hefði komist skriður á lokagreiðslur Nígeríu- ' * » * l____-------------- flidliua a CIGr! ír.'JI’J’J!!!, sem námu mest um 30 milljónum bandaríkjadollara á siöasta ári. Að sögn sendiherrans hefur ekki verið auðvelt að innheimta þessar skuldir. í för með Einari Benediktssyni sendiherra til Nígeríu að þessu sinni voru ólafur Björnsson frá Skreiðarsamlaginu, Ragnar Sigur- jónsson frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og Bjarni V. Magnússon frá íslensku umboðs- sölunni. Nígeríumenn vilja að viðskiptin við ísland séu með þeim hætti, að aðeins einn aðili komi í-*' —- 'vnnv onlInnrJI fwA fnlnnJi • ’vr11. nviiaiMn ...» iniaiun Stal greiðslukorti og falsaði undirskriftir LIÐLEGA tvítugur maður var hand- tekinn á sunnudagskvöldið og hefur hann viðurkennt að hafa stoliö Visa- greiðslukorti og falsað undirskriftir og þannig náð út vörum og þjónustu fyrir um 40 þúsund krónur. Maðurinn fór í verzlanir og á iroitinnQliMo nrr rrfoirtrti moA f %ri lr>n«KI4IIUU Vk. ailrluui 111 v.w greiðslukortinu. Alls hafa komið fram 18 úttektarmiðar. í flestum tilvikum falsaði maðurinn undir- skrift hins rétta korthafa og hefur því ekki verið krafinn um skilríki. Það vekur sérstaka athygli, að maðurinn skrifaði eigið nafn á nokkra úttektarmiða, án þess að Hoj vpictí "runsemdir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.