Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.06.1985, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNf 1985 Það fellur í Kramið ... Skrítið með hana Guðnýju, hún leikur svo vel og svo hverfur hún og kemur ekki á svið langtímum saman og þegar hún birt- ist aftur í einhverju hlutverki, þá segja allir: „Hún leikur svo vel hún Guðný. En samt hverfur hún aftur úr sviðsljósinu." Eitthvað á þessa leið sagði vinkona mín fyrir skömmu, eftir að vera búin að sjá Guðnýju Helgadóttur brillera í Klassapí- um Alþýðuleikhússins, sem hin rykaða Louisa í atvinnuleit. „Já, þannig er þetta með okkur, ég er víst ekkert einsdæmi í leikarastéttinni," segir Guðný, þar sem hún geymir sig núna nefnilega í framkvæmdastjórastöðu í leik- og danssmiðjunni Kramhúsinu. Það er Hafdís Árnadóttir sem gerði sér smiðju þar sem áður var trésmíðaverkstæði, í bakhúsi við Bergstaðastrætið. Hún lét inn- rétta húsið í einföldum, vinalegum stíl enda gengur þar á þriðja hundrað manns inn og út í hverri viku. Guðný er með framkvæmdastjórahlutverkið á hreinu og fræðir mig af natni um starfsemi hússins, enda ekki í fyrsta skipti sem hún gegnir framkvæmdastjórastöðu, því hún hljóp í skarðið sem framkvæmdastjóri Alþýðu- leikhússins í þrjá mánuði. En hún sleppur ekkert við að gefa örlitlar persónulegar upplýsingar, því ferill hennar er vægast sagt óvenjulegur. SKEMMTILEG UNGLINGAMÓÐIR Guðný var komin hátt á fertugsaldur þegar hún lauk námi úr Leiklistarskóla Islands árið 1977. Ekki svo að skilja að hún væri þá búin að vera einhver eilífðarnem- andi — nei, hún var enginn unglingur þeg- ar hún fór í þetta fjögurra ára nám. Hins vegar var hún unglingur þegar hún eign- aðist fyrsta barnið af fjórum, eða aðeins 16 ára. Þegar hún byrjaði í leiklistinni var yngsta barnið sex ára og hin komin vel á legg. „Sumar stelpurnar í bekknum mínum voru á aldur við elsta son minn,“ segir Guðný þar sem við sitjum í rólegu horni í Kramhúsinu. „Ég náði í skottið á því sem ég kannski fór á mis við þegar ég var á þeim aldri sem börnin mín eru á núna og ég hugsa að þetta hafi bara hjálpað mér til að verða skemmtileg unglingamóðir. Fjöl- skyldan var ekkert óhress yfir þessu uppá- tæki mínu þótt það hefði auðvitað í för með sér hálfgerðan losarabrag heima fyrir. Það var endalaus kvöldvinna, bæði í Nemendaleikhúsinu og í Alþýðuleikhús- inu, þar sem ég hef nú starfað hvað mest. Jú, jú, ég hef nú leikið bæði á sviði og í myndum, lítil kvikmyndahlutverk, þau eru nokkur og svo lék ég í Útlaganum, kjaft- fora kerlingu, Álfdísi að nafni. Eftir Nem- endaleikhúsið þá var fyrsta hlutverkið mitt hún Málfríður í Blómarósum eftir Ólaf Hauk Símonarson og svo lék ég í „Nornin í Baba Jaga“, þar lék ég hund.“ — Já, þú lékst hund. „Já, já, mikil ósköp.“ — Heyrðu, á ég nokkuð að vera að skrifa það, þú veist, fólk er svo skrítið. „Nei, ég veit það ekki. Mér finnst það nú dálítið skemmtilegt. Svo vann ég hjá Óperunni um tíma, við Litla Sótarann, þar lék ég leikstjórann og var jafnframt sýningarstjóri." — Umhm. Og hver var þá leikstjórinn? „Þórhildur Þorleifsdóttir. Nú var ég líka sýningarstjóri við allra fyrstu uppfærslu Óperunnar og þá var nú hasarinn vægast sagt meiri en ég hafði nokkurn tíma kynnst. Þá átti allt að gerast í einu. Og það gerðist reyndar, það var t.d. verið að æfa í anddyrinu meðan verið var að innrétta húsið, ioftpressur og borar á fullu í saln- um, hamarshöggin glumdu undir hvað svo sem sungið var. Það var mikil spenna í loftinu á því tímabiii. En ég hafði mjög gaman af þessari vinnu hjá Óperunni, enda hélt ég áfram hjá þeim við nokkrar uppsetningar, var aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri við óperuna Mikato og við barnaóperuna Nóaflóðið var ég líka sýn- ingarstjóri. Þar léku börn í hljómsveitinni og kórnum og þú getur rétt ímyndað þér fjörið innan um hundrað og fimmtíu börn að tjaldabaki fyrir sýningarnar." ÓSKÖP VENJULEGT FÓLK Guðný á stutt í vinnuna, því hún býr í Skuggahverfinu, býr þar ásamt eigin- manninum Geirharði Þorsteinssyni arki- tekt. En í hverju skyldi starf fram- kvæmdastjóra Kramhússins vera fólgið? „Einhver fann upp á því að kalla mig leikfimistjóra, en sá titill tollir nú varla við mig. Mitt starf er aðallega fólgið í því að hafa yfiriit og eftirlit með þeim sem koma og fara, taka þátt í skipulagningu á námskeiðum, svara í síma, sjá um bók- haldið, og tala við nýja nemendur." — Þannig að fólk snýr sér til þín ef það vill fara að liðka sig og leika sér hérna í smiðjunni, hvort sem það er á unga aldri eða gamals aldri? „Já, elskan mín, það er fólk hérna sem er komið yfir fimmtugt. Já, alveg frá sex ára og upp úr.“ — Hverjir eru það sem sækja hingað? „Bara ósköp venjulegt fólk úr öllum stéttum og stöðum, bæði konur og karlar, strákar og stelpur. Hafdís á nú gamla að- dáendur sem hafa fylgt henni frá því hún var í húsi Jóns Þorsteinssonar. Þá var það Leikfimiskóli Hafdísar. Það eru nokkrir sem eru búnir að vera hjá henni í tíu ár, já eins og t.d. ég. Og það er viss kjarni af gamlingjum á besta aldri sem byrjaði í Leikfimiskóla Hafdísar og heldur nú áfram hér. Hvurslags karlmenn? Ja, þetta eru held ég karlar sem hafa gefist upp á þrekæfingakerfinu og vilja tilbreytingu frá blakinu og handboltanum og öilum þessum hefðbundnu hasarleikjum. Það koma bæði arkitektar, smiðir, rafvirkjar, læknar, rithöfundar og bílaviðgerðar- menn. Það er talsvert um að hjón komi saman í síðdegisleikfimina. Það eru tímar sem eru byggðir upp á leikfimi, teygjuæf- ingum og slökunaræfingjm, með dansinn sem krydd. Ég held nú að ástæðan fyrir því hvað fólk stundar tímana vel, svona ár eftir ár, sé einfaldlega sú hvað Hafdís hef- ur sérstakt lag á að gera tímana skemmti- lega, fá fólk til að vinna með öllum líkam- anum og ærslast innan ákveðins ramma. Hún vinnur bæði með byrjendur og lengra koma og fléttar gjarna bæði jassdansi, grískum dönsum og írskum inn í leikfim- ina. Nú svo eru aðrir sem kenna hér, enda kennt í tveim sölum, nánast frá morgni til kvölds.“ — Hverjir eru það sem kenna hjá Haf- dísi? „Ja, það er hún Lella, eða Elísabet Guð- mundsdóttir, hún kennir svipaða leikfimi og Hafdís, Hafdís Jónsdóttir sem er lærð- ur danskennari og kóreógraf kennir jass- ballett, Sigríður Eyþórsdóttir leikari hefur verið með leikræna tjáningu fyrir börn á aldrinum fimm til fjórtán ára, Halla Margrét kennir jassdans og spunadans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.