Morgunblaðið - 29.01.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 29.01.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 fMtogtniltffifetíÞ Utgefandi Framkvæmdactjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Orkubúskapur og „óþarfa“ öryggisráðstafanir Gagnrýni Finnboga Jónsson- ar, varamanns Alþýðu- bandalags í stjórn Landsvirkjun- ar, á meintar óþarfar öryggis- ráðstafanir í orkukerfinu, hafa vakið athygli og umræðu. í fyrsta lagi hlýtur þessi gagnrýni að hluta til að beinast að hæst- ráðanda orkumála 1978—1983, Hjörleifi Guttormssyni fyrrver- andi orkuráðherra. I annan stað hljómar gagnrýni úr herbúðum Alþýðubandalags, sem byggð er á meintri offjárfestingu og ónógri arðsemi framkvæmda, nýstárlega í eyrum. Þau rök, sem stjórn Landvirkj- unar hefur sett fram í þessum skoðanaskiptum eru aðallega þessi: • Við bjuggum við orkuskort á árabilinu 1979—1981, sem meðal annars sagði til sín í niðurskurði á sölu og skömmtun orkunnar. • Á árinu 1982 ákvað Landsvirkj- un af öryggisástæðum að stefna í 250 GWst framleiðslu í góðum vatnsárum umfram líklega sölu (orkuspá), til að hafa borð fyrir báru í slæmum vatnsárum og tryggja orkuöryggi fólks og fyrir- tækja. Munur orkuframleiðslu milli góðra og slæmra vatnsára er geysimikill, eða allt að 500—600 gigawattstundir að dómi Landsvirkjunar. • Ef orkuspár, sem gerðar vóru um líklegan vöxt orkueftirspurn- ar, hefðu gengið eftir, væri um- framorka ársins 1985 aðeins 200 GWst. Orkueftirspurnin hefur hinsvegar vaxið mun minna en líkur stóðu til svo umframorka ársins getur orðið allt að 450 GWst. I því sambandi er óhjá- kvæmilegt að minna á, að fyrir aðeins tveimur árum var talið að kísilmálmverksmiðja í kjördæmi fyrrverandi orkuráðherra gæti tekið til starfa 1986, sem nú er sýnt að naumast verður. Þessi umframorka mun hinsvegar nýt- ast á komandi árum og spara þá frekari fjárfestingar. Aukakostn- aður vegna hraðari framkvæmda Kvíslaveitu er um 200—250 mkr., sem veldur 1% hækkun á raf- orkuverði til almenningsveitna til lengri tíma litið. • Þegar sýnt var hvert stefndi um orkueftirspurn seint á sl. ári vóru þegar teknar ákvarðanir um að hægja á framkvæmdum á Þjórsársvæðinu. Hinsvegar var ekki talið ráðlegt að fresta fram- kvæmdum við Blöndu að sinni. — Það er auðvitað ljóst, að orkuspá, sem stenzt ekki, er kjarni þessa máls. Það væri hins vegar ósanngjarnt að gagnrýna þá um of sem þessa spá gerðu. Það er aldrei hægt að segja fyrir um þróun mála með fullri vissu. Fjöl- mörg dæmi úr atvinnulífi Vestur- landa sýna það að slíkar spár standast ekki. Það er mikilvægt að fjárfesting í orkuframleiðslu haldizt í hend- ur við orkumarkaðinn, svo óseld orka í xerfinu sé á hverjum tíma sem minnst. Arðsemi verður að vísa veginn á þessum vettvangi sem öðrum, ef stefna á til réttrar áttar um afkomu landsmanna. Þar af leiðir að leggja verður áherzlu á að byggja upp orku- markaðinn, til þess að unnt verði að breyta óbeizluðum vatnsföll- um í vinnu, útflutningsverðmæti og bætt lífskjör. Þá er komið að slitna hlekkn- um í „orkustefnu" Alþýðubanda- lagsins, sem verið hefur helzti Þrándur í Götu bæði stórvirkjana og orkuiðnaðar í landinu allar götur frá tilurð Búrfellsvirkjunar og álvers í Straumsvík fram á líð- andi stund. Alþýðubandalagið vanrækti ekki einvörðungu að byggja upp orkumarkað heldur vann skipulega gegn orkuiðnaði. Það eru ekki sízt hin „dauðu ár“ Alþýðubandalagsins í orkuráðu- neytinu sem seinkað hafa mark- aðsþróun innlendra orkugjafa og tilheyrandi lífskjarabata í land- inu — um allnokkur ár. Van- rækslusyndir Alþýðubandalags- ins hafa og munu því miður enn um sinn segja til sín í minni vinnu, minni verðmætum og verri lífskjörum en ella, ef fyrirhyggja og framsýni hefðu ráðið ferð. Að því leyti var upphlaup Finnboga Jónssonar ómaksins vert, að það varpar kastljósi alþjóðarathygli að þröngsýni og vanrækslusynd- um Alþýðubandalagsins. Aflatakmarkanir í sjávarút- vegi, sem byggðar eru á fiski- fræðilegum staðreyndum, og framleiðslutakmarkanir búvöru, vegna markaðsstöðu hennar, valda því, að hagvöxtur eða verð- mætavöxtur í þjóðarbúskapnum, sem er forsenda batnandi lífs- kjara, verður að drjúgum hluta að sækja á önnur mið næstu árin. Ein af mörgum leiðum sem fara þarf að því marki er orkuiðnaður, sem gerir okkur kleift að breyta þriðju auðlind okkar, orku óbeizl- aðra vatnsfalla og jarðvarma, í útflutningsverðmæti og lífskjör. Orkuiðnaður er engin allsherj- arlausn; aðeins eitt af mörgum nýjum vopnum, sem þjóðin verð- ur að beita í lífsbaráttu sinni. Því þarf að beita með aðgát og forsjá um náttúruvernd, mengunar- varnir og vinnuaðstöðu starfs- fólks. Við eigum ekki að taka að ráði rekstrarlega áhættu í orkuiðnaði, a.m.k. ekki fyrst um sinn, heldur hafa okkar á þurru í orkusölu, vinnulaunum og skött- um. Og arðsemi á að vísa veginn. Framkvæmdir okkar eiga að skila sér í arðgjöf en ekki vera baggi á þjóðarbúskapnum. Morgunblaðið/Ól.K.M. Mynd þessi var tekin í samsæti því er stjórn Árvakurs hf. efndi til sl. laugardagskvöld til heidurs Matthíasi Johannessen. Frá vinstri: Leifur Sveinsson, Erna Finnsdóttir, Matthías Johannessen, sem flytur ræðu, og Bryndís Lúdvíksdóttir en Bergur G. Gíslason situr við hlið hennar. Stjórn Árvakurs hf. heiðrar Matthías Johannessen — í tilefni 25 ára ritstjóraafmælis hans STJÓRN Árvakurs hf., útgáfufé- lags Morgunblaðsins, efndi til samsætis sl. laugardagskvöld til heiðurs Matthíasi Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, í tilefni þess, að hann hefur gegnt starfi ritstjóra blaðsins í 25 ár. Viðstaddir voru stjórnarmenn Árvakurs hf., framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri, ásamt konum sínum, nánustu samstarfsmenn Matthíasar við ritstjórn Morg- unblaðsins nú, svo og Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. og kona hans, en Eyjólfur Konráð starf- aði við hlið Matthíasar sem rit- stjóri Morgunblaðsins í 15 ár, frá 1960 til ársloka 1974. Geir Hallgrímsson, formaður stjórnar Árvakurs hf., ávarpaði Matthías og gat þess, að samsæti þetta væri haldið á afmæiisdegi Valtýs Stefánssonar, sem var ritstjóri Morgunblaðsins í nær fjóra áratugi en þeir tveir, Val- týr og Matthías, hefðu spannað rúmlega 60 ár á ritstjórastóli Morgunblaðsins. Geir Hall- grímsson fjallaði um störf Matt- híasar við Morgunblaðið og færði honum þakkir stjórnar Árvakurs hf. Matthías Johannessen flutti ræðu síðar um kvöldið, þar sem hann minntist lærimeistara síns, Valtýs Stefánssonar, sögu- legs hlutverks hans við uppbygg- ingu Morgunblaðsins og þeirrar arfleifðar, sem hann hefði trúað sér og öðrum fyrir. Að lokum ávarpaði Gunnar Hansson, varaformaður stjórnar Árvakurs hf., Matthías og kvaðst þakka honum vináttu við sig og sína fjölskyldu. Matthías Johannessen kom fyrst til starfa við Morgunblaðið sem fastur starfsmaður 1951. Hann var ráðinn ritstjóri Morg- unblaðsins hinn 9. ágúst 1959 og hefur gegnt því starfi síðan. Frá vinstri: Hulda Valtýsdóttir, dóttir Valtýs Stefánssonar, Brynjólfur Bjarnason, Hanna Johannessen, eigin- kona Matthíasar, Geir Hallgrímsson, Agnes Jóhannsdóttir og Björn Thors. Sjómannasamband íslands: Hugmyndir um verkfall um miðjan febrúarmánuð Formannafundur Sjómanna- sambands íslands samþykkti síð- astliðinn sunnudag að beina þeim tilmælum til allra aðildarfélaga SSÍ, að þau veittu nú þegar samn- inganefnd sambandsins heimild til verkfallsboðunar og gilti hún til 18. febrúar. Meðal sjómanna eru nú uppi hugmyndir um að verkfall komi til framkvæmda um miðjan febrúar, hafi ekki sarnizt fyrir þann tíma. Félögin hafa öll aflað sér verkfallsheimildar, en með þessu vill samninganefndin fá heimildina og nota hana, þegar henni sýnist staðan vera orðin sú, að það sé nauðsynlegt. Haf- þór Rósmundsson, starfsmaður SSÍ, sagðist búast við því, að heimildir þessar fengjust í þess- ari viku, en félögin væru alls 39. Hafþór sagðist ekki geta tjáð sig um líkur á verkfallsboðun. Samningafundir til þessa hefðu verið alveg árangurslausir, það eina, sem þar hefði komið fram, væru gagnkröfur útvegsmanna, sem þýddu mikla tekjuskerð- ingu sjómanna frá því, sem nú væri. Eftir annan fund héðan í frá yrði líklega komin upp sú staða, að ákvörðun um verk- fallsboðun yrði tekin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.