Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.01.1985, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1985 ÚTSALA Karlmannaföt kr. 1.995—2.995. Terelynebuxur frá kr. 790—950. Gallabuxur frá kr. 295—595. Skyrtur, peysur o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steínull — glerull — hólkar. ’Armúla 16 sími 38640 ITþorgrímsson & co ntfHeggingasími sparifjáreigenda BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI ficcmón/, VORTÍSKANÍEVRÓPUÁ mSlÐUMFYRIRAÐEm JA TAKK! VINSAMLEGA SENDIÐ MÉRNÝJAFREEMANS . /u1Ui, PÖNTUNARLISTANNÍPÓSTKRÖFU. +PÓSTBURÐARGJALD. NAFN: HEIMIU: STAÐUR: SendistúlFmrmofbndoncloBALCOhf. Reykjmkump 66,120 Hufmrfrði, símiSfflO. Grunnskólinn á ísa- firði fær samkomusal ísafírði 21. janúsr. GRUNNSKÓLARNIR á í.safirði tóku í notkun samkomusal í húsa- kynnum barnaskólans sl. föstu- dagskvöld. Salurinn var byggöur fyrir u.þ.b. 15 árum, en áóur en hann var tekinn í notkun varð að sam- komulagi aö lána nýstofnuðum menntaskóla gamla skólann til bráðabirgða, en samkomusalurinn stúkaöur niður í kennslustofur. Vegna vanefnda stjórnvalda um byggingu skólahúsnæðis Mennta- skóla ísafjarðar, var ekki hægt að taka húsnæðið í notkun fyrr en nú, en menntaskólinn fluttist loksins í eigið kennsluhúsnæði á síðasta ári. Salurinn sem er sá stærsti á ísafirði er um 500 fermetrar og þar má koma fyrir um 300 manns í sætum, eða öllum grunnskólan- um í einu lagi. Vígsluathöfnin fór fram með þorrablóti 9.-bekkinga, aðstand- enda þeirra og kennara skólans. Kjartan Sigurjónsson skólastjóri gagnfræðaskólans vígði húsnæðið með ávarpi, en síðan upphófst al- vöru þorrablót undir stjórn Úlfars Ágústssonar. Á meðan þorra- matnum voru gerð skil skemmtu nemendur, kennarar og forráða- menn nemenda með mörgum frá- bærum skemmtiatriðum, en að lokum sýndi danskennari frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar „break-dans". Að því loknu var salurinn rudd- ur og dans hófst. Skiptust á æðis- gengnir „break-dansar", ljúfir valsar og kraftmiklir rælar, skott- ís og polkar. Gústaf Ólafsson kennari stjórnaði marsi, sem með skiptingum útávið og innávið, trú, von og kærleika, blómunum, heimsálfunum og ýmsu fleira stóð yfir í fullan klukkutíma. Það sem e.t.v. vakti mesta athygli á þessari ánægjulegu samkomu var að án allra vímugjafa (jafnvel sígarett- ur voru bannaðar) var kynslóðabil ekki til. Úlfar Fréttabréf frá Reyðarfírði: Meira var landað af loðnu 1984 en áður Reyðarfirði, 23. janúar. Atvinnumál: Útlit í atvinnumálum var heldur dökkt í árslok 1983. Síldarsöltun hafði dregist saman frá árinu á und- an, samdráttur fyrirséður í bygg- ingariðnaði og minnkandi sjávar- afli. Atvinnuástandið varð þó mun betra en á horfðist 1984. Enda þótt einhver atvinnuleysisskráning hafi verið allt árið verður að segja að full atvinna hafi haldist að öðru leyti en því að frystihúsið var lokað frá miðjum september til áramóta og flestar þær konur sem þar vinna voru atvinnulausar frá því að slátr- un og síldarsöltun lauk í fyrri hluta nóvember. Meiri loðnu var landað hér en nokkru sinni áður á einu ári, eða um 34 þús. tonnum. Síldarsöltun var líka í hámarki, um 23 þús. tunnur. Samdráttur í byggingarvinnu varð minni en útlit var fyrir. Líkur eru á því að tekjur fólks hafi orðið meiri en árið áður. Eftir sem áður er mikið óöryggi í atvinnumálunum og þörf á meiri stöðugleika. Þetta árið vorum við heppin, en hvað verður næst? Mesta óvissan í þessum efnum er í því fólg- in að eiga ekki skip til veiðanna, bæði á síld og loðnu. Byggingamál: Undanfarin ár hefur töluvert ver- ið byggt hér á Reyðarfirði og eru 18 íbúðir í smíðum og 5 hús til annarra nota. í fyrra var hinsvegar aðeins byrjað á 2 einbýlishúsum og einu parhúsi. tp6;10,5.Framkvæmdir hreppsins: Helsta framkvæmd Reyðarfjarð- arhrepps á árinu var bygging leikskóla. Leikskólinn er 28(F að Sfldarsöltun einnig í hámarki flatarmáli og rúmar 44 börn í tveim- ur deildum. Húsið var gert fokhelt 1983. Síðari hluta vetrar 1984 og fram á sumar var unnið við húsið og lokið við aðra deildina og rými fyrir starfsfólk. Var leikskólinn tekinn f notkun 15. sept. sl. Kostnaður er orðinn rúmar 5 milljónir þar af 3,2 á árinu 1984. Engar aðrar meiriháttar fram- kvæmdir voru á vegum hreppsins en unnið áfram að verkum sem byrjað hafði verið á. Má þar nefna að lítil- lega var unnið í áhaldahúsi hrepps- ins, lokið var við að byggja sorpþró og hún tekin í notkun og er að því mikil bót. Töluvert fé var varið til viðhalds vega og holræsa, m.a. var ein gata lögð með olíumöl en eldra slitlag var orðið ónýtt. I umhverfismálum var gert nokk- uð átak. Brekkurnar ofan við þorpið (svonefndur Háls) voru girtar af. Þar er skjólsælt og víða leifar af kjarri sem gæti náð sér á strik fljótlega. Einnig er fyrirhugað að gróðursetja skógarplöntur þar. Ennfremur var nokkuð steypt af gangstéttum og grasbelti gerð. Annað Að öðru leyti einkenndist árið af því hjá sveitarsjóði að reyna að rétta af erfiða fjárhagsstöðu eftir óðaverðbólgu undanfarinna ára. Hefur það tekist að hluta, en inn- heimta var erfið mestan hluta árs- ins, en batnaði verulega undir árs- lok. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað nákvæmlega um innheimtu- hlutfall en það er á bilinu 85—90%, heldur lakara en oft áður. Að lokum skal þess getið að bráðabirgðatölur um mannfjölda benda til að töluverð fólksfækkun hafi orðið hér á árinu 1984. Er það ískyggileg þróun, en kemur ekki á óvart þegar engin ný atvinnuupp- bygging á sér stað, öll aukning á hinum gömlu atvinnugreinum stöðvuð í bili a.m.k. og þær að auki dæmdar sem helsta böl þjóðarinnar. Góð tíð Fyrsti snjórinn er kominn hér á Reyðarfirði. Var það 19. janúar, en hér hefur verið auð jörð og hiti farið upp í 10 til 12 stig. Brum var komið á runna og allt leit út fyrir að vorið væri að koma. Okkur fannst lítið jólalegt þegar snjóinn vantaði. Samt kom þetta sér vel fyrir skólafólkið sem kom heim um jólin, engar tafir á flugi og eins þegar farið var aftur eftir áramótin var sama góða veðr- ið. Hér var sú nýlunda að á Þorláks- messu brunaði hér um bæinn rútu- bíll sem hafði sjö jólasveina og jóla- pakka innan dyra. Heimsóttu þeir hóp barna og færðu þ'eim gjafir, þetta vakti mikla gleði hjá börnun- um, enda voru þarna á ferðinni kát- ir og skemmtilegir jólasveinar. Þá var kvenfélagið með árlegan jóladansleik fyrir alla hér á staðn- um 28. des. Fínar veitingar, jóla- sveinar sem komu í heimsókn, gengu í kringum jólatré og sungu með börnunum. Þetta er jólagjöfin frá kvenfélagskonum til allra hér á staðnum. Annars má segja að jól og áramót hafi verið róleg hér, gott veður, gott færi til allra átta, svo fólk keyrði mikið á milli fjarða í heimsóknir til vina og kunningja. Gréta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.